Dagur - 14.01.2000, Blaðsíða 3

Dagur - 14.01.2000, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 - 3 .1 , L iiíí Fiðla og planó Salurinn, tónlistarhúsið góða í Kópavogi býður upp á tónleika laugardaginn 15. jan. kl. 16.00. Þar leika þær Pálína Árnadóttir fiðluleikari og Sopah Chae píanóleikari. Á efnisskránni eru Capriccio eftir Gade, Chacconne eftir Bach, sónata nr. 2 í D- dúr eftir Prokofief og fiðlusónata í Es-dúr eftir Richard Strauss. Pálína hóf fiðlunám 6 ára gömul hjá föður sínum, Árna Arin- bjarnarsyni, og hefur numið síðan við virta tónlistaskóla, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur tekið þátt í mörgum keppnum og komið fram sem einleikari með hljómsveitum í Mexíkóborg, Texas og víðar. Sooah Chae dæddist í Suður-Kóreu og hóf sitt tónlistarnám þar en fór síðan til Bandaríkjanna til frekara náms. Þar vinnur húh nú að doktorsgráðu. Hún hefur margoft komið fram á tón- leikum og á síðasta ári vann hún 2. verðlaun í Young Texas Artists Music Competion. Fjársjóðskistill opnaður Bryddað verður upp á nýjung við helgihald í Hallgrímskirkju sunnudaginn 16. janúar kl. 17.00. Þá verður haldin guðs- þjónusta þar sem flutt verður kantanta eftir Johann Sebasti- an Bach. Fjórir ungir einsöngvarar flytja verkið, ásamt Mótettukór og kammersveit Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Einsöngvararnir eru þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sigríður Jónsdóttir alt, Finnur Bjarna- son tenór og Ólafur Kjartan Sigurðsson bassi. Prestur í guðsþjónustunni er séra Sigurður Pálsson. Sérstök áhersla verður lögð á verk eftir Bach í tónlistarlífi Hallgrímskirkju á næstu vikum í tilefni þess að 250 ár eru lið- in frá andláti hans og 1000 ára kristnitökuafmæli er á íslandi. Jóhannesarpassían verður flutt þar í dymbilviku, og nokkrum af kantötum tónskáldsins verður fundinn staður í síðdegis- guðsþjónustum. Kammer- tónlist Kammermúsikklúbbur- inn heldur tónleika í Bú- staðakirkju sunnudaginn 16. janúar 2000 kl. 20.30. Þar leikur Eþos- kvartettinn en í honum eru Auður Hafsteinsdótt- ir, 1. fiðla, Gréta Guðna- dóttir 2. fiðla, Guðmund- ur Kristmundsson lág- fiðla og Bryndís Halla Gylfadóttir knéfiðla. Á efnisskránni eru þrjú stór verk. Það eru Strengja- kvartett í G-dúr, op.76.1 eftir Franz Joseph Haydn, Strengjakvartett í g-moll op. 10 eftir Claude Debussy og Strengjakvartett í Es-dúr, op. 127 eftir Ludwig van Beethoven. Þetta eru fjórðu tónleikar klúbbsins ástarfsárinu 1999-2000. ■ HVAD ER Á SEYDI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TÓNLIST Tónlistarveisla á Gauk á Stöng Fös. 14.1 verður sveitt ball með kon- ungum sveitaballanna „ SSSól „ í beinni á www'.xnet.is Lau. 15.1 verður disco-gleðisveitin „ Hunang „ í sparigallanum. í beinni á www.xnet.is Sun 16.1 & mán. 17.1 verða seiðandi tónar og rólegheit í aðalhlutverki. Austfirðingaveisla á Broadway Las Vegas-veisla Austfirðinga verður haldin á Broadway í kvöld. Stuðkopp- arnir og Hin alþjóðlega danshljóm- sveit Agústar Armanns leika fyrir dansi. SÝNINGAR Þetta vil ég sjá Vigdís Finnboga- dóttir fyrrver- andi forseti velur verk úr röðum fimmtán lista- manna á sýning- unni „Þetta vil ég Sjá“ sem opn- ar í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi laug- ardaginn 15.jan- úar kl. 16.00. Listamennirnir eru: Aðalheiður Valgeirsdóttir - Ásgerður Búadóttir Guðmunda Andrésdóttir - Hafdís Ólafsdóttir Hildur Hákonardóttir - Inga Ragnars- dóttir Karólína Lárusdóttir - Kristín ísleifs- dóttir Kristjana Samper - Louisa Matthías- dóttir Messíana Tómasdóttir - Olga Berg- mann Ráðhildur Ingadóttir - Rúna Sigrún Eldjárn. Sýningin stendur til 6. febrúar. Vormenn Sunnudaginn 16. janúar lýkur þeim þremur sýningum sem staðið hafa yfir í Listasafni