Dagur - 09.08.2000, Page 6
6 - MIDVIKUD AGU R 9. ÁGÚST 2000
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Ads toðarritstjori:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Simar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.900 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-i615 Ámundi Ámundason
(REYKJÁVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Hvalveiðar?
í fyrsta lagi
Fjölmiðlar fluttu af því fréttir um helgina að Davíð Oddsson,
forsætisráðherra, hefði rætt ásókn stórhvela í nytjafiska á Is-
Iandsmiðum og hugsanlegar hvalveiðar við kollega sinn í Nor-
egi. Sumir sem hafa hagsmuni af að hefja hér hvalveiðar á ný,
gripu þessar fréttir á lofti og töldu merki um að nú ætli forsæt-
isráðherra að gefa grænt Ijós á að hvalveiðar hefjist hér við
land á næstunni. Fátt bendir þó til að sú sé raunin.
í öðru lagi
Staða Islands í málinu hefur verið óbreytt um árabil. Islend-
ingar mótmæltu ekki hvalveiðibanni á sínum tíma, en sögðu
sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Islendingar hafa því ekki sömu
réttarstöðu og Norðmenn til að hefja veiðar, en norsk stjórn-
völd mótmæltu banninu og héldu áfram aðild að ráðinu.
Norðmenn eiga hins vegar við að etja þann sama vanda og all-
ar aðrar hvalveiðiþjóðir, að enn er bannað að stunda viðskipti
milli landa með hvalaafurðir. Tilraunir til að breyta því mistók-
ust fyrr á þessu ári. Norðmenn geta því ekki flutt út afurðir
þeirra hvala sem þeir þó veiða. Þess vegna eru norskar hval-
veiðar Qárhagslegur baggi. Þær borga sig ekki.
í þriöja lagi
Með hina alþjóðlegu lagastöðu í huga eru auðvitað litlar líkur
á að íslendingar fari að skjóta hvali alveg á næstunni. Við bæt-
ist að miklum hagsmunum annarra atvinnugreina, svo sem
ferðaþjónustunnar, yrði stefnt í voða með því að hefja slíkar
veiðar. Hið sama á við um jákvæð áhrif þeirrar umfangsmiklu
kynningar á Islandi vestanhafs sem tengist þúsaldarafmæli
landafundanna. Þótt íslendingum þyki súrt í broti að geta ekki
hagað sér að vild í hvalveiðimálum, þá er það grundvallaratriði
í alþjóðlegum samskiptum nú til dags að þjóðir verða að sætta
sig við málamiðlanir og stundum meirihlutaniðurstöðu þótt
þeim sé það þvert um geð. Áhrifamenn hinna stærri ríkja eru
þannig stöðugt að taka ákvarðanir sem gilda líka hér og landi
og Islendingar hafa í reynd lítið um að segja.
Elías Snæland Jónsson.
Hlkst, hikst, Mkst
Tveir menn á Akureyri munu
hafa gegnið um með hiksta
bróðurpart verslunarmanna-
helgarinnar. Það eru þeir Krist-
ján Þór Júlíusson hæjarstjóri og
Björn Jósef Arnviðarson sýslu-
maður. Astæðan er sú að ýmsir
kaupmenn og hagsmunaaðilar
hugsuðu þeim þegjandi þörfina
fyrir að hafa haft frumkvæði að
því að takmarka gestakomur til
bæjarins við fjölskyldufólk eða
þá sem orðnir eru 18 ára. Garri
var raunar einn þeirra sem lét
freistast af þessu óvenjulega
gylliboði og fór með fjölskylduna
norður til að upplifa
fjölskyldustemning-
una. Það er ekki á
hverjum degi sem
menn sjá uppábúinn
sýslumann og smckk-
lega klæddan bæjar-
stjóra sitja í lauf-
skrúði listigarðs og
bjóða fólk velkomið í
heimsókn - og lofa
því jafnframt að þau
hvimleiðu ónot sem
fyljga útúrdrukknum gargandi
ungmennum sem halda að þau
séu að skemmta sér verði víðs
fjarri. En þetta gerðu sýslumað-
urinn og bæjarstjórinn á Akur-
eyri hér í Degi og einhveijum
öðrum fjölmiðlum Iandsins
raunar líka.
Mitóötap
En í stað þess að vera gerðir að
smemmbornum heiðursborgur-
um Akureyrar hafa þeir Stjáni
bæi og Bjössi sýsli semsé verið
með hiksta lungann úr helginni.
