Dagur - 13.01.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 13.01.2000, Blaðsíða 2
18 - FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 Tkyptr > Vancouver er á vesturströnd Kanada, rétt norðan Iandamæra Bandaríkjanna. Þar segja þau mjög gott að búa, sumarveðrátta ríki frá apríl til október með um og yfir 20 stiga hita, svo rignir mikið hina mánuðina. „Okkur finnst þetta fi'nt því rigning í borginni þýðir snjór í skíðabrekk- unum,“ segja þau. Þijú skíða- svæði eru í Vancouver auk þess sem eitt stærsta skíðasvæði Norð- ur-Ameríku, Whistler, er í eins og hálfs tíma akstursljarlægð frá þeim og er opið 9 mánuði á ári. Þau segja mjög fallegt í Vancouver og nágrenni, borgin sé örugg og fólk vingjarnlegt. Þau segja líka borgina sérlega væna göngu- og hjólreiðamönnum og að tillitssemin í umferðinni sé með eindæmum. Sem dæmi má nefna að fólk stöðvar iðulega bíla sína ef það sér gangandi vegfar- anda á gangstéttarbrún sem gerir sig líklegan til að fara yfir götuna þrátt fyrir að á viðkomandi stað séu hvorki ljós né gangbraut. Þetta gerist ekkert síður á götum með mörgum akreinum en á mjó- um götum. Þau segjast hafa ver- ið hálf skelkuð fyrst að aka við þessar aðstæður þar sem fólk virðist gera ráð fyrir þessari tillits- semi. „Eg var dauðhrædd um að keyra einhvern niður en svo hægði maður bara á sér og hætti að flýta sér eins mikið og hér heima,“ segir Hildur. Sólskinsfélag Ekki er mikið af íslendingum í Vancouver en nokkuð um fólk af íslenskum ættum. Óli og Hildur segja marga bera eftirnöfn af fs- lenskum uppruna - t.d. Thorstensson, Sigurdsson, Bjarnason og Isfeld. fslendingafé- lag sé starfandi og íslenskt kven- félag sem heitir Sólskinsfélagið. „Fundir félaganna eru í Islend- ingahúsinu sem er einbýlishús á tveimur hæðum. Þar er bókasafn og hluti hússins er gistiheimili," segja þau. Það er auðheyrt að þau hjú kunna vel við sig þarna vestur við Kyrrahaf og næsta spurning verð- ur því: Ætlið þið að vera þarna lengi? Hildur: „Formlega tekur mastersnámið tvö ár hjá okkur báðum en trúlega verðum við eitthvað lengur til að ljúka loka- verkefhum. Eg verð í kúrsum í sumar og svo byija ég í rannsókn- um sem ég verð í að minnsta kosti fimmtán mánuði." Ólafur: „Ég er í sérhæfingu í þjóðgörðum og ferðamennsku og mitt lokaverkefni lýtur að Islandi svo ég kem heim í sumar til að vinna að því. Ég geri hins vegar ráð fyrir að klára á svipuðum tíma og Hildur." Aðspurð segist Hildur fá styrk frá skólanum sínum og borgar prófessorinn henni laun fyrir verkeftii sem hún vinnur fyrir hann. Þessu er öðruvísi háttað hjá Ólafi en hann er á námslán- um núna en leitar svo styrkja fyrir lokaverkefnið sitt. Ólafur: „Einn af kostum þess að stunda nám í Kanada er að skólagjöld eru lág í samanburði við önnur enskumælandi lönd og í mfnu tilfelli eru gjöldin t.d. inn- an við 100.000 krónur á árí.“ Hildur: „En við erum ákveðin í að koma heim að námi loknu. fs- Iendingurinn er svo ríkur í okk- 'or»-------------------------- Þau ákváðu að víkka sjóndeildarhriginn og fara á slóðirVestur-ís- lendinga íKanada. Hann lærirumhverfis- fræði með áherslu á þjóðgarða og hún varma- og straumfræði. Segjastsamt nokkuð sammála í virkjunar- málum. „Þetta er auðvitað mikill karla- heimur. Samt ekki á þann hátt að ég finni mig ekki velkomna, mað- ur fer bara að hlæja að öðruvísi bröndurum og segir aðeins aðra hluti,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, sem stundar mastersnám í véla- verkfræði við University of British