Dagur - 01.03.2000, Blaðsíða 3

Dagur - 01.03.2000, Blaðsíða 3
TWmi- MIDVIKUDAGUR 1. MARS 2000 - 3 k VÍKUR BLAÐIÐ Snjómokstur WkÆ? É É3 fe íi m M k %i m Úr uppfærslu Ungmennafélagsins Eflingar á Síldinni eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikhús- dáLkurtnn Það er ætlimin að leyfa lesendmn að fylgjast ögn með gangi mála hjá Leikfélagi Húsavíkur á meðan á æfingum á leikritinu „Uppspuni frá rótum“ stendur. Lesendur eru heðnir að hafa þaö í huga að þessir ör-pislar, verða í anda leikritsins og her ekki að taka jiá af alvöru eða nota þá sem heimildir til að sanna mál sitt á einhvem hátt. • Heyrst hefur á æfingum: Eg hlýt að vera af rangri stærð, þess vegna er ég með höfuðverk... • Reiðilega, nánast öskrað „Komdu þér út úr mínum dyrum!!!!!!“. Yxna ræksni eða yxna ræskni????? hvort er rétt?? er þetta ekki finnska? • Frést hefur af höfundi (31) gangandi á sokkaleistunum í snakkskál- um, hvers vegna veit enginn, það kemur ekki fram í Ieikritinu. • Hjálmar Bogi (19) er í megrun, þess vegna borðar hann... • Húsráð dagsins: Ef mikið er af flötum bjór í glösunum daginn eft- irpartý, safnið honum saman og setjið í Soda stream tækið. - LH Er einhver snjór hjá þér? Tek að mér snjómokstur af heimkeyrslum og plönum með öflugri hjólaskóflu. Skjót og vönduð vinnubrögð. Dóri s 862 4476 / 462 4779 Hafnarverk ehf. SKRIFAR Föstudaginn 25. febrúar frum- sýndi Leiklistarhópur Ugmenna- félagsins Eflingar í Reykjadal leikritið Síldin kemur og síldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur í Félagsheimili Reykdæla á Breiðumýri. Leik- stjóri uppsetningarinnar er Arn- ór Benónýsson, en tónlistarstjóri Jan Alavere. í anda ttmans I Síldin kemur og síldin fer bregða höfundar upp myndum frá síldarárunum löngu gengnu, þegar lítil sjávarpláss fylltust af fólki í leit að fé og ekki síður ið- andi mannlífi, sem tfðum var ekki ýkja prúðlegt. I hugum þeirra, sem þekktu, er minning- in þó gjarnan rósrauð og sett sér- stæðum persónum, mikilli vinnu, kappsemi, róstusömum landlegum og æsilegum stund- um. Þeim Iðunni og Kristínu Steinsdætrum tekst vel að ná anda tímans. Til þess nýta þær meðal annars dægurlög hins liðna tíma. Reyndar eru textar samdir að efni verksins, en úr verða mörg söngatriði, sem miklu flest eru Iífleg og vel unn- in í uppsetningunni á Breiðu- mýri. I þessu ber í raun einungis einn umtalsverðan skugga á, en það er söngatriði fyrst eftir hlé. I þvf náðist ekki viðhlýtandi ná- kvæmni. I tónlistarflutningi hafa flytj- endur notið góðrar forystu tón- listarstjórans, Jans Alavere, en hann stýrir einnig sex manna hljómsveit, sem leikur undir í söngatriðum og geri vel. Styrkur hennar er ætíð í góðu samræmi við hvort heldur í einsöng eða hópsöng. Hljómsveitin leikur einnig í aðdraganda sýningar- innar og þá með söngkonunni Jóhönnu M. Stefánsdóttur. Hún hefði vissulega sómt sér prýði- lega á dansleikjum síldaráranna. Lífleg sviðsferð Leikstjórinn Arnór Benónýsson fer ótroðnar slóðir í sviðsetningu verksins. Hann nýtir svið í báð- urn endum salarins