Dagur - 29.03.2000, Qupperneq 6

Dagur - 29.03.2000, Qupperneq 6
6 - MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVfK)563-1642 Gestur Pðll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Slmbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (reykjavíK) Óvissa í álversmálum í fyrsta lagi Vaxandi óvissa virðist ríkja um hvert verður framhald virkjun- ar- og álversmála á Austurlandi. Vandinn sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir núna er einkum sá að ýmsir þeir sem hyggjast fjárfesta í nýju álveri vilja fá ffekari tryggingar fyrir því að verksmiðjan stækki í 480 þúsund tonn, en fullyrt hefur ver- ið lengi að það sé forsenda þess að Qárfestingin skili hluthöf- um viðunandi arði. Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra, hefur staðfest að viðræður um þetta efni standa nú yfir, og að niðurstaða muni væntanlega fást fyrir vorið. 1 öðru lagi Ef íslensk stjórnvöld ganga að þessari kröfu fjárfesta eru allar forsendur ffamkvæmda breyttar. Þá gefst tækifæri til að setja alla þá virkjunarkosti sem hagkvæmastir eru í lögformlegt um- hverfismat. Það á bæði við um Fljótsdalsvirkjun, hugsanlega í nokkuð breyttri mynd frá því sem bundið er í gömlum sam- þykktum Alþingis, og virkjunina við Kárahnjúka. Sömuleiðis gæfist þá tími til að Iáta fara fram það rækilega umhverfismat á 480 þúsund tonna álveri í Reyðarfirði sem kveðið var á um í úrskurði skipulagsstjóra ríkisins - þeim sem umhverfisráðherra felldi úr gildi fyrir skömmu. Þetta ferli tæki að mati fróðra manna að minnsta kosti tvö til þijú ár, en að því loknu ætti að liggja fyrir greinargóð niðurstaða um áhrif þessara miklu fram- kvæmda á umhverff og þjóðlíf, og afstöðu almennings til þeir- ra. í þriðja lagi Þær miklu umræður sem fram hafa farin síðustu misserin um fyrirhugaðar framkvæmdir á Austurlandi hafa því miður skipt þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar. En þær hafa um leið auk- ið þekkingu almennings á landinu sjálfu og þeim verðmætum sem í því felast. Jafnframt hafa umræðurnar vakið athygli á ýmsum þáttum byggðavandans. Þannig hefur umræðan líka orðið til góðs og gert landsmenn hæfari til að mynda sér rök- studda skoðun á því hvernig eigi að varðveita og nýta landið. Elías Snæland Jónsson. Ungmeimafélagsandinn Það gladdi Garra að sjá það í Degi í gær að gamli ungmenna- félagsandinn lifir enn góðu Iífi. Átökin á ISI þinginu sýna svo ekki verður um villst að full ástæða er fyrir ungmennafé- lagsmenn að halda vopnum sín- um ef þeir vilja ekki beinlínis láta valta yfir sig af einhverjum ósvífnum hagsmunaaðilum. Ungmennafélagsmenn eru nefnilega aldamótamenn og rétt eins og gamla ungmennafé- lagshreyfingin átti sína stóru toppa upp úr aldamótunum 1900 þá er greinilegt að ung- mennafélags- hreyfingin siglir hraðbyri inn í nýja gull- öld nú uni aldamótin 2000 - gullöld sem að þessu sinni ber að skilja í bókstaflegri merkingu. Eins og gefur að skilja hefur margt breyst á þessari öld og áherslur hreyfingarinnar eru auðvitað aðrar nú en þá - en samhengið og baráttuandinn er sá sami og jafnvel slagorðin eru lík. Hér áður fyrr var kjörorðið Islandi allt - nú er kjörorðið Ungmennafélögunum allt! Skipting verðmæta Það þurfti ósvífna tillögu - raunar í hinum nútímalega íþróttaanda - frá nokkrum sér- hagsmunaseggjum á ÍSÍ þing- inu til að ná upp samstöðunni í ungmennafélagshreyfingunni, gamla ungmennafélagsandan- um. Að sjálfsögðu snerist spurningin um skiptingu verð- mæta og sköpun þeirra rétt eins og