Dagur - 01.03.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 - 7
TW«r
ÞJÓÐMÁL
Hrærmgamar á
vinstri vængnuin
Hræringar á vinstri væng stjór-
mála halda áfram, en nú er
Iokakaflinn í sameiningarferli
Samfylkingarinnar hafinn. Það
er nú orðið ljóst að Alþýðubanda-
lagið lifir. Það er að vísu erfða-
breytt með sjónarmiðum græn-
ingja og Kvennalistans. I þess-
um flokki eru til reiðu skoðanir á
flestum málum, sem yfirleitt eru
um að fylgjast ekki með straumi
tímans og andæfa gegn öllum
breytingum í samfélalginu.
Vinstri grænir eru líklega aftur-
haldssamasti flokkur í Vestur
Evrópu þótt finna megi lík stjón-
armið hjá Vinstri sósíalistum á
Norðurlöndum og hjá Græningj-
um annars staðar.
Skoðanir um hið óumbreytan-
lega samfélag hafa vissulega
hljómgrunn hjá ákveðnum hópi
fólks. Þessi hópur er greinilega
nógu stór til þess að halda stjórn-
málaflokki lifandi. Það er að
vísu deilt um hvort hann sé 10,
15, eða 20% af kjósendum. Eg
vil halda fram neðri mörkunum
þegar til kosninga kemur.
Formaimsslagur
Nú á að stofna flokk úr Samfylk-
ingunni og það er ekki óeðlilegt
að svo sé gert. Samfylkingin
hefur liðið fyrir óskýrar línur um
forustu og óskýra stefnu þar sem
reynt hefur verið að sigla á milli
skers og báru og reyna að styggja
ekki einstaka skoðanahópa.
„Vinstri grænir eru líklega afturhaldssamasti flokkur í Vestur Evrópu þótt finna megi lík stjónarmið hjá Vinstri sósí-
alistum á Norðurlöndum og hjá Græningjum annars staðar," segir Jón Kristjánsson m.a. í grein sinni..
Leiðin til hins stóra Jafn-
armannaflokks er löng og ströng
og enn bendir ekkert til þess að
Samfylkingin verði annað og
meira en erfðabreyttur Krata-
flokkur með nokkrum Alþýðu-
bandalagsmönnum sem flökrar
við því að vera á móti öllu.
Vinstri vængur íslenskra stjórn-
mála er sundraður sem fyrr, og
enn stendur fjögurra flokka kerfi.
Hver verður formaður?
Nú hefur Margrét Frímannsdótt-
ir Iýst því yfir að hún sækist ekki
eftir formannsembætti í Sam-
fylkingunni. Það eru því allar
líkur á að Ossur Skarphéðinsson
og Guðmundur Arni Stefánsson
berjist um formannsstólinn, en
vissulega gæti Jóhanna Sigurðar-
dóttir blandað sér í leikinn.
Eg ætla mér ekki að spá um
hvernig þessi slagur fer, hvort
sem tveir eða þrír taka þátt í hon-
um. Þeir Guðmundur Árni og
Ossur eru kosningaþrælar og
hafa pólitískt nef, bakland og
áróðurstækni og vita hvað þeir
eiga að tala um hverju sinni.
Enginn skyldi vanmeta Jóhönnu
þegar hún fer á skrið. Það sýndi
prófkjörið fyrir síðustu kosningar.
Össur mun vissulega höfða mest
til gráa svæðisins sem var milli
Alþýðuflokksins og Alþýðubanda-
lagsins. Hann og Margrét myndi
verða par sem brosir til vinstri.
Guðmundur Arni hefur hins veg-
ar sterkar rætur í gamla Alþýðu-
flokknum. Hann er baráttumað-
ur og hefur á bak við sig skipulag.
Guðmundur sýndi kjark í því
að samþykkja Fljótsdalsvirkjun
fyrir áramót . Þótt hann eigi
tengsl austur ráku þau hann ekki
til þess. Líklegt er að með því
hafi hann viljað gefa merki um
raunsæi í atvinnu og efnahags-
málum, en það er nú fáséður eig-
inleiki á vinstri væng stjórnmál-
anna. Skilningur á því að vel-
ferðarkerfið þurfi að byggjast á
öflugu atvinnulífi er af skornum
skammti í herbúðum Samfylk-
ingarinnar og Vinstri grænna.
Þversögnin
Þversögnin mikla lyrir Samfylk-
inguna og Vinstri græna er að
stjórn miðju og hægri aflanna í
íslenskum stjórnmálum hefur
búið í haginn íyrir velferðarkerf-
ið í landinu. Atvinnulífið hefur
fengið aðra umgjörð en áður og
er sterkara. Launatekjur hafa
auldst og þar með tekjur ríkis-
sjóðs. Það hefur gert það mögu-
legt að greiða niður skuldir ríkis-
sjóðs. Það hefur einnig verið
lagt til hliðar fyrir skuldbinding-
um þar á meðal lífeyrisskuld-
bindingum. Hin mikla vaxta-
byrði ríkissjóðs er að minnka.
