Dagur - 29.03.2000, Síða 12
/
12 - MIÐ VIKUDA G UR 29. MARS 2000
ERLENDARFRETTIR
Fteiii fjöldagrafir
fundnar í Úganda
Fjöldamorðin í Úg-
anda, sem í fyrstu
voru talin vera
sjálfsmorð, virðast
hafa átt sér stað eft-
ir að safnaðarmeð-
limir fðru að krefj-
ast aftur eigna
sinna.
Enn ein fjöldagröfin hefur
fundist í Úganda, og er hún
staðsett undir gólfinu heima
hjá Dominic Kataribabo, ein-
um af leiðtogum trúarsafnaðar
sem komst í fréttirnar þegar á
ijórða hundrað manns létust í
eldsvoða í kirkju nýlega.
Fyrst þegar fréttist af kirkju-
brunanum var talið að um
fjöldasjálfsvíg hafi verið að
ræða, en þegar nokkur limlest
lík fundust varð fljótt ljóst að
um fjöldamorð var að ræða.
Meðlimir safnaðarins eru
taldir hafa verið tæplega þús-
und, og er óttast að flestir þeir-
ra hafi týnt lífinu, jafn konur,
menn og börn. I síðustu viku
brunnu a.m.k. 330 manns inni
í kirkjunni, sem kveikt var í. A
föstudaginn var fundust svo
153 lík í tveimur fjöldagröfum
á landi sem tilheyrir söfnuðin-
um. Nú á mánudaginn fundust
síðan 73 lík á landareign Kat-
aribabos, og enn er haldið
Börn fylgjast með því þegar fangar úr nágrenninu grófu upp líkin.
áfram að leita. í fjöldagröfinni
sem fannst í gær undir íbúðar-
húsi Kataribabos voru tugir
mannslíka. Enn er eftir að
rannsaka fimm Iandareignir
sem tilheyra söfnuðinum, og
ekki ólíklegt að fleiri lík eigi
eftir að finnast.
Cledonia Mwereinde og Jos-
eph Kibweteere, helstu leið-
togar safnaðarins, höfðu spáð
heimsendi, sem átti samkvæmt
fullyrðingum þeirra að verða
þann 31. desember síðastlið-
inn. Þeir vitnuðu í Jesú Krist
máli sínu til sönnunar og
sögðu Maríu mey einnig hafa
birst sér með þennan boðskap.
Fylgismenn þeirra höfðu látið
eigur sínar af hendi, en svo
þegar heimsendir lét ekkert á
sér kræla um áramótin fóru
þeir að krefja forsprakkana um
eigur sínar aftur.
Upp úr þeim átökum virðast
fjöldamorðin hafa sprottið.
Vitni hafa fullyrt að bæði
Mwerinde og Kibweteere hafi
flúið sama dag og kirkjubrun-
inn varð, og er þeirra nú leitað
af lögreglunni.
Leiðtogar safnaðarins, sem
kenndur var við boðorðin tíu,
voru fyrrverandi kaþólskir
prestar sem gerðir höfðu verið
brottrækir úr kaþólsku kirkj-
unni. Fjölmargir heimsenda-
trúflokkar starfa í Úganda, og
hafa margir þeirra verið starf-
andi allt frá því á áttunda ára-
tugnum, þegar ógnvaldurinn
IdíAmín réð ríkjum þar í landi.
IIMiumw
OPEC samjjykkir nýja kvóta
Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) komust í gær að niðurstöðu um
framleiðsluaukningu, en ekki var búið að tilkynna hvernig niðurstað-
an varð síðdegis í gær. íranir hafa verið algjörlega á móti því að auka
framleiðsluna, en Sádi-Arabía og Kúveit höfðu lagt til framleiðslu-
aukningu upp á 1,5 til 1,7 milljónir tunna, en það myndi þýða 7%
aukningu frá því sem OPEC-ríkin komu sér saman um í mars á síð-
asta ári. Bandaríkin, sem eru stærsti olíuinnflytjandi heims, hafa lagt
mikla áherslu á að OPEC-ríkin samþykki að auka framleiðsluna til
þess að ná niður verðinu.
Sprenging í plastverksmiðju
BANDARIKIN - Einn starfsmaður plastverksmiðju Phillips Petrole-
um í Texas lést þegar sprenging varð í verksmiðjunni í gær. Flytja
þurfti um 70 manns á sjúkrahús, flesta vegna brunasára eða reykeitr-
unar. Þetta er í þriðja sinn að alvarlegt óhapp verður í þessari verk-
smiðju, sem er ein af stærstu plastframleiðendum heims. Árið 1989
Iétust 23 manns þegar sprenging varð í verksmiðjunni. Þykkan reyk
lagði frá verksmiðjunni og íbúum í nágrenninu var ráðlagt að halda
sig innan dyra.