var svo algengt fyrir tæpum 100 árum síðan. I gamla daga börðust ungmennafélagsmenn fyrir andlegum þjóðarverðmæt- um ekki síður en efnahagsleg- um og félagslegum verðmætum V sem þeir sáu fyrir sér að myndi lyfta þjóðinni upp úr eymdinni og volæðinu sem var svo áber- andi. Fyrir vikið hefur ung- mennafélagshreyfingin og alda- mótakynslóðin verið samsömuð miklum uppgangstímun á Is- landi - því tímabili þegar þjóð- in reis úr öskustónni og gerðist gildur meðlimur í samfélagi þjóðanna. Peningar I dag hins vegar snýst ung- mennafélagsandinn ekki urn að auka vegsemd þjóðarinnar og Islands, held- ur meira urn að passa ung- mennafélögin sjálf, rekstur- inn í kringum þau, og þá at- vinnustarf- semi sem felst í þvi að halda uppi stórum hópi launaðra íþróttarekenda. Að þessu leyti hefur niarkaðsvæð- ingin að sjálfsögðu náð fótfestu í ungmennahreyfingunni rétt eins og í öðrum íþróttafélögum og íþróttasamböndum landsins. Enda sagði sjálfur formaður tSÍ Ellert Schram það í ræðu sinni á íþróttaþinginu að í dag væri ekki nóg að menn hefðu áhuga og kjark og bitu í skjaldarrend- ur - það yrðu lfka að koma til peningar. Peningar eru því hreyfiafl íþróttanna samkvæmt skilgreiningu formannsins. Þeir eru það seni tekist er á um á íþróttaþingum. Þar takast á hinn eini sanni íþróttaandi og hinn eini sanni ungmennafé- Iagsandi sem á nýrri öld snúast ekki síður um efnahagslega samkeppni á markaði en heil- brigða sanikeppni á íþróttavelli. - GARRI KA-heimilinu Akureyri 24. - 26. mars 2000 ODDUR ÓLAFSSON SKRIFAR Bókmenntasinnaðir siá stundum um sig með lúna frasanum um, að lífið sé saltfiskur. Þeir sem skemmra eru á veg komnir í hug- myndafræðunum kveða upp úr um að lífið sé lotterí. En íþróttarek- endur vita að þeirra líf er lottó. Nú hriktir í taustum stoðum íþrótta- hreyfingarinnar vegna hlutaskipta herfangsins, þar sem Iottógróðinn er. Á íþróttaþingi rísa úfar hátt þar sem einhveijir telja sig hlunnfarna f úthlutun fengsins, sem þýðir að einhvetjir hirða meira en þeim ber. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttarekendum greinir á um um heiðarlega skiptingu Iottógróðans. Fyrir nokkrum árum komst upp um stórfellt svindl þar sem félaga- tal var falsað á grófan hátt og tölur um virka meðlimi íþróttafélaga ýktar stórlega. Þá varð það misynd- ismönnunum til happs, að þegar svínaríið var að komast í hámæli dundi yfir eitt hörmulegasta stór- slys íslandssögunnar og bófamir Sovétsinnaðir íþróttarekendur meðal íþróttarekeda sluppu með skrekkinn. Félagatölin voru margfölduð til þess að krækja í stærri hluta af lottógróðanum, en fé- lögunum bar, en félaga- fjöldinn og Ijöldi þeirra sem æfa íþróttir ræður því hve mildð hvert félag fær af gróðanum, sem þeir spilasjúku leggja til. Á markað Rekstur íþróttafélaga og þáttaka í keppnisíþrótt- um er mikil og vaxandi atvinnu- grein, sem sker sig að litlu Ieyti frá öðrum fjáröflunarleiðum. Hagrætt er með sameiningu félaga og þau gerð að hlutafélögum, sem fara á markað eins og bver önnur lýrir- tæki. Svo ganga þjálfarar og leik- menn kaupum og sölum og er ár- angur þeirra og afrek metinn ein- hliða til fjár. Svona eru íþróttir reknar í út- Iöndum og flytjast siðirnir eðlilega hingað til lands með al- þjóðavæðingunni. Hitt er undarlegra, að ekki skuli hægt að losna við sovétkerfið úr íþróttahreyfingunni. Ríki og sveitarfélög halda að þau eigi að standa Ijárhagslega und- ir rekstri atvinnugrein- arinnar, eins og sjálfsagt var að gera þegar ekki var reiknað með að sprellið gæfi neitt