Dagur - 07.01.2000, Qupperneq 4
Föstudagur 7. janúar 2000
Vesturlandsskógar að rísa
Skógarbændur af Vesturlandi og Vestfjörðum staddir í Guttormslundi í
Hallormsstaðaskógi á sfðasta sumri. Þór Þorfinnsson skógarvörður talar í
hljóðnemann. - mynd: friðrik aspelund
í fjárlögum þessa árs
er gert ráð fyrir 17
milljóna króna fram-
lagi til imdirbúnings
og stofnsetningar
Vesturlandsskóla.
Þetta er landshlutaverkefni í
skógrækt og byggt á lögum síðan
f mars á sfðasta ári. A sama tíma
vcrða stofnsett sams konar verk-
efni á Norðurlandi og Vestfjörð-
um. Verkefnissvæði Vesturlands-
skóga er Vesturlandskjördæmi og
Kjósarsýsla.
„Þetta verkefni kemur til með
að stækka mikið á næstu árum.
Samkvæmt lögunum á að rækta
upp 5% láglendis og er gert ráð
fyrir því í skýrslu nefndar um
Vesturlandsskóga að þegar verk-
efnið verði fullskapað verði Ijár-
veitingar til þess 125 milljónir á
ári. A næsta ári fara peningarnir
aðallega í undirbúning, í að
halda áfram þeim verkefnum
sem eru í gangi eða í burðarliðn-
um í skógrækt og skjólbeltarækt
á svæðinu og undirbúning að
stækkun verkefnanna eða aukn-
ingu skógræktar hér,“ segir Frið-
rik Aspelund skógræktarráðu-
nautur Skógræktar ríkisins.
Hann segist vera í nokkurs konar
Ijósmóðurhlutverki við stofnun
Vesturlandsskóga, en landshluta-
skógarnir munu heyra beint und-
ir landbúnaðarráðuneytið.
Friðrik segir lög um lands-
hlutabundin skógræktarverkefni
fjalla aðallega um skógrækt á lög-
býlum og þá mest í einkaeigu.
Þetta sé í raun og veru stuðn-
ingskerfi við skógrækt almenn-
ings og byggi á reynslunni sem
komin sé af Héraðsskógum og
Suðurlandsskógum. „Mönnum
hefur þótt takast vel til. Þar af
leiðandi hefur þetta verið fært
yfir landið allt. Það er margvís-
legur ágóði af þessu, svo sem sá
að þarna er verið að búa til nýja
auðlind fyrir framtíðina, sem get-
ur skipt verulegu máli, samanber
það að þjóðfélög nágrannalanda
okkar margra byggja velmegun
sína á skógrækt og skógum. En
það sem við höfum fyrst og
fremst út úr þessu til að byrja
með er tengt byggðastefnu. Það
lítur út fyrir það á Fljótsdalshér-
aði að þetta hafi skilað fólksfjölg-
un í stað fólksfækkunar. Það hef-
ur fjölgað um nokkur prósent í
þeim hreppum sem hafa haft að-
gang að Héraðsskógum en í
hreppunum sem ckki hafa haft
aðgang að þessu á Héraði hefur
orðið sambærileg fækkun á við
hreina sveitahreppa annarsstaðar
á landinu - fækkað uni á milli 15
og 20%. Það virðist vera þörf fýr-
ir þessa auknu atvinnu sem þetta
skapar, þó þetta verði aldrei ann-
að en aukabúgrein hjá fólki á
meðan á uppbyggingarstarfinu
stendur," segir Friðrik.
Verið er að skipa stjórn Vestur-
landsskóga og mun hún að öllum
líkindum fljótlega auglýsa eftir
framkvæmdastjóra. Friðrik segir
að gera megi ráð fyrir að þrjá til
fjóra starfsmenn þurfi við Vestur-
landsskóga þó megnið af fjár-
mununum fari til greiðslu á
hlutastörfum við skógræktar-
verkefni.
Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
41 útskrifast úr Fva
KB selur eignir
Kaupfélag Borgfirðinga hcfur
selt húseign sína á Engjaási, en
það hús hýsti áður Mjólkursam-
lag Borgfirðinga. Sparisjóður
Mýrasýslu keypti.
Þá hefur KB hug á að selja
eignarhlut sinn í Vírneti hf. og
hafa m.a. verið viðræður við fyr-
irtækið Lfmtré á Flúðum um
kaup þess á eignarhlutanum.
Þær viðræður hafa ekki borið ár-
angur ennþá. Aðalframleiðsla
Vírnets er þakjárn og naglar.
Tilgangurinn með eignasöl-
unni er að fjármagna nýbygg-
ingu verslunarhúss í Borgarnesi
sem KB hyggst byggja á næst-
unni.
Svínin f iim-
hverfismat
Fyrirhugað stórbú svínabænda
sem rísa á á Melum í Melasveit
á að fara í umhverfismat sam-
kvæmt niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur. Umhverfisráðherra
hafði áður úrskurðað á sama
veg, en Stjörnugrís hf. sem
hyggst byggja búið kærði þann
úrskurð.
Dagur-Vesturland
óskar lesendum
sínum gleðilegs
°g gæfuríks nýárs
með þökkfyrir
samfylgdina á
liðnum árum.
Laugardaginn 18. desember fór
fram brautskráning nemenda í
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi á haustönn 1999.
Brautskráðir voru 41 nemandi;
34 stúdentar, 3 nemendur í raf-
virkjun, 2 nemendur í vélsmíði, 1
nemandi af uppeldisbraut og 1
nemandi í rafsuðu. Mjög margir
af þessum nemendum náðu af-
bragsgóðum námsárangri og
hlutu ýmsar viðurkenningar fyrir.
