Dagur - 14.01.2000, Page 1

Dagur - 14.01.2000, Page 1
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 - 1 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Hláturinn lengir lífið IÆKHASKOP FRÁ t/ÖGGO 7IL GRAFAR Hláturgas - Læknaskop frá vöggu til grafar. 80 síðna bók sem dreift verður ókeypis á 10 sjúkrahúsum um allt land. Nýfarandssýning „Hláturgas“. Meinlaus gamansemi ájákvæð- um nótum. Hláturgas kemur í framhaldi af sýningunni Lífæðar sem sett var upp á ellefu sjúkrahúsum hring- “ inn í kringum landið árið 1999 af Islensku menningarsamsteypunni ART.IS, en hún samanstóð af verkum eftir nafnkunna myndlist- armenn og Ijóðskáld. Hugmyndin að baki þessum sýningum er að lífga upp á yfirbragð sjúkrastofn- ana og gera þannig sjúldingum og aðstandendum dvölina þar bæri- Iegri. Glaxo Wellcome fagnar 10 ára starfsafmæli á Islandi á þessu ári og í tengslum við þessi tímamót gekk fyrirtækið í samstarf við Menningarsamsteypuna ART.IS og Norræn samtök um Iækna- skop, um sýninguna „Hláturgas - Læknaskop frá vöggu til grafar". Sýningin verður opnuð á Land- spítala í dag föstudaginn 14. jan- úar og henni lýkur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir hringferð um landið. inátur í stað lyfja Á sýninginunni „Hláturgas“ sem snýst um læknaskop og húmor með skemmtilegum teikningum og textum er að finna skopteikn- ingar eftir bæði innlenda og er- lenda höfunda, en af íslenskum teiknurum má nefna Þorra Hringsson, Hallgrím Helgason, Rrian Pilkington, Gísla Ástþórs- son og Halldór Baldursson. Efnið er ýmist gamalt eða unnið sér- staklega fyrir Hláturgasið. Einnig hefur verið gefin út 80 síðna bók með skopteikningum, bröndurum, íslensku rímnaskopi og spaugilegum læknaskýrslum sem dreift verður ókeypis á við- komandi skjúkrahúsum. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra segir meðal ann- ars í ávarpi sínu í bókinni. „Hlát- urinn lengir ekki aðeins lífið, hann gerir tilveruna bæði skemmtilegri og íyrirhafnarminni. Hlæjandi læknar ættu því að hafa hugfast, þegar þeir skrifa út lyfseðil við vægum krankleika, að einn og einn brandari gæti kannski komið í stað lyljastauks í einhverjum tilvikum.“ Kínmiheftir Bjarni Jónasson, heimilislæknir er varaforseti Norrænna samtaka um Iæknaskop, hann segir meðal annars í sínu ávarpi. „Læknaskop snýst um að njóta þeirra spaugilegu tilvika sem lífið og líðandi stund býð- ur upp á. Lífið er morandi af slíkum skemmtilegheit- um; við þurfum ekki að gera annað en að opna augun fyrir hinu skoplega og (þora að) njóta þess. Ekki hafa þó allir jafn gott skop- Úr sjúkraskrám Skoðun við komu leiðirí Ijós unglingspilt... Það semjyllti mælinti var þvagleki... Þegarhann varlagðurinn hafði örhjartslátturstoppað oghonum leiðbetur... Sjúklingur er ekki þekkturfyr- irað fremja sjálfsmorð... Sjúklingur erfertug, að öðru leyti ekkert athugavert... skyn. Pétur Pétursson, læknir á Akureyri segir að þeir sem eru sneyddir öllu skopskyni séu „kímniheftir“.“ Skopleg opnun Það hefur alltaf verið sagt að hlát- urinn lengi lífið og skrýtlur um lækna og starfsmenn sjúkrahúsa hafa löngum skemmt fólki. En það er ekki fyrr en nú á síðustu árum að skilningur hefur vaknað á því að skop og gamanmál geta átt raunverulegan þátt í lækning- um, létt lund sjúldinga og virkjað þann líkningarmátt sem í líkam- anum býr. Eins og fyrr segir opnar fyrsti áfangi sýningarinnar á Landspít- alanum í dag kl. 1 5. Að sjálfsögðu verður byrjað á því að hlæja hressilega, því það er enginn ann- ar en eftirherman og brandara- karlinn Jóhannes Kristjánsson sem skemmtir á opnun. -W Hefur þér einhvern tímann dottið í hug að gefa afrísku þorpi kvöldmatinn þinn? ítilefnl dagsins Félagar í Serpent, Guðmundur Hafsteinsson trompetleikari, Jóhann Björn Ævarsson hornleikari og Einar Jónsson