Dagur - 04.03.2000, Side 6
6 - LAUGARDAGUK 4. MARS 2000
ÞJÓÐMÁL
D^ur
Útgáfufé/ag: DAGSPRENT
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mAnuði
Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVlK)563-i6i5 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRIJ460-6192 Karen Grétarsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Tniiii og allsnægtimar
í fyrsta lagi
Dagur hefur að undanförnu í]'allað um niðurstöður könnunar
á trúarhegðun Islendinga. Að sumu leyti staðfestir hún fyrri
fullyrðingar um að þjóðin sé harla blendin í trúnni og að
kirkjulegar kenningar eigi ekki djúpar rætur meðal almenn-
ings. Þannig telur mikill meirihluti að til sé einhvers konar
andi eða lífskraftur, en einungis ríflega fimmtungur trúir á
persónulegan guð. Að þessu leyti skera Islendingar sig úr því
sem algengt er meðal annarra kristinna þjóða, enda hefur svo-
nefnd andatrú og skyld fyrirbrigði lengi fallið í góðan jarðveg
hér heima.
í öðru lagi
Könnunin leiðir einnig í ljós að íslenska þjóðin er afar um-
burðarlynd gagnvart öðrum trúarbrögðum, kannski einmitt
vegna þess hversu kreddulausir landsmenn eru í þessum efn-
um. Þannig telur einungis örlítið brot þjóðarinnar að það sé til
aðeins ein rétt trú. Yfirgnæfandi meirihluti er á þeirri skoðun
að það sé sannleikur í mörgum trúarbrögðum. Slíkt umburð-
arlyndi er afar ánægjulegt þjóðareinkenni og ætti að tryggja að
hér komi ekki til átaka vegna ólíkra trúarbragða, en slíkur
fjandskapur hefur víða leitt hörmungir yfir þjóðarbrot sem eru
ofsótt vegna trúar sinnar og hefða.
í þriðja lagi
Það kemur ekki á óvart að mikilvægi kristinnar trúar sé meira
hjá þeim sem búa við erfiðleika, til dæmis vegna fátæktar, en
hinna sem hafa úr nægu að spila. Staðreyndin er auðvitað sú
að manneskjan leitar mun frekar huggunar og trausts hjá æðri
máttarvöldum þegar eitthvað bjátar á. Boðskapur kristninnar
hefur þess vegna lengi höfðað langmest til þeirra sem eiga um
sárt að binda eða eru að nálgast endalok lífs síns á jörðinni.
Aukin almenn velmegun hefur því vafalaust átt sinn þátt í að
draga úr þýðingu trúarinnar. Það erfiða verkefni bíður því
kirkjunnar manna á þúsund ára afmæli kristnitökunnar á
Þingvöllum að sýna fram á gildi og hlutverk trúarinnar í sam-
félagi allsnægtanna.
Eltas Snæland Jónsson.
Uppreisn í Kópavogi?
Garri er mikill áhugamaður
um illdeilur í heilbrigðiskerf-
inu og sperrir jafnan eyru og
glennir glyrnur þegar hnoss-
gæti af því taginu ber á góma
eða fyrir sjónir. Það er tiltölu-
lega auðvelt að stunda þetta
áhugamál því alltaf
er eitthvað
skemmtilegt í gangi
í heilsugæslugeir-
anum sem gleður
jafn „skaðafróðan"
mann og Garra.
Stöðugt er verið að
andskotast út í sitj-
andí heilbrigðisráð-
herra, starfsfólk á
sjúkrahúsum stendur upp-
styttulítið í Iaunadeilum, skúr-
ingarkonur eru reknar með
reglulegu millibili, af og til
froðufella sérfræðingar yfir
tilvísanakerfi eða öðrum
tekjurýrnunartækjum og svo
mætti lengi telja.
Það eru eiginlega bara sjúk-
lingarnir sem eru til friðs í
heilbrigðiskerfinu og þakklátir
fyrir það sem þar er fyrir þá
gert. Og mega vera það því það
má heilbrigðisstarfsfólk eiga,
það hugsar jafnan vel um sjúk-
lingana og reynir að láta ekki
stöðugar illdeilur á stofnunun-
um bitna á skjólstæðingum
sínum.
Hjuknmarfræðtngaupp-
reisn?
Nýjasta ófriðarbálið í heil-
brigðiskerfinu logar glatt um
þessar mundir á Heilsugæslu-
stöð Kópavogs þar sem læknar
og hjúkrunarfræðingar vilja
framkvæmdastjórann burt. Og
Dagur gengur svo langt að tala
um „Læknauppreisn á Kópa-
vogsstöðinni" í fyrirsögn frétt-
ar af málinu. (Líkast til er það
bara snobb í Degi að tala ekki
um „Hjúkrunarfræðingaupp-
V
reisn", en hugsanlega befur
það orð verið of Iangt til að
passa í fyrirsagnarrýmið).
