Dagur - 29.01.2000, Síða 6

Dagur - 29.01.2000, Síða 6
VI -LAUGARDAGUR 29. J A \ V A I{ 2000 MINNINGARGREINAR Tkytir Þorsteiim Davíðsson Þegar æfi kemur kvöld krýndur þökkum ferðu heila hrynju og hreinan skjöld héðan með þér herðu. Arið 1981 var þetta kveðja samstarfsfólksins skráð á skinn, en Þorsteinn Davíðsson hafði þá starfað við skinnaiðnaðinn í 60 ár.Starfsvettvangurinn var lengst af í Sútunarverksmiðjunni Ið- unni á Gleráreyrum. Þegar hann lét af störfum var afhjúpaður við hátíðlega athöfn koparskjöldur á klettí í brekkunni fyrir sunnan verksmiðjurnar með þessari áletrun: Þorsteinslundur 1921-1981. íslensk samvinnuhreyfing þakkar Þorstreini Davíðssyni og þúsund- um annarra starfsmanna Sam- bandsverksmiðjanna fórnfús störf, á sex áratugum hafa þeir séð þennan iðnað vaxa úr mjóum vísi í mikinn meið.I þessu hæðar- dragi er fagur trjálundur, þar sem 200 plöntur voru gróðursettar af samstarfsfólki við þessi tímamót. Á 100 ára afmæli Þorsteins 7. mars s.l. fékk hann margar hlýjar kveðjur frá fyrirtækjum, samtök- um og einstaldingum. Hér er ein þeirra: Á þessum tímamótum viljum við þakka honum ómetanlegt brautryðjendastarf á sviði skinna- verkunar, úrvinnslu afurða úr ís- lenskum Iandbúnaðarafurðum og uppbyggingar íslensks iðnað- ar. Sendendur voru: Skinnaiðn- aður hf, Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyrarbær, Bændasamtök Is- lands og Samtök iðnaðarins. Af þessu má marka hvað Þor- steinn kom víða við á langri starf- sævi, þar sem margt er svo fjar- lægt að fletta þarf upp í sögubók- um. En þá kemur líka í ljós verð- mæti starfsins sem hann skilaði ekki aðeins vinnuveitendum sín- um heldur Ifka samfélaginu í heild.I þessu sambandi og til að varpa frekari Ijósi á lífsstarfið leyfi ég mér að vitna til orða Þór- arins Hjartarsonar sagnfræðings í grein sem birtist á 100 ára af- mæli Þorsteins, Þórarinn er að ljúka við að skrifa sögu sútunar á Islandi og sem er vel við hæfi að komi út á þessu síðasta aldarári hins mikla brautryðjanda í þess- ari iðngrein. „Eg þekki Þorstein Davíðsson ekki persónulega. Eg hef hins vegar fengið vinnu við að skrifa um íslenskan skinnaiðnað á 20. öld og þá hef ég rekist á nafn hans æði oft, oftar en nokkurs annars manns. Það má reyndar ljóst vera af því sem þegar er sagt. Þó var þetta lítið annað en byrjun skinnaiðnaðar á Akureyri. Þetta var fyrir daga EFTA og sérhæfingarinnar í íslenskum iðnaði. Og í hinum unga iðnað- arbæ Akureyri þurftu ýmsir frumkvöðlar að vera allt f öllu. Þorsteinn var það. Þá braut, sem hann og samstarfsfólk hans gekk, þurfti að ryðja fyrst. Auðvitað var margt af vanefnum gert. En menn urðu að duga á eigin spýt- ur eða drepast. I því reyndist hin þrjóska sjálfsbjargarviðleitni mönnum best. Eg hygg að Þor- steinn hafi haft mikið af henni. Ég held því ekki fram að Þor- steinn Davíðsson hafi verið neinn kraftaverkamaður. Bæði voru stundum fengnir erlendir fagmenn til starfa á Gleráreyrum og margir heimamenn kappkost- uðu að ná tökum á iðnaðinum sem skjótast. En þá var það líka ómetanlegt að til var maður með alhliða reynslu sem gat gengið á undan með fordæmi í margs kon- ar störfum. Hann mætti manna fyrstur á morgnana og fór gjarn- an síðastur heim og féll víst sjald- an verk úr hendi. Þessi iðnaður var þjóðinni lffsnauðsyn. Á stríðsárunum þurftu Islendingar að framleiða megnið af skófatn- aði sínum sjálfir, rétt eins og klæðnaðinn. Stærstu einingarn- ar bæði í sútun og skógerð voru á Gleráreyrum. Sérstaklega var sútunin þar nauðsynleg