Dagur


Dagur - 09.08.2000, Qupperneq 5

Dagur - 09.08.2000, Qupperneq 5
Tfe^ui- MIDVIKUD A G U R 9. ÁGÚST 2000 - S FRETTIR „Þetta á að vera leynileg kynning. Hún fer fram í þeim iöndum sem máli skipta í þessu sambandi og þá aðallega hjá stjórnvöldum og öðrum skoð- anamyndandi aðiium, “ sagði Árni Mathiesen. Ami Mathiesen sjávar- útvegsráðherra segir forsætisráðherra ekki vera að lýsa yfir neinu sem sá að hresta á. Formaður og varafor- maður sjávarútvegs- nefndar segja að von- andi hendi ummæli Davíðs til þess að eitt- hvað fari að gerast í hvalveiðimálunum Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því yfir í opinberri heimsókn sinni í Noregi um síðustu helgi að Islendingar styddu hvalveiðar Norðmanna og nú færi að líða að því að Islendingar tækju upp hvalveiðar að nýju. Þessi ummæli forsætisráðherra virðast koma mönnum hér heima á óvart. Arni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir ekkert nýtt í þessu máli. Unnið væri samkvæmt þingsályktuninni um að hvalveið- ar skyldu teknar upp að nýju hér við land. Arni segir að forsætis- ráðherra hafi ekki verið að lýsa yfir neinu því sem sé að bresta á. Sjávarútvegsráðuneytinu var upp á Iagt af alþingi að kynna málstað íslands varðandi hval- veiðar út í heimi. Árni var spurð- ur hvað þeirri kynningu liði og sagði hann þá kynningarstarf- semi löngu hafna. Leynileg kynning - Hvemigfer kynningin fratn? „Það viljum við sem minnst tala um. Eg var m.a. spurður um þetta í þinginu og þá kallaði Og- mundur Jónasson framm í og spurði hvort þetta ætti að vera einhver leynileg kynning og ég svaraði því játandi. Þetta á að vera leynileg kynning. Hún fer fram í þeim löndum sem máli skipta í þessu sambandi og þá að- allega hjá stjórnvöldum og öðr- um skoðanamyndandi aðilum," sagði Arni Mathiesen. Hann vildi engu svara um við- brögðin ytra en sagði að fjármun- um hafi verið veitt til þessarar kynningar á fjárlögum þessa árs og að hann vonaðist eftir frekari fjárveitingu á næsta ári. Árni sagði það fara eftir ýmsu hvort kynningin ytra yrði áfram leyni- leg. Aðstæður gætu breyst þannig að hún yrði opnuð. Hann sagði að ef skýrt yrði frá þessu verkefni yrðu slík ummæli þegar þýdd og send til aðila erlendis sem ekki væri heppilegt að hefðu aðgang að málinu á þessu stigi. Sjávarútvegsráðherra vildi engu spá um hvort hvalveiðar hefjast næsta vor. Hann sagðist engar tímasetningar vilja nefna. Vonandi upphafið Einar K. Guðfinsson, formaður sjávarútvegsnefndar alþingis, sagðist bara hafa heyrt fréttirnar frá Noregi í útvarpi eins og aðrir. „Málið var útrætt á alþingi þegar þingsályktunartillagan um að hefja hvalveiðar var samþykkt. Ég leyfi mér því að álykta sem svo að ummæli forsætisráðherra bendi til þess að eitthvað fari að gerast í málinu. Ég er líka sam- mála því sem forsætisráðherra sagði að ef hefja á hvalveiðar eigi að gera það af fullum krafti,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. Kristinn H. Gunnarsson, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins og varaformaður sjávar- útvegsnefndar, sagði að sér væri ekki kunnugt um að það hefði verið rætt hér heima að helja hvalveiðar á næstunni. „Málið er hins vegar hjá ríkis- stjórn og má vera að þar hafi menn rætt málið. Alþingi hafði samþykkt það að hefja hvalveiðar með ákveðnum fyrirmælum. Það hefur ekki heyrst mikið af þessu máli innan úr ríkisstjórn en kannski bera þessi ummæli for- sætisráðherra þess merki að það sé verið að ýta málinu af stað," sagði Kristinn H. Gunnarsson. - S.DÓR Erlendar skammtímaskuldir Seðla- bankans hafa nær fimmfaldast frá áramótum. Gengið lækkaði um 0,4% Næstum fimmföldun erlendra skammtímaskulda Seðlabank- ans frá áramótum - úr 3,7 millj- örðum í 17,2 - er það sem mest ber á í yfirliti bankans um helstu liði í efnahgasreikningi frá ára- mótum til júlíloka, en hátt í 5 milljarðar höfðu bæst við í þeim mánuði. Gjaldeyrisstaða Seðla- bankans bankans nettó (erlend- ar eignir til skamms tíma að frá- dregnum erlendum skuldum til skamms tíma) lækkað líka úr 32 milljörðum í 17,5 milljarða frá áramótum. Veltan á milli- bankamarkaði með gjaldeyri nam um 95 milljörðum króna í mánuðinum. Sjálfur seldi Seðlabankinn gjaldeyri fyrir 7 milljarða króna. Gengi krón- unnar lækkaði um 0,4% í júlí. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 1,5 milljarða í júli- mánuði, niður í tæpa 35 millj- arða, sem er 1,1 milljarði lægri upphæð en í ársbyrjun. Eign bankans í markaðsskráðum ver- bréfum hefur aukist um rúm- lega 50% í nær 10 milljarða og aukningin er öll í ríkisverðbréf- um. - HEI Komskurður hafiun Kornskurður er nú hafinn í Eyjafirði, 3-4 vikum fyrr en í meðalári. Veðrið hefur verið óvenju gott fyrir kornið en þurrt hefur verið og sólríkt og eru koröxin nú þegar fullþroskuð. í gær hóf Óskar Kristjánsson i Grænuhlíð korn- skurð í landi Arnarfells en óvíst var þó um hvar og hvenær næsti akur yrði skorinn. mynd: brink Nafii drengsins sem drukknaði 6 ára gamall drengur drukknaði í ásamt fjölskyldu sinni í sumarbú- var hann til heimilis að Smára- tjörn undir Stafafellsfjöllum í stað á staðnum. Litli drengurinn braut 4 á Höfn íHornafirði. Lóni í fyrradag. Drengurinn var hét Kjartan Davíð Hjartarson og Um 70% í þjónustu Hlutfall Islendinga scm starfar við hvers kyns þjónustu hefur vaxið hröðum skrefum og nálgast nú 70% - eða 7 af hverjum 10 störfum í landinu - en framleiðslustörfum fækkar að sama skapi. Árið 1980 starfaði aðeins rúmur helmirigur mannaflans, cða 52%, við þjónustu og viðskipti, en 35% í iðnaði og byggingariðnaði og rúmlega 13% við landbúnað og fiskveiðar. Tíu árum síðar hafði hlutur þjónustunnar aukist í 61% en minnkað í 29% og 11% í hinum greinunum. Árið 1995 voru þjónustustörfin orðin tæp 66% allra starfa í landinu og í fyrra var hlutfall þjónustunnar komið í 69% allra starfa. Hlutur iðnað- ar og bygginga hafði dalað niður í 22% þrátt fýrir ný álver og gífurlega þenslu á hyggingamarkaði. Og aðeins 9% mannaflans starfaði við land- búnað og fiskveiðar í fýrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. - HEI Skaftárhlaup komið og farið Hlaup hófs í Skaftá á Iaugardagskvöldim Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hringt úr Fljótshverfi um klukkan hálfátta og sagt að þar fyndist brennisteinslykt, sem er venjulega fyrirboði hlaups. Þá sást einnig lágtíðniórói á jarðskjálftamæli í Kálfafelli. Hlaupið er úr minni katlinum í jöklinum, en hlaup þaðan verða að jafnaði ekki stærri en um 700 rúmmetrar á sekúndu. að stóðst að þessu sinni en hlaupið náði há- marki í fýrrnótt og var rennslið þá um 700 rúmmetrar á sekúndu. í gær var hlaupið í rénun en samkvæmt mæli Vatnamælinga Orku- stofnunar var vatnsmagnið í ánni klukkan átta í gærmorgun um 500 rúmmetrar á sekúndu. Kunnugir segja að miðað við fyrri reynslu af hlaupum úr vestari og minni katlinum í jöldinum megi búast við að hlaupið standi í nokkra daga til viðbótar. - GJ Krónan fær gálgafrest Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að veita forráðarmönnum Krónunnar frest til 15. september til að gera úrbæt- ur á sínum málurn. Krónumenn lýstu því yfir í Degi í síðustu viku að málið væri líkast stormi í vatnsglasi og lofuðu því að úrbætur yrðu gerðar þegar í þessari viku. Hafi viðcigandi úrbætur á brunakerfi og flóttaleiðum hins vegar ekki verið gerðar þann 15. september munu dagsektir skella á og í fram- haldinu verður Krónunni lokað. - GJ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.