Fréttir af þessu máli eru
reyndar nokkuð óljósar eins og
fréttir af illdeilum ailajafnan
eru. Er enda yfirleitt ekkert að
marka ófriðarfrétt-
ir, því þegar úlfúð
er komin á bástig,
þá eru málsaðilar
harla ólfklegir til að
tjá sig um málsat-
vik af yfirvegun og
skynsamlegu viti.
Sannleikurinn er
fyrsta fórnarlambið
í stríði, stendur þar
og á ugglaust einnig við á
Kópavogshælinu, fyrirgefiði,
Heilsugæslustöð Kópavogs,
vildi ég sagt hafa.
Stimplalæknar!
En ef eitthvað er að marka
frétt Dags af málinu í vikunni,
þá er illt í efni. Framkvæmda-
stjóri stöðvarinnar ku gera
hreint glórulausar kröfur til
starfsfólksins. Þannig er aum-
ingja læknunum gert að fylla
út vinnuskýrslur, já og þeim er
beiniínis uppálagt að stimpla
sig inn! Þetta er auðvitað fá-
heyrð ósvífni í framkvæmda-
stjóranum og svo stífar kröfur
um mætinga- og vinnuskyldu
yrðu ugglaust ekki liðnar á
nokkrum vinnustað á Islandi.
Og það sem verra er, fram-
kvæmdastjórinn er fasthcldinn
á fé og svo langt gengur
Shylocks-leikurinn að Heilsu-
gæslustöð Kópavogs stenst
fjárhagsáætlun! Þetta er ekki
síður fáheyrt á íslandi og auð-
vitað með öllu ólíðandi.
Garri mun fylgjast spenntur
og kátur með fréttum af þess-
um skemmtilegu skærum í
Kópavogi. — GAIllíl
Úr anddyri Heilsugæslu-
stöðvar Kópavogs.
ODDUR
ÓLATSSON
SKRIFAR
Launa- og arðgreiðslur FBA hafa
komið nokkru róti á hug þeirra
mörgu sem statt og stöðugt er ver-
ið að telja trú um að búi í velferð-
arþjóðfélagi þótt þess finni aldrei
stað í heimilisbókhaldinu. Hald-
góðar skýringar eru gefnar á því
hve sjálfsagt og eðlilegt sé að borga
verðugum ofurlaun og ofurarð fyr-
ir að hafa fengið nokkra stóra rík-
issjóði, sem kenndir voru við at-
vinnulífið, fyrir slikk. En strákarn-
ir í FBA eru ekki einir um hituna
því stjómendur annarra þármála-
stofnana hafa líka verið að gera
það gott á gráa svæðinu, sem
hvorki lög né siðgæðisvitund ná til,
og fjármálaeftirlitið á í standandi
vandræðum með.
Lektor í peningafræðum við Hí
kom í Ríkisútvarpið til að fræða
landslýð um hvílík stjórnviska
fælist í því, að greiða ofurlaun og
ofurarð. Það var ekki gert vcgna
græðgi, heldur báru stjórncndur
bankans hag hans fyrir brjósti og
Sj ónhverfingar
á penmgamarkaði
leystu vandamál hans með rífleg-
um greiðslum til sjálfra sín og
hlutahafa.
Bankinn var nefni-
lega ofurljármagnaður,
sem þýðir að í honum
voru alltof miklir pen-
ingar, sem ekki var
hægt að koma í lóg og
þurfti því að grynnka á
sjóðum bankans.
Forstjóraveldi
Stundum er haft á
orði, að lífeyrissjóðir launþegarfé-
laga á frjálsum vinnumarkaði séu
orðnir slíkt íjármálaveldi, að varla
sé við ráðið lengur. Þeir eru ofljár-
magnaðir og getur í’arið að sneið-
ast um Iántakendur og arðbær
hlutabréf til að ávaxta fé sjóðanna.
En launþegasjóðum þessum er
stjórnað af forstjórum, sem nota
þá til að styrkja stöðu sína á pen-
ingamarkaði. Upphlaup Víglundar
Þorsteinnssonar, forstjóra, á fræg-
um fundi þar sem hann heimtaði
ítök í stjórn FBA í krafti stjórnar-
formennsku í eftir-
launasjóði verslunar-
manna og nýleg um-
mæli hans um hver
hafi ráðstöfunarrétt á
launþegasjóðunum,
taka af öll tvímæli um
að sjóðafélagar eru af-
gangsstærð. Þeir hafa
engan rétt til að hlut-
ast til um hvernig
þeirra sparifé er varið,
né hvernig forstjórunum þóknast
að útdeila þvi í fyllingu tímans.
