Dagur - 09.08.2000, Síða 10
10- MIDVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000
rD^tr
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um deiliskipulag
og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík
Miklabraut, breikkun á milli gatnamóta Krínglumýrarbrautar og Grensásvegar.
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr: 73/1997 er hér með auglýst til
kynningar tillaga að deiliskipulagi Miklubrautar.
Helstu breytingar frá núverandi aðstæðum.
Gatnakerfi:
Syðri akbraut Miklubrautar til austurs breikkuð um eina akrein með tilheyrandi
aðlögun að gatnamótum við Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. Frá
gatnamótum Kringlumýrarbrautar austur fyrir aðrein frá Kringlu inn á Miklubraut er
breikkun fyrirhuguð til norðurs inn í núverandi umferðareyju, en frá þeirri aðrein yfir
gatnamót Háaleitisbrautar og Grensásvegar verður akbraut breikkuð til suðurs.
Fyrirhuguð breikkun er 3,5 metrar. Gatnamót eru breikkuð á sama hátt. Beygjurein
vinstri beygju á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og á gatnamótum
Háaleitisbrautar og Miklubrautar verður lengd nokkuð frá því sem nú er. Áætlað er a
færa frárein Kringlu inn á Miklubraut til og er hún samkvæmt deiliskipulaginu vestar
en núverandi tenging. Frárein bensínstöðvar verður inn á þessa nýju frárein.
Göngu- og hjólreiðarstígar:
Helstu breytingar á göngustígum eru að stofnstígar norðan við Miklubraut eru færðir
fjær götunni og nær skjólbeltunum sem liggja meðfram götunni. Sama er að segja
um tengistígana að sunnanverðu, þeir eru færðir fjær götunni. Frá stoppistöð SVR við
bensínstöð að sunnanverðu er göngustíg beint inn að Kringlu og meðfram götunni til
austurs og yfir Kringluna á leið til austurs meðfram lóðarmörkum blokka sem standa
við Hvassaleiti. Á þessum kafla er stígurinn í skjóli frá hljóðmön á milli stígs og götu.
Austan við Háaleitisbraut er stígurinn sveigður frá götunni.
Girðingar:
Með girðingu eftir miðeyju Miklubrautar er lokað fyrir gönguleiðir yfir Miklubraut utan
við gangbrautir við Ijósastýrð gatnamót og undir brú við Kringlu.
Gróður:
Allur núverandi gróður verður látinn standa eins og hægt er. Hluti af ungum gróðri
sem er sunnan við Miklubraut á móts við blokkir við Hvassaleiti þarf þó að færa til á
meðan komið verður fyrir 2m hárri hljóðmön. Þessum gróðri verður síðan komið fyrir
í hljóðmöninni auk þess sem talsvert verður gróðursett í ný gróðurbeð í fláa
hljóðmananna.
Manir og hljóðvarnir:
Gert er ráð fyrir hljóðmön sunnan við Miklubraut á móts við blokkir við Hvassaleiti
sem að jafnaði verður 2m há. Einnig má benda á möguleika á að koma fyrir
hljóðvörnum, við blokkir við Safamýri og við Fellsmúla, annaðhvort meö girðingu inni
í skjólbelti eða hljóðmön út að götu.
Borgartún 33 - 39
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr: 73/1997 er hér með auglýst til
kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 33-39 við Borgartún.
Byggingarreit merktum hús B á skipulagsuppdrætti er breytt og byggingarmagn
aukið í samræmi við samþykkt skipulags -og umferðarnefndar frá 04. 05. 00.
Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa Reykjavíkur,
Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 9 ágúst til 6. september 2000.
Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur
eigi síðar en 20. september 2000.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast
samþykkir.
Reykjavík, 2. ágúst 2000
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Leiðrétting
Vegna mistaka við vinnslu blaðsins varð ruglingur á myndum og
myndatextum við greinina „Kusur og kysstir steinar" sem birtist f
Degi föstudaginn 4. ágúst síðastliðinn. Tillögur að útilistaverkum
í Reykjavík voru ekki eignaðar höfundum sínum, en hér er reynt
að gera bót á því og myndirnar birtar aftur með réttum myndatext-
um. Dagur biður lesendur
blaðsins og hlutaðeigandi
myndlistarmenn innilegrar
velvirðingar á mistökunum.
Geirþrúður Finnbogadóttir,
Kusa 2000.
Páll Hannesson,
Hann, hún, það.
Rúrí, Terra - Cosmos, Milli himins
og jarðar.
Finna Birna Steinsdóttir,
De rerum natura eða Um eðli
hiutanna.
Sigþrúður Pálsdóttir,
Umferðarlist.
Kristján Guðmundsson, Útiljóð.
Verðlaunatillaga Sigurðar
Guðmundssonar,
Ástarbrautarblettur.
Vigdís Klemenzdóttir, Ljós
norðursins.
Þorvaldur ÞorSteinsson, Fuglabær.