Dagur - 07.01.2000, Side 3
FÖSTUDAGVR 7. JANÚAR 2 000 - 3
T^ir.
Fólkið úr fjöllunum
Vagna Sólveig Vagnsdóttir opnar sýningu á tréskúlptúrum sín-
um í baksal Galleris Foldar við Rauðarárstíg í Reykjavík laugar-
daginn 8. janúar kl. 15.00. Sýninguna nefnir listakonan Fólkið
úr fjöllunum. Vagna er í hópi svokallaðra nævista eða einfara í
listinni. Hún er algert náttúrubarn og sjálfmenntuð að öllu leyti.
Verkfærið er vasahnífur og efniviðurinn mestmengis rekaviður
og annað sem til fellur úr nágrenni hennar á Þingeyri, þar sem
hún býr. Það telst ávallt til tíðinda þegar fram koma listamenn
af hennar toga og verk margra þeirra hafa verið eftirsótt af
söfnurum. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10 til 18, laugar-
daga frá 10 til 17 og sunnudaga frá 14 til 17. Sýning Vögnu
Sólveigar stendur til 23. janúar.
Fyrsta bókin 2000
Eina sekúndu yfir miðnætti á nýársnótt kom fyrsta bók érsins
út. Hún heitir Bók í mannhafið og var fyrstu eintökunum
dreift í mannhafinu í Perlunni á nýársnótt. Henni verður einnig
bráðlega einnig sleppt til 1000 viðskiptavina í Bónusverslun-
Bók í mannhafið inniheldur Ijóð eftir 13 ung skáld og þetta er
sérstök bók þvi hana má enginn eiga heldur bara lesa og
skrifa nafn sitt og fundar- ______________________________
stað á gestalista aftast í
bókinni og skilja hana síð-
an eftir eða afhenda hana
næsta manni. Bók í
mannhafið á semsagt
aldrei að rykfalla í bókahill-
um heldur verða stöðugt í
umferð víðs vegar um
heiminn. Hvar sem fólk
rekst á hana getur það
lesið Ijóð sér til yndis og
hugarhægðar og skráð
nafn sitt á spjöld hennar.
Andri Snær Magnason er
ritstjóri og umsjónarmaður
Ijóðasleppinganna, sem
em í samvinnu við Bónus.
Fyrsta skífan 2000
„Þetta er heimsviðburður. Við teljum okkur
vera með fyrstu skífu ársins 2000 í heiminum.
Hún kom út 1 mínútu yfir miðnætti á nýársnótt
að staðartíma í konungsríkinu Tonga sem er
rétt hjá Nýja Sjálandi, en þar hófst nýja árið
fyrst," sagði Gunnlaugur Lárusson einn úr hópi
hljómsveitarinnar Brain Police. Skífan kom
reyndar bara út á Netinu (slóðin brainpolice) á
þessum tíma en verður gefin út í föstu formi
nú á næstu vikum. Hún flytur 10 frumsamin
lög eftir þá félaga, Vagn Leví, Hörð Stefáns-
son, Jón Björn Ríkarðsson, og Gunnlaug Lár-
usson sem mynda sveitina Brain Police.“Petta
er rokk í anda Led Zeppelin og fleiri slíkra
höfðingja," sagði Gunnlaugur.
frá kl. 14.00 til 18.00 nema mánu-
daga.
galleri@hlemmur.is
Særún Stefánsdóttir myndlistarkona
opnar nýja sýningu í
gallerí@hlemmur.is, Pverholti 5,
Reykjavík, laugardaginn 8. janúar kl.
20:00. A sýningunni sem ber nafnið
hér, sýnir Særún verk sem hún hefur
unnið að á síðast liðnu ári. Þetta er
fyrsta einkasýning Særúnar síðan hún
lauk mastersnámi frá Glasgow School
of Art. Sýningin stendur til 30. janúar.
Vefsíða gallerisins er:
http://galleri.hlemmur.is
Galleri@hlemmur.is er opið alla daga
nema mánudaga frá klukkan 14 til 18.
Samsýning í Gallerí Geysi
Fjórar ungar konur, Ingunn Birta
1 linriksdóttir, Elísabet Yuka Takefusa,
Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Guðrún
Telma Ásmundsdóttir opna
samsýningu í Gallerí Geysi, Ilinu
Húsinu v/Ingólfstorg n.k. laugardag
þann 8. janúar kl: 16:00. Verkin eru
unnin með þurrpastel og akríllitum.
'Filgangur samsýningarinnar er að
vekja áhuga fólks á að skemmtilegt
væri að opna vinnuaðstöðu og gallerí í
miðbæ Reykjavíkur fyrir þroskahefta
einstaklinga árið 2000. Sýningin
stendur til 23 janúar og er opin alla
virka daga frá kl. 9:00.-17:00.
QG SVO HITT...
Hvítur hrafn í MÍR
Hvítur hrafn er fyrsta sýning IVIÍR á
þessu ári. Hún verður í bíósalnum að
Vatnsstíg 10 næsta sunnudag 9. janúar
k. 15.00. I myndinni er sagt frá námu-
manninum Jegor Ikonnikov, Iífsglöðum
ungum manni, sem dreymir um ham-
ingjusama framtíð. Á heilsuhæli við
Svartahaf hittir hann Sonju, unga og
aðlaðandi konu og með þeim þróast
smám saman tilfinningalegt samband.
