Dagur - 09.08.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGU R 9. ÁGÚST 2000 - 7
ÞJÓÐMÁL
Að gæta bróður sins
„Umræða um að lögleiða fíkniefni er alveg út í hött," segir greinarhöfundur.
Eiturlyfjaváin er ein af þeim
jilágum sem gengur yfir nútíma-
samfélagið. Þessi óáran elur af
sér óhamingju og glæpastarf-
semi. og fíknin hrýtur margan
manninn niður andlega og lík-
amiega. Ohugnanlegast er þegar
fólk ánetjast fíkniefnum á barns-
aldri.
Iiingað til hefur verið sam-
staða um það í samfélaginu að
berjast gegn þessum vágesti með
öllum tiltækum ráðum. Hins
vegar helur nú upp á síðkastið
látið á sér kræla umræða sem
gengur í aðra átt. 1 lún skaut upp
kollinum hjá ungliðum í Sjálf-
stæðisflokknum, þar sem ein-
staklingar sem þar voru starfandi
settu þær skoðanir fram að Iög-
leiða beri fíkniefni.
1 morgunnútvarpinu á Rás 2
nú nýverið var viðtal við Jón
Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttarlögmann, þar sem hann
kom fram með mjög ákveðar
skoðanir í þá veru að slaka bæri
á lagasetningu um bann við
fíkniefnum og Ieyfa að minnsta
kosti einhver þeirra. Jón er
þekktur lögfræðingur sem oft
hefur verið áberandi í þjóðmála-
umræðunni, og ekki legið á
skoðunum sínum. Menn af hans
gerð hafa áhrif og ég hef á til-
finningunni að þarna hafi þeim
sem tala í þá átt að lögleiða fíkni-
efni bæst öflugur talsmaður.
Lögfræðingur á vUligötum
I viðtalinu við Jón byggði hann
skoðanir sínar á ákveðinni hug-
myndafræði sem oft hefur skotið
upp kollinum í umræðum um
þjóðmál, en það er, „að hver ein-
staklingur eigi að bera ábyrgð á
sjálfum sér“, og varast neikvæða
hluti í samfélaginu undir þeim
formerkjum.
Ég er fullkomlega sammála því
að æskilegt væri að þjóðfélagið
væri samansett af sjálfstæðum
og viljasterkum einstaklingum
sem bera ábyrgð á sjálfum sér og
gerðum sínum. Ekki skal gert lít-
ið úr þessu markmiði. Hitt flokk-
ast undir draumsýn að svona sé
komið málum og á þessum for-
sendum geti þjóðfélagið hætt að
setja markalínur um hvað er
leyfilegt og hvað sé ekki Ieyfilegt
og senda skilaboð með sinni
lagasetningu út í samfélagið.
Mennirnir eru nú einu sinni
misjafnir, sumir eru viljasterkir
einstaklingar sem eru allir vegir
færir, aðrir lenda af ýmsum
ástæðum utangarðs í samfélag-
inu, ánetjast óreglu og eiturlyfj-
um fyrir áhrif umhverfisins, eða
af öðrum ástæðum.
FLeiri óþægilega gesti í húsið?
Því hefur verið haldið fram að
vegna þess að áfengi sé vímuefni
og sé leyfilegt, þá sé rökrétt að
lögleiða fleiri. Það er rétt að
áfengi er vímuefni sem getur
leitt til fíknar og tóbak flokkast
\issulega undir fíkniefni. Notk-
un þessara efna í öllum sínum
myndum hefur Ivlgt mannkyn-
inu frá örófi alda, og vissulega
má segja svo um ýmis lvf sem
notuð hafa verið til þess að kom-
ast í vímu. Afenginu má líkja við
óþægilegan gest sem hefur sest
upp í húsi þjóðarinnar, og það er
vissulega reynt að takmarka
þann skaða sem hann gerir og
það gengur illa. Það er hins veg-
ar út í hött að tillvera hans í hús-
inu réttlæti það að galopna dyrn-
ar fyrir fleiri slíkum gestum.
