Dagur - 02.02.2000, Síða 10

Dagur - 02.02.2000, Síða 10
10 -MIDVIKUDAGU R 2. FEBRÚAR 2 00 0 SMÁAUGLÝSINGAR IbTí Fundir_________________________ Húsnæði óskast!____________________ □ RÚN 6000020219 I. Frl. 0ska eftir taka a iei9u íbúð á Akureyri 3-4 herbergja. Uppl. síma 867 0981. VIÐTALSTÍMAR Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður Samfylkingar, verður með viðtalstfma að Skipagötu 18 á Akureyri, fimmtudaginn 3. febrúar frá kiukkan 18:00-19:00. Þú getur pantað tíma í síma 563-0743, litið inn eða hringt í síma 462-4399. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ LAXDAL, Lindarsíðu 2, Akureyri, áður húsfreyja Syðri-Grund, Grýtubakkahreppi, lést á Kristnesspítala 30. janúar. Verður jarðsungin frá Laufáskirkju, föstudaginn 4. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent Ifknarstarfsemi. Svavar Magnússon, Guöný Hallfreösdóttir, Helgi Laxdal, Guörún Jóhannsdóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Friðrik Rúnar Gíslason, Jóhanna Magnúsdóttir.Tryggvi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfi eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Útvörður upplýsinga um aiit land. 'é / P - . * - Áskriftarsíminn er 800-7080 Miðuikud. kl. 17, 19 Ai 21 . SÍMI 461 4666 nyjfl bio RÁÐHÚSTORGI LKJídomiy; TTTX Sýnd kl. 19, 21 og 23 Sýnd kl. 21 og 23 Sýnd kl. 17 m/ísl. tali Sýnd kl. 17 og 19 Dagur HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ HVAfl ER Á SEYBI? MÚSÍKTILRAUNIR 2000 Félagsmiðstöðin Tónabær mun í mars n.k. standa fyrir Músíktilraunum 2000. Músíktilraunir eru árlegur viðburð- ur í tónlistarlífi landsmanna og er þetta í 18 skipti sem þar eru haldnar. Þá gefst ungum tónlist- armönnum tækifæri á að koma á framfæri frumsömdu efni og ef vel tekst til, að vinna með efni sitt í hljóðveri. Það má ______ með sanni segja að Músíktilraunir séu vaxtarbroddur íslenskrar rokk- og dægurtón- Iistar og margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins hafa stigið þar sín fyrstu spor. Síðustu árin hafa hljómsveitir sigrað eins og Botnleðja, Maus og Bellatrix, og 1999 Mínus. Músíktilraunir eru opnar öllum upprennandi hljómsveitum alls staðar af landinu og veitir íslandsflug 40% afslátt af flugfari fyrir keppendur utan af landi. Tilraunakvöldin verða fjögur: 1.16. mars 2. 23. mars 3. 24. mars 4. 30. mars Urslitakvöldið verður þann 31. mars. Bellatrix. Nýársfagnaður í Kína Þann 5. febrúar næstkomandi er nýársdagur í Kína sam- kvæmt almanaki Kínverja og hefst þá ár drckans. I tilefni þess, verður Kínaklúbbur Unn- ar með nýársfagnað á veitinga- húsinu Shanghæ, Laugavegi 28, sunnudaginn 6. febrúar og byrjar hann kl. 19.00. Allir eru velkomnir og eru borðapantan- ir í veitingahúsinu Shanghæ. Kvöldganga á Kyndilmessu 1 kvöld miðvikudagskvöld á Kyndilmessu stendur Hafnar- gönguhópurinn fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu, Miðbakka- megin, kl. 20.00. Farið verður niður á Miðbakka og litið á myndir Bjarna Jónssonar list- málara af verstöðvum, ver- mönnum og úmsum gerður árabáta. Að því loknu verður komið við í Dómkirkjunni og síðan farið suður að Tjaldhóli við Fossvogsbotn. Þar verður boðið upp á sýrudrykk og fylgt slóð vermanna á leið í verið til sjóróðra á vetrarvertíð á árum áður. Gengið út með Skerja- firðinum og stansað við gömul varastæði og fornleið fylgt til baka að Hafnarhúsinu. Allir velkomnir. Eftir flóðið Félag íslenskra fræða efnir til málfundar um bókaárið 1999 og