Viðurkenningu fyrir bestan ár-
angur á stúdentsprófi hlaut
Gauti Jóhannesson, en námsár-
angur hans var sérlega glæsileg-
ur. Gauti hlaut einnig viðurkenn-
ingu fýrir ágætan námsárangur í
raungreinum, íslensku, sögu og
stærðfræði. Veitt voru verðlaun
úr Minningarsjóði Þorvaldar
Þorvaldssonar fyrrum kennara
skólans, verðlaunin hlaut Unnar
Bachmann fýrir framúrskarandi
árangur í stærðfræði og eðlis-
fræði. Hann hlaut einnig viður-
kenningu fyrir ágætan námsár-
angur í náttúrufræði, sögu,
tölvufræði og þýsku. Anna Berg-
lind Halldórsdóttir hlaut viður-
kenningu fyrir ágætan árangur í
stærðfræði, þýsku og viðskipta-
greinum. Ingibjörg Gestsdóttir
hlaut viðurkenningu fyrir góðan
árangur í dönsku. Sigrún Halla
Gísladóttir hlaut viðurkenningu
fyrir góðan árangur í eðlisfræði,
efnafræði, líffræði, stærðfræði,
þýsku og viðskiptagreinum. Val-
þór Ásgrímsson hlaut viðurkenn-
ingu fyrir ágætan árangur í
ensku, frönsku, raungreinum og
stærðfræði. Þóra Björg Jónsdótt-
ir hlaut viðurkenningu fyrir
ágætan námsárangur íslensku,
dönsku, ensku og þýsku. Loks
hlaut Þórbergur Guðjónsson við-
urkenningu fyrir ágætan árangur
í dönsku, stærðfræði og við-
skiptagreinum. Verslunarmanna-
félag Akraness gaf verðlaunin
fyrir námsáragnur í viðskipta-
greinum.
Þórir Ólafsson skólameistari
ávarpaði útskriftarnemendur og
hvatti þá til að nýta vel menntun
sína, nota hana sem lykil að
heildstæðari skilningi á lífinu,
lykil að frekari menntun og betra
lífi. „Notið menntunina til að
láta gott af ykkur leiða fyrir ykk-
ur sjálf og aðra,“ sagði Þórir að
lokurn.
Hvatningar-
verðlaim á
Akranesi
Skaginn hf. fékk hvatningar-
verðlaun Atvinnumálanefndar
Akraness og verslunin Sjón-
glerið fékk viðurkenningu
Átaks Akraness fyrir frumleg-
ustu gluggaútstillinguna á
Akranesi í desemher. Verslun-
in Bjarg fékk viðurkenningu
fyrir fallegustu útstillinguna.
Viðurkenningarnar voru af-
hentar lýrir ármótin.
Við það tækifæri var sagt að
skreytingarnar hjá Sjónglerinu
hafi verið fallega settar fram,
hafi höfðað vel lil jólanna og
borið hlýlegan og skemmtileg-
an húmor með „mikla ást á
gleraugum“.
Um gluggaútstillinguna hjá
Bjargi sagði að glugginn væri
smekklega unninn og úthugs-
aður, ágætlega uppbyggður
með „smá englahúmor". Fötin
vel sett saman og myndi eina
heild.
Fyrirtækið Skaginn hf.
framleiðir vinnslulínur fyrir
fiskvinnslu á sjó og Iandi og
kemur með heildarlausnir á
því sviði eftir óskum kaup-
enda. I framleiðslu fyrirtækis-
ins sameinast hugvit og tækni
sem ásamt vöruþróun er aðall
fý'rirtækisins.
Framleiðsla þess vakti
verðaskuldaða athygli á Sjáv-
arútvegssýniningunni sl. sum-
ar. Skaginn hf. er ungt fyrir-
tæki sem byggir á gömlum
grunni en það var stofnað á
árinu 1997. Stærstu eigendur
eru Ingólfur Arnason sem er
stjórnarformaður þess og Þor-
geir og Ellert hf. en Þorgeir
Jósefsson er framkvæmda-
stjóri.
Atvinnumálanefnd Akra-
ness ákvað á fundi sínum nú í
desember að velja fyrirtæki
ársins á Akranesi og veita því
viðurkenningu í hvatningar-
skyni. Við val á fyrirtækinu var
tekið tillit til frumkvæðis í
sölu eða kynningarstarfssemi,
aukins eða bætts vöruúrvals á
árinu, góðrar þjónustu við við-
skiptavini, skemmtilegs um-
hverfis inni í íýrirtækinu og
nýjunga, nýsköpunar eða
markaðssóknar á nýja mark-
aði.
Sérstakur starfshópur innan
atvinnumálanefndar tók að
sér að velja fyrirtæki sem til
greina komu og velja þar úr
eitt lýrirtæki. Þótti hópnum
mjög erfitt að velja þar sem
mikil gróska hefur verið í
rekstri fyrirtækja á Akranesi
undanfarin ár.
Átak Akranes sem er félag
fyrirtækja og einstaklinga í
rekstri á Akranesi ákvað á
stjórnarfundi í haust að verð-
launa fallegustu og frumleg-
ustu gluggaútstillinguna á
Akranesi í desember. Sólveig
Ágústsdóttir hjá fyrirtækinu
ÓSSÁ f Reykjavík var fengin
til að leggja mat á útstillingar
í verslunum og þjónustufyrir-
tækjum og velja þar úr falleg-
ust og frumlegustu útstilling-
una.