fyrir margs kyns verkstæði og hand- verk vítt um land. Starfsfólk Skinnaverksmiðjunnar þurfti að ná færni í afar fjölskrúðugri framleiðslu". Hér má glöggt sjá að hann ætl- aði engum meira en sjálfum sér og varð fljótt viðurkenndur sem fremstur meðal jafningja. Faðir minn Arnþór Þorsteins- son og Þorsteinn voru nánir sam- starfsmenn um áratuga skeið og er mér af því tilefni ljúft að vitna í afmælisgrein hans þegar Þor- steinn varð sextugur: „Þorsteinn er hversdagsgæfur maður, en þó skapfastur og fylginn sér í betra lagi, og segja má að honum falli aldrei verk úr hendi. Hann er ör- uggur stjórnandi og svo trúr sínu fyrirtæki að á betra verður ekki kosið.“ Þannig var einnig mín reynsla af samstarfinu á seinni áratugum í starfsæfi hans. Þorsteinn var heilsteyptur heiðursmaður og fölskvalaust vinarþel hans mun lifa lengi í endurminningunni. Við Gísela sendum sonum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Far þii ífriði friður guðs þig hlessi hafðu þökkfyrir allt og allt. (V. Briem) Jón Arnþórsson *** Kveðjuorð Nýlátinn er Þorsteinn Davíðsson fyrrverandi verksmiðjustjóri Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar á Akureyri. Þorsteinn fæddist 7. mars á síðasta ári nítjándu aldar- innar og var því á 101. aldursári er hann lést hinn 17. janúar s.l. Þorsteinn var Fnjóskdælingur að ætt og lauk búfræðinámi frá Hvanneyri. Hann var allan sinn starfsaldur við störf í heimahér- aði og hér á Akureyri, utan þess tfma sem hann var við skógrækt- arnám í Noregi og nám í sútara- iðn í Bandaríkjunum og Þýska- land, en í það nám fór hann að frumkvæði Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Sem forgöngumað- ur um sútun á skinnum hjá Gæruverksmiðju SÍS á Akureyri og síðar sem verksmiðjustjóri Skinnaverksmiðunnar Iðunnar markaði Þorsteinn mikil og djúp spor í atvinnusögu héraðsins og landsins alls. Þar átti mikinn þátt dugnaður Þorsteins, samvisku- semi og mikil ábyrgðartilfinning. Þorsteinn var ræktunarmaður í orðsins fyllstu merkingu. Hann hafði ætíð áhuga á skógrækt og sem ungur maður vann hann um tíma sem skógarvörður í Vagla- skógi. Hann gróðursetti og rækt- aði upp vaxtarbrodda nýrrar at- vinnugreinar, sem síðar urðu veigamiklir þættir í atvinnulífi á Akureyri. Þorsteinn hafði einlægan áhuga á málefnum samvinnu- hreyfingarinnar og Kaupfélags Eyfirðinga, fylgdist vel með þeim málum og sótti fundi. Hann sótti aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga um margra áratuga skeið og ekki eru nema nokkur ár síðan hann mætti síðast á aðalfundi KEA, þá á tíræðisaldri. Þorsteinn tók sjaldan til máls á fundum en í viðræðum við hann kom fljótt f Ijós að þar fór maður sem vel lylgdist með gangi mála og átti gott með að setja sig inn í þau málefni sem til umræðu voru og gera sér grein fyrir hver voru meginatriði þeirra. Hann var ein- arður í skoðunum og gat fylgt málum sínum fram af ákveðni og þunga. Það var hverju félagi sæmd og hagur að því að hafa haft Þorstein Davíðsson sem starfandi félagsmann. Sonum Þorsteins Davíðssonar og öllum aðstandendum og ást- vinum eru sendar innilegar sam- úðarkveðjur. F.h. Kaupfélags Eyfirðinga Sigurður Jóhannesson aðalfulltrúi ÁSLANDS Markmið Utfararstofu Islands er að veita trausta og persónulega þjónustu, Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan hgndar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Utfararstofu Islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Utfararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur aö sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað i kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aöstoðar við val á sálmum. - Likbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eöa frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suöurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn. ORB DAGSIMS 4621840 Ólof Þóra Ólafsdóttrr Ólöf Þóra Ólafsdóttir fæddist að Garðsá í Öngulsstaðar- hreppi Eyjafirði 22. janúar 1920. