Dagur - 29.01.2000, Side 1
Laugardagur 29. janúar - 4. tölublað 2000
Teikning af hluta Hafnarstrætis frá 1801. Húsiö sem merkt er númer 9 erJóska húsið og er núna Hafnarstræti 16. Svona ieitþað upprunaiega út og var nafngiftir eftir þeim sem byggði, sem
var frá Jótlandi. í aldana rás hefur verið byggt ofan á húsið og því breytt eftir hentugleikum. Þegar þessi mynd var gerð var Hafnarstræti á sjávarkambinum og fjöruborðið rétt norðan við húsa-
röðina, sem sfðar var reist handan strætisins. Þar sem Tryggvagata er nú var uppsátur báta. Sveitamaður með klyfjaða trússahesta ríður mikinn eftir Hafnarstræti og er greinilega í verslunar-
ferð. Það er því ekkert nýtt að fólk af iandsbyggðinni sæki verslanamusteri Reykjavíkur.
Hafnarstræti 16 (Hótel Alexandra)
200 ára
Á þeim slóðum sem Hafnarstræti
16 er stóð áður eitt af húsum
Innréttinganna, Kaðlarahús, sem
var við enda Kaðlarabrautarinnar
er lá eftir sjávarkambinum.
Talið er að það húsið hafi verið
rifið árið 1792 og í kjölfar þess
hafi Morten Jensen Rödgaard
sem fyrst verslaði í Kaðlarahús-
inu, byggt á lóðinni húsið sem
enn stendur en hefur verið
stækkað. Húsið var fyrst kallað
Jóska húsið eða Faneyjarhúsið.
Líkur benda til að nafnið tengist
því að M.J. Rödgaard sem var
skipherra frá Fanö, byggði húsið
fyrir „Det fanöeske in-
tressenskabl", sem stóð á bak við
hann í verslunarrekstrinum. I
heimildum er talið að M.J.Röd-
gaard hafi byrjað að versla í Kaðl-
arahúsunum en síðan byggt versl-
unar og íbúðarhús. Kaðlarahúsið
hafi M.J. Rödgaard keypt af Páli
Brekkmann sem keypti það á
uppboði.
Til gamans má geta þess að
Páll Brekkmann var stjúpfaðir
Þórunnar Vigfússdóttur frá Arn-
arhóli sem síðar giftist Grími
Olafssyni syni Olafs Jónssonar
prests á Möðruvöllum og víðar.
Sonurinn Grímur var ódæll og
komst fyrst undir mannahendur
eftir innbrot á bænum Gröf á
Höfðaströnd árið 1796. Afbrota-
ferill Gríms var talsvert skrautleg-
ur og meðal annars falsaði hann
gjafabréf til sín frá Páli Brekk-
mann á svokölluðu Norska húsi
sem Grímur síðan veðsetti. Fyrir
þá sök og aðrar Ienti Grímur á
Brimarhólmi en tókst að strjúka
þaðan árið 1808. Talið var að
Grímur hafi komist til Englands.
M.J.Rödgaard verslaði ekki
lengi í húsinu og seldi eignina
eftir þrettán ár. I bókinni „Sagt
frá Reykjavík", eftir Árna Óla,
segir að næsti eigandi að Jóska
húsinu hafi verið Adser Knudsen
kaupmaður, en hann hafi aldrei
verslað þar. Ennfremur segir að
verslunarstjórar hjá M.J. Röd-
gaard hafi verið bræðurnir Magn-
ús og Helgi Bergmann, bróður-
synir Þorkels Bergmans, forstjóra
Innréttinganna. Árið 1810 er Ole
Peter Christian Möller eigandi að
húsinu. Hann bjó þar og rak þar
einnig verslun í l'élagi við verslun-
arfélagið Andresen og Schmidt til
ársins 1833.
Samkvæmt manntali frá árinu
1835 húa íjóska húsinu: Gudný
G. Möller, 26 ára ekkja, H.A.
Jonsen, 26 ára studiosus og fact-
or, Margrét Gísladóttir, 17 ára
stofustúlka, Rósa Magnúsdóttir,
23 ára þjónustustúlka og Peter
Petersen, 42 ára vinnumaður.
Árið 1844 er húsið tekið til
virðingar ásamt öðrum húsum
sem stóðu á lóðinni. Þá er eignin
skráð við Strandgötu og er lýst á
eftirfarandi hátt: Gaflar hússins
snúa í austur og vestur, norður-
hlið snýr að Strandgötu, það er
28 álnirX 12 að grunnfleti, byggt
af bindingi, múruðum í grind,
klætt utan með listasúð. Hliðar
hússins og annar gafl er máðað
en hinn er tjargaður. Það er með
tvöföldu borðaþaki lagt á sextán
sperrur. Tvennar dyr eru á norð-
urhlið, aðrar til inngöngu í versl-
un, en úr hinum dyrunum er
gengið inn í stóra forstofu og það-
an er gengt bæði í verslun og
íbúð. Ibúðin skiptist í dagstofu,
eldhús, stúlknaherbergi, kontór,
borðstofu og svefnherbergi. Her-
bergin eru þiljuð með panel og
máluð. 1 eldhúsinu er skorsteinn
úr múrsteini og við hann eru
tengdir tveir kolaofnar og eldavél.
I öðrum enda hússins er verslun
með disk (afgreiðsluborði ), hill-
um og skápum. Gluggar í húsinu
eru allir sex faga.
Framhald á hls. 3
Hafnarstræti 16 áður en Hótel Alexandra var stofnsett. Margir merkir menn bjuggu og störfuðu í þessu húsi. Þar
voru löngum verslanir og um það leyti sem þessi mynd var tekin voru veitingastofur á efri hæð.
ffölnotahús