Dagur - 29.03.2000, Side 13

Dagur - 29.03.2000, Side 13
MIÐVIKUDAGVR 29. MARS 2000 - 13 ÍÞRÓTTIR Kristinn Guömundsson, markvörður HK stillir til friðar eftir árekstur þeirra Magnúsar Más Þórðarsonar og Sigurðar Sveinssonar i lok leiks HK og Aftureldingar. Blóð, sviti og tár í Djgmnesmu HK tryggði sér í fyrra- kvöld oddaleik gegn íslandsmeistunim Aftureldingar í 8-liða einvígi úrvalsdeildar karla í handknattleik, í vægast sagt rudda- legum leik, sem fram fór í íþróttahúsinu í Digranesi. Oddaleik- urinn fer fram að Var- má í kvöld. Annar leikur HK og Afturelding- ar í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í handknattleik, sem fram fór í íþróttahúsinu í Digranesi í fyrrakvöld, er einn sá ruddaleg- asti sem lengi hefur sést. Aftur- elding hafði unnið fyrsta leikinn að Varmá með sjö marka mun 19-12 og því var að duga eða drepast fyrir HK til að tryggja oddaleik. Það tókst eftir blóð, svita og tár og urðu lokatölur 24- 22 fyrir Kópavogsliðið eftir að staðan var jöfn 9-9 í hálfleik. Neyðarúrræði í dómgæsl- muii Eftir nokkuð jafnan leik framan af, þar sem Afturelding hafði frumkvæðið lengst af, Ieystist leikurinn upp í hreina fúl- mennsku, þar sem leikmenn beggja liða notuðu hvert tæki- færi til að berja hver á öðrum. Ruddamennskan gekk svo langt að þegar um það bil sjö mínútur voru til leikhlés, þurftu dómarar leiksins, þeir Hlynur Leifsson og Anton Pálsson, að sýna einum leikreyndasta leikmanni vallar- ins, Alexei Trufan hjá Aftureld- ingu, svokallaðan „kross“, sem er harðasta refsing sem dómarar geta beitt í leik. „Krossinn" er hreint neyðarúrræði í dómgæsl- unni og eingöngu beitt þegar öll önnur úrræði eru þrotin. Enda var þetta í fyrsta skipti í sögu úr- slitakeppninnar, þar sem dómar- ar þurfa að grípa til þessa úrræð- is og var full þörf á því í þessu til- viki. Fólskulegt brot Trufan rak olnbogann, eins og sást í endursýningu Sjónvarps- ins, af miklu afli í andlit Alex- anders Arnarsonar, línumanns HK, sem steinlá í gólfið við höggið. Fólskulegt brot sem á ekki heima í íþróttum, hvað svo sem á undan er gengið og til skammar fyrir viðkomandi. „Krossinn" þýðir það að viðkom- amdi leikmaður er útilokaður frá frekari Ieik og lið hans þarf að leika manni færri það sem eftir er Ieiks. Það hefði því mátt ætla að menn hefðu látið þar við sitja, en svo var ekki, því þegar leið að lokum leiksins fékk annar leik- maður HK að kenna á rudda- mennskunni og nú varð það Sig- urður Valur Sveinsson, sem fékk mikið högg beint á varirnar eftir viðureign við Magnús Má Þórð- arson inni á línunni. Svo mikið var höggið, sem menn voru ekki á einu máli um hvort var ásetn- ingur eða óvart, að tennur losn- uðu í Sigurði og fyrir sprakk svo sauma þurft saman eftir leik. Þessi tvö atvik, sem lýst hefur verið, voru þó aðeins toppurinn á ísjakanum, því leikurinn ein- kenndist meira og minna af geð- vonsku og stressi, þar sem leik- menn voru meira og minna utan vallar eftir tveggja mínútna brottvísanir, sem alls urðu sjö í seinni hálfleik. Markverðimir bestir Eftir jafna stöðu í hálfleik, komst Afturelding marki yfir f leiknum, en síðan ekki söguna meir þar sem HK hélt tveggja marka for- skoti mest allan Ieikinn. Mesta furða hvað leikmenn Aftureld- ingar héldu út manni færri, þar sem Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður, skipti