Dagur - 01.03.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 01.03.2000, Blaðsíða 1
VQja rannsnkn á örlögmn KÞ Á framhaldsaðalfimdi Kaupfélags Þingeyinga 11. mars n.k. verður væntanlega lögð fram tillaga um rannsókn á aðdraganda greiðslu- erfiðleika félagsins. Að undanfömu hafa verið haldnir þrír deildarfundir deilda úr hinum ýmsu sveitarfélögum á félagssvæði Kaupfélags Þingeyinga. Þar hafa meðal annars verið kynntar nýjar samþykktir KÞ þar sem til dæmis er gert ráð fyrir að stjórn félagsins verði skipuð þremur mönnum og gert ráð fyrir að stjórn ráði fram- kvæmdastjóra þess og skuli hann m.a. annast bókhald félagsins. En fundartíminn hefur ekki síst verið notaður til þess að ræða um örlög kaupfélagsins og hvers vegna svo fór sem fór. Á fundinum á Húsavík í fyrri viku var nokkuð þungt í mönnum og einstakir stjórnarmenn viðurkenndu að þeir hefðu sofnað á verðinum og ekki tekið í taumana nógu snemma til að afstýra því sem sfðar varð. Vanhæfi? A fundinum var kynnt eftirfarandi tillaga og boðað að hún yrði Iögð fram á framhaldsaðalfundi KÞ fyr- ir árið 1999. Að þessari tillögu J EÍLAG'ÞIN GEYTFTgA17 SLAT-RÍ N FRYSTING ■ ■ .... Kaupfélagið á Húsavík. Hví varð hún Snorrabúð stekkur? standa fulltrúar úr nánast öllum deildum Kaupfélagsins: „Framhaldsaðalfundur K.Þ. fyr- ir árið 1999, haldinn á Húsavík 11. mars 2000 samþykkir að nýta ákvæði í 55. gr. laga um samvinnu- félög nr. 22/1991 um sérstaka rannsókn. I fyrmefndri grein stendur m.a.: „Félagsaðili getur á aðalfundi eða á öðrum félagsfundi, þar sem mál- ið er á dagskrá, komið fram með tillögu um að fram fari rannsókn á stofnun félags, tilgreindum atrið- um varðandi starfsemi þess eða ákveðnum þáttum bókhalds eða ársreiknings. Hljóti tillagan at- kvæði minnst 25% atkvæðisbærra félagsmanna eða fulltrúa deilda getur félagsmaður í síðasta lagi einum mánuði frá lokum fundar- ins farið þess á leit við ráðherra að hann tilnefni rannsóknarmenn..“. Rannsókn þessi skal beinast að aðdraganda að greiðsluerfiðleikum Kaupfélags Þingeyinga og þeim úrræðum sem gripið var til við lausn þeirra. Sérstaldega skal skoða þátt einstakra aðila, (ein- staldinga, fyrirtækja og stofhana) sem á einhvem hátt tengjast mál- inu. Einnig skal athuga hugsanlegt vanhæfi einstaklinga sem unnið hafa að nauðarsamningum og uppgjöri KÞ“. Hvers vegna? Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu á fundinum og meðal ann- ars lýsti fyrrverandi stjórnarmaður KÞ, Ingveldur Arnadóttir, yfir stuðningi við tillöguna. Einnig kom fram það sjónarmið að tillag- an miðaði að því að finna söku- dólga í málinu og jafnvel þjóf- kenna einhverja málsaðila. Þessu neita talsmenn tillögunn- ar alfarið. Tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að fá svör við spurning- um á borð við: Hvað gerðist? Hvers vegna? Voru í raun aðeins tveir kostir í stöðunni, gjaldþrot eða nauðarsmningar? Og hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá niðurstöðu sem menn standa nú frammi fyrir? Talsmenn tillögunnar benda á að á kreiki séu ýmsar gróusögur og margt sagt sem ekki er satt og á meðan öll spil eru ekki lögð á borðið, verði sögusagnir eini sann- leikurinn í málinu. Rannsóknin miði því alls ekki að því að sakfella einn eða neinn heldur vilji menn að allar upplýsingar málsins komi fram, til þess ekki síst að eyða gróusögunum. Það hljóti að vera öllum til góðs. Og þeir benda einnig á að í lög- um um samvinnufélag sé að finna afgerandi ákvæði um ábyrgð ráða- manna samvinnufélags, sem ekki sé horft til í þessari tillögu, sem væntanlega hefði verið gert ef til- gangurinn væri sá að ákæra menn, en það hljóðar svo: „Stofnendur, stjórnarmenn, framkvæmdastjór- ar, (kaupfélagsstjóri), skoðunar- menn og endurskoðendur sam- vinnufélags eru skyldir að bæta fé- laginu það tjón sem þeir hafa vald- ið því í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi". — JS , ■ ,V. Þeir hafa kennt og skemmt Þingeyingum um langan aldur og eru enn að, kennararnir, leikararnir og tóniistarmennirnir Ingimundur Jónsson og Sigurður Hallmarsson. Garðyrkju- maður út árið Á fundi Fram- kvæmda- nefndar Húsavíkur í fyrri viku var fjallað um ráðningu í starf garð- yrkjumanns Húsavíkur- kaupstaðar. Þrír sóttu um Kristján Asgeirs- starfið og son- hafði tækni- fræðingur bæjarins ráðið Jan Klitgárd á grundvelli mestrar starfsreynslu og menntunar. Jan Klitgárd hefur búið á Húsavík í nokkra mánuði og annar um- sækjandi var heimamáðurinn Hilmar Dúi Björgvinsson. Á fundinum lagði Kristján Ás- geirsson til að aðeins yrði ráðið í starfið til næstu áramóta og vís- aði í því sambandi til hugmynda og umræðna um að bjóða þessa starfsemi bæjarins út. Tillaga Kristjáns var samþykkt 3-2. — JS 12 mffljónir í Hólasand Vinna við uppgræðslu Hóla- sands gekk vel á síðasta ári. Birki lifði vel eftir veturinn og virðist ætla að dafna í nábýli við lúpínuna og melgrassáningar litu vel út. Árangur á Hólasandi er talinn góður af þeim sem að verkefninu standa en hann er mjög háður árferði og veðráttu. Á árinu 1999 var lúpínu sáð í 22 hektara lands og lúpínusán- ing spannar nú 400-500 hektara lands á Hólasandi. Samtals var plantað 25 þúsund lúpínuplönt- um á árinu. 30 þúsund birki- plöntur voru gróðursettar, en þetta birki er ræktað upp af fræi úr Strandarholti í Mývatnssveit. Gras og melsáningur var svo borinn á um 50 hektara. Kostnaður við uppgræðslu Hólasands og aðrar fram- kvæmdir þar á síðasta ári nam um 12,3 milljónum og er verkið styrkt af Umhverfissjóði versl- unarinnar. — JS Menningar- hús2002 Jón Ásbergs Salómonsson, bæj- arfulltrúi Húsavíkurlistans hef- ur lagt fram tillögu í Fræðslu- nefnd þess efnis að hafist verði handa við bvggingu menningar- húss (leikhúss með meiru) árið 2002 og að ijárveiting til verks- ins á því ári verði tvær milljónir. Fjórum milljónum verði síðan varið til framkvæmda árið 2003. Fræðslunefnd samþykkti til- löguna samhljóða og að vísa henni til bæjarráðs til umfjöll- unar. — JS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.