Kaupsýslumenn hvers konar
hafa nefnilega verið að tapa
stórfúlgum sem þeir annars
hefðu grætt ef Halló Akurevri
hefði enn á ný verið gerð að
unglingadrykkjuhátíð. Drukknir
unglingar evða mildum pemng-
um og það gera líka áhyggju-
flullir foreldrar sem hugsanlega
elta unglingana á útihátíð af
Kristján Þór Júlíusson
og Björn Jósef
Arnvidarson.
þeim toga sem áður hafa verið
haldnar á Akureyri. Garra skilst
meira að segja að sumar verslan-
ir á Akureyri hafi um verslunar-
mannahelgina haft opið allan
sólarhinginn og selt nánast allt
sem til var - jafnt nýjasta tísku-
varning sem gamlar birgðir.
Aflabrestur
Það er því efnahagslegt áfall fyr-
ir bæjarfélagið þegar menn
missa slíka vertíð úl úr höndun-
um. Það má eiginlega segja að
þetta sé eins konar aflabrestur í
samfélagi sem þarf svo sannar-
lega á mikilli atvinnu-
uppbyggingu að
halda. Og það gæti í
sjálfu sér verið nógu
erfitt fyrir atvinnu-
frömuði Akureyrar að
sætta sig við að ung-
lingafyllirísvertíðin í
ár hafi ekki gefið af
sér neitt í líldngu við
það sem verið hefur
undanfarin ár. En að
það skuli haf’a verið
þeir Stjáni bæi og Bjössi svsli
sem urðu til þess að unglinga-
gangan gekk ekki til Akureyrar á
fyllerí, er auðvitað ófýrirgefan-
legt! Hver getur sætt sig við að
reyta eina og eina Icrónu af alls-
gáðu fjölskyldufólki þegar hugs-
anlegt hefði verið að moka inn
seðlum frá sauðdrukknum ung-
lingum og foreldrum í tauga-
sjokki. Það er því von að þeir
Bjössi og Sljáni hafi hikstað - en
þeir hiksta þá kannski líka og
hika næst þegar þeir ætla að
spilla fyrir cðlilegri upphyggingu
efnahagslífs og atvinnumála á
Akureyri! En Garri og fjölskvlda
vilja hins vegar þakka þeim þeim
báðum fyri fína helgi og frrir að
sleppa við að þurfa að horfa upp
á hjól atvinnulífsins snúast í vös-
unum hjá ósjálfráða, drukknum
unglingum. — GARRl
BIRGIR
GUÐMUNDS- i
SON
i
SKRIFAR
Ef marka má The Sunday Times
þá er Island í tísku meðal þeirra
sem telja sig fylgjast með. I síð-
asta eintaki þessa sunnudaga-
stórveldis er mikið talað um ís-
Iand og Isiendinga, m.a. um Fut-
urice sýninguna sem byrjar í lok
vikunnar í Reykajvík. Það er þó
Björk sem er tilefni mestrar um-
fjöllunarinnar, enda dúkkar hún
upp á fleiri en einum stað í blað-
inu. Einhvern veginn er það
þannig að manni finnst það
alltaf dálítð gaman þegar jákvæð
umfjöllun hirtist í erlendum
stórblöðum um ísland og íslend-
inga, jafnvel þótt það sem verið
er að fjalla um sé fjarri því að
falla undir manns eigið áhuga-
svið. Þannig er gaman að fylgjast
með umfjölluninni um Futurice
þótt tíska og fatahönnun sé fjarri
því að vera eitthvað sem heillar
mig svona hversdags. Sama má
eiginlega segja um Björk, ég verð
víst að játa að ég var í þeim hópi
Meiuimgargróðuriim
sem ekki áttaði mig til fulls á sér-
stæðum söng hennar og tón-
smíðum fý'rr en hún var orðin
heimsþekkt stjarna.
Hágróðurmn
En þó ýmis há-
gróður ættaður
úr íslensku
menningarlífi
nái að teygja sig
upp á móti
sunnudagssól-
inni í breskum
blaðaheimi á það
eðli málsins
samkvæmt ekki
við nema um ör-
fár jurtir. Megn-
ið af íslenskum menningarjurt-
um vex auðvitað undir íslenskri
sól eingöngu og dafnar vel. Það
hlýtur einfaldlega að teljast
hraustleikamerki að einstaka
sprotar hans nái alþjóðlegri at-
hygli. Og það er líka hraustleika-
merki að íslenskur menningar-
gróður hefur þó til að bera þá al-
þjóðlegu skýrskotun að sumt af
honum eða afleggjarar frá hon-
um ná fótfestu úti í hinum stóra
heimi. Um þetta
gildir eins og
raunar svo margt
annað að hina
þjóðlegu rætur
ná sér þá fyrst á
strik að þær fái
næga alþjóðlega
næringu. I því
felst engin eftir-
gjöf fyrir ís-
Ienska menn-
ingu að sækja í
erlenda upp-
sprettubrunna, ekki frekar en
það er eftirgjöf fyrir t.d. útlenda
menningu að sækja í íslenska
brunna.
