Dagur - 26.04.2000, Blaðsíða 12
12 - MIBVIKVDAGUR 2 6. APRÍL 2000
Xfcyjwr
ERLENDAR FRETTIR
Elian unir sér vel
eftir brottnámið
Repúblikanar láta
fara fram þmgrann-
sókn á brottnámi
drengsins og
Kubverjar á Miami
efndu til allsherjar-
verkfalls.
Af ljósmyndum og frásögnum
að dæma virðist hinn sex ára
Elian Gonzalez una sér vel
með föður sínum, stjúpmóður
og hállhróður. Þau dveljast nú
í herstöð í Maryland þar sem
þau bíða úrskurðar dómstóla í
máli drengsins.
Kúbversku útlagarnir á Mi-
ami boðuðu í gær til allsherjar-
verkfalls til þess að mótmæla
aðgerðum bandarískra stjórn-
valda, sem á laugardag námu
Elian á brott frá ættingjum sín-
um og færðu hann föður sín-
um.
Þingmenn Repúblikana-
flokksins hafa einnig brugðist
ókvæða við því hvernig staðið
var að brottnámi drengsins, en
hópur vopnaðra lögreglu-
manna réðst inn á heimili ætt-
ingjanna að nóttu til og náðu í
drenginn. Repúblikanarnir
sögðu þessar aðferðir draga
dám af stjórnaraðferðum
Fídels Kastrós á Kúbu. Henry
llyde, formaður dómsmála-
nefndar fulltrúadeildar þings-
ins, setti af stað þingrannsókn
á því hvernig staðið var að
hrottnáminu, og í gær mætti
Janet Reno dómsmálaráðherra
á fund með 1 1 þingmönnum
öldungardeildar þar sem hún
var spurð spjörunum úr.
Reno hefur hins vegar varið
aðgerðirnar og sagt þær nauð-
synlegar. Hún sagði að mann-
fjöldinn, sem jafnan dvaldist
utan við hús ættingjanna,
hefði reynt með ýmsum ráðum
að hindra allar aðgerðir til þess
að koma drengnum út úr hús-
inu og til föður síns. Vopnaðar
aðgerðir hafi verið eina raun-
hæfa úrræðið.
Eftir að Elian er kominn úr
höndum ættingja sinna og til
föður síns beinist athyglin hins
vegar ekki eingöngu að því sem
gerðist um helgina, heldur
ekki síst að málaferlum um
það hvort veita eigi Elian póli-
tískt hæli í Bandaríkjunum.
Dómsmálaráðuneytið er þeirr-
ar skoðunar, að engin ástæða
sé til þess að veita drengnum
hæli gegn vilja föðurins. Ekki
sé heldur nein ástæða til þess
að ætla að drengurinn yrði fyr-
ir ofsóknum af neinu tagi verði
hann sendur aftur til Kúbu.
Sumir fréttaskýrendur telja
reyndar að þetta mál allt geti
orðið til þess að bæta sam-
skipti Bandaríkjanna og Kúbu,
a.m.k. til lengri tíma litið.
Olíklegt sé þó að neitt breytist
í bráð, þar sem kosningar eru
framundan. Almenningur í
Bandaríkjunum hafi hins vegar
fengið töluvert aðra mynd af
Kúbverjunum á Miami, sem
hingað til hafa verið í hlutverki
góðu gæjanna að berjast við al-
ræðisstjórnina á Kúhu. I þessu
máli hafa hlutverkin snúist við
og það geti skilað sér síðar
meir i betri samskiptum ríkj-
anna tveggja.
Gíslaima
leitað
Síðdegis í gær var flest enn
óljóst um örlög gíslanna, sem
alls eru 21 talsins, sem vopn-
aðir menn numu á brott frá
Malasíu á laugardaginn. Vfð-
tæk leit var gerð að gíslunum
og tveimur fiskibátum, scm
notaðir voru við brottnámið. I
gær bárust fréttir af því að
sést hefði til gíslanna á eyju
syðst í eyjarklasa milli
Malasíu og Filipseyja, og var
þegar í stað send út sveit
manna til þess að kanna hvað
hæft væri í því.
Um það hil helmingur gísl-
anna eru erlcndir ferðamenn.
Samtökin Abu Sayyaf, sem
eru samtök íslamskra upp-
reisnarmanna í Filipseyjum,
hafa viðurkennt að bera
ábyrgð á gíslatökunni, en þau
krefjast þess að skoðanabræð-
ur þeirra verði látnir lausir úr
fangelsi i Bandaríkjunum í
skiptum fyrir gíslana. Nokkru
síðar vildi talsmaður samtak-
anna þó hvorki staðfesta né
neita því að þau stæðu að
mannráninu.
Abu Sayyef eru önnur tveg-
gja samtaka sem berjast fyrir
því að sjálfstætt íslamskt ríki
verði stofnað á Filipseyjum,
þar sem mcirihluti íbúa er
rómversk-kaþólskrar trúar.