Barátta sem ber árangur
Þess vegna hefur það verið stef-
na stjórnvalda að berjast gegn
fíkniefnunum og efla þá baráttu,
en ekki leyfa efnin. Framsóknar-
flokkurinn hefur lagt sérstaka
áherslu á þetta í sínum málflutn-
ingi og í samræmi við hann hef-
ur verið varið stórauknum fjár-
munum til þessarar baráttu.
Marktækur árangur hefur náðst
á mörgum sviðum. Forvarnir
hafa verið auknar, aukið magn
hefur náðst af efnum, og ekki
eru biðlistar eftir meðferð um
þessar mundir. Umræða um að
lögleiða fíkniefni er alveg út í
hött og getur stefnt þessum ár-
angri í hættu og komið inn þeim
ranghugmyndum að hér sé ekki
sú hætta á ferð sem lýst er og í
lagi sé að draga markalínuna á
öðrum stað heldur en gert hefur
verið hingað til.
Að gæta bróður síns
Eins og tekið var iram hér á
undan er kenningin um að „hver
beri ábyrgð á sjálfum sér“ góð
svo langt sem hún nær. Hins
vegar er sú gamla og góða kenn-
ing að hver eigi að „gæta bróður
síns ', f óeiginlegri merkingu. í
lullu gildi. A henni byggist það
samfélag samhjálpar og um-
hyggju sem við viljum stefna að.
Hinn fullkomlega frjálsi einstak-
lingur, engum háður er útópía
ómengaðrar frjálshyggju og sér-
hyggju. Frelsi með samábyrgð
manna og umhyggju fyrir örlög-
um og afdrifum náungns er það
þjóðfélag sem við miðjumenn í
stjórnmálum viljum sjá. Við
þurfum á því að halda að draga
markalínurnar með lagasetningu
ef þjóðarnauðsyn krefur til
verndar hinni uppvaxandi kyn-
slóð í landinu. Bann við inn-
flutningi og notkun fíkniefna er
af þeim toga.
Villtur stofn í hættu
Full ástæða er til að vekja
veiðiám. Norður Atlands-
hafsstofninn hefur verið í
mildlli og vaxandi hættu
undanfarin ár. lsland ver-
ið eitt örfárra landa þar
sem enn hefur gengið lax í
ár í viðunandi mæli. Þó
hafa augljós hnignunar-
merki komið fram. í ár
hefur veiði hrunið í mörg-
um ám. Væru þessi tíðindi
úr IJárstofninum, eða af
rjúpunni, hefði geysað látlaus umræða í
helstu fjölmiðlum. Hvers vegna ekki þegar
laxveiði hrynur? Fyrir því eru samverkandi
ástæður.
Hagsmimir
Astæðan fyrir því að veiðibændur og veiði-
leyfasalar hrópa ekki upp viðvörunarorð er
einföld: Þeir hafa sömu hagsmuni af því
að þegja og leikhússtjórinn sem auglýsir
ekki slæma gagnrýni. Laxveiðin er mjög
stór hluti af íslenskum skemmtanaiðnaði.
Aætlað hefur verið að hún velti helmingn-
um af íslenskri sauðljárrækt séu opinberir
styrkir ekki meðtaldir. Enginn skemmt-
anastjóri auglýsir eða talar um óumbeðinn
að „sjóið“ sé að falla. Þetta er ldemman
sem íslenskir veiðibændur eru í. Þeir
verða að bíta á jaxlinn og vona það besta
fyrir næsta ár. Því hvers vegna ættu veiði-
menn að borga það miðaverð sem nú er
sett upp ef skemmtunin stendur ekki und-
ir væntingum? Allt tal um hættuástand er
slæmt fyrir viðskiptin.
Fleira kemur til. Að vissu leyti vekur
hrunið f laxveiðum ákveðna tegund Þórð-
argleði hjá öllum almenningi, sem hefur
ekld haft efni á að veiða í íslenskum ám á
besta tíma. Gott á ríkisbubbana! Menn
sem eyða 60 þúsund krónum á dag fyrir
utan fæði og gistingu í laxveiðar eiga ekki
skilið annað en fá smá kjaftshögg. Fólk
glottir út í annað.
