Dagur - 02.02.2000, Qupperneq 5
MIDVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 - 5
FRÉTTIR
Kveður Samherj a með
3 milLíarða í hondum
Síðustu vikumar fyrir
sölu Þorsteins Vil-
helmssouar til Kaup-
þings hækkuðu hréf
Samherja um 23%.
Þorsteinn segist kveðja
fyrírtækið með smá
söknuði.
Þorsteinn Vilhelmsson, einn
þriggja eigenda og stofnenda Sam-
herja á Akureyri, stærsta sjávarút-
vegsfyrirtækis landsins, hefur selt
21,6% eignarhlut sinn í fyrirtæk-
inu. Fyrirtækið var stofnað fyrir 17
árum. Heildarnafnverð hlutabréfa
í Samheija er 1.374,7 milljónir
króna og hfutur Þorsteins og hans
fjölskyldu því tæpar 297 milljónir.
Bréfin voru seld Kaupþingi á geng-
inu 10,60 og söluverð þeirra því
3.147.479.000 krónur. Þorsteinn
sagði í samtali við Dag í gær að
hann ætlaði að flytja búferlum frá
Akureyri til Reykjavíkur.
Fjárfestar bíða
Samkvæmt upplýsingum frá Kaup-
þingi hefur eng-
inn einn stór aðili
lýst sig reiðubú-
inn til að kaupa
hlut. Þó er reikn-
að með að bréfin
fari fljótlega út til
stórra fjárfesta,
þar sem eftir-
spurnin er fyrir
hendi. Kaupþing
kemur til með að
halda litlum hlut
eftir, þar sem um
áhugaverðan fjár-
festingarkost er
að ræða. Gengi
bréfa Samherja
hefur verið að hækka jafnt og þétt
á Verðbréfaþingi Islands síðustu
vikur. Um miðjan janúar var geng-
ið 8,6 og endaði í gær í 10,55.
Hækkunin á rúmum tveimur vik-
um nemur 23%. Gengið er þó ekki
komið í það sem það var hæst f
ágúst á síðasta ári, ríflega 11,00.
Þorsteinn sagði að að baki þess-
ari ákvörðun fægi fyrst og fremst
hagkvæmnissjónarmið en einnig
mörkuðust þau af þvf viðhorfi að
góður samstarfsandi þurfi að ríkja
innan hlutafé-
laga. Það væri öll-
um aðilum fyrir
bestu að hafa
hreinar Iínur og
því vildi hann
óska stjórn, hlut-
höfum og starfs-
fólki Samherja
velgengni á kom-
andi árum.
Akvörðun um
sölu væri þó eng-
in vísbending um
að hann væri
hættur afskiptum
af rekstri sjávar-
útvegsfyrirtækja.
Undanfarið hefur hann, fjöfskyld-
an og eignarhaldsfélag hennar,
Ránarborg, fjárfest verulega í
nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum,
meðal annars í Hraðfrystihúsinu-
Gunnvöru, SH, Fiskeldi Eyjafjarð-
ar auk enska knattspyrnufélagsins
Stoke.
Ekki að fara á sjó!
„Eg fer út úr Samheija með smá
söknuði, því þarna hef ég eignast
margt gott samstarfsfólk gegnum
lífið og fólk scm ég var í daglegum
samskiptum við, bæði á skrifstofu,
vélaverkstæði, skipaþjónustu og
sjómennirnir. Þessi tengsl munu
auðvitað eitthvað slitna. Eg er hins
vegar búinn að gera upp hug minn
gagnvart fyrirtækinu, þessum kafla
í lífi mínu er lokið og ég sný mér að
öðru, meðal annars umsýslu
eigna,“ sagði Þorsteinn.
- Ertu aðfara að kaupa skip?
„Nei, það er alls ekki á dagskrá
og ég er heldur ekki að fara aftur á
sjó. Þeim hluta er einnig lokið. En
ég er alls ekki hættur afskiptum af
sjávarútvegi, það eru margir mögu-
leikar en það kemur í Ijós hvernig
maður mun nýta sér þá.“
- Þú ert hluthaji í Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna. Eru einhverjar
hræringar þar í gangi?
„Eg er ekki þar í stjórn, aðeins
hluthafi, og veit það því ekki. Mér
er ekki kunnugt um neinar undir-
öldur í þá veru að koma Róberti
Guðfinnssyni úr formannssætinu
á aðalfundinum 31. mars. Eg til-
heyri alla vega engri blokk, ef þær
eru til,“ sagði Þorsteinn Vilhelms-
son. — GG
Hvergætir
réttar bama?
Þingmenn voru margir hverjir heldur mæðuiegir undir umræðum utan
dagskrár um gagnagrunnsmálið. Kristján Möller er hér íbygginn á svip og
það sama má segja um Ástu Möller. - mynd: teitur
Stefán Haraldsson og Ingibjörg
Sólrún kynntu tillögurnar.
