Dagur - 09.08.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 09.08.2000, Blaðsíða 16
16- MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2000 rD^tr Oddný Eir og Uggi (með Ævar) útgefendur Apaflösu. Með þeim í ritnefnd eru Huida Proppé (til hægr'Q og Úrn Úlfar Höskuldsson. mynd: einar úla. Apaflasa er nýtt alþjóðlegt út- gáfiífélag, semfyrirhelgina sendifrá sérfimm hækur. Stofnendur útgájunnar eru systkinin OddnýEirog Uggi Ævarsböm, en höfundar efnis bókanna eru auk Oddnýjar, MargrétH. Blöndal, Dagur Kári Pétursson, ÁsmundurÁs- mundsson og Kristín Ómars- dóttir. Fimmtudagskvöldið 3. ágúst síðastliðinn hélt Apaflasa útgáfuteiti í Gula húsinu við Lindargötu, sem reyndar er mosagrænt. Fyrir þá sem ekki þekkja Gula húsið, er um að ræða gamalt bárujárnsklætt timburhús á horni Frakkastígs og Lindargötu. Húsið er í eigu Eimskipafélagsins og hafði lengi staðið autt þegar nemendur í Listaháskóla Islands tóku það traustataki í upphafi síðasta vetrar. Síðan hefur farið þar fram öflug lista- og menningarstarfsemi með reglulegum myndlistarsýningum og uppákomur af ýmsu tagi. Hápunktur Apaflösu samkvæmisins, sem fór friðsamlega fram með Iéttu spjalli gesta, var innlegg höfunda nýútkomins efnis. Kristín Omarsdóttir á smásöguna Kuldagallann, en kaus að lesa úr óbirtum ljóðum um góðar stúlkur. Ásmundur As- mundsson myndlistarmaður, sem sendir frá sér Animals are people too - og fleiri bréf, valdi að spila segulbandsupptökur af símtöl- um sem hann átti við myndlistarmenn í Bandaríkjunum. Asmundur hefur áður gert að list tilraunir sfnar til að koma sér á fram- færi í New York og vöktu símtölin sérstak- lega kátínu viðstaddra myndlistarmanna. A milli „upplestra" lék Dagur Kári, höfundur Aðila á synthesizer og Darri Lorenzen þeytti skífum. Hvert öðruháð Útgefandinn Oddný Eir las dýraljóð eftir aðra og nokkur ljóð úr bók sinni Snjór piss húr sem kom út í öskjunni. Eitt Ijóðanna kynnti hún sem manifesto og hljómar það svona: Ég hef heyrt að öpum þyki gott að slaka ú eftir mat tína flösu hver úr öðrum og í maganum bráðnar snjór „Mér hefur alltaf fundist fallegt að horfa á apa tína lýs hver af öðrum,“ svarar Oddný aðspurð um nafnið Apaflasa. „Við erum hvert öðru háð í allri sköpun og því leggjum við áherslu á að höfundarnir taki þátt í að móta útgáfuna." Hver bók er stutt og brotið lítið, en bækumar eru settar fimm saman í svokallaðar apaöskjur. „Þessir höfundar voru í svipuðum pælingum og við. Þannig varð fyrsta askjan til í samvinnu ritstjóra og höfunda. Við viljum leggja áherslu á að ekki þurfi bara að búa til nýjar bækur heldur skapa nýjan vettvang til bókagerðar framtíð- arinnar. Von okkar er sú að þeir sem taka þátt í útgáfunni búi verk sín til með tilliti til þessa nýja vettvangs og leggi jafnframt sitt af mörkum við að þróa hann áfram. Þetta er ekki ósvipað því þegar myndlistarmenn gera innsetningar í rými á samsýningu: Þeir koma ekki með tilbúið verk heldur hugsa það inn í tiltekið rými. Og það rými verður þá ekki samt á eftir.“ Apahreiður iim allt Rýmið í þessu tilfelli er askjan, en Apaflasa stefnir að útgáfu tvenns konar askja í fram- tíðinni. Annars vegar eru öskjur eins og sú fyrsta, með ljóðum, sögu, myndlist og lausa- máli, en hins vegar öskjur með „semifræði- legu“ og „pseudofræðilegu“ efni í ritgerðar- formi, þar sem tekin verða fyrir viðfangsefni um allt milli himins og jarðar. Hvaða efni kemur út og hvar ræðst af áhuga höfunda viðkomandi öskju. „Það hafa þegar myndast apahreiður í Ungveijalandi, Bandaríkjunum og Frakklandi," segir Oddný, en apahreiður er orð sem útgáfan notar yfír þá samstarfs- hópa höfunda sem verða til um útgáfu askjanna. Apaöskjur geta því komið út hvar sem er og á hvaða tungumáli sem er, en eitt af framtíðaráformum útgáfufélagsins er að gefa út þýðingar á eigin efni. Þegar Oddný er spurð um prentkostnað og fjármagn fyrstu útgáfu kemur í ljós að það eru Visakortin og heimilstölvan sem blífa. „Við eigum ágætan prentara og svo fórum við bara með þetta á ljósritunar- stofu.“ Síðan sátu systkinin ásamt öðru rit- nefndarfólki, og plástruðu saman bækur sem síðan voru stimplaðar. Askjan er lfka stimpluð, en stimpillinn er aðalsmerki út- gáfunnar og það eina við útlitið sem tryggt er að ekki muni breytast í framtíðinni. „Kannski erum við Uggi fyrst og fremst að þessu til að hafa afsökun til að hittast," seg- ir Oddný Eir, sem stundar doktorsnám í heimspeki í París. „Vissulega blundar í manni Iöngun til að bæta og breyta bók- menntaflórunni, en kannski erum við Uggi fyrst og fremst að þessu til að hafa afsökun til að hittast og halda áfram að leika okkur.“ MEÓ Apaaskja kostar 1.300 krónur og má panta hana með tölvupósti til apaflasa@hot- mail.com. mmm W Marea Weekend ELX estiva Ótrúlega vel útbúinn á kr: Fjórir loftpúðar Loftkœling með hltastýringu (AC Stillanlegur hitablástur afturi) Þrjú þriggja punkta belti í áftursœti Fimm hnakkapúðar Lúxusinnrétting Samlitir stuðarar Samlitir speglar og hurðarhandföng Halogen linsuaöalljós Rafstýrðir og upphitaðir útispeglar Rafstýrðir bílbeltastrekkjarar Vökvastýri Fjarstýrðar samlœsingar Geislaspilari 4x40 wött Fjórir hátalarar Rafdrifnar rúður að framan Snúningshraðamœlir Útihitamœlir 103 hestafla 1.6 lítra t ó ventla vél Tölvusfýrð fjölinnsprautun ABS hemlalœsivörn EBD hemlajöfnunarbúnaður Hœðarstilling á ökumannssœti Rafstýrð mjóbaksstilling Armpúðl (aftursœtl Vasl á miöjustokk Vasar aftan á framsœtisbökum Hœðarstilling á stýri Lesljós í aftursœti Litaðar rúður Þakbogar Rœsivörn (lykli þrlðja þremsuljósiö Hiti, þurrka og rúðusprauta á afturrúðu 14" felgur Stillanleg hœð aðalljósa Tvískipt aftursceti Heilklœtt farangursrýml Geymsluhólf í farangursrými Tvískiptur afturhleri Mottusett Galvanhúðaður 8 ára ábyrgö á gegnumtœringu Eyðsla skv. meglnlandsstaöli 8,3 1/100 km bfóldur ehf. 461-3000 Istraktor 20

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.