og tengir þau með upphækkuðum gang- vegi, sem liggur eftir miðju hans. Með þessu fæst, að sem næst enginn tími fer í sviðsskiptingar, heldur er leikið samfellt og iðu- lega í mikiili námd við leikhús- gesti, sem verða fyrir vikið ná- lega í hringiðu atburðanna. Arnóri Benónýssyni hefur í heild tekist vel að ná Iíflegri sviðsferð. Sérlega eru hópatriði, svo sem dans, vel unnin og einn- ig atriði á síldarplaninu, sem yf- irleitt eru lifleg og sannferðug. Hið sama er að miklu mestu í at- riðum síldardansleiksins. Einna helst er deyfð í atriðum í meyja- skemmunni, líkt og slakni um of á spennunni. Einnig hefur leik- stjórinn í flestum tilfellum gætt vel að framsögn. Hún er tíðast góð, þó reyndar útaf bregði. Helsti galli í þessu efni er sá, að sérkennilegur talsmáti, flámæli, sem á að vera einkenni heima- manna, heldur ekki svo samfellt sem skyldi. Aragrúi flytjenda I stuttu máli má segja, að leikar- ar standi vel fyrir sínu: Snorri Kristjánsson í hlutverki Berg- mundar nær tíðast vel að túlka síldarspekúlantinn; Ingólfur Ing- ólfsson, sem Sprengur og Karl Ingólfsson, sem hinn sífulli Lilli, fara iðulega á kostum; Friðrika Illugadóttir og Þorgerður Sigur- steinsdóttir í hlutverkum Sig- þóru og Jöklu, ná almennt góð- um tökum á persónunum; Linda Björk Guðmundsdóttir og Nanna María Elvarsdóttirí hlut- ^IÍÍP/ 5J4)jk msmc verkum gellanna Hullu og Villu eru vel fjörlegar, en fara á stund- um nokkuð yfir strikið í fasi; Hanna Þorsteinsdóttir og Guð- mundur Arnarson í hlutverkum ungmennanna Lóu og Ola eiga prýðilega spretti í túlkun sinni; Hjörtur Hólm Hermannsson, sem aflaskipstjórinn Ponni, og Ásgrimur Guðnason, sem sjóara- jakinn Konni, ná báðir góðum tökum á hlutverkum sínum; bræðurnir Arnór, Hörður Þór og Jón Friðrik Benónýssynir í pers- ónum yfirvaldsins, Ófeigs og málarans, skila þeim með ágæt- um, þó að persóna Ófeigs mætti halda sérekennum talsmáta síns betur verkið á enda; Aðalbjörg Pálsdóttir og Kristjana E. Sig- urðardóttir í hlutverkum Mál- fríðar og Guðríðar, gera báðar í heild tekið vel, en hefðu þurft að fá nokkuð meiri slípun til dæmis í sérkennum framsagnar sinnar. Mikill fjöldi annarra leikara kemur fram í uppsetningunni á Síldin kemur og síldin fer jafnt í smærri hlutverkum sem í hóp- atriðum og söng. Allt það fólk fellur vel inn í heildarmyndina, sem upp er dregin, og á sinn stóra hlut í því að gera samveru- stund með Leikhópi Ungmenna- félagsins Eflingar vel kvölddval- ar virði. Freyvangsleikhúsið Eyjafjarðarsveit 10 mín. akstur frá Akureyri Fló á skinni gamanleikurinn víðfrægi eftir Georges Feydeau. Leikstjóri Oddur Bjarni Þorkelsson. föstudag 3. mars kl 20.30 laugardag 4. mars kl 20.30 STJÁNASÝNING Öll innkoma af þessari sýningu rennur í minningarsjóð Kristjáns Jónassonar Barnaafsláttur, hópafsláttur og enn betra verð fyrir eldriborgara. Miðapantanir í síma 463-1195 frá kl 16.00 sýningardagana. www visir is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Síld í Reykjadal

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.