Dagur - 28.04.2000, Blaðsíða 12
12 - FÖSTUnAGUR 2 8. APRÍL 2000
ERLENDARFRÉTTIR
HEIMURINN
Samningaviðræður uin gísla
FILIPSEYJAR -1 gær áttu sér stað fyrstu samræðurnar við gíslatöku-
mennina á Filipseyjum, sem eru með 21 gísl á valdi sínu. Vopnaður
hópur manna úr samtökum íslamskra aðskilnaðarsinna á Filipseyjum
rændi fólkinu á ferðamannastað í Malasíu síðastliðna helgi, og flutti
þá til eyju sem tilheyrir Filipseyjum. I gær ætluðu mannræningjarn-
ir að láta átta gísla lausa, en það tókst ekki vegna þess að vél í báti
bilaði.
Blair vill reyna frekar á N-írlaudi
BRETLAND - Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í gær til
nýrra viðræðna um deilumálin á Norður-írlandi. Viðræðurnar eiga að
hefjast á þriðjudag, og meðal þátttakenda í þeim verður Bertie Ahern,
forsætisráðherra írlands. Deilumálin á Norður-Irlandi hafa verið í
hnút frá því heimastjórnin þar var leyst upp um miðjan febrúar, rétt
rúmum tveimur mánuðum eftir að hún tók til starfa.
Foriugi vígasveita handtekiim
INDÓNESIA - Eurico Guterres, einn af leiðtogum vígasveitanna,
sem fóru um Austur-Tfmor með ofbeldi síðastlíðið haust, hefur verið
handtekinn. Hann var handtekinn lyrir ólöglegan vopnaburð í
Kupang, höfuðborg vesturhluta Tímor-eyju. Samkvæmt lögum í
Indónesíu er bannað að bera sjálfvirk skotvopn og getur Guterres átt
yfir höfði sér alit að sjö ára fangelsi. Vígasveitirnar, sem nutu að hluta
til stuðnings indónesíska hersins, eru taldar hafa myrt hundruð
manna á Austur-Tímor eftir að fram fór þjóðaratkvæðagreiðsla þar í
lok ágúst á síðasta ári.
Vextir hækka í ESB
Evrópski seðlabankinn hækkaði í gær vexti um 0,25 prósentur. Mik-
ilvægustu forvextirnir verða þar með 3,75%, og gildir það í öllum ell-
efu ríkjum Evrópusambandsins. Frá þessu var skýrt að loknum fundi
bankaráðsins, þar sem fjallað var um stöðu gjaldeyrismála í Evrópu
og lágt gengi evrunnar. Evran hefur verið að lækka jafnt og þétt í
verði og nær hverju sögulegu lágmarkinu á fætur öðru.
Bjóða Taívömun jafna
stöðu í viðræðum
Bulent Ecevit, forsætisráðherra,
fyrir miðju.
Forsetakjör
„mistókst“
Atkvæðagreiðsla fór fram í
t)Tkneska þinginu í gær, þar
sem velja átti næsta forseta
landsins. Enginn frambjóð-
endanna náði þó tilskildum
meirihluta, og því þarf að
halda aðra umferð næstkom-
andi mánudag.
Urslit atkvæðagreiðslunnar
þykja áfall fyrir Bulent Ecevit,
forsætisráðherra, þar sem
hann taldi sig hafa tryggt sér
stuðning allra flokksleiðtoga
við einn frambjóðendanna,
Ahmet Necdet Sezer. Sezer
hefur boðað lýðræðisumbætur
og aukið tjáningarfrelsi.
Sezer hlaut þó ekki nema
281 atkvæði, en hefði þurft
367 til þess að ná atkvæðum
þriggja af hverjum fjórum
þingmönnum á tyrkneska
þinginu.
Enginn annar frambjóðandi
komst þó nálægt Sezer. Hin at-
kvæðin skiptust á níu fram-
bjóðendur og sá þeirra sem
mestan stuðning hafði hlaut
aðeins 61 atkvæði.
Kínverjar hóta ekki
stríði, en skelfileg-
nm afleiðingum ef
Taívanir faflast ekki
á eins ríkis kenning-
una.
Kínversk stjórnvöld sögðust í
gær ætla að líta á fulltrúa Taí-
vans sem jafnréttháa kínversk-
um stjórnvöldum við samn-
ingaviðræður um framtíðar-
stöðu Taívans, þó aðeins að því
tilskyldu að Taívanir féllust á
þá afstöðu Kínverja að Taívan
og Kína séu í raun eitt ríki.
