Dagur


Dagur - 20.07.2000, Qupperneq 9

Dagur - 20.07.2000, Qupperneq 9
T^mi- FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2 000 - 9 ÍÞRÓTTIR Blikastelpurnar fagna marki 11-3 sigurleiknum gegn KR. Blikastelpiir bestar Eftir leiM 9. iunferd- ar Landssímadeildar kvenna, sem lauk í fyrrakvöld, er Breiða- blik komið með tvegg- ja stiga forystu í topp- sæti deildarinnar, eft- ir 1-3 sigur á íslands- meisturum KR. Leikur KR og Breiðabliks á KR- vellinum í fyrrakvöld er einn sá skemmtilegasti sem sést hefur í kvennaknattspyrnunni í sumar og voru um 500 manns mættir á völlinn til að fylgjast með þessum tveim sterkustu liðum kvenna- boltans beijast um efsta sætið í deildinni. KR-stelpurnar byijuðu betur í leiknum og virtust ætla að yfirspila Blikastúlkur, sem léku gegn sterkum vindi. Þær voru þó ekkert á því að gefast upp og höfðu fljótlega náð góðum tökum á miðjunni og yfirhöndinni í leiknum. Þær héldu boltanum vel og spiluðu skynsamlega gegn vindinum, en voru þó heppnar að KR tókst ekki að skora úr einum fjórum hættulegum færum. Olga Færseth fór þar fremst í flokki KR-inga og náði að skapa sér þrjú góð færi sem fóru forgörðum, en það hættulegasta fékk þó Guð- laug Jónsdóttir, sem lét Þóru Helgadóttur, stórgóðan markvörð Blika, verja frá sér. Skothríð á KR-markið Eftir markalausan fyrri hálfleik mætti heimaliðið mjög ákveðið til leiks í þeim seinni og fékk fljótlega upplagt færi, þegar Guðrún Jóna Kristjánsdóttir skaut í stöng. Þar ,með virtist mestur'vindur úr KR-ingum og Blikar tóku öll völd á vellinum. Skotin dundu á KR-markinu og voru þau orðin hátt í tuttugu þegar upp var staðið. Aðeins þijú þeirra rötuðu þó rétta leið og var eitt Jjeirra, það þriðja sem Lauf- ey Olafsdóttir skoraði á 83. mín- útu, sérstaklega glæsilegt og trú- lega fallegasta mark tímabilsins. Hún lét vaða af um 35 metra færi og skrúfaði boltann beint í markvinkilinn. Fyrsta markið var einnig glæsilegt, en það gerði Margrét Ólafsdóttir á 74. mín- útu af um 30 metra færi, þegar hún náði þrumuskoti á mitt markið ofarlega, sem Fanney markvörður KR virtist misreikna. Annað markið kom svo tveimur mínútum seinna, en það gerði Eyrún Oddsdóttir af stuttu færi eftir hornspyrnu. Asthildur Helgadóttir, lagaði sfðan stöðuna fyrir heimaliðið á 85. mínútu, en hún átti einna bestan leik KR-inga ásamt Olgu Færseth og Guðrúnu S. Gunn- arsdóttur. Hjá Breiðabliki var vart veikan blett að finna og var allt Iiðið að spila mjög vel. Jafnt í Eyjnm A mánudgskvöldið fór fram leik- ur IBV og Vals í Eyjum, þar sem úrslitin urðu 2-2 jafntefli eftir að Eyjaliðið hafði náð 2-0 forystu í upphafi seinni hálfleiks. Eyjalið- ið var mun betra í fyrri hálfleikn- um og sótti stíft, án þess þó að nýta færin, fyrr en á 21. mínútu, þegar Bryndfs Jóhannesdóttir skoraði eftir góðan undirbúning Kelly Shimmins, sem stal bolt- anum af varnarmönnum Vals. í upphafi seinni hálfleiks, á 46. mínútu skilaði góð samvinna þeirra Samönthu