Dagur - 02.02.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 02.02.2000, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUD AGV R 2. FEBRÚAR 2000 ÞJÓÐMÁL _1Jmmr Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Stmar: 460 6100 og 800 7080 Netfartg ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar augiýsingadeiidar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (R EYKJAVÍK) 563-1 642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf augiýsingadeiidar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Leíkvölliir gróðafOda? í fyrsta lagi Fjármálaeftirlitið hefur loksins tekið við sér og krafið sex fjár- málafyrirtæki skýringa á sérkennilegum vinnubrögðum í verð- bréfaviðskiptum. Jafnframt hefur hinn nýi viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, fundað með ráðamönnum ríkisbank- anna og lýst mikilli óánægju með að starfsmönnum hafi verið veittar undanþágur frá þeim reglum sem í gildi eiga að vera um viðskipti við hlutabréf. Þegar til þess er tekið að sumt af því sem umdeilanlegast er í starfsháttum verðbréfasalanna gerðist í desember síðastliðnum, hefur óneitanlega verið mik- ill hægagangur í þessu máli. En betra er seint en aldrei. í öðru lagi Kaup og sala verðbréfa hefur tíðkast með öðrum þjóðum ára- tugum saman. Þar er komin mikil reynsla á hvaða reglur og vinnubrögð duga best til að tryggja hagsmuni viðskiptavina gagnvart verðbréfasölum. Reglur eru strangar, eftirlit öflugt og hart tekið á brotum. Fram kom hjá Stefáni Flalldórssyni, fram- kvæmdastjóra Verðbréfaþingsins, í Degi í gær að mikil and- staða hafí verið við að flytja inn þessar ströngu reglur, það er að læra af reynslu annarra. Markaðurinn hefur því fengið að þróast hérlendis með hálfgerðu villtavesturssniði og ráðamenn ýmissa fjármálastofnana jafnvel verið reiðubúnir að víkja frá þeim takmörkuðu verklagsreglum sem þó eru í gildi. í þriðja lagi Brýnt er að ná tökum á verðbréfamarkaðinum áður en alvar- leg slys verða. Heilbrigður markaður með verðbréf er að sjálf- sögðu mikilvægur þáttur í nútíma hagkerfí, en hann má ekki verða leikvöllur gróðafíkla sem hugsa fyrst og fremst um eigin hag. Sá mikli hagnaður sem viðskipti með verðbréf geta skilað þegar vel gengur, er alvarleg freisting fyrir þá sem eiga, sem starfsmenn fjármálastofnana, að hafa hag viðskiptavinarins að leiðarljósi. Stjórnvöld verða að tryggja með klárum reglum og dugmiklu eftirliti að verðbréfasalar séu ekki settir í þá aðstöðu að geta sjálfír hagnast á kostnað viðskiptavina fyrirtækjanna. Elías Snæland Jónsson Hagsmimagæsla Það hefur vakið athygli í um- ræðunni í kringum Náttúru- verndarþing að margir nátt- úruverndarmenn telja að um- hverfisráðherra hafí ekki skip- að sér sjálfkrafa í hóp hörð- ustu umhverfissinna og taki ekki undir öllum kringum- stæðum málsvari óspjallaðrar náttúrunnar. Garri hefur ekki getað skilið þennan málflutn- ing öðruvísi en svo að viðkom- andi telji að umhverfísráð- herra sé þar með að bregðast hlutverki sínu sem umhverfis- ráðherra. Samkvæmt sömu röksemdafærslu ætti landbún- aðarráðherra skilyrðis- laust að ganga erinda Iandbúnaðarins og undantekningarlaust taka upp kröfur bænda og verja hagsmuni þeirra. Sjávarútvegs- ráðherra ætti þá á sama hátt að vera ein- hvers konar hags- munamiðlari og lobbýisti fyrir útgerðarmenn og sjómenn, og svo mætti lengi telja. Það að verða fagráðherra, þýði m.