Sonja snýr heim á undan honum og
þegar hún er að undirbúa veislu í til-
efni afmælis eiginmannsins, Arkadís,
birtist jegor í dyrunum öllum að óvör-
um. IVlyndin er með enskum texta.
LANDIÐ
OG SVO HITT...
Mamma, pabbi, hvað er að?
ICrabbameinsfélag Akureyrar og ná-
grennis gengst íyrir námstefnu á morg-
un í tilefni af útkomu bæklingsins
„Mamma, pabbi, hvað er að?“. Nám-
stefnan verður haldin í Menntaskólan-
um á Akureyri að I lólum og hefst klukk-
an 10. Áætlað er að henni ljúki um
klukkan 15.
Bæklingurinn „Mamma, pabbi, hvað er
að?“ fjallar um þau áhrif sem böm verða
fyrir þegar foreldrar þeirra veikjast alvar-
lega. Tilgangur námstefnunnar er að
íjalla um þær aðstæður sem skapast við
alvarleg veikindi, andlát og önnur erfið
áföll sem starfsólk skóla og leikskóla get-
ur þurft að standa frammi fyrir í starfi.
Mjög nauðsynlegt er að sinna þessum
aðstæðum af kunnáttu og þckkingu.
Námstefnan er einkum ætlað starfsfólki
grunnskóla og leikskóla en Krabba-
meinsfélagið sendi út bréf til skólastjóra
og kennara, formanna foreldraráða og
forcldrafélaga sem og dagmæðra. Við-
brögðin voru góð og eru þegar um 150
manns skráðir á námstefnuna en mögu-
legt að bæta við ef óskað er. Námstefnu-
gjald er 1.000 krónur og er boðið upp á
léttan hádegisverð.
Dagskráin er í stuttu máli þessi:
Kl. 10: Setning og kynning, Jónas
Franklin, formaður Krabbameinsfélags
Akureyrar og nágrennis, og Þorbjörg
Ingvadóttir framWæmdastjóri.
Kl. 10.30: „Um tilfinningar barna“,
Kristján Kristjánsson prófessor í hcim-
speki \ið Háskólann á Akureyri.
KI. 11.00: „Ungir aðstandendur", Rúnar
Andrason sálfræðingur við FSA.
Kl. 11.30: „Sjá - skilja - styðja“, Guðrún
Alda Harðardóttir leikskólakennari og
lektor við kennaradeild HA.
Kl. 12.00, matarhlé.
Kl. 12.40: „Skóli sem veit og skilur gerir
gæfumuninn“, Margrét Héðinsdóttir
skólahjúkrunarfræðingur og Hafsteinn
Karlsson skólastjóri Selásskóla.
Kl. 13.10: „Unglingur og krabbamein /
Hugmyndir barna um dauðann“, Elísa-
bel Hjörleifsdóttir hjúkrunarfræðingur
við FSA og Heimahlynningu.
Kl. 13.55: „Börn og sorg“, Jóna L. Þor-
steinsdóttir sóknarprestur í AkureyTar-
kirkju.
Kl. 14.25: Samantekt og lokaorð, Þor-
björg Ingvadóttir og Ragna Dóra Ragn-
arsdóttir, starfsmenn Krabbameinsfélags
Akurcyrar og nágrennis.
. í ^
Utanríkisráðuneytið
Læknar
Störf í Kosovo og Bosníu-
Hersegóvínu
Auglýst er eftir læknum til starfa með friðargæslusveitum
Atlantshafsbandalagsins í Kosovo (KFOR) og Bosníu-
Hersegóvínu (SFOR).
Gert er ráð fyrir að ráðningartíminn verði þrír tjl sex
mánuðir og að viðkomandi hefji störf á tímabilinu febrúar
til júní n.k.
Leitað er að duglegum, samviskusömum einstaklingum
sem geta unnið sjálfstætt við erfiðar aðstæður, eiga
auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku og
hafi mikla aðlögunarhæfileika.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf,
tungumálakunnáttu og meðmælendur sendist
utanríkisráðuneytinu, alþjóðaskrifstofu, Rauðarárstíg 25,
150 Reykjavík.
Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum.
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2000.
Upplýsingar um kaup og kjör fást á alþjóðaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins.
Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því
að umsóknarfrestur rennur út, nema annað sé
sérstaklega tekið fram í umsókninni.
Utanríkisráðuneytið
Utanríkisráðuneytið
Hjúkrunarfræðingar
Störf í Kosovo og Bosníu-
Hersegóvínu
Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingum til starfa með
friðargæslusveitum Atlantshafsbandalagsins í Kosovo
(KFOR) og Bosníu-Hersegóvínu (SFOR).
Gert er ráð fyrir að ráðningartíminn verði sex mánuðir og
að viðkomandi hefji störf í febrúar/mars á þessu ári.
Leitað er að duglegum, samviskusömum einstaklingum
sem geta unnið sjálfstætt við erfiðar aðstæður, eiga
auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku og
hafi mikla aðlögunarhæfileika.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf,
tungumálakunnáttu og meðmælendur sendist
utanríkisráðuneytinu, alþjóðaskrifstofu, Rauðarárstíg 25,
150 Reykjavík.
Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum.
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2000.
Upplýsingar um kaup og kjör fást á alþjóðaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins.
Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því
að
umsóknarfrestur rennur út, nema annað sé sérstaklega
tekið fram í umsókninni.
Fyrri umsækjendur sem vilja koma til greina eru beðnir
um að endurnýja umsóknir sínar.
Utanríkisráðuneytið