Dagur - 04.03.2000, Qupperneq 8

Dagur - 04.03.2000, Qupperneq 8
1 FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR GUÐMUNDUR RÚNAR HEEDARSSON SKRIFAR Áhugamenn í Eyjafirði hyggjast setja upp umfangsmikla rækt á kræklingum. Seltumagnið í Eyjafirði er hagstætt. Eykst sem af er tekið Víðir Björnsson hyggst ásamt fé- lögum sínum hefja umfangs- milda kræklingarækt í Eyjafirði og hyggur á rannsóknir og til- raunarækt á næstunni ef tilskilin leyfi fást. „Eg hef gengið með þetta í kollinum lengi,“ segir Víð- ir þegar hann er spurður um kræklingaræktina. „Eyjafjörður- inn lítur út fyrir að vera mjög fysilegur kostur. Hann er einna mest rannsakaði fjörður lands- ins.“ Víðir segir ýmislegt mæla með Eyjafirðinum, til dæmis er lítil ölduhæð innarlega í firðin- um og það skipti töluverðu máli. Þá skiptir hreinleikinn æ meira máli þar sem þungmálmameng- un og fleira er orðið vandamál víða. Seltumagnið í Eyjafirði er líka ákjósanlegt fyrir þessa rækt- un auk þess sem kræklingur vex best í myrkri þannig að íslenska skammdegið ætti að nýtast. Víðir segist mjög bjartsýnn á að kræklingaræktin geti gengið upp. „Kræklingurinn er til staðar og maður er í raun bara að búa honum betri hústað. Eitt er líka mjög sniðugt í sambandi við þetta, það er að eftir því sem maður ræktar meira, því meira eykst magnið á svæðinu. Hann hrygnir alltaf á fyrsta ári, þannig að hann hrygnir tvisvar á tógun- um. Það eyðist ekki sem af er tekið, heldur eykst.“ - HI Bjargarlaus húsdýr Dýraverndunarsambands ls- lands, DSI, vill vekja athygli landsmanna á jarðbönnum unt land allt en daglega berst DSI fjöldi ábendinga og fyrirspurna um húsdýr í bjargarleysi úti á víðavangi. Aðallega er um hesta að ræða. DSI minnir á Iög um dýravernd þar sem m.a. segi að Iögreglan eigi að hafa eftirlit með aðstæðum og aðbúnaði dýra. Einnig standi í lögunum að hver sá er verði var við sjúkt, lemstrað eða bjargarlaust dýr skuli veita því umönnun eftir föngum og gera lögreglu eða dýralækni við- vart, eins skjótt og kostur er. Þriggja áxa áætlun borgarsjóðs. Skuldir lækka um milljarð. Vísir að framtíðarsýn. Áhersla á aðstæður og memitim bama. Sjóu- hverfingar í fjármál- um, segir minnihlut- iun. Á fundi borgarstjórnar í fyrra- kvöld var lögð fram þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarsjóðs á árunum 2001 - 2003. A þessu tímabili er gert ráð fyrir því að greiða niður skuldir um einn milljarð króna, eða um 330 milljónir á ári. Enn- fremur er stefnt að því að heildar- skuldir borgarsjóðs lækki verulega og verði 55% af skatttekjum og rekstur málaflokka verði undir 82% allt tímabilið. Þessar áætian- ir gera ráð fyrir því að tekjur borg- arsjóðs standi undir bæði rekstri og nýrri fjárfestingu og ný lán verða ekki tekin á næstu þremur árum. Á þessu timabili er áætlað að skatttekjur borgarsjóðs aukist úr 21,7 milljörðum króna 2001 í rúma 24 milljarða árið 2003. Vísir að framtíðarsýn í greinargerð með áætluninni kemur meðal annars fram að hún sé vísir að framtíðarsýn og því mikilvægt stjórntæki á því tímabili sem hún nær til. Þá er boðað að í starfsáætlun þróunar- og fjöl- skyldusviðs verði lögð drög að stefnu borgarinnar til næstu fimmtán ára. Meðal annars er stefnt að því að leita viðhorfa borgarbúa til hlutverks borgarinn- ar og þjónustu hennar og framtíð- arsýnin unnin með tilliti til þess. Þá eru það einnig nýmæli að við undirbúning langtímastefnu borgarinnar verður lögð aðalá- hersla á að kalla fram sjónarmið og viðhorf borgarbúa til þróunar borgarmála í framtíðinni. Allt miðar þetta að nýjum áherslum í stjórnun og rekstri, dreifistýringu og sjálfstæði stofnana og áherslur á opið og lýðræðislegt stjórnkerfi. Að mati borgaryfirvalda þarf í slíku stjórnkerfi sameiginlega framtíðarsýn og markmið í öllum málallokkum að koma í stað sam- eiginlegs miðstjórnarvalds. Sjónhverfingar Fyrri umræða fór fram um áætl- unina á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld en seinni umræðan verður eftir hálfan mánuð. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms&on borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna segir að þessi áætlun R-Iistans boðí ekki nein ný tíðindi. Ef eitthvað sé þá séu þau tíðindi döpur. Hann segir að í fljótu bragði hefði það vakið athygli sína að þrátt fyrir gríðar- lega aukningu í viðbótartekjum, ýmist með sölu eigna, hærri álög- um og nýjum sköttum eða hátt í 20 milljarða frá því R-listinn tók við árið 1994, eigi ekki að greiða skyldur verði hverfabundin og samþætt, óháð aldri þeirra sem njóta þjónustunnar. Hinsvegar verða mál er varða barnaverndar- nefnd aðskilin frá hinni almennu félagsþjónustu og verður sérstök skrifstofa barnaverndarnefndar starfrækt í því skyni. Utgjöld vegna Félagsþjónustunnar munu hækka úr 2,7 milljörðum í rúma 3 milljarða. Þá er gert ráð fyrir 20 milljóna króna framlagi árlega næstu þrjú árin vegna fram- kvæmda í þágu aldraðra vegna endurbóta á íbúðum í Furugerði. Auk þess er ráðgert að kostnaðar- hlutur borgarinnar f byggingu nýs hjúkrunarheimils verði um 20 milljónir á ári. Gjaldskrárbreyting hjá ÍTR I ársbyrjun á næsta ári er boðuð gjaldskrárbreyting hjá Iþrótta- og tómstundaráði, ITR, og að fram- lög til framkvæmda á vegum íþróttafélaga hækki verulega vegna uppsafnaðs viðhaldsvanda. Á því ári er ráðgert að hefja fjög- urra ára framkvæmd við 50 metra yfirbyggða sundlaug í Laugardal, auk þess sem stefnt er að bygg- ingu fjölnota íþróttahúss við Vík- urveg í Grafarvogi. Þá er áætlað að verja 145 milljónum króna til stofnframkvæmda á sviði um- hverfis og útivistar á næsta ári. Framlög til þessa málaflokks verða 120 milljónir árlega 2002 og 2003. Stærsta einstaka verkefnið er uppbygging í Nauthólsvík þar sem borgarstjóri áformar að synda á þjóðhátíðardaginn í sumar. Þá er ráðgert að verja 30 milljónum til framkvæmda á skíðasvæðinu í Bláfjöllum og 20 milljónum á ári í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn. Samingsbundin byggingaframlög eru 78 milljónir á næsta ári og 63 milljónir árlega næstu tvö árin. Þar vega þyngst samningur við KSI vegna Laugardalsvallar og IBR vegna skautahallarinnar í Laugardal. Landeigendur í gatnafram- kvæmdir I þriggja ára áætluninni er gert ráð fyrir að framlög til gatna- og hol- ræsaframkvæmda verði 1200 milljónir króna á ári næstu tvö ár, 2001 og 2002, og 950 milljónir árið 2003, miðað við 11 50 millj- ónir á þessu ári. Þá er ráðgerð nokkur hækkun vegna umferðar- gatna en framkvæmdir þar tengj- ast rnargar þjóðvegaframkvæmd- um, svo sem uppbyggingu á Reykjanesbraut og Vesturlands- vegi auk flutnings Hringbrautar. Þá er reiknað með að gatnagerð vegna íbúðahverfa í Grafarholti Ijúki árið 2002. Stefnt er að því að uppbygging í Norðlingaholti og/eða Hamrahlíðarlöndum hefj- ist 2002 - 2003. Athygli vekur að í bígerð er að semja við landeigend- ur um að þcir sjái um gatnafram- kvæmdir. Þá er gert ráð fýrir því að framlag til Strætisvagna Reykja- víkur aukist um tæpar 100 millj- ónir króna á milli áranna 2000 og 2001 en minna eftir það. Þá er áætlað að verja 420 milljónum króna til áhaldakaupa. Auk þess er stefnt að því að verja 40 milljón- um króna í ný upplýsingakerfi á næsta ári og 30 milljónir á ári 2002 og 2003. niður skuldir borgarsjóðs nema um rúmar 300 milljónir á ári. Auk þess sé borgin að fá 1,6 milljarða fyrir Sjúkrahús Reykjavíkur. Hann segir að þessi fjármála- stjórn sé vitni um metnaðarleysi og langt frá því að vera jafn glæsi- leg og reynt sé að telja almenningi trú um. Þá sé viðbúið að þátttaka borgarinnar í byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss hafi í för með sér nýjar lántökur. Þessutan séu það hreinar og klárar sjónhverf- ingar þegar verið sé að bæta stöðu borgarsjóðs til