Sjóðir þessir eru eftirsóttir til að
forvaltra í peningastofnunum og fé
þeirra er gjarnan varið til hluta-
bréfakaupa í bönkum. Það má til
dæmis gera ráð fyrir að lífeyrissjóð-
ir almenns launafólks standi að
verulegu leyti undir kaupaukum
og arðgreiðslum FBA. Lífeyrissjóð-
ir njóta líka ofurarðgreiðlsu bank-
ans, en það kemur eigendum
þeirra, launafólki í landinu ekkert
við. Það eru nefnilega Víglundur,
Þórarinn V. og þeirra nótar sem
fara með forræði sjóðanna og
skammta eigendum þeirra naumt,
þegar til þeirra kasta kemur.
Hin nýja stéít
Séu peningastofnanir offjármagn-
aðar, eins og lektorinn orðaði það,
er það ekki síst vegna hundraða
milljarða króna sem söfnunarsjóð-
ir launþegafélaganna leggja þeim
til. Þessu fé er varið til að Iána út
og taka háa rentu, sem Ijárvana
launþegar og fjárvana fyrirtæki
greiða með lántökum sínum. Af-
raksturinn rennur svo í vasa ofur-
launamanna og peningabraskara,
sem mynda hina „nýja stétt" pen-
ingahyggjunar.
En kolruglaðir sjóðaeigendur
taka möglunarlaust við sínum
nauma skammti vegna þess að þeir
vita ekki hve ofboðslega ríkir og of-
fjármagnaðir sjóðir þeirra er.
Bankarnir springa utan
af peningum.
spurtix
svarad
Á að leyfafrjálstfram-
sal greiðslumarhs í sauð-
fjárrækt?
Steinþór Skúlason
forstjóri Slátuifélags Suðurlands.
„Það er ekki
hægt að svara
þessu já eða
nei, nema að
koma með ein-
hverja langa
útlistun, því
menn eru að
tala um mjög mismunandi út-
færslur. Eins og ég hef skilið að
þessi samningsdrög væru að þá
væri hluti stuðnings framleiðslu-
tengdur og það væri ekki í raun
verið að tala um sölu á því þar
sem það myndi færast á milli
með framleiðslunni. Eftir væri
annar fastur stuðningur sem
væri ekki framleiðslutengdur og
viðskipti með það í sjálfu sér
hafa engan tilgang. Það eru þá
bara einhverjar fastar greiðslur
sem menn væru að kaupa sér. Ef
þetta er skipulagið þá breytir það
engu.“
EitiarE. Gíslason
ráöunautur á Syðra-Skörðugili
í Shagafirði.
„Nei, vegna
þess að það er
ekki verið að
selja nein rétt-
indi til fram-
leiðslu. Það er
bara verið að
selja bein-
greiðslur og það eru engin rétt-
indi fylgjandi þessu nema að fá
peninga frá ríkinu. Svona við-
skipti eru alveg marklaus á móti
því að kaupa kvóta í þorski eða
mjólk. Þar kaupirðu framleiðslu-
rétt. Þú kaupir engan fram-
leiðslurétt þarna. Það er það sem
skiptir máli og það eru þeir sem
framleiða langt framyfir þau
átján kíló eftir ærgildi sem þcir
hafa sem hafa gert stéttina svona
fátæka. Það er búið að rýra tekj-
ur þeirra bænda sem ekki eru í
70 prósent reglunni, um 23 pró-
sent. Það er mín skoðun að það
eigi ekki að selja þetta.“
Drífa Hjartardóttir
]> i ttgmaður SjálfstæðisJIokhs og bóndi á
Keldum á Raiigárvöllum.
„Já, ég myndi
að minnsta
kosti sjá það
þegar til fram-
tíðar er litið að
það verði gert.
Eg veit að það
verður ekki í
þeim samningum sem liggja á
borðinu í dag en vil sjá það í
framtíðinni. Það er mín trú að
það verði að vera frelsi í atvinnu-
rekstri til þess að hann beri ein-
hvern árangur."
Kári Þorgrímsson
bóndi í Garði íMpatussveit.
„Nei. Það er
hægt að segja í
stuttu máli að
rétt til þess að
nýta landið til
búfjárræktar
eigi enginn og
geti þar af leið-
andi ekki selt hann. Þctta eru
sömu rök og í sjávarútveginum."