Dagur - 01.03.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 01.03.2000, Blaðsíða 4
4 - MIDVIKUOAGUR 1. MARS 2000 VÍKUR BLAÐIÐ Þingeyska þríeykið, Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. „Engum sem sérþessa alvarlegu ungu menn á mynd sem tekin var á síðustu öld dettur I hug að þeir geti samið annað en harmleiki", segir Þorgeir Uppspuni frá rótum! Nú standa yfir hjá LeiMélagi Iliísavíkur æfLngar á nýju ís- lensku leikverki sem sérstáklega var samið fyrir LH í tilefni af 100 ára afmæli fé- lagsins. Það er þingeyska þríeykið sem gert hefur garðinn frægan hjá Hugleik og víðar, Armann Guð- mundsson, Þorgeir Tryggvason og Sævar Sigurgeirsson sem hafa samið verkið sem þeir nefna „Uppspuni frá róturn". Þeir félagar vinna nú í fyrsta skipti á heimavelli ef svo má segja því þeir Armann og Þor- geir eru Húsvíkingar að upp- runa og Sævar er nærsveitamað- ur, úr Kelduhverfi. Þetta er jafn- framt annað verkið eftir þá sem tekið er til sýninga í sýslunni, Leikfélagið Búkolla setti upp Stútungasögu að Ydölum árið 1992. Áður hafa þeir félagar samið verk fyrir Hugleik og leik- félög á Akureyri og í Hafnafirði og því sannarlega tími til kom- inn að þeir legðu hönd á plóg á heimavelli þar sem Þorgeir tróð ungur fjalir. Þetta er í fyrsta skipti sem Leikfélag Húsavíkur Iætur skrifa verk fyrir sig sérstaklega. Áður hefur LH reyndar frumflutt ís- lensk verk svo sem Hallelúja og Dandalaveður eftir Jónas Árna- son, Ástin sigrar eftir Ólaf Hauk Símonarson og Síldin kemur og síldin fer eftir Iðunni og Krist- ínu Steinsdætur. Einnig hefur félagið látið þýða vek fyrir sig sérstaklega, verk á borð við Gaukshreiðrið og Halti Billi frá Miðey sem frumsýnt var fyrir skömmu. LH er því með tvær Islandsfrumsýningar á yfirstand- andi leikári. „Uppspuni frá rótum er ijöl- skyldusaga nokkurra kynslóða og spannar alla síðustu öld. Verkið fjallar meðal annars um mun á sögu og raunverulegri fortíð, sú mynd sem fjölskyldan dregur upp af sér er ekki endi- Iega byggð á sönnum atburðum. Þarna eiga sér stað tragískir við- burðir séðir í gegnum kómísk gleraugu11, segir Þorgeir Tryggva- son. Tónlist er nokkuð áberandi í verkinu og hún er einnig sam- in af þremenningunum sem og textar laganna. Valmar Valjaots er tónlistarstjóri sýningarinnar. 18 leikarar koma fram í leikrit- inu í 15-16 hlutverkum og það er Oddur Bjarni Þorkelsson sem leikstýrir, í fyrsta skipti hjá Leik- félagi Húsavíkur og stefnt er að frumsýningu í kringum 20. mars. „Mér líst mjög vel á gang mála, þetta er komið vel á veg og kemur mér ekki á óvart því við vissum allir að á Húsavík er hefð fyrir því að gera vel á svið- inu" segir Þorgeir Tryggvason. -JS Harðnandi samkeppni í landfLutningum við þyrftum þá að skera verulega niður og segja upp fólki.