Columbia í Vancouver í Kanada og bætir við að hún verði að sitja í nokkrum saumaldúbbum í fram- tíðinni til að verða ekki of töff. Hún segir að það séu nokkrar stelpur í deildinni hennar úti en hins vegar er engin stelpa henni beinlínis samferða í náminu. „Ég umgengst eintóma stráka svo það má þakka fyrir að ég stökkbreytist ekki einhvern daginn!" segir hún hlæjandi. Ólafi Arnari Jónssyni, unnusta hennar, líst greinilega ekkert á þessa síðustu athugasemd. Hann er líka í Vancouver við masters- nám í umhverfis- og auðlinda- stjórnun við Simon Fraser Uni- versity. Bæði voru þau búin með BS nám hér við HÍ, hún í véla- og iðnaðarverkfræði og hann í landa- fræði. Hildur Iærir fyrst og fremst varma- og straumfræði en Ólafur er á kafi í umhverfisfræöunum. í Ijósi þess mætti halda að Hildur væri ákafur virkjunarsinni en Ólafur harður andstæðingur virkjana. Hvernig skyldi sam- komulagið vera? Ólafur: (brosandi) „Það er al- veg ágætt. Ég held að við séum bæði miðjufólk í þessum málum. Hvorugt okkar er á móti virkjun- um en okkur finnst stundum far- ið full geyst í sakimar hér heima. Eins og við séum að missa af lest- inni. En auðvitað má heldur ekki láta eins og það sé eitthvað nýtt að manneskjan setji mark sitt á umhverfið. Það hefur hún alltaf gert og með virkjunum kemur vonandi ekki bara álver og meng- un heldur vonandi líka hagsæld. Það eru svo margar hliðar á mál- Námuvmnsla í miðjum þjóðgarði Sums staðar vestanhafs segja þau auðlindanýtingu vera í þjóðgörð- um og Ólafur kveðst hafa komið á eyju fýrir utan Vancouver þar sem námuvinnsla sé í miðjum þjóðgarði. „Þar er unninn málm- ur úr jörðu en reynt er að láta eins lítið fara lyrir þessu á yfir- borðinu og hægt er. Farið er nið- ur í námuna með lyftu en vöru- bílar eru í stöðugum flutningum með efni. En þegar vinnslunni lýkur verða mannvirki rifin, nám- ’arr fdlr npp 'og nðrtúran látin sjá' Hildur og Óli heima íjólafríi. Þau eru staðráðin I að koma heim að námi loknu. mvND þúk. Auðvitað má heldur ekki láta eins og það sé eitthvað nýtt að mann- eskjan setji mark sitt á umhveifið. um að hylja svæðið. Ólafur segir Kanadamenn hafa sett upp margar vatnsaflsvirkjanir og hann viti ekki til að styr hafi staðið um þær. „Skógarhöggið er hinsvegar mikið í umræðunni þar sem ég þekki til og nýtingarréttur frumbyggja á auðlindunum, bæði skógunum og fiskinum í sjónum. Þetta er alltaf spurning um hver á hvað og hver á rétt á hverju. Hveijir eiga til dæmis rétt á að rukka túrista sem vilja sjá birni?" Ólafur hefur starfað sem Iand- vörður í þjóðgarðinum í Skafta- felli og kveðst þeirrar skoðunar að íslendingar eigi að innheimta gjald af gestum þjóðgarða eins og '’gert 'sé~ f Uíffl'dáríkju num.' „Það „Við litum á brekkurnar og þjóðgarðana I kring um Vancouver því við erum bæði mikið útivistarfólk“ vantar alltaf fé til stígagerðar, upplýsingaþjónustu og fleiri verk- efna. Víða vestanhafs er það þannig að maður kaupir sér passa við þjóðgarðshliðin og hann gildir í nokkra daga.“ Rigning í borginni - snjór í skíðabrekkununi Þau Óli og Hildur segja Vancou- ver hafa orðið fyrir valinu sem námsstað vegna umhverfisins. Ekki hafi margir staðir komið til greina þar sem þau gátu bæði fengið góða kennslu í sínum greinum og þegar eftir hafi staðið borgirnar Vancouver og Toronto hafi valið verið auðvelt. „Við lit- um á skíðabrekkurnar og þjóð- garðana í kring um Vancouver því við erum bæði mikið útivistar- fólk," scgir Hildur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.