Dagur - 29.03.2000, Page 7

Dagur - 29.03.2000, Page 7
MIDVIKUDAGU R 29. MARS 2000 - 7 ÞJÓÐMÁL Vinstri stormur eða skairrniviim gjóla? „Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur fyrir það að hann er samstíga undir forustu Davíðs. Það er því nokkuð athyglisvert að fyigi flokksins fer niður um leið og vinsældir Davíðs dvína í vinsæidakönnunum, “ segir Jón m.a. í grein sinni. Það er áhugavert fyrir stjórn- málamenn að fylgjast með hita- mælinum í pólitíkinni. Fyrir okk- ur eru skoðanakannanir slíkur mælir. Þegar þær eru gerðar reglulega og breytingar verða er áhugavert að velta fyrir sér hvað veldur. Síðasta skoðanakönnun DV, sýnir athyglisverðar breyt- ingar. Fróðlegt verður að fylgj- ast með næstu könnun, sem ætti að sýna hvort vinstri sveifla í síð- ustu könnun er stormur eða skammvinn gjóla. Þessi könnun var þannig að Samfylkingin fer upp eftir að hafa legið lágt um nokkurt skeið, Sjálfstæðisflokkurinn fer niður á við. Vinstri grænir þokast upp á við, en Framsóknarflokkurinn er í lægð. Marktækasta breytingin í könnuninni er hreyfing Samfylk- ingarinnar upp en Sjálfstæðis- flokksins niður. Hvað veldur sveiflum? Nú er það ef til vill ekki áhyggu- efni lyrir stærsta flokk landsins að fara niður í kosningafylgið. Hins vegar sýnir reynslan það að flokkurinn kemur betur út úr skoðanakönnunum en kosning- um, þannig að eitthvað hefur gerst sem hreyfir almenningsálit- ið. Fylgi Samfýlkingarinnar hef- ur ávallt verið sveiflukenndara. Hún hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna sinna forustu- mála og undirbúnings stofn- fundar. Viðtöl hafa verið veitt ríkulega í fjölmiðlum, og meira að segja þeir sem hafa hætt við að gefa kost á sér fá heila viðtals- þætti í sjónvarpi til þess að út- skýra þá ákvörðun sína. I Sam- fylkingunni eru menn nú upp- teknir við að smíða kórónu og geislabaug á Ossur Skarphéðins- son og mun sú smíði standa fram að stofnfundi. Ekki er ólíldegt að þetta hafi áhrif, einkum fjöl- miðlaathyglin. Hins vegar kemur vafalaust fleira til eins og ég kem að síðar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterk- ur íyrir það að hann er samstíga undir forustu Davíðs. Það er því nokkuð athyglisvert að fylgi flokksins fer niður um leið og vinsældir Davíðs dvína í vin- sældakönnunum. Eg hygg að þetta bendi til þess að fjölmiðla- umræðan að undanförnu hafi ekki verið forsætisráðherra og flokknum um leið hagstæð. Þar á ég við hina skyndilegu styrjöld sem kom upp við fram- kvæmdastjóra Oryrkjabandalags- ins. Hún gaf einnig fólki í sam- fylkingunnni lag til þess að herða róðurinn í umræðu um ör- yrkja og þá sem minna mega sín, og sá málflutningur nýtur auð- vitað samúðar. Mér finnst fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalags- ins stundum fara offari í mál- flutningi gagnvart stjórnvöldum, en málstaður örykja og þeirra sem minna mega sín í samfélag- inu eiga hljómgrunn með þjóð- inni. Það er þversagnarkennt að hún fái það á tilfinninguna að stjórnvöld séu í stríði við þessar þjóðfélagsstéttir á sama tíma og kaupmáttur bóta hefur verið að aukast, þótt það sé rétt að bil er á milli bótagreiðslna og lægstu launa. Staða Framsóknarflokksms Fyrir okkur Framsóknarmenn er útkoman úr könnunum vissulega áhyggjuefni, þótt eng- in ástæða sé til þess að íyllast vonleysi. Við höfum horft upp á ljótar útkomur fyrr. Utkoma úr kosningum hefur ætíð verið betri en kannanir, en við eigum ekki að sætta okkur við að vera undir tuttugu prósent í fylgi þegar upp er staðið. Ymsar ástæður gætu verið fyrir þessari útkomu. Bilið á milli Lands- byggðarinnar og höfuborgar- svæðisins í þenslu og uppbygg- ingu er okkur erfitt. Til okkar eru væntingar um að sporna gegn þessari þróun, meiri vænt- ingar en til annarra flokka. Hinir gömlu atvinnuvegir á landsbyggðinni hafa verið í varnarstöðu. A sama tíma og landsbyggðarfólk hefur þanka um þá varnarstöðu eigum við í Framsóknarflokknum undir högg að sækja á höfuðborgar- svæðinu af ýmsum ástæðum. Margir fylgismenn Fram- sóknarflokksins vilja sjá forust- una stíga varlega til jarðar í einkavæðingu. Menn fylgjast grannt með hugmyndum um sölu Landsímans, en Fram- sóknarmenn hafa viljað skoða það mál gaumgæfilega og tryggja stöðu allra landsmanna við nýjar aðstæður. Fréttir um ofsagróða á hlutabréfamarkaði fara ekki vel í okkar fylgismenn, og vafalaust er svo um hluta fylgismanna Sjálfstæðisflokks- ins. Hver eru skflaboðin Það er vandséð hvaða ný skila- boð stjórnarandstaðan ætlar að koma með inn í samfélagið. Hagur landsmanna hefur verið að batna á undanförnum