Breyting geínr
200 mUjónir
Borgarráð hefur samþykkt átak í
uppbyggingu og fjölgun bílastæða í
miðborginni. Það felur m.a. í sér
fjölgun bílastæða um 100, gjald-
skrárbreytingum bílastæðasjóðs
sem flestar eru til hækkunar að
undanskildri lækkun á íbúðakort-
um sjóðsins úr 5 þúsund í 3 þús-
und á ári. Þá fækkar gjaldskyldu
um eina klukkustund í bílastæði á
laugardögum. Gjaldskrárbreyting-
in kemur til framkvæmda um
miðjan apríl og á að skila Bíla-
stæðasjóði um 200 miljón króna
tekjuauka á ári.
Óhjákvæmilegt
Þetta kom m.a. fram á blaða-
mannafundi sem borgarstjóri og
miðborgarstjórnin efndu til í gær.
Þar kom fram að miðborgarstjórn-
in samþykkti þessar breytingar að
því undanskildu að borgarfulltrúi
sjálfstæðismanna sat hjá. Þá hafa
ýmsir kaupmenn á Laugaveginum
lýst yfír andstöðu við þessar breyt-
ingar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að þótt borgaryf-
irvöld vilji ekki stofna til illdeilna
um miðborgina þá séu þessar
breytingar óhjákvæmilegar til að
mæta þeirri uppbyggingarsókn
sem á sér stað á svæðinu. Með
breytingunum verður hægt að
greiða í stöðumæla með 5, 10 og
100 krónu mynt. Þá verður ódýr-
ara að nota stæði í hliðargötum en
dýrara að nota eftirsóttustu stæðin
við Laugaveg og í Kvosinni. Ekki er
áformað að Ijölga stöðumælavörð-
um en Ijárfest verður í nýjum
stöðumælum vegna gjaldskrár-
breytinganna. — GRH
Starfsleyfi miðlægs
gagnagnmns rætt utan
dagskrár. Kolbrún Hall-
dórsdóttir spurði:
Hvers eiga böm að
gjalda þegar þau kom-
ast að því 18 ára gömul
að foreldrar þeirra hafa
ekki gætt réttar þeirra
sem skyldi?
I gær fóru fram utandagskrárum-
ræður um starfsleyfi það sem heil-
brigðisráðherra veitti Islenskri
erfðagreiningu fyrir miðlægum
gagnagrunni. Ogmundur Jónasson
hóf umræðuna. Hann sagði að í
uppsiglingu væru málaferli á veg-
um Mannverndar og að læknar
teldu sig ofríki beitta og margir
þeirra hafi lýst því yfir að þeir
muni leita til dómstóla. Ofan á allt
saman ættu læknar í vök að verjast
gagnvart sjúkrahúsunum vegna
þessa máls. Hann sagði það alvar-
legt þegar trúnaðarbrestur væri
orðinn jafn djúpstæður og raun
bæri vitni á milli stjórnvalda og
Iækna vegna þessa máls. Þess
vegna væri málið rætt utan dag-
skrár á fyrsta degi þinghalds á ár-
inu. Heilbrigðisráðherra yrði að
svara þvf á hvern hátt hann ætlaði
að tryggja að ekki yrði brotið á
starfsmönnum heilbrigðisþjónust-
unnar sem vilja gegna skyldum
sínum.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra sagði að óánægja ákveð-
inna lækna kæmi sér ekki á óvart
eftir að rekstrarleyfið var gefið út.
Óánægjan byggist á því að um væri
að ræða persónugreinanlegar upp-
Iýsingar. Hún sagði að gagna-
grunnurinn myndi ekki innihalda
slíkar upplýsingar.
„Ég vænti þess að þegar menn
hafa kynnt sér þær ströngu örygg-
iskröfur sem gerðar verða til að
tryggja að einstaklingar verði aldrei
persónugreinanlegir, muni draga
verulega úr andstöðu við gagna-
grunninn," sagði lngibjörg. Hún
sagði að virtir lagaprófessorar fjöll-
uðp um málið í læknatímariti sem
er að koma út og þeirra skoðanir
væru að annað eins öryggisnet
þekktist ekki í veröldinni og væri í
miðlægum gagnagrunni IE.
Réttur bama fótum troðinn
Kolbrún Halldórsdóttir spurði
heilbrigðisráðherra einnar spurn-
ingar en það var hvers vegna ekki
væri krafist upplýsts samþykkis
sjúklinga fyrir flutningi upplýsinga
í gagnagrunninn? Heilbrigðisráð-
herra svaraði þessari spurningu
ekki.
Kolbrún sagðist líka vilja beina
sjónum að börnum í gagnagrunn-
inuni. Hún sagði að vegna þess að
samþykkis væri ekki leitað fy'rir því
að upplýsingar færu í gagnagrunn-
inn, færu þangað inn allar upplýs-
ingar um börn. Líka benti hún á að
upplýsingar sem einu sinni væru
komnar inn í grunninn væru þar
fastar. Ekki verði hægt að afmá
þær.
