Dagur - 13.01.2000, Blaðsíða 3

Dagur - 13.01.2000, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGVR 13. JANÚAR 2000 -19 XW«r_ LtFIÐ t LANDINU L. A „Örlög kvótans ráðast ekkl eingöngu í dómsorði Hæstaréttar í Vatneyrar- málinu og efrétturinn stað- festir dauðadóm Héraðs- dóms Vestfjarða yfir kvót- anum flýtir það afnámi kvótaljóta en hafni Hæsti- réttur dómnum lengist í hengingaról sægreifa sem því nemur. Dagar kvótans eru senn taldir hvort sem er, “ segirÁsgeir Hannes Ei- ríksson. Dagar kvótaljóta eru senn taldir og farið hefur félegra, dáið dámlegra. Valdimar Jó- hannesson og Svavar Guðna- son og fleiri góðir menn eiga þakkir skildar fyrir að nenna að hjóla í sægreifalénin og láta skeika að sköpuðu. Sag- an sýnir að menn sem hinda ekki bagga síni sömu hnút- um og samferðamenn þarf til að þoka málum af þessu tagi í höfn því meðaljónar koma því ekki í verk frekar en öðru. Sérvitringarnir slá út vitring- ana og eru ómissandi í hverju samfélagi. Sér- viskan lengi lifi og ferfalt húrra! Orlög kvótans ráðast ekki eingöngu í dóms- orði Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu og ef rétt- urinn staðfestir dauðadóm Héraðsdóms Vest- fjarða yfir kvótanum flýtir það afnámi kvóta- Ijóta en hafni Hæstiréttur dómnum lengist í hengingaról sægreifa sem því nemur. Dagar kvótans eru senn taldir hvort sem er. Vemd og Veiði í sama Kvóta Héraðsdómur Vestfjarða komst að þeirri nið- urstöðu að úthlutun ríkisins á veiðiheimildum geri upp á milli manna og er kvótinnljóti því í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar um að jafnræði skuli ríkja með þegnum landsins. Einfaldara gat það ekki verið. Eftir á að hyggja er það furðulegt að fyrr hafi ekki verið úr kvótamálinu skorið fyrir íslenskum dómstóli. En betra er seint en aldrei og úr því sem kom- ið er verður feigum ekki forðað með gálga- fresti. Hitt er svo annað mál: Fyrir nokkrum áratugum létu íslenskir út- vegsmenn greipar sópa um fiskimið þjóðarinn- ar svo hrun blasti við fiskistofnum og var þá gripið til þess ráðs að draga úr sókn á miðin til að vemda þau fyrir ofveiðimönnum. Það er fiskivemdarhluti kvótans. Síðan var ákveðið að veita fiskiskipum heimildir til að veiða úr fiskistofnunum án endurgjalds og voru veiði- heimildir eingöngu veittar skipum sem fyrir voru í greininni og miðað við afla fýrri ára við úthlutun heimilda. Það er fiskveiðihluti kvót- ans og heitir kvótiljóti. Sægreifar og talsmenn þeirra launaðir jafnt sem leiknir og konungkjörnir Bubbar á Alþingi og í forsætisráðuneyti hafa gert sitt besta tif að rugla landsmenn í ríminu með því að blanda saman verndarmætti kvótans og veiðiheimildum. Þeir segja: -Við að fella niður kvótakerfið lýkur fiskverndarskeiði Is- lendinga og hagræðið af útgerðinni hverfur með afnámi kvótans! Þetta er að sjálfsögðu gömul lygi og endurtekin af vensfamönnum kvótansíjóta en auðvelt er að halda áfram að vernda fiskimiðin fyrir ofveiði þó öðrum sé leyft að veiða en sægreifum einum saman. Málið snýst um hve mörg tonn eru veidd í landhelginni en ekki hverjir draga þau úr sjó. Það heitir samkeppni og hefur hingað til reynst betur í atvinnuh'finu en einokun og má benda á gömlu Sovétríkin og eylandið Kúbu í því sambandi. Einokun lifir aldrei til lengdar og meira að segja einokunarverslun Dana á Islandi leið lfka undir lok á sínum tíma. Samkeppnin þekkist víða í hagfræð- inni þó óþekkt sé í landhelginni. Quo Vaidis Sægreiíar? Ekki kemur til greina önnur Iausn á kvótanum en að allir íslendingar sitji við sama borð í láhdhelginni og aldrei næst sátt um málamiðl- un sem leiðir ekki til þeirrar lausnar. Sægreif- ar hafa makað krókinn á fiskistofnum þjóðar- innar í áratugi og