Dagur - 09.08.2000, Qupperneq 9
MIBVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 - 9
ÍÞRÓTTIR
Islensku landsliðin í 3. og
5. sæti á Polar-Cup
íslendingar urðu í 3. sæti á Norð-
urlandamótinu í körfuknattleik,
Polar-Cup, sem lauk í Keflavík á
laugardaginn. Svíar urðu Norður-
landameistarar, unnu alla sína
fimm leiki og skoruðu 410 stig
gegn 348. íslendingar töpuðu mjög
naumlega fyrir Svíum eða með að-
eins tveggja stiga mun. Finnar
urðu í 2. sæti, töpuðu einum leik,
gegn Svíum, og skoruðu 407 stig
gegn 323 stigum. Islendingar töp-
uðu fyrir Finnum með 5 stiga
mun. Island vann tvo leiki og skor-
aði 398 stig gegn 375. Danir urðu
í Ijórða sæti, einnig með tvo sigra
en verra stigahlutfall, skoruðu 366
stig gegn 369. Island-B, eða Elítu-
liðið, vann einnig tvo leiki, þar með
leikinn gegn A-liði Islands með 6
stiga mun og skoraði 348 stig gegn
390. Norðmenn ráku lestina, unnu
ekki leik og skoruðu 366 stig gegn
490. Svíinn Jonas Larson var stiga-
hæsti leikmaður mótsins með 80
stig en Herbert Arnarsson var
stigahæstur íslendinga með 70
stig, og í 4. sæti. Hlynur Bærings-
son í B-landsliðinu tók flest frá-
köstin, eða að meðaltali 9 í leik en
Svíinn HÁkan Larsson var af flest-
um talin besti leikmaður mótsins
og hann var einnig með flestar
stoðsendingarnar, eða að jafnaði
8,2 í leik.
Leikimir fóru þannig:
(I sviga eru úrslit eftir hvern leik-
Ijórðung)
Finnland - Danmörk 78-67
(15-23, 32-37, 56-50)
Svíþjóð - Ísland-B 78-63
(30-17, 46-30, 61-51)
Island - Noregur 92-66
(17-24, 46-40, 73-52)
Danmörk - Ísland-B 64-55
(19-16, 42-24, 51-40)
Finnland - Noregur 112-63
(27-11, 55-31, 80-55)
Island - Svíþjóð 86-88
(11-23, 38-54, 65-69)
Danmörk - Noregur 94-73
(24-16, 43-31, 71-49)
Finnland - Svíþjóð 60-66
(17-13, 28-32, 47-53)
Island - Ísland-B 70-76
(16-17, 41-41, 57-58)
Svíþjóð - Noregur 95-68
(18-21, 39-45, 67-54)
Finnland - Ísland-B 82-57
(18-13, 44-23, 60-40)
ísland - Danmörk 80-70
(26-20, 43-36, 57-59)
ísland B - Noregur 97-96
(22-22, 46-48, 68-68)
Danmörk - Svíþjóð 71 -83
(13-31, 39-46, 55-67)
ísland - Finnland 70-75
(18-23,34-42,52-57.) — GG
Islensku liðin eigast við á Polar-Cup.
Skemmtileg keppni
í hlaupagreinum á
Viudheimamelum
Ólöf María Jónsdóttir Keili og Björgvin Sigurbergsson GK fögnuðu sigri á landsmótinu 1999. Þau verja titla sína á
Jaðarsvelli á Akureyri, en landsmótið hefst þar í dag.
Landsmótið í golfi á
norðlenskum völlum
Landsmótið í golfi 2000 hefst á
þremur völlum Norðurlands í
dag, miðvikudag, og stendur til
sunnudagsins 13. ágúst nk. Á
Jaðarsvelli á Akureyri leika
meistaraflokkar karla og kvenna.