árum undir samstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks. A sama tíma hefur stöðugt verið varið meiri fjármunum f veiferðarkerfið, bæði heilhrigðis og mennta- kerfið og félagslega þjónustu. Hins vegar er mikill metnaður meðal þjóðarinnar að gera vel í þessum málum og það er auð- velt að stunda yfirboð. Það ger- ir stjórnarandstaðan auðvitað í ríkum mæli. Henni hættir alltaf til þess að gleyma samhenginu milli öflugrar atvinnuupbyggin- ar og velferðarinnar. Framsókn- armenn hafa skýr markmið um það að cfla atvinnulífið í land- inu með það að markmiði að það sé þess umkomið að bæta kjör launafólks í landinu og gera því kleyft að greiða skatta og skyldur til samfélagsins, auk þess sem afkoma fyrirtækjanna sé þannig að þau greiði sinn hluta. Þetta verður ekki skilið að. Þróun síðustu ára hefur ver- ið sú að stoðum undir atvinnu- lífi landsmanna er að fjölga. Tölur um þátt atvinnuveganna í þjóðarbúskapnum á síðasta ári eru athyglisverðar. Sjávarútveg- urinn skapar sem fyrr þrjá fjórðu hluta af útflutningstekj- unum. Hins vegar er umfang ferðaþjónustunnar í þjónustu- tekjunum komið í þrjátíu millj- arða króna og mestur vöxtur í prósentvís er í útflutningi vara frá stóriðju. Almenn iðnfyrir- tæki og hugbúnaðarfyrirtæki hafa einnig verið í sókn. Þetta er góð þróun og vonandi verður áframhald á henni. Sjávarút- vegurinn er undirstöðuatvinnu- vegur, en hlutur hans hefur í gegn um tíðina verið mjög stór, og áföll í veiðum og verði sjáv- arafurða haft mikil áhrif á efnahagslífið almennt og gert það sveiflukenndara. Það þarf raunsæi í íslenska efnahagsstjórnun, og upphróp- anir stjórnarandstöðunnar um slaka stjórnun efnahagsmála er brosleg. Stjórnarflokkarnir gera sér mjög vel grein fyrir hættu- merkjunum, og það hefur ekki heyrst að vinstri flokkarnir hafi nokkrar lausnir í efnahagsmál- um, sem felast nú í að sporna við þenslu og hættu á verð- bólgu, ég hef að minnsta kosti ekki heyrt þær. STJÓRNMÁL Á NETINU Godot kemur ekki Ágúst Einarsson, varaþingmaður, fjallar um væntanlegan dóm Hæstaréttar á vefsíðu sinni og segir þar: „1 leikriti Samuels Beckett „Beðið eftir Godot“ kemur Godot aldrei. Leikritið fjallar m.a. um þá blekkingu að bíða eftir því að Iausnir falli manni í skaut. Biðin eftir dómi Hæstaréttar minnir á bið þeirra Vladimirs og Estra- gons. Flestir reikna með því að annað hvort staðfcsti Hæstirétt- ur héraðsdóminn eða hafni hon- um. Það eru þó fleiri möguleikar í stöðunni. Vatneyrarmálið er ekki hefð- bundið stjórnsýslumál heldur refsimál. Hæstiréttur gæti vísað því frá eða tekið á tilteknum þátt- um í refsimálinu en fjallað í véfréttarstíl urn æskilegar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. Hæstiréttur hefur áður dæmt að aðferðin við úthlutun veiðileyfa brjóti í bága við stjórn- arskrá og þar sem sama aðferðin er notuð við úthlutun veiðiheimilda virðist líklegt að sama niðurstaða fáist. Þó er hugsanlegt að meiri almanna- hagsmunir, m.a. atvinnuréttindi, gildi um Iagaákvæðið um veiði- heimildir. Ekki má gleyma þvf að Hæstiréttur hefur margoft dæmt veiðar án kvóta ólögleg- ar eins og Vatneyrar- málið snýst í raun um. Hæstiréttur hefur aldrei mótmælt hag- kvæmri stjórnun fisk- veiða heldur einungis gert þá kröfu að aðferð- in við stjórnunina sam- ræmist stjórnarskrá. Óánægja almennings er fyrst og fremst vegna þeirrar óbilgjörnu og óskynsamlegu afstöðu útgerðar- manna að hafa árum saman ekki ljáð máls á því að greiða sann- gjarnt gjald fyrir að nýta fiskimið- in við Island. Útgerðarmenn hafa greitt hverjum öðrum háar fjár- hæðir við kaup og leigu á kvóta. Þær greiðslur hafa numið tugum milljörðum eða mildu hærri fjár- hæðum en rætt hefur verið um sem veiðileyfagjald. Það verður að setja niður deil- urnar um íslenskan sjávarútveg sama hver niðurstaða Hæstarétt- ar verður. Lausnin felst í því að útgerðarmenn fallist á sann- gjarna gjaldtöku og veiðunum verði áfram stýrt með aflamarks- kerfi. Það er glapræði að hafna hagkvæmu stjórnkerfi og sjávar- útvegurinn verður að byggjast áfram á samkeppni og arðsemi. Ríkisstjórnarflokkarnir stilla sér þó enn algerlega að baki hörð- ustu talsmönnum útgerðar- rnanna en almenningur myndi örugglega fallast á þessa lausn. Þegar dómur Hæstaréttar fell- ur mun koma í ljós að Godot hef- ur alls ekki komið. Núverandi staða eitrar samfélag okkar og dómur Hæstaréttar, sama hver hann verður, breytir því ekki. Þess vegna er hrýnt að almenn- ingur og stjórnmálamenn bindist strax fastmælum um að leysa þessi mál.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.