Dagur - 13.01.2000, Side 8
) gsv) (bsv) §!
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Sími 462 2520 - Akureyri
BÍLASALA - Sími 461 2960
(bsv) (bsv) [bsv) (bsv) (bsv) (bsv) [bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv| (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv)
Láta ekkert
triiíla dansinn
Að dansa reglulega með sama
fólkinu í 20 ár- það hlýturað
vera einstakt. JónFreyrÞórar-
insson ogMatthildurGuð-
mundsdóttireruennað. „Við
getum ekki hugsað okkurað
hætta að dansa, “ segja þau.
Þau stíga Aldamótadansinn í takt við tónlist-
ina, dansinn sem kennararnir í Danssmiðju
Jóhanns Arnar Olafssonar og Auðar Haralds
sömdu milli jóla og nýárs og eru farnir að
kenna. Dansinn er lýsandi fyrir 20. öldina í
dansi, allir geta lært hann og sporin eru stig-
in í takt við gamala cha cha-lagið „Mucho
mambo sway“, í poppbúningi að segja má.
Pörin svífa tíguleg um gólfið, andinn er ein-
stakur, léttur og skemmtilegur, því að þetta
fólk hefur dansað saman í tæpa tvo áratugi.
Það skín gleði, hamingja og áhugi af hveiju
pari. Þeim líður vel í dansinum.
Sýndudans
Það má fullyrða að það séu fáir á aldrinum
50-67 ára á íslandi í dag sem hafa hist viku-
lega eða oftar til að dansa samkvæmisdansa.
Hjónin Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri
Laugamesskóla, og Matthildur Guðmunds-
dóttir, kennsluráðgjafí við Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur, eru þó í hópi þessara fáu, þau
hafa hitt sama hópinn vikulega eða oftar í
tæp 20 ár til að dansa. Sjálf kynntust þau í
gegnum dansinn þegar þau voru beðin um
að sýna dans með hópi fólks á árshátíð í
Kennaraskólanum á sínum tíma.
„Við vomm ekki bekkjarsystkin. Sign'ður
Valgeirsdóttir, sem var kennari við skolann,
setti upp danssýningu á árshátíð skólans og
við vorum valin til þess að taka þátt f henni
ásamt fleirum. Það má því segja að við séum
búin að dansa saman síðan,“ segir Matthild-
ur.
Eitt Ieiddi af öðm. Þau vom lengi virk í
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og tóku þátt í
hverri stórsýningunni á fætur annarri á veg-
um þess. Þau dönsuðu líka í Gullna hliðinu
í Þjóðleikhúsinu á hátíðarsýningu árið 1954.
Smám saman urðu þau þreytt á „sýningar-
standinu" á vegum Þjóðdansafélagsins enda
komin með heimili og börn og ákváðu að
fara frekar í dansskóla að Iæra samkvæmis-
dansa.
Nánast aldrei misst úr
„Við vorum í Dansskóla Hermanns Ragnars
þegar eitt parið hnippti í okkur og spurði
hvort við vildum koma á ball, það ætti að
fara að stofna hjónaklúbb sem hefði það að
markmiði að dansa saman," segir Matthild-
ur. Þau slógu til. Laufið hefur það markmið
að halda fímm áfengislausar og glæsilegar
dansskemmtanir á ári. Matthildur og Jón
Freyr hafa verið með frá upphafi og nánast
aldrei misst úr skipti, eru þar í rúmlega 200
manna hópi.
- Laufið er eldra en 20 ára en þið hafið
dansað nteð sama hópnum t 20 ár. Hvemig
kom það til?
„Fyrir 19 árum var lítill hópur í vorferða-
Iagi á vegum Laufsins. Þessi hópur ákvað að
fara saman í dansskóla um haustið," byrjar
Matthildur. „Það stóð þannig á hjá okkur að
við höfðum verið hjá Hermanni Ragnari en
hann varð sjúklingur og hætti um tíma, og
svo vorum við hjá Sigvalda en hann fór norð-
ur til Akureyrar og allt í einu vorum við í smá
vanda, orðin dansskólalaus. Þá ákvað þessi
hópur að safna saman pörum. Það voru
samtals 18 pör sem byrjuðu hjá Sigurði Há-
konarsyni og við höfum haldið saman síðan,
með nokkurri endurnýjun þó.“
og fyrir algjöra tilviljun fyrir nokkrum árum.
„Við áttum fí'n kjólföt og fallega kjóla frá því
við vorum að keppa, og fórum að dansa íyr-
ir gamla fólkið fyrst og svo hefur það þróast,"
segir Jón Freyr og þau rifja upp að þau hafi
síðast sýnt dans í afmæli eins úr hópnum
síðastliðið laugardagskvöld.
Bara einu sinni í viku
Dansæfingar hafa verið að minnsta kosti
einu sinni í viku yfír veturinn, oft mildu oft-
ar því að hópurinn hefur líka sýnt dans sér
til skemmtunar. „Veturinn í vetur er kannski
lakasti veturinn okkar til þessa, við dönsum
bara fast einu sinni í viku,“ segir Jón Freyr og
Matthildur bætir við að marga undanfama
vetur hafi þau æft tvisvar í viku eða oftar.