HEIMURINN
Stjómarmyndim gengur hægt
ITALIA - Giuliano Amato reynir nú að mynda nýja rík
reymr nu aö mynda nýja ríkisstjórn á ítal-
íu, en það gengur hægar fyrir sig en búist var við. Helst strandar á
kröfum Ilokks lýðræðissinna, sem leggja mikla áherslu á að vinstri
flokkarnir, sem stóðu að gömlu stjórninni og meiningin er að taki ein-
nig þátt í nýja stjórnarsamstarfinu, vinni rækilega hug á þeirri ímynd
sundrungar sem á þeim er. Einnig er deilt um ráðherrasætin, svo sem
búast má við, en meiningin er að nýja stjórnin verði töluvert fáliðaðri
en sú fyrri. Amato leggur engu að síður áherslu á að ráðherralistinn
verði tilbúinn í dag, miðvikudag, og síðan verði gengið til atkvæða í
þinginu um það hvort nýja stjórnin njóti stuðnings þess.
Útgáfa 13 dagblada bönnuð
IRAN - Harðlínusinnaoir íslamstrúarmenn reyna nú ákaft að snúa
við þeirri þróun í frjálsræðisátt sem átt hefur sér stað í Iran undan-
farna mánuði. Dómsmálaráðuneyti landsins hefur staðfest að útgáfa
13 frjálslyndra dagblaða hafi verið bönnuð, en Ijórtánda dagblaðinu
hefur verið leyft að koma út að nýju. Oll þessi dagblöð eru sökuð um
að hafa gert lítið úr íslamskri trú.
Sjö látnir í Simbabve
SIMBABVE - I gær var tala þeirra, sem látist höfðu í átökum út af
iandtökumálunum í Simbabve, komin upp í sjö eftir að stjórnarand-
stæðingur var myrtur með exi í gær. I gær fór jafnframt fram minn-
ingarathöfn um hvíta bóndann David Stevens, sem var fyrsta fórnar-
Iamb átakanna. Hundruð hvítra Simbabvebúa mættu til minningar-
guðsþjónustu, sem haldin var í Harare, höfuðborg Simbabve. Meira
en þúsund jarðir í eigu hvítra bænda hafa verið teknar af þeim á síð-
ustu tveimur mánuðum. Landtökumennirnir eru fyrrum stríðsmenn
Roberts Mugabes forseta, sem fyrir rúmum tveimur áratugum barð-
ist gegn minnihlutastjórn hvítra í landinu, sem þá hét Ródesía.
ÍÞRÓTTIR
íris Staub og Arnar Sigurðsson, íslandsmeistarar í tennis.
Arnar og íris
meistarar
Þau Arnar Sigurðsson og íris
Staub tryggðu sér í fyrrakvöld Is-
landsmeistaratitlana í tennis karla
og kvenna á meistaramótinu inn-
anhúss sem nú fer fram í Tennis-
höllinni í Kópavogi. Arnar, sem
æfir og leikur tennis í Þýsklandi,
Iék til úrslita gegn Rads Bonefuci-
us í meistarafloldki karla og sigraði
í Iöngum og spennandi leik sem
fór 7-5, 4-6 og 6-4.
Iris Staub lék til úrslita í meist-
araflokki kvenna gegn Ingunni Ei-
ríksdóttur og vann öruggan sigur
6-1 og 6-0.
I fyrradag var einnig keppt til
úrslita í flokki pilta, 18 ára og
yngri, og þar sigraði Andri Jóns-
son, eftir hörkukeppni við Jón
Axel Jónsson.
Leikmenn Gueugnon fagna franska bikarmeistaratitiinum.
Ótrúleg bikarúrslit
í Frakklandi
Gueugnon, sem Ieikur í 2. deild-
inni í Frakkalandi og er þar í 8.
sæti, gerði það ómögulega á
laugardaginn þégar liðið vann
frönsku bikarkeppninna á Stade
de France í París. Andstæðingur-
inn var þó ekki af verri endan-
um, stórliðið Paris St. Germain
(PSG), sem Ieikur að sjálfsögðu
í 1. deildinni frönsku. Þetta er í
fyrsta skipti sem lið í 2. deildinni
vinnur franska bikarinn, og liðið
tekur því þátt í Evrópukeppni
bikarhafa á næsta ári. Þetta er
fyrsti titill sem Gueugnon nær
en bærinn telur aðeins 10 þús-
und íbúa.
Það voru argentísku leik-
mennirnir Marcelo Trapasso og
Sylvain Flauto í liði Gueugnon
sem skoruðu mörk Ieiksins.
„Þetta var alveg stórkostlegt.
Liðið er eiginlega stór hópur
góðra vina sem lagði hart að sér
að ná þessum árangri, og fáir
aðrir höfðu trú á að við næðum“,
sagði þjálfari Gueugnon, Alex
Dupont, eftir leikinn. Eftir að
PSG missti af Frakklandsmeist-
aratitlinum til Monaco nýverið
var bikarmeistaratitill eina tæki-
færi Iiðsins til þess að ná sér í
verðlaun á þessari Ieiktíð. — GG
KR-ingar
Islands-
meistarar
KR-ingar urðu í gærkvöld
Islandsmeistarar í körfu-
knattleik karla eftir tuttugu
stiga sigur, 83-63, á Grind-
víkingum í fjórða leik úrslita-
einvígis Iiðanna sem fram fór
f íþróttahúsi KR í Frosta-
skjóli.
Eftir að Grindvíkingar
höfðu unnið fyrsta leik Iið-
anna í Grindavík tóku KR-
ingar sig til og unnu þrjá
síðustu leikina og tryggðu sér
þar með titilinn.