Dagur - 12.08.2000, Page 1

Dagur - 12.08.2000, Page 1
Verð ílausasölu 200 kr. 83. og 84. árgangur - 151. tölublað Utilokað að fhrtj a Lyfj amálastomun Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigdisráðherra fór ásamt Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráöherra á sjúkrahús Landspítalans við Hringbraut og í Fossvogi í gær. Þau þökkuðu starfsfólki fyrir vel unnin störf og fór sérlega vel á með heilbrigðisráðherra og hjúkrunarfólki eins og myndin ber með sér. Sjá umfjöllun bls. 5. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra: Ég tel nánast faglega útilokað að llytja stofnunina út á land og tel að þaö væri jafnvel auðveldara að fiytja heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið út á landsbyggðina. Kristinn H. Gunnarsson, for- maður stjórnar Byggðastofnunar og formaður þingfloldcs Fram- sóknarflokksins, liefur lagt til að Lyfjamálastofnun verði flutt út á land þegar lyfjaeftirlitið og lyfja- nefnd verða sameinuð. Hann telur að þar sé um að ræða nýja stofnun en Ingibjörg Pálmadótt- ir heilbrigðisráðherra er á ann- arri skoðun. „Eg tel nánast faglega útilokað að flytja stofnunina út á land og tel að það væri jafnvel auðveld- ara að flytja heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið út á landsbyggð- ina. Það er sjálfsagt hægt að senda ákveðin verkefni til vinnslu út á landi en ekki stofn- unina í heild sinni. Þetta mál hefur mikið verið rætt hér í ráðu- neytinu og skoðað vel. Við höf- um skoðað allt í senn faglegar og fjárhagslegar forsendur og gert það vegna stefnumótunar al- þingis um flutning stofnana út á land. í þessu tilviki er það þann- ig að um það bil 90% af verkefn- um Lyfjamálastofnunar eru bundin við fyrirtæki, stofnanir og sérfræðinga á suð-vesturhorni landsins. Þessi starfsemi er bundin við eftirlit með innflytj- endum Iyfja og eftirlit með apó- tekum. Þær forsendur munu ekkert breytast þótt við myndum flytja stofnunina út á land,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra í gær. Ekki ný stofnun Hún segir að ef flytja ætti Lylja- málastofnun út á land væri það mjög flókið mál og faglega sé það nánast útilokað. Ingibjörg tekur það skýrt fram að Lyfjamála- stofnun sé ekki ný stofnun. Heldur sé hér verið að sameina lyfjaeftirlitið og Iyfjanefnd í eina stofnun sem heitir Lyfjamála- stofnun. Þess vegna sé ekki um nýja starfsemi að ræða né fjölg- un starfa. I þessum tveimur stofnunum vinnur 18 manns. Þar af vinna 6 manns í eftirlitinu og 12 í nefndinni. „Ég mun leggja áherslu á það við nýjan forstjóra stofnunarinn- ar, sem ráðinn verður innan tíð- ar, að hann setji öll þau verkefni út á land sem hægt er að vinna þar. Þá á ég við þá eftirlitsþætti sem eru út á landi og þau verk- efni önnur sem mögulegt er að, vinna annars staðar en í Lyíja- málastofnun,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. — S.DÓR Vill skoða fhitning Shengen Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, telur rétt að kanna vel hvort hægt sé að hafa upplýs- ingakerfi Shengen úti á landi. Eins og Dagur hefur skýrt frá lagði Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðarstofn- unar, til í bréfi til dómsmálaráð- herra að upplýsingaþjónusta Shengen verði flutt út á land, sem liður í því að efla atvinnu á landsbyggðinni. Vitað er að þessi hugmynd mætir andstöðu hjá ríldslögreglu- stjóra sem fer með hina svo nefndu Sirene skrifstofu sem er skrifstofa alþjóð- legra tolla og lög- reglusamskipta. Þeirri skrifstofu mun upplýsinga- þjónusta Shengen tilheyra og vitað er að rík- islögreglustjóra- embættið vill halda henni. „Mér finnst sjálfsagt að það verði skoðað vel,“ sagði Hall- dór f viðtali við Dag um mögu- leikana á að flyt- ja þessa þjónustu út á landi. „Oll upplýsingakerfi eru þess eðlis að það skiptir oft á tíðum ekki meginmáli hvar vinnslan fer fram. Mér þykir mikilvægt að fjölga þess konar störfum úti á landi og við eigum að fara jákvætt í gegnuni alla möguleika, sem mönnum koma til hugar í þeim efnum. En þetta mál er nú í höndum dómsmála- ráðuneytisins og ég veit ekki hvernig það stendur þar,“ sagði Halldór Ásgrímsson. — S.DÓR Davíð eldd stjómað frá EimsMp „Ég var hins vegar stuðningsmaður Davíðs Oddssonar þegar hann var kosinn formaður Sjálfstæðisfloklis- ins og tel að sú niðurstaða hafi ver- ið afar farsæl fyrir flokkinn. Við Davíð tölum saman þegar við höf- um áhuga á og megum vera að því en við eigum ckki daglega fundi og forsætisráðneytinu er ekki stjórnað frá Eimskip eins og einhvcrjir virð- ast vilja trúa,“ segir Hörður Sigur- gestsson, sem verið hefur forstjóri Eimskipafélags íslands síðustu tvo áratugi, í helgarviðtali Dags. Hörð- ur lætur nú af því starfi, sem sagt er það valdamesta í íslensku við- skiptalífi, og lítur yfir ferilinn í við- talinu. Eitt stórfcnglegasta tónverk ís- lenskra tónbókmennta, ballett- vcrkið Baldur eftir Jón Leifs, verð- ur llutt í fyrsta skipti af fullskipaðri sinfóníuhljómsveit, dansflokki, sólódönsurum, kór og einsöngvara í næstu viku. Helgarblaðið fjallar ítarlega um þann menningarvið- burð. Systurnar Vala og Inga Svala Þórsdætur eru víðförulir listamenn af Iífi og sál sem fylgja eftir sín- um hugmynd- um. Litlu sveita- stelpurnar frá Skriðuklaustri hafa svo sannar- lega látið til sín °Q ^n9a taka og lifa líf- Svata Þórsdætur. inu lifandi, eins og nánar má sjá í helgarblaði Dags. Sveppatíminn er að hefjast. Áhugasamir um sveppatínslu geta nú farið að brýna hnífana, dusta af bastkörfunum og halda út í skóg- lendið. En það er margt að varast eins og fram kemur í matargati helgarblaðsins. Svo er það einnig bækur og bíó, myndlist og matar- gerð, kynlíf og krossgáta, sönn dómsmál, veiðimennska, spurn- ingaleikur og margt margt fleira. Góða helgi!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.