Islands, þ.e. Vormenn í ís- lenskri myndlist, Við aldamót og Móðir og barn. Á sýningunum eru einungis verk í eigu safnsins. Myndlist þeirrar kynslóðar sem kom fram um aldamót- in 1900 og á fyrstu áratugum 20. aldar er orðin dijúgur þáttur í sögu og sjálfs- mynd íslenskrar þjóðar. Hin nýja alda- mótakynslóð er okkur meira eins og óráðin gáta. Engu að síður endurspegl- ar hún stöðuga viðleitni sérhverrar kynslóðar til að leita sér að sjálfsmynd og skapa sfna sögu. Um leið endur- speglar hún nýjar og flóknar þjóðfé- lagsaðstæður við upphaf nýs árþús- unds. Þessar tvær sýningar eiga að varpa ljósi á stöðu íslenskrar myndlist- ar við aldarlok. Sýningin Móðir og barn var sett upp á aðventu í tengslum við dagskrá fyrir börn. Safnið mun verða lokað fram til 29. janúar en þá hefst menningarborgarárið formlega með opnun sýningar á verkum ítalska listamannsins Claudio Parmiggiani í Listasafni Islands kl. 15.00. Uppgangan Sunnudaginn 16. janúar kl. 15.00 verður myndin Uppgangan sýnd í híó- sal MÍR á Vatnsstíg 10. Myndin er frá 1976. Leikstjóri er Larisa Shepetko. I myndinni er sagt frá atburðum sem gerðust veturinn 1942 í Hvíta-Rúss- landi að baki víglínunnar. Sveit skæru- liða leitar skjóls undan árásum her- námsliðs Þjóðverja í snæviþöktu skóg- lendi. Með skæruliðunum eru konur og börn og allir úninda af þreytu og hungri. Tveir menn eru sendir af stað til að afla matar. Ryhak, sem lengi hef- ur harist af hörku með skæruliðunum og Sotnikov, liðsforingi í sovéska hern- um sem tókst að sleppa úr herkví Þjóð- verja og ganga til liðs við skæruliðana. Sotnikov er veikur en tekur þó ekki í mál að verða eftir heldur leggur þeim mun harðar að sér að fylgja félaga sín- um eftir í ófærðinni. Kvikmyndin hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1977. Enskur texti. FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR Islenska málfræðifélagið Fjórtánda Rask-ráðsteína Islenska málfræðifélagsins verður haldin í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar laug- ardaginn 22. janúar nk. Ráðstefnan hefst klukkan 11:00 og flytja sex fræðimenn fyrirlestra. Dagskrá ráðstefnunnar: Fundarstjóri: Þórunn Blöndal 11:00 Ráðstefnan sett. 11:05 Jón Aðalsteinn Jónsson: Rn- og rl-framburður Austur-Skaftfell- inga. 11:35 Kristján Árnason: Tvíhljóð og orðasafnshinding. 12:05 Ari Páll Kristinsson: Smá- vegis um smáyrði. 12:35 Matarhlé Fundarstjóri: Höskuldur Þráinsson 13:15 Jón Axel Harðarson: Horf (aspekt) í íslensku. 13:45 Jóhannes Gísli Jónsson: Tveggja andlaga sagnir í íslensku. 14:15 Diane Nelson: Counting and -i -1*1"- the Grammar: Numerals in Inari Sami. 14:45 Ráðstefnunni slitið. Veit- ingar í boði félagsins. OG SVO HITT... Skíðagöngukennsla fyrir aImenning Nú er komið að því! Uthreiðsluátak Skíðasambands Islands, Skíðagöngu- kennsla fyrir almenning er komið af stað og mun líkt og íyrri ár hjóða al- menningi upp á kennslu í grunnatrið- um skíðagöngunnar, almenningi að kostnaðarlausu. Við höfum til umráða útbúnað fyrir um 60 manns sem lán- aður er út án endurgjalds við kennsl- una. Fyrirkomulag átaksins mun verða með þeim hætti að búnaðurinn verður stað- settur hér á höfuðborgarsvæðinu stærstan hluta vetrar. Á þeim tíma gefst almenningi, skólum, fyrirtækjum, starfsmannahópum svo og öðrum hóp- um tækifæri á að fá kennslu og viljum við biðja áhugasama um að hafa sam- hand við okkur með tölvupósti. Net- fang okkar er: ski@toto.is. Við munum jafnframt heimsækja þá staði á landsbyggðinni þar sem þátttaka var góð síðasta vetur. St)TktaraðiIar átaksins í ár eru Bakkavör hf., Ingvar Helgason hf., Olíshf., Tóbaksvarnarnefnd, DV, Nanoq, Fálkinn, Utilíf, Intersport og Leppin. Upplýsingar um dagskrá átaksins verður aðgengileg á síðu 369 í textavarpi RUV, auk þess sem