Dagur - 01.03.2000, Side 4

Dagur - 01.03.2000, Side 4
4 - MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2 000 rD^ir I í . FRÉTTIR Nær 40% hunsa hrj óstamyndatoku Athygli vekur að hlutfallslega fæstar konur mæta í reglubundna brjóstakrabbamelns- leit með röntgenmyndatöku á Stór-Reykjavíkursvæðinu Margar og mismimandi ástæður virðast valda því að aðeins 63% íslenskra kvenna þiggja boð um krabbameinsleit með myudatöku á brjóstum. Otti við sársauka og geislun virðist meðal þess sem dregur úr konum að mæta í reglubundna Ieit að brjóstakrabbameini, sem öllum 40-69 ára íslenskum konum er boðin á tvegg- ja ára fresti hjá Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins. Aðeins um 63% þeirra þiggur það boð, 72% á þriggja ára fresti, sem er töluvert lægra hlutfall en kemur í leit að leghálskrabbameini og töluvert Iægra hlutfall en almennt ger- ist í nágrannalöndunum. Og raunar bara rétt yfir þeim mörkum (60%) sem breskir og sænskir sérfræðingar telja Iágmarksmætingu eigi að tryggja að leit leiði til lægri dánartíðni. Slökust mæting í höfuðstaðnum Hlutfallið er líka talsvert misjafnt eftir landshlutum. Athygli vekur að hlut- fallslega fæstar konur mæta í reglu- bundna brjóstakrabbameinsleit með röntgenmyndatöku á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, þar sem slík röntgenmynda- taka sýnist hvað aðgengilegust. Enda er mæting höfuðstaðarkvenna hreint ekki nægilega góð að mati Krabba- meinsfélagsins. Konur á Austurlandi og Suðurlandi mæta hins vegar best. Ótti við sársauka og geislun í nýju Læknablaði segir frá viðamikilli rannsókn sem var hluti af meistara- prófsverkefni Guðrúnar Arnadóttur við félagsvísindadeild Háskóla Islands á því hvað hindrar íslenskar konur í að mæta í brjóstamyndatöku. Niðurstöð- urnar sýndu meðal annars að ótti við sársauka og geislun draga úr mætingu. Þekkingarskortur á gildi myndatöku dró einnig úr mætingu svo og efi þeirra eigin lækna um gildi brjóstamynda- töku. Sumar konur sem fara í bijósta- skoðun hjá sínum eigin lækni telja brjóstamyndatöku óþarfa. Jafnframt kom fram að því óánægðari sem konur voru með þjónustu leitarstöðvarinnar þeim mun óreglulegri var mæting þeir- ra í myndatöku. Af 19 nefndum ókost- um reyndust tímaleysi og gjaldtaka fyr- ir myndatökuna hins vegar þeir þættir sem síst stóðu í vegi fyrir mætingu í myndatöku. Almenn ánægja Mestrar óánægju gætti með viðmót sérfræðinganna (11%), biðtíma á staðnum (9%), færibandavinnu (6%) og að svara sömu spurningunum ár eftir ár (4%). Almennt séð var viðhorf til leitarstöðvarinnar þó jákvætt (87%) og nær þriðjungur kvennanna sagði ekkert sem þeim líkaði illa við. Mesta ánægja var með hlýlegt viðmót starfs- fólks (43%), skjóta, góða afgreiðslu (17%) og hreinlæti (5%). Rúm 70% lifa í fímm ár Reglubundin Ieit að brjóstakrabba- meini með röntgenmyndatöku hófst hérlendis árið 1987. Brjóstakrabba- mein er langalgengasta krabbamein sem greinist meðal íslenskra kvenna og ásamt lungnakrabba algengasta dánar- orsök kvenna á miðjum aldri. Nýgengi brjóstakrabba hefur aukist verulega undanfarina áratugi bæði hér og ann- ars staðar í Vestur-Evrópu, en dánar- tíðni þó að mestu haldist óbreytt. Enda hafa fimm ára heildarlífslíkur kvenna sem greindust með brjós- takrabba aukist úr 48% á tímabilinu 1956-60 upp í 68% á árunum 1980-85 og áfram í 71% á árunum 1985-90. Borgarráð ákvað fyrir nokkru að efua til laug- tímastefnumótunar um framtíð Reykjavíkur og eru framundan ýmiss kon- ar ráðstefnur og fundarhöld með hagmunahópuin af því tilefni. Er búið að skipuleggja átakið ræki- lega, en Reykjavíkurlistanum hefur hins vegar ekki auðnast að kynna þetta átak almennilega fyrir almenningi. Og nú hyggst Sjálfstæðisflokkurinn stela heiðrinum; aug- lýstu í sunnudagsmogganum ráðstefnu um framtíð Reykjavíkur. Fúll stuðningsmaður Reykjavlkurlistans í pottinum muldraði eittliað um Davlðs Stefánsson, konuna sem kyndir ofn- inn og að sumir skrifuðu í öskuna öll sín bestu Ijóð. Hann taldi einsýnt að borgarbúarmyndu nú álykta að meirihluthui væri að herma eftir minnihlutanuml!.... Vísa eftir Svein Sigurjónsson á Galtalæk í Land- sveit uin Össur Skarphéðinsson, Siv Friðleifs- dóttur og