A Kötluvelli á Húsavík leikur 2.
flokkur karla en á Hlíðarenda-
velli á Sauðárkróki leikur 3.
flokkur karla. Alls taka 305
manns þátt í landsmótinu í ár,
þar af 212 á Jaðarsvelli. I meist-
araflokki karla eru 78 þátttak-
endur með 4,4 í forgjöf eða
lægra en í meistaraflokki kvenna
eru 15 kylfingar með 10,4 f for-
gjöf eða lægra. I 1. flokki karla
eru 95 með forgjöf 4,5 til 9,4; í
1. flokki kvenna eru 14 með
10,5 til 17,4 í forgjöf; í 2. flokki
karla eru 61 með 10,5 til 14,4 í
forgjöf; í 2. flokki kvenna eru 10
með 17,5 til 26,4 í forgjöf og í 3.
flokki karla eru 32 með 14,5 til
204, í forgjöf. Islandsmeistarar
karla síðustu þrjú ár hafa verið
Þórður Emil Ólafsson, GL,
1997; Sigurpáll Geir Sveinsson,
GA, 1998 og Björgvin Sigur-
bergsson, GK, 1999. I kvenna-
flokki hafa það verið Ólöf Marfa
Jónsdóttir, Keili, 1997; Ragn-
hildur Sigurðardóttir, GR, 1998
og Ólöf María Jónsdóttir, Keili
aftur Islandsmeistari árið 1999.
Bæði Björgvin og Ólöf María eru
meðal þátttakenda á Iandsmóti
2000 og verja titla sína. — GG
í bamaflokki sigraði
Þór frá Neðri Ási,
knapi Eyrúu Ýr Páls-
dóttir, með einkuim-
ina 8,83.
Stórmót hestamannafélaganna á
Norðurlandi fór fram um versl-
unarmannahelgina á Vind-
heimamelum í Skagafirði. Góð
þátttaka var á mótinu, eða lið-
lega tvö hundruð skráningar.
Keppt var í A-flokki gæðinga, B-
flokki gæðinga, unglingaflokki
og barnaflokki en skráningar í
ungmennaflokk reyndust ekki
nægjanlega margar til þess að
hægt væri að halda þar keppni. I
hlaupagreinum var keppt í tölti,
100 metra flugskeiði, gæðinga-
skeiði og stökki. Jafnframt fór
fram yfirlitssýning kynbóta-
hrossa.
Nokkuð rigndi á þátttakendur
og áhorfendur á laugardeginum
en blíðskaparveður var á sunnu-
deginum þegar úrslitakeppni í
flestum greinum fór fram. í 100
metra flugskeiði sigraði Baldvin
Ari Guðlaugsson á Vask frá
Vöglum á 8,0 sek., sama tíma og
Logi frá Ytra-Brennuhóli en
Aganefnd KSÍ úrskurðaði 23
leikmcnn í leikbann á fundi aga-
nefndar í gærdag. Af þeim eru
nokkrir leikmenn í tveimur efstu
deildunum. Þeir eru Guðmund-
ur Guðmundsson, Breiðabliki;
hann Iá ekki f annari umferð. I
stökki sigraði Aníta Margrét Ara-
dóttir á Sprota frá Arbakka á
tímanum 21,69 sek.; í gæðinga-
skeiði Elvar Eylert Einarsson á
Tíbrá frá Syðra-Skörðugili með
94,4 stig; í tölti B-úrslitum Sig-
ríður Fjóla Viktorsdóttir á Þresti
frá Syðra-Skörðugili með ein-
kunnina 6,87; í tölti A-úrslit
Eyjólfur Isólfsson á Rás frá
Ragnheiðarstöðum með ein-
kunnina 8,22; í B-flokki gæð-
inga, B-úrslit Vinur frá Litla-
Dunhaga, knapi Guðmundur
Hannesson, með einkunnina
8,46; í B-flokki gæðinga, A-úr-
slit, Reynd frá Efri-Þverá, knapi
Halldór Pétur Guðnason, með
einkunnina 8,73; íA-flokki gæð-
inga, B-úrslit, Snekkja frá
Bakka, knapi Björgvin Daði
Sveinsson, með einkunnina
8,44 og í A-flokki gæðinga, A úr-
slit, Logi frá Ytri-Brennihóli,
knapi Páll Bjarki Pálsson, með
einkunnina 8,74.
I unglingaflokki sigraði Dreyri
frá Saurbæ, knapi Heiðrún Ósk
Eymundsdóttir, með einkunnina
8,86 og f barnaflokki Þór frá
Neðri-Asi, knapi Eyrún Yr Páls-
dóttir, með einkunnina 8,83.
- GG
Sturlaugur Haraldsson, IA; Páll
Guðmundsson, ÍBV; Njáll Eiðs-
son, IR; Joseph Sears, Tinda-
stóli; Charles McCormick,
Þrótti R. og Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson, Þróttur R. — GG
Þrír leikmeim Landssíma-
deildar karla í leikbann