Ekki yrði litið svo á að viðræð-
urnar yrðu milli kínverskra
stjórnvalda og héraðsstjórnar í
Taívan, eins og Kínverjar hafa
hingað til krafist.
Þar með ruddu Kínverjar úr
vegi einni af stærstu hindrun-
um þess að af samningavið-
ræðum geti orðið, því Taívanar
hafa algjörlega hafnað því að
ræða við kínversk stjórnvöld á
öðrum forsendum en þeim, að
fulltrúar beggja verði jafnrétt-
háir.
Hins vegar sögðu Kínverjar
jafnframt í gær, að ef Taívanir
vilja ekki fallast á kenninguna
um eitt ríki, þá yrðu afleiðing-
arnar skelfilegar.
Kínverska fréttastofan Xin-
hua skýrði frá þessu í gær, og
vitnaði þar í viðtal við háttsett-
ann kínverskan embættis-
mann, Tang Shubei.
I fyrstu var reyndar villa í
fréttinni, sem olli nokkrum
taugatitringi, en þar sagði að ef
Taívanir féllust ekki á afstöðu
Chen Shui-bian, sem tekur við forsetaembættinu á Taívan þann 20.
maí næstkomandi, sést hér taka á móti bandarískrí sendinefnd.
Kínverja um eitt ríki, þá myndi
stríð hljótast af. Sfðar leiðrétti
kínverska fréttastofan þá frétt
og sagði enga strfðshótun hafa
falist í orðum Tangs.
Aðeins fáeinar vikur eru þar
til Chén Shui-bian tekur við
forsetaembættinu í Taívan
þann 20. maí næstkomandi.
Chen hefur neitað að fallast á
kenninguna um eitt ríki, þar
sem gengið er út frá því að
Taívan sé aðeins hérað í Kína.
Hins vegar hefur hann lýst sig
reiðubúinn til viðræðna við
Kínverja hvenær sem er um
framtíðarstöðu Taívans, en þó
aðeins á þeim forsendum að
Kínverjar taki fulltrúum Taí- 6
vans sem jafnréttháum kín-
verskum stjórnvöldum, en ekki
sem fulltrúum frá héraði sem
heyrir undir Kína.
Opinber stefna í Taívan hef-
ur hingað til verið sú, að Taív-
anir séu reiðubúnir til þess að
sameinast Kína þegar lýðræð-
islegir stjórnarhættir verði
orðnir að veruleika þar. Chen
Shui-bian, sem vann sigur í
forsetakosningum í Taívan fyr-
ir skömmu, hefur hins vegar
haft þá skoðun að Taívan geti
orðið sjálfstætt ríki án allra
tengsla við Kína.
ÍÞRÓTTIR
Kveimalandsliðið í körfu til
Lúxemborgar
Islenska kvennalandsliðið í körfuknattleik hélt í gær til Lúxemborg-
ar þar sem það tekur þátt í fjögurra liða móti um helgina. Auk ís-
lenska liðsins og gestgjafa Lúxemborgara, taka Sviss og Noregur
einnig þátt í mótinu og leikur íslenska liðið fyrst gegn Norðmönnum
á morgun, síðan gegn heimamönnum á sunnudag og síðasta leik
gegn Sviss á mánudag.
Jón Örn Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna, valdi
tólf leikmenn til keppninnar og eru þrír nýliðar í hópnum. Það eru
þær Birna Eiríksdóttir úr Tindastóli, Stella Kristjánsdóttir, ÍS og
Kristín Þórarinsdóttir, Keflavík. Flestir leikmanna liðsins koma úr
KR og Keflavík að fimm frá hvoru félagi. Leikjahæst í hópnum er
Anna María Sveinsdóttir frá Keflavík með 48 leiki og nokkuð ljóst að
hún mun brjóta 50 leikja múrinn á mótinu.
Landsliðshópurinn: Alda Leif Jónsdóttir (Keflavík), Anna María
Sveinsdóttir (Keflavík), Birna Eiríksdóttir (Tindastóll), Birna Val-
garðsdóttir (Keflavík), Gréta M. Grétarsdóttir (KR), Guðbjörg Nord-
fjörð (KR), Hanna Kjartansdóttir (KR), Hildur Sigurðardóttir (KR),
Kristín Blöndal (Keflavík), Kristín Jónsdóttir (KR), Kristín Þórarins-
dóttir (Keflavík) og Stella R. Kristjánsdóttir (ÍS).
Einn íslenskur dómari, Kristinn Óskarsson, verður með í ferðinni,
en fararstjóri er Björg Hafsteinsdóttir.