lirafnamál á Alþingi og birt var í Smátt og stórt í gær brenglaðist og er hún því birt hér í pottinum rétt upp sett. Siv á skilið líka lof leiðina glóru ratar, Hrafiiafjöldinn er utn of, eins og leiðirkratar. Ólafsfirðingar eru nú famir að ókyrrast nokkuð vegna atvinnu- mála í hænum og er búist við að mikið fjölmemii verði á almenn- um borgarafundi um atvinnu- mál og byggðaþróun með þing- mönnum og öðrum ráðamönn- um sem boðaður hefur verið í Tjamarborg á laugardag. Á föstudag rennur út frestur til að lýsa kröfum í þrotabú Sæunnar Ax- els og þá fer að skýrast hversu stórt gjaldþrotið er. í pottinum þykir mönnum athyglisvert að Sæunn sjálf mun ekki hafa sést á Ólafsfirði frá þvl skömmu eftir yfirlýsinguna um gjaldþrot - hún mun vera stödd í Brasilíu í viðskiptaerind- FRÉTTAVIÐTALID Hámark jarðvirkni næstu áratugi Ragnar Stefánsson jaiðskjálftafræðingur. Kenningar um að ísland sé krnnið inn í tímabil aukinnar jarðvirkni. Tíðari eldgos og jaiðskjáfltar. Erfittaðspá ná- kvæmlega um stað og stund. „Við erum frekar á þvf að við séum komin inn í tímabi! vaxandi jarðvirkni. Eg vil kalla þetta jarðvirkni. Við höfum verið að fikra okkur inn í þetta tímabil, síðustu tvo áratug- ina höfum við séð ýmis merki um að við séum á þessari leið. I Islandssögunni skipt- ast á tímabil þar sem er mikil virkni og svo aftur minni og menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið í sögunni um það bil hundrað og fjörutíu ára á milli virknistoppa. Samkvæmt því ætti næsti toppur að vera eftir Qörutíu ár ef við miðum við að síðasti toppur hafi verið í kringum 1900. Þetta þýðir ekki að akkúrat þá verði mest af jarðskjálftum eða eldgosum en það eru líkur lyrir því að áratugina í kringum þessa toppa sé tiltölulega mikið um að vera.“ - Erunt við þú að tula um stórar hamfar- ir eða eitthvað sem vísindamenn taka meira eftir en almenningur? „Það má vel vera. Almenningur tekur þó meira eftir þessu núna en áður í því menn fylgjast miklu betur með þessum hlutum en áður. Ég held samt sem áður að þessi aukn- ing sem við erum að horfa á núna sé raun- veruleg. Það gætu orðið tíðari eldgos heldur en venjulega, eins og við höfum reyndar upplifað síðasta áratuginn og einhver aukn- ing í jarðskjálftavirkni. Það þýðir í sjálfu sér ekki að það þurfi að vera mjög stórir skjálft- ar og ég hef frekar viljað kalla þetta jarð- virkni." - Þannig að menn eru jafnvarkárir og áður að tala um Kötlugos eða Suðurlands- skjálfia í þessu sambandi? „Já, en það eru þónokkrar líkur á því að á næstu fjörutíu árum verði tiltölulega stór skjálfti á Suðurlandi og við höfum haldið því fram. En hvort hann verður á meðal allra stærstu skjálfta er erfitt að fullyrða nokkuð um. Þetta kemur þannig út að það er meiri færsla í gangi, meiri hreyfing í landinu og sumsstaðar getur þessi aukna hreyfing og spenna leitt til eldgosa og annars staðar til jarðskjálfta. Ég held hins vegar að við áttum okkur ekki á því hvar og hvenær fyrr en að því kemur nánast. Ekkert frekar en í þessu Heklugosi núna. Við vitum almennt að það má búast við ýmsu frá þessum slóðum, til dæmis frá Heklu, og það mátti búast við því að það yrði aftur gos þessi árin. En í sjálfu sér vorum við ekkert örugg um það því það er ekki alltaf öruggt þó það sé spenna, hreyf- ingar og innskot neðan úr jörðinni að það verði gos úr því. Við vissum ekki fyrr en með mjög skömmum fyrirvara að það yrði gos úr þessu.“ - Sem sagt að þrátt fyrir hetri mælitæki, meiri mælingar og meiri þekkingu með hverju áritiu, þá sýnir náttúran okkur afiur og afiur hve lítið við vitum í raun? „Já, það má orða það þannig. Þekkingin fer þó alltaf vaxandi og við komumst alltaf nær því að geta sagt með Iengri fyrirvara hvað verða muni. Þessi niðurstaða um aukna jarðvirkni sem er í gangi er meðal annars komin út úr slíkum rannsóknum, bæði sögulegum rannsóknum og rannsókn- um á jarðskjálftavirkni og gosum. En þetta er bara almenn þekking á sögunni og það sem er að gerast þessi árin er ákveðin stað- festing á því að þær hugmyndir séu réttar. Við eigum erfitt, ennþá, með að höndla ná- kvæmlega hvað er að gerast niðri í jörðinni." - HI 'IJ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.