Dagur - 13.01.2000, Síða 1

Dagur - 13.01.2000, Síða 1
 Senn geta landsmenn faríð að safnast saman við útvarpstækin sín til aðfylgjast með spumingakeppninni Gettu betur. Hún erað fara í loftið einngang- inn enn ogfyrstu út- sendingar verða n.k. þríðjudagskvöld. Höf- undur spuminga og dómarí að þessu sinni er Ólína Þorvarðardótt- ir þjóðfræðingur. „Ég kom ekki að þessu verkefni fyrr en um mánaðamótin nóvem- ber, desember og síðan hafa dag- amir hjá mér algerlega snúist um það,“ segir Ólína. - Er þetta rosa vinna? „Já, það em 1.600 spurningar sem ég þarf að semja í ýmsu formi og auðvitað er heimildaöflun og grams í kring um þær. Þetta er heilmikil vinna en hún er skemmtileg. Þetta skerpir ýmislegt hjá mér sem farið var að snjóa í og ég get mokað ofan af núna. Ég finn ,að ég hef gott af þessu. Sex keppnir á viku Tuttugu og fjórir framhaldsskólar, allsstaðar að af landinu taka þátt í keppninni. Tveir sitja hjá í fyrstu umferð, m.a. sá sem sigraði í íyrra þannig að í fyrstu umferð keppa ellefu lið. Sex keppnir verða á viku til að byija með, tvær á kvöldi, þijú kvöld vikunnar, þriðjudags, mið- vikudags og föstudagskvöld og verða þær sendar út á Rás 2. Síð- an er stefnt að því að flytja keppn- ina í sjónvarpið um miðjan febrú- ar og þar verða háðar sjö viður- eignir. Spyrill verður Logi Berg- mann Eiðsson. - En verdur þátturinn með sama sniði og áður? „Já, ég reikna með því. Það er komin svo föst hefð á þessa keppni að ég held það borgi sig ekki að fara að róta mikið í upp- byggingunni. Það verða hraða- spurningar, bjölluspumingar, vís- bendingarspurningar og sennilega leikin atriði í sjónvarpi. Við erum Keppendur vita að þeirþurfa að vera vel að sér í ákveðn- um grundvallar- flokkum og það breytist ekkert ekki alveg búin að útfæra þau enn. - Hm, um hvað verður svo spurt? „I þessum þáttum hefur þess alltaf verið gætt að sinna tiltekn- um málaflokkum og leitast verður við það eins og fyrr. Þó kann að vera að vægið breytist eitthvað. Það er nokkuð sem menn verða að reka sig á þegar þar að kemur. Keppendur vita að þeir þurfa að vera vel að sér í ákveðnum grund- vallarflokkum og það breytist ekk- ert. - Væri ekki til bóta að brydda upp á nýjunguni? Auðvitað eru alltaf einhveijar nýjungar, þær mega bara ekki verða of miklar. Ungmennin byija snemma að undirbúa sig og annað hitt að þjóðin er íhaldssöm. Hún er vön að fylgjast vel með þáttun- um og veit að hveiju hún gengur þannig að ég tel hollast að vera ekld með haflarbyltingar á þessu vinsæla efni.“ Öll þjóðin dæmir - A/ þeim sem áður hafa gegnt dómaraembætti í spumingakeppn- inni má nefna Ragnheiði Erlu Bjamadóttur, Ólaf B. Guðnason, Gunnstein Ólafsson og llluga Jök- ulsson. Ólína, leitaðir þií ráða hjá fyrirrennurum þínum í þessu starfi? „Já, ég talaði við þijá þeirra áður en ég samþykkti að taka þetta verkefni að mér svo ég þykist vita nokkurn veginn að hveiju ég geng. Mér sýnist á þeirri reynslu minni sem þegar er fengin að þeir hafi ekki ýkt stórlega vinnuálagið og annríkið í kring um þetta. Þeir sögðu mér líka allir að þetta væri skemmtilegt og það tek ég undir. Svo verður að koma í ljós hvort ég verð vandanum vaxin sem dómari. Það dæma fleiri en keppendur, það dæmir öll þjóðin." Saknar útreiðanna - Ertu í öðmm störjum utan heim- ilis um þessar mundir? „Já, ég veiti um þessar mundir forstöðu Þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnsins og kenni þjóðfræði við Félagsvísindadeild Háskólans. Ég er auk þess nýbúin að leggja fram doktorsritgerð sem ég þarf að fara að undirbúa vörn að með sumrinu - má bara ekki vera að því að hugsa um það núna meðan þetta gengur yfir. Svo er það fjöl- skyldan og hestarnir og vinir mín- ir. Það er í mörg horn að líta. Hinsvegar mun ég fresta því að taka hross á hús til járningar og út- reiða meðan mesta annríkið er kring um keppnina. Það er eigin- lega það versta við þetta alltsaman að geta ekki farið að ríða út!“ GUN. iýjaunfóðua'biönd'Ui1 ©g grasköggiar - gæðavara á góðu verði. wmmmmm VALLHOLMUR FÓÐURSMIÐJA Afgreiðsla Opin frá kl. 8.00 - 16.00 Sími 453-8233 Skagafirði

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.