Þessi sjónarmið eru skammsýn í besta
falli. Því nú er framtíð þessa glæsilega
villta dýrastofns í húfi.
Úlfur lilfur?
Eru varnaðarorð ótímabær köll, eins og
þegar strákurinn kallaði úlfur úlfur? Því
miður lítur ekki út fyrir það. Veiði er nú
sums staðar helmingur af veiði síðasta árs,
sem var mjög slakt. I sumum ám er hreint
hrun. Aðrar ár sem skila slökum meðal-
afla eru með smáa fiska. Stórfiskaafli er
horfinn úr íslenskum ám.
Nú vona allir að þessi niðursveifla sé
botninn, og síðan muni rétta úr kútnum.
Því miður eru engin sérstök teikn á lofti
um það. Þess vegna er brýning eins og sú
sem hér er birt til þess eins að biðja um
opinskáa umræðu og endurmat á þeim
vinnubrögðum sem tíðkast hafa við ár og
vötn. Endurmat.
Vidbrögö
Nú þegar má heyra menn tala um að auka
verulega seiðasleppingar í árnar. Bent er
á góða veiði í Eystri Rangá, sem hefur ekki
lengur neinn villtan stofn, en byggir á því
að sleppa seiðum úr öðrum ám. Nú verð-
ur vaxandi þrýstingur á mörgum stöðum
um að „hjálpa" villta stofninum.Þetta er
mjög varhugaverð hugsun. Því slík hjálp
við villta dýrastofna hefur lengstum hefnt
sín illilega. Hún er hins vegar góð hjálp til
að halda skemmtigildi laxveiða og sölu-
verði ánna sem hæstu. Um tíma. Því þeg-
ar til lengri tíma er litið eigum við á hættu
að árnar glati villtum stofnum sínum og
verði eftirleiðis rennandi eldisfiskabúr.
Reyndar hafa heyrst raddir um að best sé
að játa bara að slagurinn sé tapaður og
breyta mikilvægum veiðilendum fvrir er-
lenda ferðamenn í hreina hafbeit. Slíkt
ber ekki að taka alvarlega að svo stöddu.
Markmið
Markmið okkar hlýtur að vera viðhald
hins villta stofns. Ef hann ber ekki allan
þann fjölda veiðimanna sem æskilegt væri
að hafa í ánum frá viðskiptasjónarmiði.
hljótum við að endurskoða viðskiptin.
Mjög sterk teikn cru á lofti í sumum ám
að þær séu ofveiddar. Skemmtanastjór-
arnir selja einfaldlega alltof mörgum að-
gang. í framtíðinni verða þessi sjónarmið
að gilda: Að villti stofninn í hverri á fái að
njóta vafans þegar seiðasleppingar eru
annars vegar, og að hver á sé sjálfbær.
Þessi krafa verður að gilda um öll veiði-
vötn á Islandi.
Kyrrahafslaxinn
I tímaritinu „Fly Fisherman" (mars 2000)
er bókardómur um nýlegt rit:„Salmon wit-
hout rivers". Samkvæmt þeirri frásögn er
bágt ástand Kyrrahafslaxins nú rakið til
óhóflegrar græðgi og margra misheppn-
aðra aðgerða til að „hjálpa" villtum fiski til
að fjölga sér og lifa lífi sem er annað en
náttúran ól hann til. Þar segir að „rækt“ sé
nú talin ein helsta ástæða til þess hvernig
stofninum hefur hrakað, ásamt auðvitað
þeim umhverfisspjöllum sem iðnvæðing
hefur í för með sér. Sú lykilhugsun að
hægt sé að bæta umhverfi fiskanna og
styrkja stofna með handafli sé röng.
Vonandi verður niðurstaðan sú að ver-
tíðin í ár sé botninn á niðursveiflu sem
náttúran sjálf hefur skapað. A því eru hins
vegar litlar líkur. Og við eigum að endur-
meta hætti okkar í umgengni við árnar,
einmitt nú. Veiðileyfasalar, veiðimenn. Og
yfirvöld landsins. Heiður okkar er í húfi.
Og það sem verra er. Laxastofninn er í
húfi.