Um tíma tóku þau þátt í Islandsmeistara-
keppninni f sínum aldursflokki og þá þurfti
að sjálfsögðu að dansa meira til að undirbúa
sig vel. „En það eru nokkur ár síðan við höf-
um keppt," segja þau. „Það þarf að æfa svo
mikið til að keppa.“
Þau byrjuðu að sýna dans að gamni sínu
„Þriðjudagskvöldin eru bannkvöld, “ segja þau Jón Freyr og
Matthildur. Fjölskylda, vinir og samstarfsmenn vita orðið að
það þýðir ekkert að skipuleggja neitt á þriðjudagskvöldum ef
þau eiga að fást með því aö á þriðjudögum eru þau í dansi.
Alhliða hreyfing
Traust vináttubönd hafa myndast milli par-
anna. Þau byijuðu fljótlega að gera saman
ýmislegt annað en að dansa og hafa haldið
því áfram. Aðeins átta pör eru eftir í dans-
tímunum, í vetur duttu tvö út vegna veik-
inda. Þriðjudagskvöldin eru heilög hjá Matt-
hildi og Jóni Frey og þau Iáta ekkert trufla
dansinn. „Við reynum að missa ekki úr þó að
við séum bæði í kreíjandi starfi," segja þau.
Jón Freyr er oft kallaður út á kvöldin en fólk-
ið í kringum þau, hvort sem það eru íjöl-
skylda, vinir eða samstarfsmenn, vita að
„þriðjudagskvöldin eru bannkvöld. Meira að
segja stjórn foreldrafélagsins í skólanum
mínum veit að það þýðir ekkert að skipu-
leggja neitt á þriðjudögum. Það þýðir
ekki,“ segir Jón Freyr.
- En hvemig leggst það í ykkur oð
missa úr þegur dansinn hefur veriðfast-
ur þáttur í lífinu svona lengi?
„Það hefur komið upp sú spuming
hvort við eigum að hætta þessu en nið-
urstaðan hefur alltaf orðið sú að halda
áfram. Þijú, Ijögur síðustu ár hefur
ekkert verið talað um að hætta. Við
bara byijum á haustin þegar dans-
kennslan hefst í Danssmiðju Jóhanns
Amar og Auðar, en þar hefur hópurinn
dansað undanfarin ár. Þetta er sterkur
félagsskapur og dansinn er mikil al-
hliða hreyfing," segja þau. „Svo ferðast
hópurinn saman, fer kannski á
skemmtiferðaskip þar sem er mikið
dansað saman. Við höfum svo gaman
af þessu að það er bara orðinn fastur
þáttur í tilverunni að dansa.“
Jón Freyr segir: „Við getum ekki
hugsað okkur að hætta að dansa. Við
vitum auðvitað ekki hvað getur gerst
en í augnablikinu er hópurinn sterkur.
Atta pör er mjög góður hópur en það
kemur jafnvel til greina að taka inn ný
pör.“ -GHS
SPJALL
„Eitt af hlutverkum sjóðsins er að styrkja
gerð yfirlitsathugunar á möguleikum á auk-
inni hlutdeild /nnlendra orkulinda i orkunotk-
un landsmanna, “ segir Jakob Björnsson,
nýráðinn framkvæmdastjóri Orkusjóðs.
Kvíði ekki
verkefna-
leysi
Fyrir áramótin skipaði Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Jakob
Bjömsson, framkvæmdastjóra Orku-
lánasjóðs. I nýjum lögum sem sett
voru um sjóðinn í mars á síðasta ári
var sjóðnum ætlað aukin hlutverk.
„Það að staðsetja sjóðinn hér á Akur-
eyri sýnir hug manna í því þegar breyt-
ingar verða á stjórnsýslunni að stofri-
anir verði staðsettar úti á landi. Þó
stofnunin sé ekki stór og mikil hefur
þessu verið sinnt í Seðlabankanum.
Menn ætla sér að ná árangri með því
að breyta þessu."
- Eni einhver verkefni t gangi núna
sem sjóðurinn styrkir?
„Meiginhlutverk sjóðsins er að fjár-
magna yfirlits og undirbúningsrann-
sóknir á orkulindum landsins. Hann
gerir þetta á grundvelli rannsóknará-
ætlunar Orkustofnunar, síðan sinnir
hann reyndar öðrum verkefnum. Eitt
af hlutverkum hans er að styrkja gerð
yfirlitsathugunar á möguleikum á auk-
inni hlutdeild innlendra orkulinda í
orkunotkun landsmanna. Síðan hefur
að undanfömu verið í gangi saman-
burðaráætlun um hitun með niður-
greiddri raforku eða jarðhita. Þetta er
kannað um allt land og hveijir mögu-
leikarnir geta verið. Um þessar rann-
sóknir erum við í samvinnu við Orku-
bú Vestfjarða og Rarik. Henni hefur
alnafni minn, Jakob Björnsson fyrrver-
andi orkumálastjóri, stýrt. Síðan hafa
verið ýmis sérverkefni í gangi sem
auðlindadeild Orkustofnunar hefur
stýrt um nýtingu jarðvarma í þágu
ferðaþjónustu og eins verkefni sem
heitir umhverfi og orkunýting, þannig
að það er svo sem vfða komið við.
Verkefnin sem sjóðurinn kemur að
takmarkast bara að þeim fjármunum
sem til ráðstöfunar eru. Eg hef orðið
var við það, frá því að ég var ráðinn að
menn eru að huga að allskyns nýtingu
á orku í smáum stíl. Það er íyrst og
fremst það sem hefur komið inná borð
til mín. Eg hef trú á að ýmislegt sem
þar hefur komið verði skoðað. Fram-
kvæmdin og vinnureglur sem ráðið vill
setja sér er allt í mótun þessa dagana,
en ég kvíði ekkert verkefnaleysi."
-PJESTA