Ljóðakvöld
Þetta eru sfður en svo ný sann-
indi, en þau eiga þó alltaf við.
Því er þetta rifjað upp hér að um
helgina var í Deiglunni á Akur-
eyri flutt sérstaklega vel heppn-
uð ljóðadagskrá þar sem þátttak-
endur og hlustendur beinlínis
teyguðu í sig erlend menningará-
hrif í ljóðum og í söng, en gerðu
það allt á glæsilegri íslensku. Um
var að ræða ljóðadagskrá sem
Þosteinn Gylfason setti saman
ásamt tónlistarmönnunum Ric-
hard Simm, Michael Jóni Clark
og Sif Ragnhildardóttur. Þarna
var leitað í smiðju ýmissa evr-
ópskra skálda og tónskálda og
Ijóðaþýðingar Þorsteins fluttar.
Þessarar dagskrár mun sjálfsagt
ekki verða getið í The Sunday
Times, en þó er hún gott dæmi
um gróskuna í menningarjurta-
garðinum íslenska sem hefur
skapað öðrum þau skilyrði sem
þurfti til að komast í það ágæta
blað.
.Ujufur
Erástæða tíl að ætlaaó
meiri alvara sé í hval-
veiðiumræðuntii nú en
áður?
(í opinberri heimsóhn sinni
til Noregs um helgina lýsti
Davíð Oddsson forsætisráó-
herra aó nú væri oróió tíma-
bært fyrir íslendinga að hefja
hvalveiðar.)
Konráð Eggertsson
hreftmvekUmathtr á Ísajirði.
„Nú þegar hefur
alþingi lagt lín-
urnar um að
hefja skuli hval-
veiðar og eftir
því verður ríkis-
stjórnin að fara.
Davíð hefur tal-
að og mér hefur
virst að orð hans hafi meiri \'igt en
það sem aðrir menn segja. Því bind
ég miklar vonir við að hvalveiðar
hefjist á næsta ári og þá muni
menn fara eftir þeim ráðlegging-
um sem Namco og Hafró hafa sett
fram.“
Hörður Sigurbjarnarson
framkvæmdastjóri Noiómsiglingar a
Hiísavik.
„Það keinur á
óvart ef forsætis-
ráðherrann ætl-
ar sér að fara að
veiða hval, án
inngöngu í AI-
þjóða hvalveiði-
ráðið. Hvað vak-
ir fvrir honum
veit ég ekki, en varla eru það hags-
munir ferðaþjónustunnar eða ann-
ara útflutningsgreina sem hann
hefur í huga með þessum fyrirætl-
unum. Ef hvalveiðar og viðskipta-
stríð við nágrannaþjóðir okkar
færu af stað myndi það þýða stórt
áfall fyrir ferðaþjónustu í landinu."
Jóhann Sigurjónsson
forstjóri Hafrannsóktiastofiiumr.
„Eg ætla engan
dóm að leggja á
það, þetta bvgg-
ist allt á pólítísk-
um vilja manna.
Hins vegar höf-
um við hjá Haf-
rannsóknastofn-
un metið að
veiðiþolsins vegna sé hægt að
veiða hér við land allt að 250
hrefnur og um 200 langreiðar, þá
að teknu tillliti til svæðadrcifingar
og annara þátta. Hvalveiðar hér
við land hafa ekki verið stundaðar
frá árinu 1989 og það segir sig
sjálft að rannsóknir á hvalastofn-
um verða aldrei reknar með sama
krafti séu veiðar ekki stundaðar."
Pétur Bjamason
formaöurFiskifélags íslands.
„Já, því ég tel að
það sjónarmið
að nýta auðlind-
ir halsins, þar á
meðal hvali,
hljóti að verða
ofan á. I umræð-
unni um auð-
iindanýtingu má
merkja ákveðna breytingu og að
þeir sem allt vilja vernda en ekkert
nýta eru að einangrast. Hins vegar
skulum við ekki Iíta svo á að bar-
áttan fýrir hvalveiðum sé unnin nú
þegar.“