Þetta gefur allt aðra stöðu til
nauðsynlegrar endurskoðunar á
tryggingingarkerfinu og þeim
tekjutengingum sem þar eru við
lýði. Þær voru flestar settar á í
samstjórn Krata og Sjálfstæðis-
flokksins þótt enginn vilji kann-
ast við þær núna.
Þessi verkefni eru nú framund-
an hjá ríkisstjórninni, en við gerð
fjárlaga fyrir árið 2000 höfðu þau
verkefni forgang að leggja fram
fjármagn vegna byggðamála,
heilbrigðismála og fíkniefna-
mála.
JÓN
KRISTJÁNS-
SON
formaður fjárlaga-
nefndar Alþing/s
skrifar
Tækifærí laudsbyggðar
tu vaxtar og þróunar
SVANFRÍÐUR
JÓNAS-
DÓTTIR
alþingismaður
Samfylkingar, skrifar
Um leið og einhæfum störfum í
sjávarútvegi og landbúnaði fækk-
ar, verða til ný störf í þjónustu
sem tengjast sömu greinum.
Þessi nýju störf byggja nýrri
tækni og þekkingu. Þau krefjast
menntunar eða endurmenntun-
ar. Þessi nýju störf verða ekki til í
sjávarþorpunum eða í dreifbýl-
inu. Um leið og störfum f sjávar-
útvegi og landbúnaði fækkar úti
á landi fjölgar þessum störfum á
höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt fréttum er staðan
sú núna að laus störf á höfuð-
borgarsvæðinu hafa aldrei verið
fleiri f janúar. Eftirspurnin er
mest í þjónustu við atvinnurekst-
ur og þá einkum í upplýsingaiðn-
aði og tæknigreinum.
A sama tíma er vaxandi at-
vinnuleysi á ýmsum stöðum á
landsbyggðinni. Þróun undanfar-
inna ára sýnir, svo ekki verður
um villst, að ef landsbyggðin ætl-
ar að eiga möguleika til vaxtar og
þróunar þá verður að skapa þekk-
ingarumhverfi þar sem það er
mögulegt og setja nýjar forsend-
ur fyrir menntun og endur-
menntun íbúanna og þjónustu;
fyrir meiri fjölbreytni. Þróun
mannlífs og búsetu þarf að hugsa
út frá framtíðarmöguleikum at-
vinnulífs og menningar á hverju
svæði; ekki út frá fortíð, eða for-
tíðarvanda, sem stundum er not-
aður af stjórnvöldum sem afsök-
un fyrir aðgerðarleysi.
Jafn adgangur að nýrri tækni
Enn er mikill aðstöðumunur
þeirra sem vilja, eða þurfa að
nýta sér hina nýju samskipta-
tækni til náms, fjarvinnslu eða
atvinnusköpunar ýmiskonar eftir
því hvar þeir búa á landinu. Þó
leiðrétt verðskrá fyrir Ieigulínur
hafi tekið gildi nú á haustmánuð-
um, eftir að hafa lengi verið of-
„Það dugar ekki að
skilja landsbyggðina
eftir með þaö hlut-
verk eitt að takast á
við samdrátt í land-
búnaði og sjávarút-
vegi, eða hrekjast
undan honum eins og
undanfarin ár.“
reiknuð á lengri leiðunum,
landsbyggðinni í verulegan óhag,
hefur það verðbil sem háð hefur
starfsemi af þessum toga víða um
landið hreint ekki verið brúað.
Enn er þess beðið að ríkisstjórn-
in grípi til þeirra ráða sem duga
svo allir landsmenn sitji við sama
borð við nýtingu upplýsingahrað-
brautarinnar og jafni þannig að-
stöðu fólks um allt Iand til að
byggja upp nútíma þjónustu og
nýta menntunarkosti; að byggja
upp atvinnulífið. Það dugar ekki
að skilja landsbyggðina eftir með
það hlutverk eitt að takast á við
samdrátt í landbúnaði og sjávar-
útvegi, eða hrekjast undan hon-
um áfram eins og undanfarin ár.
Hin nýja byggðastefna
Störfum við frumframleiðslu í
landbúnaði og sjávarútvegi, jafn-
vel iðnaði,mun halda áfram að
fækka en sérhæfðum störfum í
þjónustu ýmiskonar mun fjölga
að sama skapi. Til að landsbyggð-
in eigi þarna raunhæfa mögu-
leika þarf að bregðast við með
auknu framboði á aðgengilegri
menntun. Fólk um land allt verð-
ur að hafa tækifæri til að afla sér
nýrrar kunnáttu og þekkingar til
að verða færara um að takast á
við atvinnuháttabreytingar með
skapandi hætti, og sjálfstrausti.
Það vill líka gleymast að menn-
ingin er bæði gefandi og atvinnu-
skapandi, ekki bara í höfuðborg-
inni heldur Iíka úti á landi. Og
hin nýja tækni, lykillinn að upp-
lýsingasamfélaginu, á að vera öll-
um landsmönnumjafn aðgengi-
leg, á sama verði. 1 því er hin nýja
byggðastefna fólgin.