“ En Sigurgeir telur að forsvarsmenn KEA séu jákvæðir í garð fyrir- tækisins og hafi fullan sldlning á því að það væri eldd vel séð á svæðinu ef höggvið yrði á sam- starf við svo rótgróið fyrirtæki og jafn mikilvægt í atvinnulífi stað- arins eins'ö'g AIIi Geira hf. er, á meðan það veitir toppþjónustu og er samkeppnishæft í verðum. „En auðvitað höfum við ekkert fast í hendi í þessum efnum'*. — js í desember sl. hófu Landflutningar-Sam- skip regluhundar áætlunarferðir til Húsavihur og þar með harðnaði enn sam- keppnin í vöruflutn- ingum á þessari leið og var þó ærin fyrir. Sigurgeir Aðalgeirsson, fram- kvæmdastjóri hins gamalgróna vöruflutningafyrirtækis Alli Geira hf ( sem áður hét Aðalgeir Sigurgeirsson hf.) á Húsavík segir að fyrirtækið muni mæta þessari auknu samkeppni sem sé eðlileg og á hreinum viðskipta- grundvelli. Hann segir að Alli Geira hafi misst ótrúlega lítinn flutning til þessa og reyndar hafi Landflutningar-Samskip lítið gert til að kvnna sig á þessu svæði fvrr en nú alveg nýverið. „Og vi0 höfum fundið fyrir greinilegum stuðningi hjá okkar viðskiptavinum og auðvitað skiptir hugarfar bæjarbúa og annarra Þingeyinga miklu máli í þessari samkeppni og vonandi kjósa þeir áfram að skipta við fyrirtæki sem er í meirihlutaeigu Húsvíkinga og með rúmlega 20 starfsmenn í vinnu á staðnum. En auðvitað þurfum við áfram að vera samkeppnishæfir í verð- um og þjónustu og það ætlum við ol<kur." Sigurgeir segir að stóra spurn’- ingamerkið í þessu máli séu flutningarnir fyrir KEA. „Ef við til dæmis misstum flutninga á afurðum kaupfélagsins héðan og suður. þá vrði það mikið áfall og Kúaspítalalíf? Guðný Sverrisdótt- ir á Lóma- tjörn er stjórnarlor- maður Rík- isspítala. Iþróttamað- urinn Ellert Schram Iét að því liggja að slíkt hentaði ekki fyrir „ómenntaðan kúa- bónda“. Að vísu á Guðný enga kúna, en málið er þó íhugunarvert að dómi hk. sem kveður: Göfug ætt er þung og þrúldt Iryrði, þeim sem eigin kosti helsta veit. Telur Ellert ekki mikils virði ómenntaðan kúabónda úr sveit. Færðarfræða- setrið I ljósi þrenginganna í Þrengslunum um helgina hafa Naggar það fyrir satt að Byggðastofnun hafi uppi áform um að setja á fót helj- armikið Færðarfræðasetur einhversstaðar úti á landi. Þar verður boðið upp á fjöl- breytileg námskeið í þrengsla- og ófærðarfræðum. Má þarf nefna þriggja mán- aða námskeiðið: Þú býrð á Islandi, en í lok þess er talið að jafnvel treggáfuðustu öku- menn verði komnir á þá skoðun að þeir búi á íslandi. I beinu framhaldi verður svo boðið upp á námskeiðið: Á Islandi er oft vont veður, og eru taldar góðar líkur á að um helmingur nemenda geti tileinkað sér námsefnið til hlítar. Þá verður einnig boðið upp á námskeið fyrir lenga komna úrvalsnemendur þar sem áhersla verður Iögð á hlustun, skilning og túlkun á veðurfréttum. Og einnig verður farið f stærðfræði ófærðar og unnið markvisst með formúluna: snjókoma + 20 vindstig = skafrenningur, er jafnt og ófærð í öðru veldi. Margreyndir og fjölfróðir sérfræðingar af landsbyggð- inni munu annast kennslu við Færðarfræðasetrið og Byggðastofnun ku binda miklar vonir við að þarna sé í uppsiglingu fyrsti vísir að Ófærðarháskóla sem muni þegar fram líðar stundir, koma í veg fyrir uppákomur á borð við þá sem varð í Þrengslunum um helgina. Guðný Sverrisdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.