við útileik- mann meðan liðið spilaði sókn. Það gekk ágætlega upp, því segja má að HK hafi aldrei náð að nýta sér það allan hálfleikinn. Manni færri í vörninni tókst Aftureld- ingu þó með hörkuleik að halda HK niðri og var helst að þeir Sig- urður Valur og Óskar Elvar Ósk- arsson, næðu að nýta sér liðs- muninn, en þeir urðu marka- hæstir HK, Sigurður með 8/1 mörk og Óskar með 7/1. Hjá Aftureldingu var Gintaras Savukynas markahæstur með níu mörk, en Bjarki Sigurðsson næstur með 6/3. Bestu menn beggja liða voru þó markverðirn- ir, þar sem Hlynur Jóhannesson, hjá HK varði alls 23 skot, á með- an Begsveinn tók 19. Spemtandi oddaleikiir Það verður spennandi að fylgjast með því hverning liðin mæta stemmd til leiks í kvöld, eftir þennan hörmungarleik í fyrra- kvöld og vonandi að menn hafi grafið strfðsaxirnar. Það yrði hneisa fyrir íþróttina, leikmenn og liðin ef annar eins Ieikur end- urtæki sig að Varmá í kvöld og vonandi að liðin beri sóma til að láta þvflfkt ekki gerast. Hand- knattleiksunnendur hafa oft fengið að sjá harða Ieiki, en þessi var fyrir neðan beltisstað, eins og þekkt er í hnefaleikunum. Alla vega má búst við spennandi leik þar sem sigurliðið kemst áfram f fjögurra liða úrslitin og þar ætti drengileg barátta að duga til að ná fram úrlitum. Aðrar viðureignir í 8-liða úr- slitiun Staðan í öðrum viðureignum 8- Iiða úrslitanna eru þau að KA vann FH með sjö marka mun, 27-20, á Akureyri um helgina áttu Iiðin að leika annan Ieikinn í Kaplakrika í gærkvöld. I viður- eign Hauka og IBV unnu Hauk- ar Eyjamenn með sex marka mun í Hafnarfirði, 27-21 og var öðrum leik liðanna sem átti að fara fram í E' jum í gærkvöld, frestað til kvöldsins í kvöld. Framarar sem unnu Stjörnuna með eins mark mun, 22-21, eftir framlengdan Ieik í Safamýrinni á sunnudaginn, léku síða gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær- kvöldi og eru úrslitin birt í úr- slitadálki á bls. 12. Anelka með Real gegn United Nú eru allar líkur á því að franska vand- ræðabarnið Nicolas Anelka verði í liði Real Madrid gegn Manchester United þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. An- elka er að ljúka 45 daga banni sem félag- ið dæmdi hann í vegna þess að kappinn neitaði að mæta á æfingar í heila þrjá daga vegna mótmæla. Real er í vandræðum með framherja, vegna meiðsla Fernando Morientes og er Anelka næsti kostur þjálfarans, Vicente del Bosque. Del Bosque, þurfti að horfa upp á lið sitt gera markalaust jafntefli á heimavelli sínum gegn Rayo Vallecano í spænsku deildinni um helgina og vill hann því ólmur gera breyting- ar á liðinu, eftir slaka frammistöðu framherja liðsins. Því er búist við að Anelka komi inn í byrjunarlið Real strax í vikunni, þar sem hann hefur þegar beðist afsökunar á framferði sínu, en það gerði hann á fréttamannafundi í gær og var það skilyrði fyrir því að hann fengi að spila. „Við erum í erfiðri stöðu og hreinlega verðum að fá Anelka inn í liðið. Allir leikmenn liðsins eru mér mikilvægir og þar á meðal An- elka. Þó agi sé nauðsynlegur þá verður stjórnin að leysa þessi mál, þannig að Anelka geti spilað," sagði del Bosque þjálfari Real í lyrra- dag. Anelka, sem aðeins hefur skorað eitt mark í spænsku deildinni frá því hann var keyptur til félagsins í sumar, var settur á séræfingar í fyrradag og eftir þá fyrstu mætti hann á fund með sérstakri aganefnd félagsins, ásamt Didier bróður sínum, þar sem hann féllst á að biðj- ast afsökunar opinberlega. 