f aðra hönd og Iitið var á íþróttaiðkun sem lið í hollu uppeldi, og íþrótta- hreyfingunni var haldið uppi af óeigingjörnum sjálfboðaliðum. Óopinber skattheimta Að afhcnda fyrirtækjum í íþrótta- rekstri lottóið og skafmiðana og allt það til að fjármagna sjálf sig er nánast eins og að afhenda kol- krabbanum skattheimtuna til að úthluta hluthöfunum góðum arði. Lottóið er skattfrjálst með öllu, gróðinn af því og vinningarnir. En af því að sjáandi stjórnmálamenn okkar sjá ekki, hafa þeir ekki græn- an grun uni hvernig lottó og ríkis- happdrætti eru rekin annars stað- ar. I frjálsræði Bandaríkjanna dett- ur engum í hug að gefa einkafram- takinu lottóleyfi. Þau eru rekin af fýlkjunum og yfirleitt rennur ágóð- inn til mennta- og heilbrigðismála. Ríkir háskólar og hlutabréfamark- aðurinn sér um íþróttirnar. Hér cr íþróttahreyfingin að klofna og riðlast vegna deilna um fjármuni sem hún ætti aldrei að koma höndum yfir ef allt væri með felldu. Þær verða ekld leystar lýrr en lottóið verður Iíka gert að hluta- félagi og afhcnt verðbréfafyrirtækj- um. Þau lifa hvort sem er á ríkis- jötunni með einum eða öðrurn hætti. íþróttir eru ört vax- andi atvinnugrein. Er herferð Baugs um „vuhtámgegn veið- bólgu“ trúverðug? Sigmundur E. Ófeigsson framkvætndastjóri Matbæjar - mat- vöniverslana KEA. „Helstu hækkanir sem kornið hafa frá birgjum komu nú um áramótin. Ljóst er að verslun hefur tekið á sig hluta af þessum hækkunum, en augljóslega ekki allt og hefur mismunurinn skilað sér út í verðlagið. Almennt virðist sem álagning verslunar hafi frek- ar lækkað á síðari hluta síðasta árs. Sú óskráða regla hefur verið undanfarin ár að innlendir birgjar og framleiðendur hafa komið með sínar hækkanir einu sinni á ári, það er um áramót. Og er því Ifk- legt að ekki komi til aðrar hækk- anir á þessu ári. Því má segja að auðvelt sé að gefa loforð í dag því ekki er víst að þau verði neytend- um ofarlega í huga að ári Iiðnu.“ Gudmundur Ólafsson lektor í hagfræði við Háskóla íslands. „Baugur eru ráð- andi aðilar í fá- keppni á smásölu- markaði. Innflutt- ar matvörur hafa hækkað í verði hér á landi á sama tíma og þær hafa lækkað erlendis. Efþessi ráðandi aðili hefuráhuga á að Iækka vöruverð getur hann einfaldlega snúið sér til útlanda og keypt vörurnar þaðan. Hvað innlendu vöruna varðar er ekki við Baug eingöngu að sakast, heldur þá sem hafa læst innlenda framleiðslu inni í helvíti ríkisaf- skipta." Sighvatur Björgvinsson þingmaðurSamfylkingarinnar. „Það er ánægju- legt að þeir ætli að hækka sína álagn- ingu næstu tvö árin, um það snýst málið fyrst og fremst. Það er þó ekki þar með sagt að þeir sem Baugur skipti við muni ekki hækka verð á sínum vörum - sem kæmi þá út í hækkuðu vöruverði." Vigdís Stefánsdóttir hagsýnhítsmóðir. „Þetta er auglýs- ingabrella. I þess- ari yfirlýsingu felst ekki að vöruverð muni ekki hækka á tímabilinu, heldur eingöngu að álagning muni ekki hækka. Eftir sem áður getur vöruvcrð hækkað vcgna hærra innkaupsverðs og svo fieiri þátta. Baugur er ráðandi afl á matvörumarkaði, rekur margar matvörubúðir og hefur í krafti þess áhrif á daglegt Iíf fólks. Mér virðist að verðinu sé stýrt þannig að ákveðið prósentuhlutfall sé á milli verslana fyrirtækisins. En það er ekki bara álagning sem skiptir máli í vöruverði, því líka þarf að taka inn í reikninginn vöruverð erlendis frá og umboðs- laun Baugs hjá erlendum birgjuni því það getur haft umtalsverð áhrif á innkaupsverðið.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.