dæmis með því að taka 4 milljarða úr borgarfyrirtæki eins og Orkuveitunni. Á sama tíma þarf Orkuveitan að slá lán fyrir jafnhárri upphæð til að geta látið borgarsjóð fá þessa peninga. Þá sé gagnrýnisvert margt af því sem R-listinn hafi ráðist í og lagt í mikla peninga á sama tíma og skorið sé við nögl í öðrum mála- flokkum. Sem dæmi nefnir hann 700 milljónir króna í breytingar á Hafnarhúsinu og að laga gamalt hús í Hafnarstræti fyrir 65 millj- ónir. Á sama tíma og áformað er að verja 40 milljónum á ári næstu þrjú ár í framkvæmdir í þágu aldr- aða þar sem biðlistar séu Iangir. „10 miUjarða £Lokkurmii“ I umræðum um áætlunina á fundi borgarstjórnar kom fram hjá borg- arfulltrúum R-listans að ef teknar væru saman allar þær tillögur sem borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hefðu lagt fram og útgjöld þá mætti nefna þá „10 milljarða flokkinn." Helgi Pétursson borg- arfulltrúi R-listans segir að þessi þriggja ára áætlun sé mjög raun- hæf. Hann segir að miðað við all- ar þær framkvæmdir sem áform- aðar séu á tímabilinu til viðbótar við allt annað, þá sé það mjög gott að geta greitt niður skuldir um einn milljarð króna á þremur árum. Þá áréttar hann þá stefnu borgarinnar að ætla ekki að taka nein ný lán á þessu tímabili. l lann segist jafnframt ekki minn- ast þess að á síðasta kjörtímabili sjálfstæðismanna við stjórn borg- arinnar hafi þeir gert mikið af því að greiða niður skuldir. Aðstæður og uinhveríi Borgaryfirvöld telja að þessi þriggja ára áætlun sé menntun og aðbúnaður barna í fyrirrúmi. Þannig mun hlutdeild fræðslu- mála í rekstri borgarinnar halda áfram að vaxa og áfram verður lögð áhersla á umbætur í skóla- starfi samhliða auknu sjálfstæði skóla. Þá verður fjárfest með það í huga að bæta aðstæður og um- hverfi borgarbúa í nútíð og fram- tfð. Þar vegur þyngst uppbygging grunnskóla og Ieikskóla og hreins- un strandlengjunnar. Árið 2002 er stefnt að því að allir grunnskól- ar borgarinnar verði einsetnir. I framhaldi af því ætti að verða svigrúm til að styrkja innra starf skólanna enn betur. Stefnt er að því að hreinsun strandlengjunnar verði lokið árið 2003 þegar þrýstilögn úr dælistöð í Gufunesi vcrður tengd við hreinsistöð Skólpu við Klettagarða. Áður hafði verið ráðgert að Ijúka báð- um þessum verkefnum ári fyrr en þær áætlanir hafa breyst og með- al annars vegna þenslu á höfuð- borgarsvæðinu. 3,5% launahækkun I forsendum áætlunarinnar er Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur lagt fram þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarsjóðs á árunum 200 / - 2003. Minnihlutinn segir engin ný tíðindi í áætluninni og flest tíðindin döpur. mynd: gva. gert ráð fyrir stöðugu rekstrarum- hverfi þótt óvissuþættir geti leynst í breytingum sem kunna að verða í alþjóðlegu efnahagsumhverfi, verðlagi sjávarafurða og olíu auk áhrifa kjarasamninga á verðlags- þróun. Athygii vekur að gert er ráð fyrir 5% launahækkunum í ár og 4,5% verðbólgu. Síðan verði launahækkanir 3,5% á ári út þriggja ára tímabilið. Áætlað er að hækkun staðgreiðsluskyldra tekna verði um 6,2% í ár, á næsta ári um 5,6% og 5,3% árlega næstu tvö ár á eftir. Þá er gert ráð fyrir óbreytt- um álagningarstuðli í útsvari og óbreyttu álagningarhlutfalli fast- eignaskatta. Engu að síður er bú- ist við að tekjur af fasteignaskött- um hækki um 4,2% á næsta ári, 4,6% árið 2002 og 4,3% 2003. Þá eru bundnar vonir við að endur- skoðun á tekjustofnum sveitarfé- laga muni veita borginni sem og öðrum sveitarfélögum meira svig- rúm og sjálfstæði í nýtingu tekju- stofna. I spá um íbúafjölgun kem- ur fram að íbúum borgarinnar mun fjölga meira en íbúum á Iandinu öllu. Sem dæmi er gert ráð fyrir að íbúum borgarinnar fjölgi um 2,1% á næsta ári og um 1,8% árlega næstu tvö ár á eftir. Á sama tímabili fjölgar íbúum á öllu landinu um 0,8% á næsta ári, 1% árið 2002 