auðlegð þcirra blasir við í þjóðfélaginu og í öðrum löndum. Sægreifar höfðu öll þessi ár til að búa sig undir væntan- Iega samkeppni í landhelginni og þeim er eng- in vorkunn að sitja við sama borð og Islend- ingar eftir áratuga forgjöf. Þeim mátti vera ljóst að Drottinn gaf og Drottinn tók. Bankar og aðrir Ijársjóðir landsmanna sem látið hafa glepjast af fölskum höfuðstól kvót- ans og tekið veð í kvótaskipum verða sjálfir að súpa seyðið af viðskiptum sínum við sægreifa. Samfélagið getur ekki hiaupið undir bagga með sjóðakerfi landsins eins og venjulega er ætlast til þegar sjávarútvegur á í hlut. Hitt er svo annað mál að þjóðin getur vel komið á móts við sægreifa og afnumið kvótaljóta í áföngum til að að draga úr röskun á stöðu þeirra og högum ef mönnum býður svo við að horfa. Og jafnvel þó þeir eigi það varla skilið. Öll árin sem sægreifár sátu einir að fisk- stofnum Iandsins voru þeir aldrei til viðtals um að deila miðunum með öðrum Islending- um. Þannig varð stærsta þjóðargjöf í heimi að sérstökum lífeyri fyrir fámennan greifahóp sem hóf strax að leigja þjóðargjöfina og selja, veðsetja hana og arfleiða og rífast jaíhvel um hana við hjónaskilnaði. Fiskimiðin komu ís- lensku þjóðinni ekki við lengur írekar en þau væru við erlendar strendur í öðrum heimsálf- um. En nú er öldin önnur: Venslamenn kvóta- ljóta úr Framsóknarflokki og víðar Ieggja nú fram sérstök bænaskjöl í blaðagreinum um að ná samkomulagi um kvótann þegar við blasir að þjóðin heimtir hann úr Helju. Nú eru Is- lendinga loks þess verðir að semja við. Ekki verður lagst lægra. Ó þá náð að eiga Jésús Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur að minnsta kosti þrjú andlit undir ljónsmakkan- um og Iíklega ein sjö höfuð. Skemmtilegasta andlit ráðherrans er Matthildur og nokkrir góðar dagar án Guðnýjar slá líka í gegn. En þegar ráðherrann krýnir síg til Bubba kóngs má þjóðin fara að vara sig. Sólin sest seint í konungsríki Bubba og nú síðast vill kallinn láta skrásetja alla heimsbyggð sína í einum gagnagrunni enda er kóngsi fæddur í gamalli fjárhúsabyggð og væntanlega í jötu. Bubbi kóngur varð saltvondur þegar dómur féll á Vestfjörðum og hellti sér yfir þegna sína fyrir að ala af sér annan eins dómstól og Héraðs- dóm Vestfjarða og bjó þjóðina undir heimsenda. A sama hátt setti hann dórnur- um Hæstaréttar fyrir heimadæmin og er honum hvergi runnin reiðin þegar þetta er skrifað. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst: I Kritsnihátíðarnefnd situr einmitt forseti Hæstaréttar við hægri hönd konungs síns og Biskup Islands við þá vinstri. Hæg eru þvf heimatökin ffyrir Bubba að leggja dómarun- um lífsreglurnar og að því búnu að leita eftir andlegu samfélagi við Biskupsembættið til að hvíla þanda nasavængi. En ekki er öllu til skila haldið enn: Biskupinn hefur sýnt kóngi sínum þann kærleika að setja Séra Örn Bárð Jónsson þjónandi sóknarprest í Neskirkju sem er kirkjusókn Bubba konungs en kóngsi rak einmitt sérann úr stöðu ritara Kristnihátíð- arnefndar fyrir að birta smásögu í Lesbók Morgunblaðsins. Hvílík gæfa er það fyrir forsætisráðherra þjóðarinnar að mega vökva kristilegu kærleiksblómin í sókninni sinni þegar Bubbi kóngur sigrar Matthildi í ráð- herranum og taka á móti heilagri kvöldmáltið frá gömlum samstarfsmanni sem þekkir bæði gagnagrunna og kvóta og önnur gull ráðherrans. Og sóknarbræðurnir geta skipst á að lesa smásögur sínar fyrir sóknarbörnin og ofar hljóma herskarar himnanna. UMBUÐA- LAUST ■menninbar) Hlynur Hallsson. Veggir hver ofan á aimaii 1 dag ríður Hlynur Hallsson á vaðið með nýtt listaverk í Listasafni Reykjavfkur á Kjarvalsstöðum sem hlotið hefur heitið „Veg(g)ir“. Framkvæmd