Britton og Karen Burke svo öðru marki Eyjaliðsins, þegar Burke sendi boltann beint á kollinn á Britton úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir mót- spyrnuna neitaði Valsliðið að gefast upp og skilaði barátta þeirra tveimur mörkum með mínútu millbili. Það fyrra gerði Rakel Logadóttir á 58. mínútu eftir að hafa fengið stungusend- ingu inn fyrir vörnina, en As- gerður Ingibergsdóttir það sein- na mínútu seinna, eftir varnar- mistök Eyjaliðsins. FH jafnaði á síðnstu stnndu A Kaplakrikavelli fór fram leikur FH og Akraness, þar sem einnig varð 2-2 jafntefli eftir að ÍA hafði náð 2-0 forystu strax í upp- hafi leiks, með mörkum þeirra Aslaugar Akadóttur og Elínar Steinarsdóttur. Skagaliðið var mun betra f upphafi, eða þar til Hönnu G. Stefánsdóttur var skipt inná í liði FH, sem gjör- breytti leik liðsins. Hanna var mjög drífandi á miðjunni og þeg- ar leið á seinni hálfleikinn höfðu FH-stelpurnar náð góðum tök- um á leiknum. Þeim tókst þó ekki að skora fyrr en á 82. mín- útu, en markið skoraði áður- nefnd Hanna úr vítaspyrnu, eftir að brotið hafði verið á Valdísi Rögnvaldsdóttur. FH sótti stíft á síðustu mínútunum og uppskar með baráttu sinni annað mark, sem Guðrún Guðjónsdóttir skor- aði, þegar fjórar mínútur voru liðnar af viðbótartíma. Á sunnudag vann Stjarnan 6-1 sigur á Þór/KA í Garðabænum og tryggði sigurinn Stjörnunni tímabundið toppsætið í deild- inni, eða þar til Breiðablik vann KR í fyrrakvöld, en eftir umferð- ina er Stjarnan í öðru sætinu, einu stigi á undan KR. Staðan: Breiðablik 9 7 1 1 40:7 22 Stjarnan 9 6 2 1 22:9 20 KR 9 6 1 2 38:9 19 ÍBV 9 3 5 1 19:11 14 Valur 9 4 1 4 28:13 13 ÍA 8 1 3 4 9:29 6 FH 9 0 2 7 8:54 2 Þór/KA 8 0 I 7 5:37 1 Landssímadeild kvenna - Úrslit leikja 1 Breiðabl. Stjarnan KR ÍBV Valur ÍA FH Þór/KA Breiðablik 6-0 1-2 25.7. 10.8. 4-0 2-0 30.8. Stjarnan 3.9. 26.8. 0-0 1-0 5-0 5-1 6-1 KR 1-3 0-1 3-0 2-0 11-0 30.8. 11.8. ÍBV 3-3 3©.8. 2-2 2-2 11.8. 7-0 1-0 Valur 0-3 2§,7. 3.9. 0-2 5-0 26.8. 7-1 ÍA 26.8. 1-1 25,7. 1-1 30.8. 5-0 20.7. FH 1-8 10.8. 0-12 3.9. 2-11 2-2. 2-2 Þór/KA 0-10 0-3 1-5 26.8. 0-3 3.9. 25.7. KNATTSPYRNA Velur í landsliðið Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari 21-árs landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið sextán manna hóp sem tekur þátt í Opna Norðurlandamóti 21 -árs landsliða, sem fram fer í Bamberg í Þýskalandi dagana 28. júlí til 3. ágúst. Islenska liðið er í erfiðum riðli, en auk þess leika í riðlinum lið Þýskalands, Noregs og Danmerkur. I hinum riðlinum leika Svíþjóð, Bandaríkin, Finnland og Sviss. Landsliðshópinn skipa: Markverðir eru Þóra B. Helgadóttir (Breiðabl.) og María B. Ágústsdóttir (Stjörn.). Aðr- ir Ieikmenn eru Erna B. Sigurðardóttir (Breiðabl.), Eva S. Guðbjörns- dóttir (Breiðabl.), Eyrún Oddsdóttir (Breiðabk), Hjördís Þorsteinsdóttir (Breiðabk), Hrefna H. Jóhannesdóttir ^Breiðabk), Laufey Ólafsdóttir (Breiðabk), Sigríður Ása Friðriksdóttir (IBV), Elín Jóna Þorsteinsdóttir (KR), Guðrún Gunnarsdóttir (KR), Elfa B. Erlingsdóttir (Stjörn.), Katrín Jónsdóttir (Val) og Rakel Logadóttir (Val). Eldri Ieikmenn: Mar- grét R. Ólafsdóttir, fyrirliði (Breiðabl.) og Rakel Ögmundsdóttir (Breiðabk). Eins og fram kemur í upptalningunni er leyfilegt að styrkja hópinn með tveimur eldri leikmönnum og hefur Jörundur valið þær Margréti R. Ólafsdóttur og Rakel Ögmundsdóttur, báðar úr Breiðabliki. Margrét hefur áður leikið 20 leiki með 21-árs liðinu en Rakel engan og báðar hafa þær verið í A-Iandsliðshópnum. Allar aðrar í hópnum, nema Eyrún Oddsdóttir, Breiðabliki, hafa áður leikið með liðinu og er Hrefna H. Jóhannesdóttir, Breiðabliki, þeirra leikjahæst með 13 leiki og þær Rakel Logadóttir, Val og Laufey Ólafs- dóttir, Breiðabliki, með 12 leiki. Fyrsti leikur íslenska Iiðsins verður gegn Þýskalandi föstudaginn 28. júlí, síðan Noregi 30. júlí og loks Danmörku 1. ágúst. Fimmtudaginn 3. ágúst verður síðan leikið um sæti. Jón Amar skráður í sex greinar Meistaramót Islands í írjálsum fþróttum fer fram á Laugardalsvelli um helgina og verður keppt á laugardag og sunnudag. Undankeppni hefst báða dagana kl. 10:00, en aðalkeppnin kl. 14:00. Búast má við spenn- andi og góðu móti þar sem landsliðsfólkið er nýkomið frá þátttöku í Evr- ópubikarkeppni landsliða og þeir keppendur úr Ólympíuhópnum sem dvelja erlendis mæta allir til Ieiks, nema Martha Emstsdóttir, IR, en hún dvelur við æfingar og keppni í Bandaríkjunum. Jón Amar Magnússon tugþrautarkappi úr Tindastóli, er skráður í sex greinar á mótinu, en hann er nú í Iokaundirbúningi fyrir stórmót, sem fram fer í Talance í Frakk- landi um aðra helgi. Óhætt er að lofa stórkeppni í kringlukasti karla, þar sem Magnús Aron Hallgrímsson fær góða keppni frá Iranum Nick Sweeney og Norðmönnunum sterku, Olaf Jenssen og Svein Inge Valvik, sem keppa sem gestir á mótinu. Guðrún Amardóttir, Ármanni, Vala Flosadóttir, ÍR, Þórey Edda Elísdóttir, FH og Vigdís Guðjónsdóttir, HSK, mæta allar til leiks og mun Vigdís væntanlega gera atlögu að Ólympíu- lágmarki í spjótkasti. Einar Karl Hjartason, hástökkvari úr IR, verður því miður ekki með vegna meiðsla og missir því af gullnu tækifæri til að reyna við ÓL-lágmarkið sem er innan seilingar. Dagsliðið kvenna 9. umferð Lovísa Sigurjónsdóttir Bakel Özmundsdóttir Stjömunni Breiðabliki Hanna G...§teíansdóttir Justine Lorton FH Stjömunni Karen Burke Margrét Ó.I.afs.dóttir ÍBV Breiðabliki Tammv Scrivens Sigríður Á. Friðriksd. FH ÍBV Sigrún Óttarsdóttk Rósa 1. Steinþórsd. Breiðabliki Val ÞÓTá B. Helgadúttir Breiðabliki Dagsliðið karia 10. umferð Momir Mileta Scott Ramsev ÍBV Grindavík Ólafur Örn Biarnason Haraldur Hinriksson Grindavík ÍA Steinar Guðgeirsson Einar Þór Danfelsson Fram KR Kiartan Antonsson Guðjón Ásmundsson ÍBV Grindavík Hlvnur Birgisson Hlvnur Stefánsson Leiftri ÍBV Fialar Þorgeirsson Fram

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.