Dagur - 02.02.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 02.02.2000, Blaðsíða 11
X^MÍ- MIBVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 - 11 ■á dagskrá Henderson og Biblíufélagið Ebenesar Henderson var frá Skotlandi og þótti hinn merkasti maður. Hann hafði hugsað sér að gerast kristniboði í fjarlægu landi en æviferill hans varð annar en stefnt hafði verið að. Henderson kom m.a. til Islands og varð upphafsmað- ur þess að Biblíufélagið var stofnað. Hann er þekktur fyrir að hafa samið eina bestu ferða- sögu útlendins sem komið het- ur til landsins. 1 kv'öld miðvikudagskvöld kl. 20.30 mun Björn G. Eiríksson kennari segja frá Henderson og stofnun hins íslenska Biblíufé- lags á almennri samkomu í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58 í Reykjavík. Fréttauppspretta Námskeið ætlað fréttamönnum tjölmiðla verður haldið 16. febr- úar, kl. 10:00-14:00 í húsa- kynnum VÞÍ, Engjateigi 3, 105 Reykjavík. A námskeiðinu verður m.a. lögð áhersla á : 1) Hvað er Verðbréfaþing ís- lands ? 2) Regluverk, gerð grein fyrir helstu lögum og reglum sem varða verðbréfavið- skipti. 3) Upplýsingaskylda félaga s.s. innherjareglur, flöggun, skráningarlýsingar, afkomu- viðvaranir ofl. 4) Yfirlit yfir uppsprettur frétta. 5) Umræður. Skráning í sínia 525-2843 eða agusta@vi.is. Verð 8.000 (inni- falinn léttur hádegisverður). ■krossgátan Lárétt: 1 breiður 5 heimild 7 tangi 9 hreyfing 10 starfs 12 vondu 14 gröf 16 stök 17 ákveðin 18 veggur 19 erfiði Lóðrétt: 1 glens 2 fóður 3 ráfi 4 óvissa 6 eftirsjá 8 blóð 11 hál 13 mjúku 15 andi ’ _ 5 6 7 B to ■ ■ ■ 15 13 ■ -a Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 sorg 5 erill 7 efli 9 dá 10 fálka 12 knái 14 bil 16 gan 17 síðan 18 bik 19 rak Lóðrétt: 1 stef 2 rell 3 grikk 4 öld 6 látin 8 fávísi 11 angar 13 áana 15 lík ■gengio Gengisskráning Seölabanka fslands 1. febrúar 2000 Dollari 73,78 74,18 73,98 Sterlp. 118,96 119,6 119,28 Kan.doll. 50,87 51,19 51,03 Dönsk kr. 9,599 9,653 9,626 Norsk kr. 8,856 8,908 8,882 Sænsk kr. 8,321 8,371 8,346 Finn.mark 12,0149 12,0897 12,0523 Fr. franki 10,8906 10,9584 10,9245 Belg.frank. 1,7709 1,7819 1,7764 Sv.franki 44,47 44,71 44,59 Floll.gyll. 32,417 32,6188 32,5179 Þý. mark 36,5255 36,7529 36,6392 Ít.líra 0,0369 0,03713 0,03701 Aust.sch. 5,1915 5,2239 5,2077 Port.esc. 0,3563 0,3585 0,3574 Sp.peseti 0,4294 0,432 0,4307 Jap.jen 0,6864 0,6908 0,6886 írskt pund 90,707 91,2718 90,9894 GRD 0,2152 0,2166 0,2159 XDR 99,24 99,84 99,54 EUR 71,44 71,88 71,66 RAUTT LJÚS þýðir að stöðva skuli ökutæki skilyrðislaust. MUNUM EFriR b IVS Y N D AV é lÁÍ i'4 U U UMFERÐAR RAÐ FRÉTTIR Alls komu rúmlega 257 þúsund íslendingar til landsins erlendis frá á síðasta ári og tæplega 263 þúsund erlendir ferðamenn. í báðum tilfellum var um ríflega 30 þúsund manna fjölgun að ræða eða rösklega 13% frá árinu áður. Ferðameiui 32% fLeiri í desember Útlendingar voru nú þriðjungi fleiri hér í desember en árið áður. Bæði utanförum og erlendum ferða- mönnum fjölgaði yíir 30 þúsund milli ára. Ferðaárið 1999 endaði með gíf- urlegri fjölgun í desember: Þriðj- ungs fjölgun erlendra ferða- manna til íslands. Og ríflega fjórðungs fjölgun Islendinga - sem sjálfsagt skýrist bæði af því að margir brugðu sér utan fyrir jólin og að margir íslendingar búsettir ytra völdu að fagna þús- aldarmótum í föðurlandinu. Alls komu 21.100 íslendingar hingað í jólamánuðinum og um 12.300; yfir fjórðungur þeirra frá Norð- urlöndunum, annar fjórðungur frá Bandaríkjunum, um 1.700 frá Bretlandi og 1.200 frá Þýska- landi. Um 30% fjölgtiu á tveimur árum Alls komu rúmlega 257 þúsund Islendingar til landsins erlendis frá á síðasta ári og tæplega 263 þúsund erlendir ferðamenn. I báðum tilfellum var um ríflega 30 þúsund manna fjölgun að ræða eða rösklega 13% frá árinu áður. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 30%, eða rúm- lega 61 þúsund, á aðeins tveim- ur árum. Um 20% fleiri Norðurlanda- búar komu hingað 1999 en árið áður og þaðan kom líka næstum þriðjungur allra erlendu ferða- mannanna á árinu. Af einstök- um löndum komu flestir frá Bandaríkjunum, nær 45 þúsund og 11% milli ára. Næstuni 75% allra ferðamanna koma frá þess- um fimm löndum ásamt Bret- landi og Þýskalandi. Þjóðverjar jireyttir? Bretar og Þjóðverjar voru jafn margir í fyrra, um 32 þúsund frá hvoru landi. Stóri munurinn var sá að Þjóðverjum fækkaði milli ára og voru nú mun færri en árin 1994-96, en álíka margir og 1993. En það ár komu bara 15.500 Bretar hingað og hefur þannig fjölgað um meira en helming á sex árum, þar af 13% í fyrra. Lúxemborgarar horfnir Frakkar sem hingað komu í fyrra voru um 13.500 og fjölgaði um þriðjung milli ára, Spánverjum og Pólverjum hingað um 50% og Portúgölum yfir 70%. Meira en 60% fjölgun frá Eistlandi vekur líka athygli og 50% fjölgun frá hinum Eystrasaltsríkjunum. Spurning hvort nektardansmeyj- ar eigi þar einhvern þátt. Hins vegar fjölgaði lítið ef þá nokkuð frá Austurríki, Belgíu, Hollandi, Sviss, Kanada og Taíwan. Engum fækkaði þó eins gífurlega og Lúxemborgurum, eða úr 1.020 niður í 240, sam- fara fækkun frá Þýskalandi. - HEI Greiða sjómenn kyndingu iiiður? Vegna mjög lágs markaðsverðs á loðnulýsi hefur verið gripið til þess ráðs hjá SR-mjöli að nota loðnulýsi í stað svartolíu sem orkugjafa til að keyra verksmiðjurnar. Konráð Alfreðs- son, formaður Sjómannafélags varaformaður bands íslands, gjörsverð til sjómanna hafi verið að lækka að undanförnu en dæmið um lýsið hafi ekki verið skoðað að neinni alvöru og hvort það hafi áhrif á kjör sjómanna. Þetta sé þó atriði sem þurfi að skoða í fullri alvöru. Konráð segir að kjarasamning- ar sjómanna hafi verið lausir f nokkur ár en sjómenn bundnir lögum fram til 15. febrúar. Eng- ar kjaraviðræður séu hafnar við útgerðarmenn en samkvæmt viðræðuáætlun áttu sjómenn að Árið 1999 afgreiddi Útflutnings- ráð með formlegum hætti rétt tæpar 1.000 fyrirspurnir tengdar sjávarútvegi, þar af voru rúmlega 400 tilkomnar f gegnum NAS verkefnið, og eru þá ótaldar fyr- irspurnir sem fara beint til við- komandifyrirtækja sem þátt taka í verkefninu. Erlendar fyrir- spurnir voru um helmingur, eða um 500. 1 flestum tilvikum voru hinir erlendu aðilar að leita eftir upplýsingum og tengslum við íslcnska fiskseljendur, véla- og Ieggja fram sínar kjarakröfur 25. janúar sl. Það náðist ekki en þessa dagana er verið að koma á fyrsta samningafundi við útgerð- armenn. — GG tækjaframleiðendur fyrir fisk- vinnslu og framleiðendur fiski- báta. Einnig var töluverður fjöldi fyrirspurna sem varðaði sjávar- útveg á Islandi almennt, svo sem um kvótakerfið, aflatölur, eign- arhald erlendra aðila og fleira. Islensku fyrirspurnirnar beind- ust oftast að öf’lun upplýsinga og tengsla við einstök erlend lýrir- tæki og markaði. NAS-verkefnið er helsta kvnningargagn Útflutn- ingsráðs á íslenskum sjávarút- vegsfyrirtækjum. — GG Konráð Alfreðsson. Eyjafjarðar og Sjómannasam- segir að upp- Þásuitd fyrirspumir Miðasala: 462-1400 ■Mt&Wm Lil.iliiiuiaiiifrli „Blessuð jólin“, eftir Arnmund Backman Leikarar: Aöalsteinn Bergdal, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Arni Tryggvason, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir, Saga Jónsdóttir, Sunna Borg, Sigurður Karlsson, Snæbjörn Bergmann Bragason, Vilhjálmur Bergmann Bragason, Þórhallur Guðmundsson, Práinn Karlsson. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Ljósahönnun: Ingvar Björnsson Hljóðstjórn: Kristján Edelstein Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir NÆSTU SYNINGAR Laugardaginn 5. febrúar kl. 20.00 Næst síðasta sýning Föstudagurinn 11. febrúar kl. 20:00 Allra síðasta sýning GJAFAKORT - GJAFAKORT Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Munið gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýninqu, sýninqardaqa. Sími 462 1400. www.leikfelag.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.