auglýsingaveggspjöldum verður dreift á alla kennslustaði. Norrænugreinanefnd SKÍ Dagskrá átaksins næstu daga lau 15.jan. Mosfellsbær: kennt á íþróttasvæðinu að Varmá kl. 11-16 sun 16. jan. Skagaströnd kl. 13 þri 18.jan. Hvammstangi kl. 17 Flugeldasýning Skýrr I dag föstudaginn 14. Janúar verður haldin flugeldasýning á vegum Skýrr hf. í Ármúla. Flugeldasýningin hefst klukkan 18:00 og verður skotið upp á baklóð Skýrr við Ármúla 2. Tilefni sýningarinnar er að marka upphaf LoftNets Skýrr á nýju ári og upphaf markaðsherferðar LoftNetsins. LoftNet Skýrr er byltingarkent verk- færi sem gerir fyrirtækjum kleift að- nýta sér kosti internetsins til hins ítrasta með öflugri tengingum en hing- að til hefur almennt tíðkast. LoftNet Skýrr byggir á neti örbylgjusenda sem tengja viðskiptavini við gríðarlega öfl- ugt gagnaflutningsnet Skýrr. Þar sem LoftNet Skýrr er nú farið í loftið og fer í gegnum loftið, fannstokk- ur alveg tilvalið að lýsa loftið aðeins upp og því er boðið til fyrrnefndrar flugeldasýningar. Sýningin á að sjást vel á öllu svæði póstnúmerana 105 og 108 og hefst eins og áður sagði kl 18:00. LANDIÐ TÓNLIST Fmmkg til friðar Alþjóðlegi trúarbragðadagurinn er á sunnudaginn 16. janúar. Á Húsavík hefur þessi dagur verið heiðraður opin- herlega tvívegis. Nú hafa einstaklingar á Húsavík, í Aðaldal, á Laugum og á Akureyri tekið sig saman og skapað dagskrá til að gera öðrum kleift að taka þátt í þessari stund Framlag til friðar og leggja sitt framlag til friðar á vogar- skálar einingar í fjölhreytileika með virkri þátttöku í umræðu og tónlistar- flutiningi. Dagskráin verður flutt að Grenjaðarstað í Aðaldal, Suður Þing- eyjarsýslu sunnudaginn 16. janúar kl. 16.00. SÝNINGAR Gallerí 4* Myndlistarsýning Hólmfríðar Harðar- dóttur í Gallerí +, í Brekkugötu á Ak- ureyri verður opin laugard. og sunnu- daga frá kl. 14-17 og aðra daga eftir samkomulagi. Fjölmennt var \ið sýn- ingaropnunina 29. des. s.l.. Þetta er fyrsta einkasýning Hólmfríðar á Is- landi, en hún er Akureyringur búsett og starfandi í New York. Á sýningunni í Gallerí + eru listaverkin unnin með blandaðri tækni m.a. skúlptúrar og ljósmyndir. MANNFAGNAÐIR Spurningakeppni Báldursbrár Önnur umferð í spurningakeppni Baldursbrár verður í kvöld kl. 20.00 í Safnaðarsal Glerárkirkju. 16 lið hófu keppni í október s.l. og nú eru 8 lið eftir, en þau eru: Karlakór Akureyrar Geysir - Ásprent Poh Dagur - Síðuskóli Eldri borgarar - Trillukarlar Rúvak - Vélsmiðja Steindórs Aðgangur er kr. 500 og gildir miðinn sem happdrættismiði. Kaffi og kokk- teill í hléi. Ágóðinn rennur til kaupa á tölvubúnaði fyrir langveik hörn. Mætið vel og skemmtið ykkur um leið og þið styðjið gott málefni. KA dtigurinn Sunnudaginn 16. janúar heldur Knatt- spyrnufélag KA sinn árlega KA dag milli kl. 14 og 16. Tískusýning o.fl. en aðal skemmtiatriðið er leikur milli Old star liða frá handboltanum og fótboltanum. Hápunktur dagsins er þegar krýndur verður íþróttamaður KA fyrir 1999. Kaffiveitingar í boði allann tímann. OG SVO HITT... Frá Minjasafninu á Akureyri Vegna iramkvæmda við safnhús Minja- safnsins á Akureyri verða sýningar þess lokaðar frá og með föstudeginum 14. janúar um óákveðinn tíma. I undirbún- ingi er að opna nýja sýningu næsta sum- ar um sögu Akureyrar. Vinna við hand- ritsgerð og hönnun sýningarinnar er hafin og störf verktaka við endurbætur á neðri hæð Norðurhúss að fara í gang. Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyririestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbráfi eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Útvörður upplýsinga um allt land. Tkiqftr Askriftarsíminn er 800-7080 i\ o(i ‘liiiwimi f Vigdís Finnboga- dóttir. flr'iíit I 111/ T‘

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.