Dagur


Dagur - 09.08.2000, Qupperneq 4

Dagur - 09.08.2000, Qupperneq 4
Þótt færra hafi verið á Akureyri en menn vonuðust eftir vantaði ekki fjörið á balli í Sjallanum þar sem Skítamórall lék. - mynd: brink eina sanna Björk er ein hel- sta stórstjaman á Edinborg- arhátíóirun sem nú stendur yfir í menningarhöfuöborg Skotlands. Þannig var |)aö kvik- myndm „Dancer hi the Dark“ sein opnaði kvikmyndahátíö borgar- innar og á dagskránni er einnig yf- irlitssýning á myndböndum lienn- ar. Um hvort tveggja er mikió fjall- að í fjöbniólum á Bretlandseyjum, meðal annars nú um helgina í Thc Sunday Times í Lundúnmn - en þar er farið mjög lofsamlegum orðum mn þemian þekktasta íslend- ing fyrr og síðar... Björk Guð- mundsdóttir. Segj a orð bæi ar- sti dra vera dýr Sjaldan hafa eins fáir látið sjá sig á útihátíð á Akur eyri og í ár. Menn eru svekktir og henda hver á annan. Dýr orð bæjarstjóra og slæm veðurspá eru talin hafa fælt unglinga frá hænum. Eftir sátu ekki nógu margir til að hátíðin borgaði sig. Fjölskylduhátfðin á Akureyri stóð svo sannarlega undir nafni um verslunar- mannahelgina því unglingar undir 18 ára aldri auk fólks upp í 25 ára aldur létu varla sjá sig á svæðinu. „Eg held að sjaldan eða aldrei hafi orð bæjarstjóra haft eins mikil áhrif og nú,“ segir Ingþór Asgeirsson, talsmaður miðbæjarsamtak- anna. Þarna er Ingþór að vitna í blaða- mannafundinn fræga sem haldinn var í Listigarðinum fyrir skemmstu. Ungling- arnir ákváðu þvf að fara annað og stór hluti akureyrskra unglinga með þeim. „Krakkarnir fóru á Skagaströnd enda fannst þeim þau ekki vera velkomin hér.“ Þrátt fyrir að unglingarnir hafi ekki látið sjá sig voru á milli fjögur og fimm þúsund manns í bænum um helgina og eitthvað var þetta fólk að skilja eftir sig. „Kaupmenn í miðbænum eru sáttir. Þeir voru að vísu að leggja fé í hátíðina en fjölskyldufólk er frekar að versla heldur en unglingarnir og því gátu þeir lokað hvenær sem var ef traffíkin væru ekki nógu mikil," segir Ingþór. Hvað fór úrskeiðis En það voru ekki allir að græða á hátíð- inni. Skemmtistaðir bæjarins voru langt frá því að vera fullir og telja margir að þar hafi hátt miðaverð skipt máli. Til að fara á dansleik í Sjallanum þurfti að reiða fram 2000 krónur og eftir að inn var komið máttu menn kaupa alla dryk- ki á barnum. Margir ákváðu þvf að vera frekar bara í heimahúsum eða tjaldpar- tíi. Þar sem hinar stóru hljómsveitir eru oftar en ekki á prósentum gæti reynst erftitt að ná þeim aftur í hús að ári. Á tjaldstæðum bæjarins var ekki nema hrot af þeim fjölda sem vanalega er og eiga skátarnir jrví í vandræðum með að láta enda ná saman. En hverjum er um að kenna? Miðbæj- arsamtökin benda á sýslumann og bæj- arstjóra og hinn almenni bæjarbúi segir að lög hafi verið brotin með því að ætla að meina ungmennum aðgang að bæn- um. Aðrir segja að þarna hafi verið farið að landslögum enda séu unglingar ekki Iögráða fyrr en þeir hafi náð 18 ára aldri. „Strangt til tekið þá hafa foreldrar heimild til þess að leyfa börnum sínum að fara ein á svona samkomur. En ég tel að með orðum sínum hafi sýlsumaður og bæjarstjóri verið að beina þeim til- mælum til foreldra að senda börn sín ekki ein af stað. Þau orð báru árangur og voru að mínu mati í góðu Iagi,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður barnaverndarstofu. Nú enn aðrir segja að það hversu seint undirbúningurinn fór af stað og slæm veðurspá hafi haft mest að segja. Hvernig sem þau mál eru J)á ætti að vera Ijóst að hátíðin í ár var flopp og menn ætla að nota næsta ár til að hugsa sinn gang. - GJ Og talandi um Sunday Tirnes. Þetta vlrta vikulúaö er eitt margra erlendra blaða sem birta viðtöl og greinar um Futurice sýninguna sem hefst hér á landi á föstudaginn. Blaðið reynir þar að útskýra í ináli og mynduin hvers vegna tískufólkið streymi til íslands sem sé enn „tlie hottest placc to be.