„Hvers eiga börn þá að gjalda
þegar þau komast að því 18 ára
gömul að foreldrar þeirra hafa ekki
gætt réttar þeirra sem skyldi? Þau
eiga engan rétt vegna þess að þau
geta ekki fengið afmáðar upplýs-
ingarnar urn sig í gagnagrunnin-
um. Það er glapræði að fótum
troða rétt bama á þennan hátt og
ég treysti því að á einhverju stigi,
alþjóðaréttar, ef ekki vill betur,
verði hægt að forða þeim frá þess-
ari ósvinnu," sagði Kolbrún. Hún
spurði einnig hver stæði vörð um
rétt þroskahefta og allra þeirra sem
vegna veikinda hafa ckki mögu-
leika á að tjá sig um vilja sinn. Hún
spurði líka hver væri réttur látinna
gagnvart gagnagrunninum. Réttar
þeirra gætti enginn.
Fleiri þingmenn tóku til máls en
fátt nýtt kom fram í máli þeirra.
- S.DÓR
Banaslys á Reykjanesbraut
Kona um fertugt beið bana í um-
ferðarslysi á Reykjanesbrautinni
við Kúagerði í gærmorgun. Hún
var ein á ferð á litlum sendiferða-
bíl þegar hún missti stjórn á hon-
um. Lenti hún framan á fólksbif-
reið sem var ekið á leið suður.
Ökumaður þeirrar bifreiðar slas-
aðist ekki alvarlega. Konan var
flutt með þyrlu á Sjúkrahús
Reykjavíkur en var látin er þangað
var komið. Akstursskilyrði voru
slæm á Reykjanesbrautinni, kóf-
hríð og slæmt skyggni. Umferð
um brautina lá niðri um nokkurn
tíma vegna slyssins, meðal annars
vegna þess að beðið var eftir full-
trúum frá umferðarslysanefnd en
þeir hafa ekki útkallsskyldu líkt og
lögregla og björgunarlið, og voru
því seinni á vettvang.
Högnamálið dregst
Vegna mikilla
anna hjá Land-
læknisembættinu
hefur enn ekki
unnist tími til að
taka fyrir siða-
nefndarkæruna
gegn Högna Ósk-
arssyni geðlækni
fyrir þátt hans í
kynferðisbrota-
málinu svokall-
aða. Að sögn Matthíasar Halldórs-
sonar aðstoðarlandlæknis cr enn
verið að safna gögnum. Siðanefnd
Læknafélags íslands, þar sem eiga
sæti þeir Alan Vagn Magnússon,
Asgeir B. Ellertsson og Runólf
Pálsson, vísaði kærunni til land-
læknisembættisins með ósk um
umfjöllun þess á málinu. Gagna-
öflun hefur að sögn Matthíasar
tekið langan tíma og annir tafið
fyrir afgreiðsiu málsins. „Svona
mál geta tekið drjúgan tíma í
vinnslu og auk þcss var, með hlið-
sjón af önnunum hér, komist að
þeirri niðurstöðu að ekki bráðlægi
á niðurstöðunni," segir Matthías.
- FÞG
Skjámi í íslandsbanka
Félag heyrnarlausra á 40 ára af-
mæli um þessar rnundir og af því
tilefni hefur sérstakt þjónustuúti-
bú fyrir heyrnarlausa verið sett á
Iaggirnar í útibúi Islandsbanka í
Lækjargötu 12 í Reykjavík. Þar
hefur verið sett upp forritið
Skjámi sem gerir heyrnarlausum
kleift að hringja í útibúið og ræða
við starfsfólk útibúsins. Skjámi er
textasímaforrit fyrir PC-töIvur og
getur notandi þess nýtt tölvuna
sína sem textasíma.
íslendingar í flugslysi?
Fréttavefur CNN birti í gær far-
þegalista flugvélar Alaska Airlines,
sem fórst í fyrradag úti fyrir strönd
Los Angeles. A listanum eru fjög-
ur nöfn af norrænum uppruna,
þ.e. Karl og Carol Karlsson og Ro-
bert og Lorna Thorgrimsson. Atli
Ásmundsson, upplýsingafulltrúi í
utanríkisráðuneytinu, sagði við
Dag í gærkvöldi að ráðuneytið
hefði fengið staðfcstar upplýsing-
ar frá flugfélaginu um að engir ís-
lenskri ríkisborgarar hefðu verið
um borð. Atli taldi þó ekki útilok-
að að einhver þessara Ijögurra far-
þega væru af íslenskum uppruna,
ekki síst Robert og Lorna Thor-
grimsson. Eftirnafnið Karlsson
væri hins vegar þekkt víðar á
Norðurlöndum, t.d. í Svíþjóð.
Nánar er sagt frá slysinu í erlend-
um fréttum á bls. 11. — BJR