Dagur - 26.04.2000, Blaðsíða 1
i
Ásatmarmenn borgi
en þeir kristnu ekía
Ásatrúarmeim halda
sína árlegu hátíð á
Þingvölluui í sumar.
Þeim er gert að greiða
7S0 þúsuud krónur
fyrir afnot af salemi
og auuað eins fyrir
tjaldstæði. Borgum
ekki, segir allsherjar-
goðiun.
Ásatrúarmenn halda sína árlegu
hátíð á Þingvöllum í sumar og
hefst hún átta dögum fyrr en
Kristnitökuhátíðin. Stefnt var að
því að um 2 þúsund manns
kæmu á hátíðina. Nú er óvíst að
sv'o geti orðið vegna þess að ása-
trúarmönnum hefur verið til-
kynnt af Framkvæmdasýslu ríkis-
ins að fyrir afnot af salernum sem
komið verður upp fyrir Kristni-
tökuhátíðina verði söfnuðurinn
að greiða 750 þúsund krónur.
Sömuleiðis hefur söfnuðinum
verið tilkynnt að fyrir tjaldstæði
verði hann líka að greiða 750
þúsund krónur.
Dagur fékk það staðfest hjá
Framkvæmdasýslu
ríkisins í gær að
ásatrúarmönnum
hafi verið tilkynnt
um þetta, en litið
sé á að málið sé á
viðræðustigi. Þvi
hafnar Jörmundur
Ingi Hansen alls-
herjargoði. Hann
segir að hér sé um
fullkomna kröfu
að ræða og hefur
skrifað forsætis-
ráðuneytinu bréf,
fyrir hönd ásatrú-
armanna, vegna þessa.
Greiðum þetta ekM
„Við munum að sjálfsögðu ekki
greiða þetta gjald," sagði Jörm-
undur Ingi í samtali við Dag í
gær. Hann bendir á að ríkið setji
„einhverjar hundruðir milljónir í
hátíð eins trúfélags, sem er ekki
einu sinni lengur ríkiskirkja," eins
og hann orðaði það, og ineðal
þess sem þarna verði gert sé að
koma upp salernisaðstöðu við
skipulagt tjaldstæði.
„Við megum ekki nota tjald-
stæðið né salemin
nema greiða eina
og hálfa milljón
króna fyrir. Við
vorum tilbúin til
að miða greiðslu
við þann fjölda
sem til okkar
kæmi en okkur er
gert að greiða
þessa fyrrnefndu
upphæð hversu
margir sem koma
á okkar hátíð. Þeg-
ar ég spurðist síð-
an fyrir um hvern-
ig yrði með gesti Kristnitökuhá-
tíðarinnar var mér sagt að ríkið
myndi greiða það allt saman.
Enda þótt okkar hátíð hefjist 8
dögum fyrr en Kristnitökuhátíðin
mun öll aðstaða vegna Kristni-
tökuhátíðarinnar verða komin
upp 5 dögum fýrr en okkar hátíð
hefst, en samt megum við ekki
nota hana nema greiða fyrr-
nefnda upphæð fyrir,“ segir Jörm-
undur Ingi.
Brot á jafnréttislögiun
llann segir að mjög margir út-
lendingar hefðu ætlað að koma á
þessa hátíð ásatrúarmanna. Nú
verði að blása það allt saman af
og greiða því fólki til baka vegna
þess að ásatrúarmenn geti ekki
greitt eina og hálfa milljón fyrir
þessa aðstöðu. Samt sem áður
muni ásatrúarmenn halda sína
árlcgu hátíð.
„Þess vegna hef ég skrifað for-
sætisráðherra bréf, því Fram-
kvæmdasýsla ríkisins heyrir undir
hann, og farið fram á að alla að-
stöðu sem verði komið uppi, á
eða \áð Þingvelli, fáum við að
nýta á sama hátt og þjóðkirkjan
með tilvísun til jafnréttislaga. Eg
hef sagt þeim hjá Framkvæmda-
sýslunni að ef ekki á að rukka fólk
þjóðkirkjunnar fyrir aðstöðuna þá
getum við ekki rukkað okkar fólk
fyrir hana. Það sé alveg útilokað.