Guöleif bætti íslaudsmetið í
sleggjukasti
GuðleifHarðardóttir, 1R bætti um páskana Islandsmetið í sleggju-
kasti kvenna, þegarhún kastaði 47,44 m á móti í Athens í Georgíu í
Bandaríkjunum. Guðleif sem stundar nám í háskólanum í Athens
jafnframt þvf að keppa íyrir skólann, átti sjálf gamla metið sem hún
setti á móti í Tuscaloosa fyrir aðeins tæpum mánuði síðan. Hún
mun gera fleiri atlögur að metinu á mótum í Bandaríkjunum á næst-
unni, áður en hún kemur heim til sumardvalar á Islandi í lok maí.
Staðau jöfn í úrslitaeiuvígiuu í
ísbokkí
Eftir tvo leiki í úrslitaeinvígi Skautafélags Akureyrar og Skautafélags
Reykjavíkur um Islandsmeistaratitilinn í íshokkí er staðan nú jöfn
1 -1, þar sem liðin hafa unnið sitt hvorn leikinn. Liðin unnu þó ekki
heimasigra, því Akureyrarliðið vann fyrsta leikinn í Skautahöllinni í
Laugardal og Reykjavíkurliðið jafnaði síðan metin í Skautahöllinni á
Akureyri á þriðjudagskvöldið. Urslit leiksins urðu 2-3 og skoruðu þeir
Heiðar Agústsson, Valdimar Baranov og Sigurður Sigurðsson mörk-
in fyrir SR, en Clark McCormick bæði mörk SA.
Það lið sem verður fyrr til að vinna þrjá leiki í úrslitaeinvíginu vinn-
ur Islandsmeistaratitilinn, en næsti leikur fer fram í Skautahöllinni í
Laugardal í kvöld og hefst kl. 19:00. Búist er við hörkuspennandi leik
þar sem ekkert verður gefið eftir á svellinu frekar en fýrri daginn.
íslendingar í 38. sæti
Islenska borðtennislandsliðið lenti í 38. sæti á Evrópumeistaramóti
landsliða í borðtennis sem nýlega fór fram í Bremen í Þýskalandi.
Heimsmeistarar Svía urðu sigurvegarar á mótinu eftir auðveldan 4-1
sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik. I kvennaflokki urðu Ungverjar Evr-
ópumeistarar eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik.
Félagaskipti Nistelrooys í uppnámi
I gærkvöldi sendi stjórn Manchester United
frá sér yfírlýsingu þess efnis að ekki yrði skrif-
að undir samninga við Ruud van Nistelrooy
að svo stöddu, á meðan enn sé óvíst hvenær
hann nær fullum bata eftir meiðslin sem
hann hlaut nýlega á hné. I yfirlýsingunni seg-
ir að þar sem nánari rannsókn sérfræðinga
hafi leitt í ljós óvissu um bata leikmannsins
hafi stjórn félagsins tekið þessa ákvörðun. í
yfírlýsingunni segir einnig að stjórn félagsins
voni að Nistelrooy nái sér sem fyrst svo hægt
verði að skoða félagaskipti hans nánar þegar
þar að kemur.
Harry van Raay talsmaður PSV Einhoven
sagði f gær að mismunandi niðurstöður hefðu
borist eftir skoðun lækna og sérfræðinga,
þannig að enn væri ekki hægt að útiloka að félagaskiptin gætu farið
fram fljótlega, eða eftir nánari rannsóknir. Hollenska félagið hafði
samþykkt tilboð United í Nistelrooy fyrr í vikunni og var gegnið frá
samningi með þeim fyrirvara að hann stæðist læknisskoðun. Þegar
ljóst var að hann stóðst ekki fyllilega fyrstu skoðun, þar sem læknar
United voru þó bjartsýnir á meiðslin væru ekki alvarlegs eðlis, gekkst
hann í gær undir frekari rannsókn sérfræðinga, sem úrskurðuðu að
meiðslin væru mun alvarlegri en ætlað var í íyTstu. Svo alvarleg að
kappinn þyrfti jafnvel að gangast undir aðgerð, sem verður þá til þess
að hann missir af úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í sumar. Það er
Ijóst að Nistelrooy mun í fyrsta lagi standast læknisskoðun að
nokkrum vikum liðnum og því er enn mikil óvissa um félagaskiptin.
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri United, sem er nýkominn heim
til Manchester úr stuttu fríi á Spáni, er að skoða málin betur og bfða
menn spenntir því að heyra hvað hann vill gera í málinu.
Alex Ferguson,
framkvæmdastjóri
United.