ö.o. að að stjórnmálamaður breyt- ist úr stjórnmálamanni yfir í vélræna hagsmunagæsluvél fyrir alla þá hagsmuni sem skipa sér með einhverjum hætti undir verksvið hans. Þá skipti ekki máli hvort ráðherr- ann telur að þessir hagsmunir séu raunverulegir eða ímynd- aðir. Ömurleg reyusla Satt að segja hélt Garri að sjónarmið af þessu tagi væru á undanhaldi, enda ómælt bölið sem þau hafa leitt yfir lands- menn í gegnum tíðina - bæði þá sem áttu að vera skjólstæð- ingar hagsmunagæslunnar og hinna sem ekki voru það. Ef- laust eru bændur landsins ein- hver bestu vitni um þessa arf- V Ieið, en fáar stéttir hafa mátt búa við eins nöturlegt hlut- skipti á undanförnum árum og áratugum og þeir og öllu var því hrint í framkvæmd í nafni hagsmuna bændanna sjálfra. Og nú hafa umhverfissinnar tekið upp málflutning gömlu bændapólitíkurinnar. Þeir vilja hagsmunagæsluráðherra, vegna þess að hagsmunirnir sem á að gæta falla að þeirra eigin sannfæringu og trúar- skoðunum. Pókerspilarinn En þótt málatilbúnaðurinn hafi að mörgu leyti verið gamaldags á Náttúruverndarþing- inu þá er ekki þar með sagt að allar hugmynd- írnar og öll gagnrýnin á störf ráðherra hafi verið gamaldags. Þvert á móti. Að mörgu leyti er and- staðan við virkjanir á hálend- inu afskaplega nútímaleg. Andstaðan bara drukknar í hamagangnum og hvernig úr þessu er spilað! Þess vegna gladdi það Garra að lesa viðtal í Degi í gær við hinn nýja for- mann Náttúrverndarráðs, sem augljóslega er mikill pókerspil- ari. I viðtalinu gaf hún ekkert upp um framtíðarstefnuna, nákvæmlega ekkert! Hún gaf þannig ekki upp neina skoðun á Eyjabakkamálinu. Og ekki hafði hún heldur skoðun á ný- bökuðum samþykktum Nátt- úrverndarþings um Snæfells- þjóðgarð! Garri er sannfærður um að þetta póker-viðhorf mun reynast árangursríkara til lengdar en gamla hagsmuna- gæslu-aðferðin, að því gefnu auðvitað að spilin sem hinn nýi pókerspilari hefur á hendi séu ekki eintómir hundar. Hrossabúskapurinn er rekinn með ofboðslegu tapi - að minnsta kosti á útflutningsskýrl- um og skattaframtölum. Samt eru skráðir 80 þúsund hestar á fóðrum og fækkar ekki. Virðist greinin vera rekin á væntingum fremur en afrakstri og á það sameiginlegt með þeim óljósu framtíðartekjum, sem praktfyrir- tæki hlutabréfamarkaðarins ávaxta og margfalda dag frá degi. Lengi hefur verið hamrað á því hvílík gersemi íslenska hrossa- kynið er. Síst skal það dregið í efa, því íslenski hesturinn er ekki annarri skepnu Iíkur og eðli hans og færleikur er samgróið landinu sem fóstrar hann. Og vart hefði þjóðin komst af gegn- um tíðina án þessa frábæra kyns. En þá var asnanum fyrst hleypt inn í herbúðirnar þegar merarkóngar fengu gullglampa í augu og hófu að selja hross til útlanda í stórum stíl. Fyrst til að draga vagna í breskum kolanám- um, þar sem stærð þeirra, styrk- Dularfulliir atviuuuvegur ur og þolgæði nýttist í einhverja þá verstu meðferð sem nokkurri skepnu er bjóðandi. Á síðari tím- um hafa hestar verið seldir til út- Ianda til mun geðslegri brúkun- ar. Gnmsemdir I úttekt sem Moggi gerði á útflutningi hesta er meðal ann- ars upplýst að mikill munur er á skýrslum um atvinnuveginn. En hvað sem því líð- ur er Ijóst, að mikið tap er á útflutningn- um. Það er sama hvort hestar eru seldir á fæti, tamdir og tilbúnir til reiðar eða sem matvæli, verðið stendur aldrei undir fóðurkostnaði, hvað þá meira. Miðað er við hin landsfrægu meðaltöl, sem notuð eru til að skekkja og rugla landslýðinn og Ijúga trúverðuglega. Sá grunur Iæðist jafnvel að skýrsluhöfund- um um stóru töpin, að ekki séu allar tekjur upp gefnar og eitt- hvað hafa þýskir tollarar að at- huga við útflutningsverð ís- lenskra hesta, sem seldir eru inn á þeirra lögsagnarumdæmi. Enginn markaður er hér á landi fyrir allt það