Dagur - 09.08.2000, Síða 1
Borgaxstjóri hyggst
beita sér fyrir því við
samgönguráðherra að
fyrirhuguðiun æfinga-
og kenusluflugvelli
verði flýtt. Hægt að
fækka lendingum um
50 80%.
Líiiiidans
og pústrar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, átti í gær
fund með flugmálayfirvöldum
vegna flugslyssins í Skerjafirði.
Hún segir slysið óhjákvæmilega
verða til þess að breyta umræð-
unni um völlinn og ætlar að beita
sér fyrir breytingum frá boðaðri
framkvæmdaáætlun.
„Eg geri fastlega ráð fyrir því
að þetta slys muni hafa áhrif á
umræðuna um völlinn, mér
finnst það Ieiða af sjálfu sér.
Slysið gefur tilefni til þess að
fara yfir öryggismálin og ég gerði
það í morgun [í gærmorgun]. Eg
átti fund með flugmálastjóra,
framkvæmdastjóra flugöryggis-
sviðs og framkvæmdastjóra flug-
umferðarsviðs á Reykjavíkurflug-
velli til að fara yfir atburðarásina
og þá hættu sem er samfara
þessu flugi. Reyndar eru hverf-
andi líkur á að slysin hafi áhrif á
jörðu niðri heldur eru líkurnar
langmestar á því að vélarnar fari
í sjóinn eins og í þessu tilviki en
það er aldrei hægt að útiloka
neitt,“ segir borgarstjóri.
Hægt að stórmiimka álagið
Ingibjörg Sólrún segir brýnt að
draga úr umferð á flugvellinum,
vegna þess að vaxandi umferð
hljóti að auka líkurnar á slysum.
„Það var gert ráð fyrir því í sam-
komulagi sem ég gerði við sam-
gönguráðherra að byggður yrði
nýr æfinga- og kennsluflugvöllur
fýrir nágrenni borgarinnar sem
væri þá fyrir snertilendingar í æf-
inga-, kennslu- og einkaflugi. Ég
tel að það þurfi að flýta þessari
uppbyggingu. Það má fækka
flugtökum og lendingum um 50-
Hallbjörn Hjartarson má vera
sáttur eftir helgina því hann hef-
ur sannað í eitt skipti fyrir öll að
hann er kóngurinn. Ekki einu
sinni Arni Johnsen náði að slá
hann út með brekkusöngnunt
vinsæla. Hér er að sjálfsögðu
verið að tala um verslunar-
mannahelgina en Kántríhátíðin
á Skagaströnd dró til sín um tíu
þúsund gesti. Svipaður fjöldi var
í Eyjum en á báðum þessum
stöðum fóru hátíðarhöld mjög
vel fram. Að sögn lögreglu voru
gestir Kántríhátíðar til fyrir-
myndar og engin stór mál komu
upp. Eitthvað
var um pústra
manna á milli
en það þykir
eðlilegt í Villta
Vestrinu. En
Villta Vestrið
er orð með
réttu yfir
stemninguna á
Skagaströnd
þessa helgina.
Göturnar iðuðu af mannlífi.
Biðraðir voru á línudansnám-
skeið í félagsheimilinu og að
sjálfsögðu voru allir með hatta
og sumir voru meira að segja í
kúrekastígvélum. A götum bæj-
arins mátti sjá kúreka norðurs-
ins á reið innan um aðra málm-
fararskjóta og giltu þar engar
venjulegar umferðarreglur, en
fullt tillit var tekið á báða bóga.
Kúrekar dansa
línudans.
18 fLkniefnamál
Sömu sögu var að segja frá Vest-
mannaeyjum nema hvað að þar
setti fíkniefnadraugurinn mark
sitt á hátíðina en alls komu upp
18 slík mál á hátíðinni. Meðal
efna sem þar voru gerð upptæk
voru tvö glös af sýruvökva, am-
fetamín, kókaín, lítið eitt af
hassi og 15 e-töflur. Annars
staðar tókust hátíðarhöld vel og
menn skemmtu sér saman í sátt
og samlyndi. - GJ
Flak flugvélarinnar er mjög illa farid eins og sjá má á þessari mynd. mynd: hilmar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri: Mikilvægt að reyna að
draga úr flugumferðinni á Reykja-
víkurflugvelli.
80% en þar er hættan mest. Frá
öryggissjónarmiðum er þetta
mjög mikilvægt atriði og síðan er
flugvallarmálið að öðru leyti til
almennrar skoðunar," segir borg-
arstjóri.
Framkvæmdir hefjist fyrr
Ovarlegt er að mati borgarstjóra
að tengja slysið við þá ákvörðun
yfirvalda að hætta við flutning
innanlandsflugsins til Keflavíkur
tímabundið vegna viðhalds á
austur-vestur braut vallarins. Að-
eins norður-suður brautin er
opin nú vegna malbikunarfram-
kvæmda en Ingibjörg bendir á að
ekkert hafi verið að aðstæðum í
fyrrakvöld þegar slysið varð. Allar
flugvélar lendi í því að þurfa að
bíða eftir lendingu en slys eigi
sér stað annað hvort vegna
mannlegra mistaka eða bilana.
Eigi að síður sé fullt tilefni til að
setjast niður og vera vel á verði í
kjölfar þessa hörmulega atburð-
ar. „Flugslys geta alltaf orðið en
við hljótum að vera sérstaklega á
varðbergi fyrir því hvort þau hafa
áhrif á jörðu niðri. Það er mikil-
vægt að reyna að draga úr um-
ferðinni eins og kostur er og
þessi nýi æfinga- og kennsluflug-
völlur er inni á flugmálaáætlun
árið 2003. Ég tel að byija þyrfti
fyrr á þeim framkvæmdum og ég
mun beita mér fyrir því,“ segir
lngibjörg Sólrún. - BÞ
Sjd miðopnu um flugslysið
bls. 8-9
PáDIOsÍAIISf
Geislagötu 14 • Simi 462 1300
kraftmikil og heimilisleg tilboð
á úrvals vörum
8. - 18. ágúst