130 marka maður til Liverpool rnio /> • ’ ..y JJf r ■ £-■ ,/> / y\ Cherno Samba. Enska fótboltaundrabarnið Cherno Samba, sem verið hefur á mála hjá Millwall, mun lík- lega gagna til liðs við Liverpool á næstu dög- um. Auk Liverpoll, hafa ensku stórliðin Manchester United, Leeds og Arsenal öll reynt að krækja í þennan fimmtán ára knatt- spyrnusnilling, sem að sögn fjölmiðla er sá efnilegasti sem lengi hefur komið fram á Bretlandseyjum. Samba dvaldi hjá Liverpool um síðustu helgi og lék þá með 16-ára liði fé- lagsins gegn Everton, þar sem hann skoraði glæsilegt mark, gegn nágrannaliðinu. Seinna um daginn var honum svo boðið að horfa á leik Liverpool gegn Newcastle, þar sem hann fékk að hitta allar hel- stu stjörnur félagsins. Ef af samningum verður, mun Liverpool greiða Millwall um 1,5 milljónir punda fyrir strákinn, um 175 millj- ónir íslenskra króna, og er sagt að hann sé vel þeirra peninga virði. Samba er í 15-ára Iandsliðshópi Englands undir stjóm Clive Allen og segir Allen að þarna sé snillingur á ferðinni. „Ef ég ætti að bera hann saman við einhvern leikmann í ensku deildinni í dag þá væri þar helst að nefna Andy Cole. Samba er góður skotmaður, jafnvígur á báða fætur og einstaklega lunkinn við að finna leiðina í markið," sagði Allen. Samba sem er fæddur í London er mjög hávaxinn og slagar hátt í 1,90 m. Hann hefur verið í herbúðum Millwall síðan hann var átta ára og hefur alltaf verið mjög markheppinn. Sem dæmi um það, þá skoraði hann 130 mörk í 22 Ieikjum með 12-ára liði Millwall á einni og sömu Ieiktíðinni. Hann virðist hafa erft hæfileikí) sína frá föður sínum, sem var landsliðmaður með Gambfu, en hefur lengst af búið í Englandi. Talið er að Samba vilji helst af öllu komast til Liverpool, en að sögn talsmanns enska knattspyrnusambandsins mun það grípa inní til að úrskurða um kaupverðið ef samningar nást ekki milli félaganna. Þar sem strákur er aðeins fimmtán ára verður hann að setjast á skólabekk í knattspyrnuakademíu Liverpool, eins og lög gera ráð fyrir um unga knattspyrnumenn, þar sem hann fær alla nauðsynlega kennslu um leið og hann meðtekur knattspyrnufræðin. Óheppnin eltir Redknapp Jamie Reoknapp, leikmaður Liverpool, sem lék sinn fyrsta Ieik með aðalliði Liverpool gegn Newcastle um helgina, eftir langvarandi meiðsli, er aftur kominn á sjúkralista eftir meiðsli sem hann hlaut á ökkla í Ieik með varaliði félagsins á mánudaginn. Redknapp átti að fara í læknisskoðun í gær, þar sem sérfræðingur Liverpool ætlaði að skoða öklann, en að sögn sjúkraþjálfari liðsins átti hann ekki von á að meiðslin væru það slæm að Redknapp gæti ekki leikið gegn Coventry um næstu helgi. Að sögn Gerard Houllier, framkvæmdastjóra Liverpool, voru meiðslin það slæm að Redknapp treysti sér ekki til að ldára leikinn. „Eg vona að hann komist sem fyrst í gang aftur þvf hann er okkur mjög mikilvægur eins og hann sýndi í leikn- um gegn Newcastle um helgina. Hann er baráttujaxl sem aldrei gefst upp og hefur góð áhrif á liðið. Hann er okkur því mjög mikilvægur á lokasprettinum í deildinni," sagði Houllier. Jamie Redknapp.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.