ástandið á íslenskum bók- menntum. Verður fundurinn haldinn í Skólabæ, Suðurgötu 26 í kvöld kl. 20.30. Frummæl- endur verða Eiríkur Guð- mundsson bókmenntafræðing- ur og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og Sigríður AI- bertsdóttir bókmenntagagn- rýnandi DV. Eftir framsögu- ræður þeirra verður orðið gefið laust og geta þá fundargestir skeggrætt um íslenskar bók- menntir. Allir velkomnir. Félag kennara á eftirlaunum Fimmtudaginn 3. febrúar hitt- ist bókmenntahópur kl. 14.00 og kl. 16.00 er Ekkó kórinn með söngæfingu. Skemmti- og fræðslufundur verður laugar- daginn 5. febrúar Id. 14.00. Félagsvist, kaffiveitingar, upp- lestur og söngur. ■ frá degi til dags MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 33. dagur ársins, 333 dagar eftir. Sólris kl. 10.07, sólarlag kl. 17.17 Þau fæddust 2. febrúar • 1778 fæddist „breska amasónan" Mary Anne Talbot, sem gegndi herþjónustu í enska sjó- og landhernum dulklædd sem karlmaður. • 1875 fæddist austurríski fiðluleikarinn Fritz Kreisler. • 1882 fæddist írski rithöfundurinn James Joyce. •1911 fæddist sænski óperusöngvarinn Jussi Björling. • 1926 fæddist franski stjórnmálamaður- inn Valéry' Ciscard d’Estaing, sem var forseti Frakklands 1974-81. • 1927 fæddist bandaríski djass-saxofón- leikarinn Stan Getz. • 1927 fæddist Gísli Halldórsson leikari. • 1952 fæddist Sigurbjörn Bárðarson hestamaður. Þetta geröist 2. febrúar • 1494 t(')k Kristófer Kólumbus fyrstur manna upp á því að nota frumbyggja Amerfku sem þræla. • 1709 var skoska sjómanninum Alexand- er Selkirk bjargað eftir að hafa verið strandaglópur á eyðieyju í fimm ár. Hann varð fyrirmyndin að skáldsögu- persónunni Róbinson Krúsó. • 1863 notaði bandaríski blaðamaðurinn Samuel Clemens í fyrsta sinn nafnið Mark Twain, sem hann notaði síðar jafnan sem rithöfundarnafn sitt. • 1933 skipaði Adolf’ Hitler svo lyrir að þýska þingið skyldi leyst upp, aðeins tveimur dögum eftir að hann varð kansl- ari. • 1990 undirrituðu Iaunþegar ogatvinnu- rekendur á íslandi svonefnda þjóðar- sáttarsamninga. Vísa dagsins Þótt ég leitiheiminn húlfan hvergi her þigfyrir mig. Legi ég hara augun aflur engun sé ég nema þig. Halldóra Beinteinsdóttir Björnsson frá Grafardal. Afmælisbam dagsins Björgvin Brynjólfsson, fyrrverandi hreppstjóri á Skagaströnd, fæddist 2. fcbrúar árið 1923 á bænum Sauðá í Borgarsveit. Hann ólst þar upp hjá móður sinni og foreldrum hennar. Hann fluttist til Skagastrandar árið 1944 og stundaði ýmis störf. Stofnaði þar bókabúð og var einn af stofnend- um Sparisjóðs Skagastrandar. Björgvin er einn af stofnendum Siðmenntar fé- lags áhugafólks um borgarlegar at- hafnir og SARK-Samtaka um aðskiln- að Ríkis og kirkju. Sá sem Iærir en hugsar ekki er glataður. Sá sem hugsar en Iærir ekki er í mikilli hættu staddur. Konfúsíus Heilabrot Hér eru tvær stafaraðir: sú fyrri er B, D, G, F og sú síðari F, L, N, R. Nú er spurt: Hvorri stafaröðinni tilheyrir bókstafurinn S, og hvorri tilheyrir T? Lausn á síðustu heilabrotum: Hann Arni fór létt með að gera þetta af því að hann var staddur skammt frá Suðurpólnum og gekk til austurs í hring í kringuni pólinn. Hann hefði Iíka getað þetta á Norðurpóln- um. Veffaiig dagsins Veffang dagsins er helgað hakpokum, bak- pokaferðum og bakpokaferðalöngum. Þar geta bæði byrjendur og þaulkunnugir aflað sér fróðleiks um allt sem viðkemur bakpok- um: uww.thebackpacker.com

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.