Dagur - 15.01.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 15.01.2000, Blaðsíða 7
RITS TJÓRNARSPJALL (l«Of S' MJ V, K \ . 7 V Vv \J I Q Vt í Ti | f- J • 'ð LAUGARDAGUR 1S. JANÚAR 2000 - 7 íslendingar fögnuðu vel nýju ári og nýrri öld. En þau deilumál sem settu mestan svip á síðasta ár munu áfram verða ríkjandi í þjóðmálaumræðu ársins 2000. Hvað boðar nýja árið? ELIAS SNÆLAND JONSSON SKRIFAR Nýja öldin er gengin í garð án þess að himin ogjörð hafi farist. Reyndar er allt óbreytt frá því sem áður var. Engu að síður eru tímamótin stórmerk og einnig ágætt tilefni fyrir landsmenn að hugsa sinn gang og Ieita leiða til að komast hjá því að endurtaka ýmis mistök tuttugustu aldarinn- ar. Þau vandamál, sem settu mestan svip á nýliðið ár, munu áfram verða helstu deilumál árs- ins 2000. Það á til dæmis við um verðbólguna og viðskiptahallann, þessa tvíbura óhóflegrar eyðslu og þenslu sem forsætisráðherra neitaði að takast á við í tíma, lík- lega í von um að ódámarnir létu sig hverfa af sjálfsdáðun. Það gerðist auðvitað ekki, enda ein- ber óskhyggja. Þvert á móti magnaðist vandinn eftir því sem leið á síðasta ár. Og enn er ekk- ert lát á gífurlegum viðskipta- halla og verðlagið hækkar og hækkar, meðal annars vegna skorts á raunverulegri sam- keppni á matvörumarkaðinum. A sama tíma setur Seðlabankinn met í vaxtahækkunum án þess að sýnilegur sé mikill árangur. Framundan eru svo viðræður um réttmætar kröfur almenns launafólks sem horft hefur upp á stjórnarherrana moka til sín og sinna margföldum launabótum á við verkakonuna og verkamann- inn. Krafan um að það fólk sem setið hefur eftir kjaralega séð fórni sér fyrir svokallaðan stöð- ugleika, sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa sjálfir átt mestan þátt í að gera að engu, er auðvitað marklaust hjal. Þegar ráðamenn ríkis og sveitarfélaga hafa stórbætt kjör fjölmennra hópa í sinni þjónustu þá þýðir lítið að segja við alla hina; nú er allt uppurið, þú færð ekki neitt. Þannig ganga hlutirnir ekki upp í lýðræðisþjóðfélagi. Átökin halda áfram Þá er einnig Ijóst að átökunum um virkjun fallvatnanna norðan Vatnajökuls er hvergi nærri lok- ið. Hún verður háð á ýmsum víg- stöðvum á nýja árinu. Að hluta til fyrir dómstólunum, en nátt- úruverndarmenn hafa sem kunnugt er stefnt ráðherrum til þess að fá lagalega hlið málsins á hreint. Til hvers það kann að leiða skal ósagt látið á þessari stundu, en reynsla síðustu ára sýnir að innlendir og erlendir dómstólar hafa ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að ýmsar ákvarðanir bæði löggjafans og framkvæmdavaldsins hafi verið í andstöðu við lög og rétt. Fyrir ólögfróða menn er ógjörlegt að segja nokkuð til um hvort eitt- hvað slíkt sé í spilunum í þessu máli. En það kemur í ljós. Samhliða málaferlunum hlýt- ur að fást á miðju ári niðurstaða í afstöðu Norsk Hydro til fram- kvæmdanna. Þar mun orkuverð- ið og umhverfismálin væntan- lega ráða úrslitum. Norska fyrir- tækið hefur undanfarin ár fylgst náið með gangi mála varðandi umhverfisþáttinn. Þar kemur stjórnendum Norsk Hydro því væntanlega fátt á óvart. Enda mun afstaðan til lögformlegs umhverfismats ekki ráða neinum úrslitum um niðurstöðu fyrir- tækisins. Það verða hinir bein- hörðu peningalegu hagsmunir sem fyrst og fremst munu ráða gjörðum stjórnenda Norsk Hydro. Annars vegar orkuverðið. Hins vegar ldár fyrirheit um að álverksmiðjan verði á endanum 480 þúsund tonn, sem frá sjón- arhóli Norðmannanna er hag- kvæmasta stærð slíkrar verk- smiðju. Það hefur lengi legið fyrir op- inberlega að Norsk Hydro hefur lyrst og síðast áhuga á stóriðju hér á landi vegna þess hversu lágt orkuverð býðst samanborið við það sem annars staðar gerist. Það bæri því eitthvað nýrra við ef Norðmenn væru núna reiðubún- ir að greiða Islendingum það háa orkuverð sem Landsvirkjun verð- ur að fá ef Fljótsdalsvirkjun á að verða hagkvæmt fyrirtæki. Þegar til úrslita í samningunum kemur með sumrinu verður spurningin einfaldlega sú, hver eigi að taka á sig áhættuna og tapið. Verður það íslenska þjóðin, það er eig- endur Landsvirkjunar og lífeyris- sjóðanna, sem ætlað er að eiga virkjunina og álverið? Eða verður það Norsk Hydro? Hér verða engin verðlaun veitt fyrir rétt svar! Nær Samfylkmgtn flugi? Árið 2000 ætti að verða nokkuð merkilegt á stjórnmálasviðinu, ekki síst vegna þess að nú mun reyna á það fyrir alvöru hvort draumurinn á bak við