Mælt með kæru á Netaujahú
ISRAEL - Lögreglan í Israel mælti í gær með því að lögð yrði fram
kæra á hendur Benjamin Netanjahú, lyrrverandi forsætisráðherra
landsins, vegna gruns um spillingu og svik. Jafnframt er gert ráð fyr-
ir því að eiginkona hans, Sara, ásamt nokkrum starfsmönnum á skrif-
stofu hans verði kærð. Netanjahú og eiginkona hans eru m.a. grun-
uð um að hafa notað skrifstofu forsætisráðherra til þess að standa
straum af einkaneyslu sinni. Lögrcglan skýrði frá þessu eftir að hafa
lokið rannsókn á málinu. Netanjahú sagði þessa niðurstöðu rann-
sóknarinnar ekkert gildi hafa og ítrekaði sakleysi sitt.
Úrskurði í Microsoft-máliuu frestað
BANDARÍKIN - Úrskurði í dómsmálinu á hendur hugbúnaðarfyrir-
tækinu Microsoft, sem kveða átti upp í gær, var frestað. Bandaríska
dómsmálaráðuneytið höfðaði ásamt 19 af rtkjum Bandaríkjanna niál
á hendur Microsoft fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu
sína til þess að bola öðrum lyrirtækjum út af markaðnum. Frestun
dómsúrskurðar bendir til þess að enn standi yfir viðræður um hugs-
anlega dómsátt.
„Rjúfum
þagnar-
múriun“
Mannréttindasamtökin Am-
nesty International hafa látið
til skarar skríða gegn mann-
réttindabrotum í Sádi-Arabíu.
I mörg ár hafasamtökin safnað
upplýsingum um mannrétt-
indabrot í landinu og reynt að
vekja athygli á þeim.
I gær hófst svo alþjóðlegt
átak samtakanna gegn mann-
réttindabrotum í Sádi-Arabíu.
Með átakinu vill Amnesty
International vekja athygli
umheimsins á handahófs-
kenndum handtökum, pynd-
ingum og aftökum í Sádi-Arab-
íu.
„Það er löngu tímabært að
þögnin og leyndin sem umlyk-
ur mannréttindabrot í landinu
verði rofin og endi verði bund-
inn á þjáningar fjölda fólks í
landinu," segir í fréttatilkynn-
ingu frá Amnesty Inter-
national. „Þögn og skeytinga-
leysi hafa fylgt mannréttinda-
brotum í Sádi-Arabíu bæði af
hálfu þarlendra yfirvalda og af
hálfualþjóðasamfélagsins scm
iitið hefur undan og horft að-
gerðalaust á hvernig yfirvöld í
Sádi-Arabíu traðka á grund-
vallaréttindum þegna sinna.“
Markmið átaksins er að fá
yfirvöld í Sádi-Arabíu til að
koma í veg fyrir mannréttinda-
brot og fara að alþjóðlegum
mannréttindasáttmálum.
ÍÞRÓTTIR ^
Tvöfaldur sigur
hjá Biynju
Góö þátttaka var á FIS-
sktðamótiun helgar-
iirnar sem fram fóm á
Akureyri og Dalvík um
helgina og mætti fjöldi
keppenda erlendis frá á
mótin. Brynja Þor-
steinsdóttir sigraði
tvöfalt í stórsviginu,
hæði á Akureyri og á
Dalvík.
Síðustu daga hafa fjögur FlS-mót
farið fram á skíðasvæðunum
Norðanlands,þar sem keppt var í
stórsvigi í Hlíðarfjalli á Akureyri á
laugardag og í göngu á laugardag
og sunnudag. Á sunnudag fór síð-
an fram þriðja FlS-mótið á Dalvík,
þar sem keppt var í stórsvigi og í
gær það fjórða einnig á Dalvík, þar
sem keppt var í svigi. FlS-mótin
eru viðurkennd punktamót al-
þjóðaskíðasambandsins, þar sem
keppendur safa punktum, sem
fleyta þeim stigahæstu síðan inn á
sterkari mót, þar sem toppurinn er
Evrópu- og heimsmeistaramót.
Þessa leið fara allir sem komast í
hóp þeirra bestu og er Kristinn
Björnsson frá Olafsfirði þar á
meðal. Að sögn Hermanns Sig-
tryggssonar, skíðafrömuðar á Ak-
ureyri var þátttaka á mótunum
góð og voru erlendir þátttakendur
á svigmótunum, sem komu víðs
vegar að, um tuttugu talsins. Stek-
ustu keppendur mótsins sam-
kvæmt FÍS-punktum voru þeir
Kristinn Björnsson í svigi og
Björgvin Björgvinsson í stórsvigi.
Jóhaiui sigraði í Hlíðarfjalli
Á FIS-mótinu í Hlíðarfjalli á Akur-
eyri, sem fram fór á laugardag, var
keppt í stórsvigi karla og kvenna
og sigraði Jóhann F. Haraldsson
frá Reykjavík í karlaflokknum, en
hann náði þriðja besta tímaum í
fyrri umferð og þeim besta í þeirri
seinni. I kvennafloltki sigraði
Brynja Þorsteinsdóttir, Akureyri,
en hún náði besta tímanum í fyrri
umferð og öðrum besta í seinni
umferð.