stóð sem einstakir hrossa- bændur láta blóð- anaga gróðurinn og raunar ekki í út- löndum heldur. En ekki Iinnir áróðri fyrir því hve íslenski hesturinn er óskap- lega eftirsóttur, bæði til reiðar og til átu. Stjórnvöld gera enda allt sem í þeirra valdi stendur til að styrkja búskapinn, því hann á svo bágt á skattaframtölum og útflutningsskýrslum. Tæpast göfiig iðja Hér er við hæfi að sleikja sig upp við þá sem rækta hesta af viti og kunnáttu og alla þá mörgu sem stunda hestamennsku sér til ánægju og lífsfyllingar. Þeir eiga samleið með íslenska kyninu og verða ekki vændir um óhóflega gróðahyggju og faktúrufölsun. Enginn leyfir sér að efast um að íslenski hesturinn er göfugt dýr. En að eiga hross og flytja þau út er ekki endilega göfug iðja og greinilega mjög óarðbær samkvæmt skýrslum þeirra sem þá búgrein stunda. Hve lengi verður hægt að halda henni áfram með sama hætti og hingað til er spurning sem viðskiptaráð- urneyti, landbúnaðrráðuneyti, fjármálaráðuneyti, samgöngu- ráðuneyti, en vonandi ekki dómsmálaráðuneyti ættu að velta fyrir sér. Annars er ekki óeölilegra að arðsemi hrossaútflutnings bygg- ist á væntingum um blóm í haga síðar meir en annarra greina skammtímagróðans. Þarfasti þjónninn er dýr í rekstri. Eru íillögur áhugíi hóps um Auðlindir í almannaþágu nothæf- ar? Bjami Hafþór Helgason framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norónrlands. “Þetta eru hug- myndir um skatt- heimtu til ríkis- ins, það er hið eina í málinu sem er ljóst. Skattarnir færu af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins. Þessi blessaði hópur manna hefur ekki minnstu hugmynd um hvaða áhrif þetta hefði á dreif- ingu aflaheimilda yfirleitt. Eina sem er öruggt er að ríkið myndi fitna. En annars virkaði þessi áhugahópur óskaplega þreytuleg- ur, ekki síst hugmyndafræðilega." Guðjón A. Kristínsson þingmaðnr „Af því litla sem ég hef séð til þessara hug- mynda þá er Ijóst að hópurinn er að nálgast þau sjón- armið að efna verði til einhverskonar útboðs til þess að ná fram jafnræði í þessu málum. Hinsvegar vegar hef ég ekki séð hvernig þetta er útfært og hef miklar efasemdir um að óstýrt uppboð veiðiheimilda færi mönnum jafnan rétt, miðað við það forskot sem kvótaútgerðirnar hafa í dag.“ Öm Pálsson formaóurLvidssambaiids smábátaeigenda. “Eg tel eins og þetta er framsett, að höfundar hafi ekki velt fyrir sér, hvort breytingin skili þjóðinni bættum lífskjör- um. Mér er til efs að réttur smá- bátaútgerðar muni aukast með uppboðum, þar mundu ekki vigta inn í hlutir eins og umgengni um auðlindina, starfsreynsla, at- vinnuréttur og fleira. Hætt er við að þarna sé á ferðinni leið sem runnin er undan rifjum örfárra fjármagnseigenda sem hugsa ekki um almannaheill. Dettur mönn- um til hugar að aðgangur smá- bátaeigenda að fjármagni sé jafn og þeirra sem eiga orðið banka, sem hafa yfirlýsta stefnu um að þjónusta sérstaklega þá sem vita ekki aura sinna tal.“ Kristinn H. Guimarsson þingmaðurFram- sóknarflokks. “Ef á að skerða aflaheimildir fyr- irtækja svona bratt, eða um 20%, er Ijóst að allmargar útgerðir fara í gjaldþrot. I öðru lagi er óvíst að sú aðferð að bjóða upp aflaheimildir leysi vandann gagn- vart stjórnarskrá. Dómstólar hafa túlkað stjórnarskrá í þessum efn- um þannig að sumir séu jafnari en aðrir, með því til dæmis að ekki megi flytja stofnanir úr Reykjavík og út á land. Hið sama hlýtur þá að gilda gagnvart sjávar- útvegi, þannig að íbúar í sjávar- byggðum eigi meiri rétt en aðrir. Uppboð gengur gegn þeim rétti."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.