og 1,3% 2003. Þann 1. desember sl. voru íbúar borgar- innar um 110 þúsund og hafði fjölgað um 1444 manns, eða 1,25% frá árinu 1998. Þá er reiknað með að atvinnuleysi verði áfram með minnsta móti og þensla verði áfram á bygginga- markaði. Samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar hækkar verðbólga að meðaltali urn 3% á milli áranna 2000 og 2001. Eftir það verði hún 2,5% að jafnaði á milli ára. 5 þúsund í Grafarholti Af einstökum verkefnum má með- al annars nefna að í félagsmálum verður lögð áhersla á að mæta þörfum fólks fyrir félagslegt hús- næði. I þeim tilgangi verða keypt- ar árlega 100 íbúðir. Eitt stærsta fjárfestingarverkefni borgarinnar á næstu árum verða framkvæmdir við nýtt 5000 manna hverfi í Grafarholti. Þar verða byggðir tveir grunnskólar, fjórir leikskólar auk atvinnustarfsemi og útivistar- svæða. Hinsvegar er óvíst hver hlutur borgarinnar verður í bygg- ingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í miðborginni. Svo getur farið að bygging og rekstur hússins verði á sviði einkaframkvæmdar. Á miðju þessu ári flytur aðalútibú Borgar- bókasafns úr Þingholtsstræti í Safnahúsið við Tryggvagötu. Auk- ið umfang safnsins hækkar launa- kostnað safnsins um 25 milljónir króna milli áranna 2000 og 2001. Þá flytur Bústaðaútibú safnsins í Kringluna í upphafi næsta árs. Við það hækkar rekstrarkostnaður um 10 milljónir króna á milli ára. Þá tekur Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsið í notkun á þessu ári með nýjum sýningarsölum. Á næsta ári bætast svo fleiri sýning- arsalir við. Errósafnið verður opn- að í Hafnarhúsi og skrifstofur fluttar frá Kjarvalsstöðum í Safna- húsið. Þá verður rekstri Listahá- tíðar breytt í haust og meðal ann- ars verður ráðinn listrænn stjórn- andi í fullt starf. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfull- trúi sjálfstæðismanna: Sjónhverfingar i fjármálastjórn R-listans og engin ný tíðindi í þessari áætlun þeirra. Skólax á oddinn Á þessu þriggja ára tímabili munu framlög til fræðslumála hækka úr 6,2 milljörðum króna í tæpa 7 milljarða. Það stafar einkum af fjölgun nemenda, fjölgun viku- legra viðmiðunarstunda og rekstri nýrra grunnskóla. Ennfremur er gert ráð fyrir aukningu í nýbúa- kennslu og skóladagvist. Þá er lagt nokkuð fé til að styrkja stjórnun í skólum borgarinnar. Þrír nýir skól- ar verða teknir í notkun á tímabil- inu, þ.e. Víkurskóli, Sóltúnsskóli í Kirkjutúni og grunnskóli í Grafar- Helgi Pétursson, borgarfulltrúi R-listans. Raunhæf áætlun þar sem skuldir verða lækkaðar um einn milljarð króna. holti. Þá er gert ráð fyrir að fram- kvæmdum vegna Borgarskóla verði að fullu lokið á næsta ári. Auk þess verða tilbúnar viðbygg- ingar við 13 grunnskóla. Á næsta ári er áætlað að framlög til skóla- bygginga verði um 1453 milljónir króna, árið eftir um 1385 milljón- ir og 1272 milljónir árið 2003. Þar af er reiknað með 180 milljónum króna á ári úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga vegna stofnframkvæmda. Kostnaður við leikskóla borgarinn- ar mun hækka úr 2,3 milljörðum f rúma 2,6 milljarða. Þessi hækkun byggist á forsendum um launa- og verðlagsbreytingar og áætlun um stofnkostnað. Gert er ráð fyrir 6 nýjum leikskóladeildum á næsta ári, 8 deildum árið 2002 og 7 deildum 2003. Þetta jafngildir um 420 heilsdagsrýmum. Jafnframt er áætlað að verja rúmum 100 millj- ónum króna á ári til viðbygginga og breytinga á eldri leikskólum borgarinnar. Hverfabimdín félagsþjónusta Þótt megnið af útgjöldum Félags- þjónustunnar sé vegna hefðbund- inna og Iögbundinna verkefna, þá er gert ráð fyrir töluverðri aukn- ingu til dæmis í fjárhagsaðstoð, húsaleigubótum og framlagi til Félagsbústaða. Á næsta ári er meðal annars stefnt að því að öll þjónusta við einstaklinga og fjöl- Böm og lýöræ ði í fyrimimi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.