Fyrsta FIS göngiunótið
hér á landi
Göngumótið sem fram fór á Akur-
eyri, er það fyrsta sem viðurkennt
er sem FlS-punktamót hér á landi.
Þar voru meðal keppenda níu er-
Iendir keppendur,sem allir komu
frá Svíþjóð og voru þeir mjög sig-
ursælir á mótinu. Guðný Ósk-
Gottliebsdóttir frá Akureyri stóð
sig best íslensku keppendanna í
kvennaflokki og varð í 4. sæti í 5
og 7,5 km göngum. í karlaflokki
stóð Jonas Buskenström frá Ólafs-
firði sig best og náði hann 2. sæt-
inu í 10 km og 3ja í 15 km.
Annar sigui Brynju í
stórsviginu
I stórsvigsmótinu á Dalvík á
sunnudag, sigraði Brynja Þor-
steinsdóttir aftur, eftir að hafa náð
öðrum besta tímanum í lyrri um-
ferð og þeim besta í þeirri seinni. I
karlaflokki sigraði heimamaðurinn
Björgvin Björgvinssoneftir að hafa
náð næstbesta tímanum í fyrri
umferð og þeim besta í þeirri s-
einni.
Á svigmótinu í gær sigraði svo
Kristinn Magnússon, Akureyri, í
karlaflokki eftir að hafa náð lang-
besta tímanum í fyrri umferð og
þeim næst besta í seinni umferð-
inni. I kvennaflokki sigraði Helga
Brynja Þorsteinsdóttir.
B. Árnadóttir með besta tímann í
báðum umferðum.
Á morgun fer síðan fram fimmta
FlS-mótið, en það er svigmót sem
fram fer í Hlíðarfialli og hefst það
kl. 10:00.
Verðlaunahafar á mótunum:
FlS-stórsvigsmótið ú Akttrey ri d laug-
urdag:
Stórsvig karla:
1. Jóhann F. Haraldss. 2:07.01
2. Kristinn Björnsson, 2:07.58
3. M. Djordjevic, Júgó. 2:09.72
Stórsvig kvenna:
1. Brynja Þorsteinsdóttir 1:28.94
2. Dagný L. Kristjánsdóttir 1:29.20
3. Lilja R. Kristjánsdóttir 1:32.08
FIS-göngumótið á Akureyri um helg-
itta:
7,5 km kvenna - Hefðbundin aðferð:
1. Joh. Andersson, Svíþ. 26:07
2. Karin Kjellman, Svfþ. 26:55
3. Lisa Eriksson, Svíþ. 27:36
4. Guðný Ó.Gottliebsd., Ak. 30:41
10 km. pilta - Hefðbundin aðferð:
1. Baldur H. Ingvarsson, Ak. 29:51
2. Árni G. Gunnarss. Ólafsf. 30:15
3. Ólafur Th. Árnason, fsaf. 30:26
15 km karla - Hefðbundin aðferð:
1. Markus Göranson, Svíþ. 43:23
2. Glenn Olsson, Svíþjóð 45:21
3. Jonas Buskenström, ÓI. 45:42
4. Haukur Eiríksson, Ak. 53:33
5 km kvenna - Frjáls aðferð:
1. Joh. Andersson, Svíþ. 15:15
2. Karin Kjellman, Svíþ. 15:23
3. Lisa Eriksson, Svíþ. 16:20
4. Guðný Ó. Gottliebsd., Ak. 18:09
7,5 km pilta - Frjáls aðferð:
1. Arni G. Gunnarsson, Ól. 18:50
2. ÓlafurTh. Árnason, ísaf. 19:12
3. Baldur H. Ingvarsson, Ak. 19:31
10 km karla - Ftjáls aðferð:
1. Markus Göranson, Svíþ. 26:18
2. Jonas Buskenström, Ól. 26:49
3. Bengt Eveby, Svíþjóð 27:02
4. Haukur Eiríksson, Ak. 28:00
FlS-stórsvigsmótið á Dalvík sem
framfór á sunnudag:
Stórsvig kvenna:
1. Brynja Þorsteinsd. 2:09.26
2. Dagný L. Kristjánsd. 2:09.32
3. Helga B. Árnadóttir 2:10.66
Stórsvig karla:
1. Björgvin Björgvinss. 1:59.21
2. Jóhann H. Hafstein 1:59.43
3. Kristinn Bjömsson 1:59.64
FlS-svigmótið á Dalvtk semframfór
t gær:
Svig karla:
1. Kristinn Magnússor. 1:39.13
2. Amar G. Reynisson 1:41.31
3. Anders Rintza, Dan. 1:41.86
Svig kvenna:
1. Helga B. Árnadóttir 1:42.08
2. Harpa R. Heimisdóttir 1:42.45
3. Kristín B. Ingadóttir 1:50.84
"m”...............
Úrsllt leikja
í gærkvöld
Handbolti
Úrslitakeppni karla:
Stjarnan - Fram 22-20
FH - I<A Úrslit ekki ráðin
þegar blaðið fór í prentun
Körfubolti:
Úrslitakeppni karla:
UMFG - Haukar 83-64
KR - UMFN 79-64