Þetta er eins og ef R-Iistinn í
Reykjavík kæmi upp salernisað-
stöðu í borginni bara fyrir sína
kjósendur en ckki þá sem kusu
Sjálfstæðisflokkinn," segir Jörm-
undur lngi Hansen. — S.DÓU
Barist við sinubruna í iandi Lækjar-
móta við Selfoss.
- mynd: filmverk-gunnar.
Sman
logar
„Þetta er áreiðanlega mesti sinu-
bruni hér í Rangárvallasýslu síð-
ustu áratugina," segir Olafur
Hróbjartsson, slökkviliðsmaður á
Hellu í samtali við Dag. Mikill
sinubruni geysaði í Safamýri,
mýrinni ofan Þykkvabæjar, frá
því snemma á skírdag sem svo
breiddist út þannig að hann varð
illviðráðanlegur. Um hádegi á
föstudaginn langa komu slökkvi-
liðsmenn á vettvang og í félagi
við heimamenn börðust þeir við
eldinn allt fram undir kvöldmat.
Þá var loksins búið að slökkva
allar glæður.
Dagur
umhverfis
Alþjóðlegur dagur umhverfisins
var víða haldinn hátíðlegur í gær,
hér á landi sem um heim allan.
Viðurkenningar umhverfisráðu-
neytisins í tilefni dagsins runnu
til kvikmyndagerðarmannanna
Magnúsar Magnússonar og
Valdimars Leifssonar og fyrir-
tækisins Borgarplasts. Fyrirtæki
og sveitarfélög tóku víða til
hendinni í gær og m.a. kynnti
Borgarbyggð umfangsmikla um-
hverfisstefnu sína.
Síðdcgis efndu frjáls félaga-
samtök á sviði umhverfisverndar
til hátíðar í Ráðhúsi Reykjavíkur
þar sem Ölafur Ragnar Gríms-
son, forseti Islands, afhenti við-
urkenningu þessarra samtaka til
einstaklings fyrir framlag hans til
náttúruverndar og umhverfis-
mála.
Úlafur Ragnar Grímsson afhenti Helga Hallgrímssyni, náttúrufræðingi á Egilsstöðum, viðurkenningu frjálsra fé-
lagasamtaka á sviði umhverfisverndar í gær fyrir einstakt framlag hans til umhverfismála og náttúruverndar. At-
höfnin fór fram í tilefni dags umhverfisins. Þetta var í annað sinn sem viðurkenningin var afhent en i fyrra rann
hún í skaut Guðmundar Páls Ólafssonar. - mynd: þúk
Þúsund hektarar
Olafur telur að alls hafi brunnið
um þúsund hektarar, en Safa-
mýrin öll er talin um 1.700
hektarar. Ohægt er enn að segja
til um hvort tjón af þessum
bruna hafi hlotist, en Þykkbæ-
ingar voru orðnir kvekktir af
reyknum sem af lagði, því bæði á
fimmtudag og föstudag voru hús
í byggðinni í Þykkvabæ í reykjar-
mekki sem lagði beint á haf út.
Ymis sjónarmið eru uppi um
ágæti sinubruna. Skógræktar- og
slökkviliðsmenn vilja láta banna
þá alfarið en bændur eru
blendnari í trúnni.
Sinubrunar voru einnig al-
gengir á höfuðborgarsvæðinu og
á Vesturlandi yfir páskahátíðina.
Þannig sinnti lögregla og
slökkvilið í Reykjavík 40 útköll-
um yfir helgina vegna þessa og í
Skorradal börðust menn við mik-
inn sinubruna í Bakkakoti. Oftar
en ekki var kveikt í sinunni í leyf-
isleysi og af prakkaraskap yngra
sem eldra fólks. — SBS/BJB
— Sjá nánar Spurt og svarað á
hls. 6 og dagbólt lögreglunnar á
hls. 11.
.....
SJÓN
ER SÖGU
RÍKARI
BRÆÐURNIR
ORMSSON
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
I
I
1
i
I