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Seli 19. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ólaf- ur Sigurjónsson bóndi frá Brekku í Öngulsstaðarhreppi, f. 6.4.1897, d. 30.8.1954 og Jakobína María Árnadóttir húsmóðir frá Skálpagerði í Öngulsstaðarhreppi, f. 25.12.1891,d. 24.7.1955. Bróðir hennar er Haraldur Ólafsson f. 5.10. 1929 kvænt- ur Brynju Hermannsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Hermann, Ólaf Örn og Guðrúnu Marfu og átta barnabörn. Hinn 23. desember 1943 giftist Ólöf Erni Péturssyni bif- reiðarstjóra frá Hauksstöðum á Jökuldal f. 23.12.1922, d. 2.1. 1999. Foreldrar hans voru Pétur Friðrik Guðmundsson bóndi, f. 30.6.1879, d. 29.9.1962 og Aðalbjörg Jóns- dóttir farkennari og húsmóðir, f. 29.6.1893, d.l 1.7.1950. Örn og Ólöf bjuggu lengst af í Hafnarstræti 47 á Akureyri. Börn Arnar og Ólafar eru: (1 Ólafur Haukur Arnarson húsasmiður, f. 28.9.1944. Hann er kvæntur Sigurlaugu Öldu Þorvaldsdóttur hár- greiðslumeistara. Þau eiga fjögur börn, Hallfríði, Örn, Ólöfu Þóru og Sigurlaugu EIvu, og sex barnabörn. 2) Að- albjörg Hjördís Arnardóttir lyíjatæknir, f. 5.9.1950. Hún er gift Jóni Grétari Ingvasyni lyfjafræöingi. Þau eiga fjögur börn, Örn Ingva; Guðrúnu, Söndru Huld og Hörpu Lind, og tvö barnabörn. Eftir lát Sig- rúnar Pétursdóttur systur Arn- ar 1963 bjó dóttir hennar og Helga Ágústssonar bifreiðar- stjóra d. 24.1.1995, Aðalbjörg Helgadóttir, f. 20.3.1953, upp- eldisfræðingur og kennari, hjá Erni og Ólöfu fram yfir stúd- entspróf. Hennar sambýlis- maður er Víðir Kristjánsson efnafræðingur og eiga þau þrjú börn; Völu Björk, Veru og Vikt- or. Utför Ólafar fór fram frá Akureyrarkirkju 26. janúar s.I. * * * Fyrstu minningar af ömmu eru síðan ég var lítill snáði og bjó heima í Bakkahöllinni. Þegar ég vaknaði á morgnanna og skottað- ist fram í eldhús var amma ævin- lega komin á stjá og farin að bar- dúsa. Þá var sest niður, ég uppi á borði með fæturnar í kjöltu hennar, og si'ðan var spjallað á meðan stráknum var gefiö að borða. Svona var amma, alltaf tilbúin að snúast í kringum okk- ur börnin svo þeim mætti líða sem best og þegar tengdabörnin bættust við, gilti það sama um þau. Það var annað sem einkenndi Ólöfu ömmu og það var glettni og hnyttni í tilsvörum, þeim frá- bæra eiginleika hélt hún alveg fram í það síðasta. Langömmu- börnin muna sennilega bara eftir ömmu sinni upp á Seli. Þar var vinsælt að skoða í skápinn henn- ar ömmu, gæða sér á „baller- ínu“kexi og prófa öll ilmvötnin. Fjölskyldan var oft ansi vellykt- andi eftir heimsókn til Ólafar ömmu. Síðustu minningarnar um ömmu eru lt'ka góðar. Við fjöl- skyldan skutumst norður rétt fyr- ir jól og áttum góða stund með ömmu. Hún bauð okkur í messu með sér sem var jafn ánægjuleg fyrir unga sem aldna. Síðan var drukkið kaffi á eftir. Nú er kveðjustundin komin og þótt við kveðjum þig með sökn- uði, vitum við að nú líður þér betur, komin fil afa gamla. Bless, elsku amma. Örn Ingvt, Aldís, Júlía og Snædís.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.