samfylk- ingu jafnaðarmanna sé lifandi veruleiki eða fjarlæg tíbrá. Væntanlega verður búið að stofna nýjan stjórnmálaflokk jafnaðarmanna fyrir páska. Allt bendir til þess að formaður þessa nýja flokks komi úr röðum Al- þýðuflokksmanna. Nokkrir öfl- ugir þingmenn - einkum Össur Skarphéðinsson, Guðmundur Arni Stefánsson ogjóhanna Sig- urðardóttir - eru í startholunum á bak við tjöldin, þótt enginn sé enn reiðubúinn að tilkynna framboð sitt opinberlega. Þau eru öll reynd í stjórnmálum og hafa hvert um sig til að bera ýmsa kosti sem pólitískir leiðtog- ar. Hér skal engu spáð um hvert þeirra fer með sigur af hólmi, enda svo sem ekki víst að þau gefi öll kost á sér þegar til kast- anna kemur. Það yrði hins vegar gott fyrir nýja flokkinn að kosið yrði á milli manna í æðstu leið- togastöður. Flokkur sem ætlar sér að boða nýja tíma á ekki að semja um slík mál í bakherbergj- um. Ekki er síður mikilvægt að nýi flokkurinn hafi framsýna, af- dráttarlausa og auðskilda stefnu í þeim málum sem mestu skipta fyrir nútíð og framtíð íslensku þjóðarinnar. Tvennt þarf nefni- lega að fara saman ef nýi flokk- urinn á að ná til almennings: Sterkur málaefnagrundvöllur og sannfærandi forysta. Það verður svo ekki fyrr en á seinni hluta ársins sem það fer að sýna sig hvort samfylking jafnaðarmanna nær flugi - eða hvort hún hefur misst af strætis- vagni pólitískra vinsælda. Framsókn og Vmstrihreyflngin Örlög Samfylkingarinnar munu væntanlega hafa veruleg áhrif á stöðu Vinstrihreyfingarinnar. Hið mikla flug Vinstrihreyfing- arinnar í skoðanakönnunum á sér vafalaust ýmsar skýringar. Ein er sú að hinir flokkarnir hafa lítið sem ekkert að bjóða þeim kjósendum sem ennþá fylgja meira og minna hefðbundinni lýðræðissinnaðri vinstristefnu - en áður fyrr var nokkurt skjól fyrir þetta fólk f að minnsta kosti þremur stjórnmálaflokkum. Þá hefur sú afdráttarlausa stefna sem Vinstrihreyfingin hefur boð- að, og skelegg framganga for- ystumanna þessa nýja flokks, einnig haft veruleg áhrif. Skýringin á slakri fylgisstöðu Framsóknarflokksins er hins vegar langvarandi stjórnarsam- starf við Sjálfstæðisflokkinn. Framsókn hefur lent í þeirri stöðu að fá á sig pólitískar ágjaf- ir vegna allra þeirra stóru mála sem stjórnarflokkarnir hafa þó staðið að í sameiningu, en nýtur í engu fylgislega þess ávinnings sem stjórnarsamstarfið hefur þó getað státað af. Þannig fer gjarn- an fyrir þeim flokkum sem lenda undir hrammi sjálfstæðismanna í stjórnarsamstarfi. Forsætisrádherra fólksflóttans En eitt sem því miður mun ein- nig halda áfram á þessu ári er flutningur fólks af Iandsbyggð- inni á suðvesturhorn Iandsins. Davíð Oddsson getur stært sig af þvf að hafa verið forsætisráð- herra landsins samfellt síðan Al- þýðuflokkurinn lyfti honum upp í þann stól árið 1991. Sem er auðvitað sérlega gott dæmi um pólitískt langlífi. En allan þennan tíma hefur Davíð Oddsson líka verið æðsti yfirmaður byggðamála í landinu. Það hefur verið hans verkefni að stuðla að eflingu byggðar utan höfuðborgarsvæðisins og sporna gegn fólksflóttanum mikla suð- ur. Þetta hefur honum gjörsam- lega mistekist. Straumur fólks utan af landi hefur aldrei verið meiri en á þeim árum sem Davíð Oddsson hefur verið æðsti yfir- maður byggðamála í landinu. Sögulega séð verður það eitt af eftirminnilegustu pólitísku minnismerkjum þessa þaulsetna forsætisráðherra. Nú hafa byggðamálin verið færð á milli ráðuneyta. Iðnaðar- ráðherra hefur tekið kaleikinn frá Davíð Oddssyni og þarf á næstu misserum að kljást við það vandasama verkefni að efla atvinnulíf og velferð í hinum dreifðu byggðum. Þetta er ekki öfundsvert hlut- verk í ljósi þess hversu rækilega byggðastefnan hefur brugðist á undanförnum árum. Reynslan ber með sér að ef ekki tekst að búa þannig í haginn úti á landi að ungt fólk sem fer menntaveg- inn finni þar áhugaverð verkefni við hæfi að námi loknu þá sest það einfaldlega að fyrir sunnan. Eða í útlöndum. Kjarni málsins er sá að byggða- stefna sem á að hafa einhveija minnstu von um að bera árangur verður fyrst og síðast að miðast við að mæta þörfum þeirrar ungu kynslóðar sem er að koma sér fyrir í samfélaginu, stofna heimili og ala upp börn. Það eru ákvarðanir þessa unga fólks sem ráða munu úrslitum um hvort flóttinn af landsbyggðinni stöð- vast eða heldur áfram af jafnvel enn meiri krafti en hingað til.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.