verksins bygg- ir á tveimur þáttum: annars vegar að veita listafólki tæki- færi til að vinna úr hug- myndum sínum út frá stór- um fleti, (en langveggur miðrýmis Kjarvalsstaða er 24 metrar á lengd og 3,5 metrar á hæð) og hinsvegar að leyfa gestum safnsins að fylgjast með þróun hvers listaverks frá upphafi til enda. Þátttakendur í verkefninu eru: Hlynur Hallsson, Daði Guðbjörnsson, Katrín Sig- urðardóttir, Ráðhildur Inga- dóttir, Gunnar Örn og Ragn- heiður Jónsdóttir. Þau munu vinna sfn verk hvert á eftir öðru og fá þrjár vikur til verksins hver. Listunnendum verður boð- ið að vera við „lokun“ hvers áfanga, sem alltaf fer fram á fimmtudagskvöldi og verður kynnt sérstaklega. Sá lista- maður sem þá er að Ijúka verki sínu mun kynna verk- efni sitt og vera með hug- leiðingu um það. Við sama tældfæri mun sá listamaður sem kemur næst hefja sitt verk og kynna hugmyndir sínar og áætlanir. Það skal tekið fram að sýn- ingarskrá verður gefin út þegar allir listamennirnir hafa skilað sinni vinnu. Þar verður að finna upplýsingar, ljósmyndir af ferli, sem og frekari umfjöllun um verk- efnið. S.__________________________2 Þau voru alvarleg tíðindin um að Alþingi Islendinga hefði samþykkt skömmu fyrir jól ný samgöngulög sem skylda menn til að tilkynna að þeir taka upp símtöl á segulband til að fá nokkurs konar samþykki viðmælanda. Þessi tíðindi voru al- varleg fyrir allan almenning fólks sem fram til þessa hefur haft þann varnagla að taka upp símtöl án þess að þurfa að tilkynna viðkom- andi það sérstaklega því að slík til- kynning getur sett strik í reikning- inn. AUir vita út á hvað símtöl geta gengið. Gegnum símalínurnar fara því miður ekki Sara fram prúð og settleg sam- töl, nei. Fólk notar símann Iíka til þess að hringja ítrekað, þegja, anda eða klæmast, sem er ekki í þágu þess sem fyrir verður. Það er því í hæsta máta hlægilegt að þurfa að tilkynna formlega að maður sé að taka kímtaliö upp þegar ekkert lát er á síma- ónæði - að öðrum kosti sé það ólöglegt. Þegar skrekkur er hlaupiim... Ymsar starfsstéttir hafa notað segul- MENNINGAR VAKTIN Guðnún Helga Sígurðardóttír skrifar bandsupptökur í starfi sínu. 1 fjölmiðlum hefur verið tæpt á vinnureglur lögreglumanna hvað þetta varðar. Þingtíðindin marg- umræddu voru líka alvarleg hvað starfsaðstæður blaðamanna varð- ar. Blaðamenn \dta það allra manna best úr. daglegu starfi sínu hve nauðsynlegt getur reynst að hafa ummæli á bandi, ekki bara til að hafa efnisatriði og ummæli rétt eftir, sem reyndar er veiga- mikil ástæða, heldur líka til þess að geta sýnt fram á og sannað hvað í rauninni sagt var þegar viðmæl- andinn vill draga orð sín til baka. Þegar blaðamaður getur ekki bent á segul- bandsupptöku til sönnunar orðum sín- um á prenti og skrekkur er hlaupinn í viðmæíandann standa orð gegn orði. Það er ekki nógu gott. Við orð skal standa. Óásættanleg vtnnuhrðgð Þegar alþingismenn samþykktu þessi nýju lög án þess að taka eftir voru þeir um leið að bregðast fólkinu f landinu. Þegar blaðamaður getur ekki bent á segulbandsupp- töku tíl sönnunar orðum sínum á prenti og skrekkur er hlaupinn í við- mælandann standa orð gegn orði. Það er ekki nógu gott. Öllu fólkinu í landinu. Það er óásættan- legt að frumvörp komist í gegnum þingið án þess að menn taki eftir og auðvitað er það engin afsökun hvað mikið hafi verið að gera, hversu þung og mikil mál hafi legið fyrir þinginu, hversu mörg þau hafi Við orð skal standa verið sem þurft hafi að afgreiða. í öllu svartnættinu er það þó fagnaðarefni að lesa loforð stjórnmálamanna um að kippa þessu í Íiðinn. Það þarf að gera fljótt og vel. Nú þegar. ghs@ff.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.