Dagur - 08.02.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 08.02.2000, Blaðsíða 2
18 - ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 LÍFID í LANDINU BBBftÉÉMHÍÍÍÍÉMÍM Christa Altmann heldur hér á mynd afvinkonunum Christu og Brigitte sem var tekin fyrir um það bil 40 árum. Það voru fagnaðarfundir þegar Christa sló á þráðinn til Brigitte eftir allan þennan tíma. a morgun [Glæsileg fundarlaun í boði] Christa er íundin! Christa Altmann, sem datt úr tengslum við vinkonu sína þegar hún fluttist til ís- landsfyrir nokkrum áratugum, erfundin og búin að ná sam- bandi við hana. Þær ætla að hittast eins fljótt og hægt er. Staðráðnar í að hittast Fyrir skömmu síðan birti Lífið í landinu bréf frá þýskri konu, Brigitte Thomasset, fædd Hanky, sem bafði kynnst Christu í hjúkrunarnámi í Þýskalandi fyrir rúmlega 40 árum en misst sambandið við hana þegar hún fluttist til Is- lands. Sama dag og bréfið birtist hringdi Christa til að þakka blaðinu fyrir að koma sér í sam- band við Brigitte á nýjan leik. Þær vinkonur hafa talað saman í síma, skipst á tölvupósti og eru staðráðnar í að hittast sem fyrst og kannski strax í sumar en því miður getur það ekki orðið strax því að Christa verður næstu þrjá mánuðina í Bandaríkjunum hjá dóttur þeirra Eyþórs. Christa Altmann giftist Eyþóri Heiðberg og eignaðist með hon- um nokkur börn. Hún hefur starfað sem hjúkrunar- fræðingur víða, meðal annars á Vífilsstöðum. Ey- þór hefur starfað hjá íslenskum skipafélögum og í innkaupadeild ÁTVR auk þess að vera leiðsögumað- ur þýskra ferða- manna á sumrin. Faðir hans var Jón Heiðberg, heildsali á Laufásvegi 2a. Hann er því ekki bankastjóra- sonur eins og kom fram í bréf- inu frá Brigitte. -GHS „Það hringdu í mig tveir lesend- ur blaðsins snemma í morgun og létu mig vita af greininni. Eg hringdi strax í vin- konu mína og hún var mjög ánægð að heyra í mér. Ég mátti til með að hringja og Iáta ykkur vita af þessu,“ sagði Christa Altmann við blaðamann Dags fyrir nokkrum dögum. Vinkonumarhafa talað saman í síma, skipstá tölvupósti og em staðráðnaríað hittast semfyrst og kannski strax í sumar. Myndin sem Brigitte sendi til birtingar í blaðinu. Margir þekktu manninn á myndinni en það eru hjónin Christa Altmann og Eyþór Heiðberg meö elsta barnið sitt. Ktaö € QaJttal ©SOffi) <3P , K. JENSEN Fjölnisgötu 4B • S: 461 4Öð9 • 852 0761 NÝ BÓNSTÖÐ er tekin til starfa að Fjölnisgötu 4B Alþrif • Bón • Djúphreinsun Ný og fullkomin tæki sækjum og sendum alla bíla K. JENSEN Opið frá kl. 08:00 - 18:00 Simi 461 4099

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.