básúnuleikari. Sveitin var stofnuð 1997 en hún er mismunandi að stærð og samsetningu eftirþví hvaða verk- efni verið er að fást við hverju sinni. Serpent nafnið þótti tilvalið þvíþað er fengið frá hljóðfæri sem kom fram á 16. öld og er eins og snákur í laginu en snákar eru mismunandi að stærð og lögun. mynd: hilmar „Við æltum að blása inn nýja árið,“ sagði Guðmundur Oli Gunnarsson hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands um tónleika þá sem verða haldnir í Akureyrarakirkju kl. 17.00 sunnudaginn 16. janúar. „Það verður sinfónísk málmblás- arasveit, blásarar úr Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands ásamt gestum úr Serpent sem leikur og það er óvanalegt að við höldum tónleika með einum hljóðfæra- flokki. Þetta verða góðir tónleikar því efnisskráin er fjölbreytileg. Það verða átta verk Ieikin, gömul og ný. Tvö af þeim eru íslensk, þar af annað splunkunýtt. Það er eftir Tryggva Baldvinsson og heitir I tilefni dagsins. Hitt verk- ið er Þorlákstíðir, samið 1994 af einum félaganna í Serpent, Ein- ari Jónssyni. Af öðrum verkum á efnisskránni má nefna Fanfare for the common man eftir Aaron Copland sem er mjög þekkt verk í málmblásaraheiminum og Russian funeral eftir Benjamin Britten. Forkólfarnir í Serpent flokkn- um eiga hugmyndina að tón- leikunum, þeir eru norðanmenn þótt þeir starfi núna aðallega sunnan heiða og koma norður með félaga með sér. I sveitinni eru líka hljóðfæraleikarar af öllu Norðurlandi, frá Sauðárkróki austur í Þingeyjarsýslu, alls um tuttugu manns, málmblásarar og tveir slagverksleikarar. Þetta er fólk úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem er að sinna öðrum störfum flesta daga svo fyrir tónleika er æft frá því á föstudagskvöld fram á sunnu- dag. Þetta reynir á hæfni hljóð- færarleikaranna sem taka þátt en þeir kunna sitt lág. Þess vegna er þetta hægt, sagði Guð- mundur Oli að Iokum.“ GUN. Listamennirnir Claus Egemose, Johan van Oord og Tumi Magn- ússon. Rauðvik - málverk í og utau fókuss Yfirskrift sýningarinnar sem opnuð verður á Kjarvalsstöð- um laugardaginn 15. janúar kl. 16.00 „Rauðvik - málverk í og utan fókuss“ er fengið frá sýningu á eðlisfræðilegu fyrir- bæri um breytingu Ijóssins, þar sem orðið sjálft ásamt verkunum á sýningunni túlka hreyfíngu lita og útvíkk- andi kraft. Sýningin byggir á verkum íjögurra mikilvirkra lista- manna, sem óháð hver öðr- um hafa í mörg ár unnið af mikilli elju með ytri mörk málverksins. Verk þeirra Claus Egemose, Johan von Oord, Tuma Magnússonar og Ninu Roos vísa öll í hið hlut- bundna málverk, þar sem stórir einlitir fletir eða litaraðir ná yfir allt yfirborðið. Þau eiga það sameiginlegt að vekja tilfinningu fyrir stöðug- um víxláhrifum samdráttar og útþennslu. Sýningin er samstarfsverk- efni Trapholt-safnsins í Kold- ing í Danmörku, Kunsthalle Helsinld í Finnlandi, Lista- safns Reykjavíkur og Centr- um Beeldende Kunst í Rott- erdam í Hollandi, en þangað fer sýningin þegar henni lýk- ur að Kjarvalsstöðum. Dansari og (lanshöfuiulur Mánudaginn 17. janúar fjallar Maureen Fleming dansari og danshöfund- ur um efnið „The Chang- ing Role Of Art ln Soci- Maureen Flem- ety“ í Lista- ing dansari. klúbbi Leik- húskjallarans, fyrirlesturinn fer fram á ensku og hefst kl. 20.30. Maureen kom hingað fyrst árið 1996 er hún sýndi verk sitt „Eros“ á Listahátíð í Reykjavík. Hún fæddist í Jap- an, lærði klassískan dans og einnig „butho-dans“ undir handleiðslu Kazuo Ohno og Min Tanaka. Undanfarin ár hefur Maureen ferðast víða um heim með danssýningar, en kennir nú hjá Ex- perimental Theater Wing við New York University. Maureen verður með nám- skeið í Kramhúsinu sem Iýkur með sýningu í Tjarnarbíói sunnudagskvöldið 16. janúar. v__________________________✓

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.