“ Hreimur Orn Heimisson. Verslunarmaniiahelgin gekk án áfalla á Akureyri enda gæsla mikil þar í bæ. Sjallamenn vildu ekki vera mirnú mcim í gæslmmi og fengu konu á miðjum aldri til þess að standa í dyrunum. Hún tók hlutverk sitt afar alvarlega og spurði stóra jafiit sem smáa mn skilríki. Upp úr miðnætti kom síð- an ungur maður iim í andyri og ætlaði að labba beint inn. „Hvert heldur þú að þú sért að fara góði minn,“ kveður þá við í kellu. „Nú inn,“ svarar stráksi og er grehiiiega liissa. „Ja þú verður fyrst að borga og síðan vil ég fá að sjá skil- rfld,“ segir koiian. „Ég er nú eighflega að fara að syngja hér í kvöld,“ svarar drengurhm sem heitir Hreimur Öm Heimisson. „Og ert þú með skflrfld til að samia það,“ jirumar sú gainla og nú voru dyra- verðimir í kringum hana orönir lieldur skrýtnir í framan. Söngvaranmn miga tókst eftir rnikið stapp að komast inn á staðhm þar sem hann hélt uppi miklu stuði fram efth nóttu. Konan hélt áfram að vera í dyrunum og spurði mn skilrfld af enn ineiri hörku en áður... FRÉ T TA VIÐTALIÐ Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir LögregUn íEyjum tóJt lyfð efedrín afmörgum þjóöhátíð- argestum, sem jundiðhöj&u upp á því „snjállræði“ að taJta það í nefiðog m.a. til að auJta áfengisþolið og úthaldiðal- mennt. Efedrín úrelt lyf - nema sem „dóp“ - Hvers konar efni er efedrín? „Efedrín er lyf sem áður var notað til lækn- inga og hefur verið á Iyljaskrá. Það var notað við astma hér áður fyrr, enn er nú úrelt lyf og ekki not fyrir það Iengur til inntöku. Það sýndi sig að það var meira notað til örvunar heldur en til lækninga og þótti því ekki ástæða til að hafa það lengur á lyljaskrá. - Er þetta þú ekki hættulegt efni? „Þetta telst ekki stórhættulegt efni. Það var til dæmis í mixtúrum sem var gefin bömum, m.a. í Paradríl með efedríni. En segja má að þetta sé gagnslítið Iyf.“ - Er þoð skylt einhverjum ólöglegumfíkni- efnum? „Þetta er skylt amfetamíni og hefur ekki ósvipaða verkun. En menn sækjast ekki eins mikið í efedrínið eins og amfetamínið. Og vafalítið er það heldur ekki jafn hættulegt eins og amfetamínið varðandi ávanahættu." - Er þér ókunnugl um oð efedrín sé notað að róði hérlendis? „Ég held að það sé ekki mikið. Þetta virðist einhver ný bóla sem er að koma upp aftur. Það var á tímabili - meðan þetta var skráð sem læknislyf - þá voru sumir sem gengu svolítið til lækna til að fá lyfið. En eftir að það var tekið af skrá hefur það verið Iítið til vandræða þar til nú.“ - Þjóðluítíðargestir munu hofa fundið það þjóðráð að auka áhrifin með því að taka efnið ínefið? „Eg þekki ekki til þeirrar notkunar, en ýmis ráð eru notuð til að komast f vímu. Fyrst og fremst er þetta eldgamalt læknislyf sem hefur vissa þýðingu í blöndu með öðrum efnum, en enga til inntöku eitt og sér.“ - Flokkast það ekki tneð fíkniefnum? „Það var ekki eftirritunarskylt lyf meðan það var á lyíjaskrá.“ - Svo væntanlega verður þá ekki tekið eins alvarlega á sölu og notkun efedríns eins á t.d. amfetamíni? „Ég býst varla við því. Nema þá helst hvern- ig ,-''lk hefur komist yfir þessi efni. Fólk má ekki flytja þau til landsins og því sfður afhenda þau öðrum eða selja þau hér.“ - Nýlega heyrðist aðfarið sé að hera á sölu á „læknadópi“ - þ.e. lyfjum semfengin eru út á lyfseðilfrá lækni? „Það hefur borið töluvert á að fólk sé að sækjast í morfíntöflur. Það er vitanlega mjög slæmt, þvf morfín er gott sem læknislyf og sumir sjúklingar sem þurf a mjög á því að halda við verkjum - meðal annarra krabbameinssjúk- lingar. Svo út af fyrir sig er þetta gott lyf og ekki fallegt að kalla það „læknadóp" - raunar mjög slæmt vegna þessara sjúklinga sem jrurfa á morfíni að halda, því fyrir þá er þetta auð- vitað ekki „dóp“ heldur nauðsynlegt lyf sem þeir þurfa á að halda til að deyfa mikla verki. En aðrir sem ekki þurfa þess með eru nú farnir að ganga á milli margra lækna til að safna að sér lyfseðlum fyrir þessi lyf og koma þá oft með alveg ótrúlegustu sögur um verki og sjúkdóma, sem þeir alls ekki hafa. Koma þá gjarnan með þá sögu að þeir nái ekki til síns eigin læknis og reyna þannig að vekja með- aumkun læknanna. Lyíjaeftirlitið benti sér- staklega á einn aðila sem farið hafði til mjög margra lækna og safnað miklu magni. I kjöl- far þess sendum við aðvaranir til allra Iækna á Iandinu. En læknar eiga helst eldd að ávísa sterkum verkjalyljum fyrir fólk sem þeir þekk- ja ekld til. Helst á það bara að vera heimilis- læknirinn og hugsanlega sá sérfræðingur sem áður hefur haft með sjúklinginn að gera.“ - HEI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.