Dagur - 12.08.2000, Page 2
2 — LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000
. FRÉTTIR
Ytriflot
vegna o
tgírðing
fluleka
Stór flotgirðmg verð
ur sett upp utau uin
])á olíugirðingu sem
nú er vegna olíulek-
ans á Seyðisfirði. Siv
Friðleifsdóttir segir
óvíst hvenær farið
verður í varanlegar
aðgerðir.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra fékk samþykkt á ríkis-
stjórnarfundi í gær að veittar
yrðu tvær milljónir króna til að
kaupa svo kallaða ytri flotgirð-
ingu vegna olíulekans úr flaki E1
Grillo í Seyðisfirði. Stjórnskipuð
nefnd kom með þá tillögu í vor,
til að sporna við olíulekanum í
sumar, að auk venjulegrar flot-
girðingar yrði sett svo nefnd ytri
flotgirðing. Umhverfisráðherra
sagði í samtali við Dag í gær að
gert hefði verið ráð fyrir að
heimamenn bæru kostnaðinn af
ytri flotgirðingunni, sem er 2
milljónir króna. Það gekk hins
vegar ekki eftir og því var sam-
þykkt að ríkisstjórnin útvegaði
þcssar tvær milijónir.
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra.
„Nú verður farið í það að setja
þessa ytri flotgirðingu upp enda
er það nauðsynlegt samkvæmt
reynslunni íjúlí sl. I norð-austan
og suð-vestan áttum má gera ráð
fyrir að olfan slettist yfír þá flot-
girðingu sem nú er komin upp.
Þessi ytri flotgirðing er í útliti
svipuð og laxeldiskví og um 200
metra Iöng og með upphækkun í
formi dúks sem nær 1,2 metra
yfir girðinguna," sagði Siv Frið-
leifsdóttir.
Óljóst tmi varanlegar aðgerðir
Umhverfísráðherra var spurð að
því hvenær búast mætti við að
farið yrði út í varanlegar aðgerð-
ir sem er að ná olíunni úr flak-
inu?
„Það er óljóst á þessari stundu.
Sérfræðingar sem skoðað hafa
þetta mál fyrir umhverfisráðu-
neytið segja í sínu mati að því
fyrr sem farið verður í varanlegar
aðgerðir því betra. Þótt ekki
þurfi að búast við neyðarástandi
á næstunni, þá aukast líkurnar á
vaxandi olíuleka eftir því sem
tíminn líður enda komin tæring í
hluta flaksins," sagði Siv.
Hún segir það afar ólíklegt að
það gefi sig margir tankar í einu
en olían er í mörgum tönkum,
þannig að hættan á miklu oh'u-
flóði þarna er þvf ekki mikil. Siv
segir að gert sé ráð fyrir að það
muni kosta um 200 milljóniur að
ná allri olíunni upp. Hún segir
að ef til vill megi lækka þann
kostnað með því að fara með
verkið í alþjóðlegt útboð og að
hún teldi æskilegt að gera það.
Það er fyrst og fremst dýr
tæknibúnaður og dýrir sérfræð-
ingar við þessa hreinsun sem
hleypa kostnaðinum upp. Hún
sagðist ekki geta sagt til um það
á þessar stundu hvort farið yrði í
þetta verkefni á næsta ári. -S.DÓR
Fólkió sem farist hefur í slysum
síðustu daga er allt ungt fólk..
Átta farist á
sex dogum
Átta manns hafa látist af slysför-
um á Islandi á sex dögum. Þar af
eru sjö Islendingar, sá elsti 35
ára.
Ohappahrinan hófst snemma
síðustu helgi þegar sex ára
drengur drukknaði við bæinn
Stafafell í Lóni. Á sunnudag
varð harður árekstur fólksbif-
reiðar og rútu og lést þá þýsk
ferðakona. Kvöldið eftir fórust
þrír karlmenn í fíugslysi við
Skerjafjörð. Á miðvikudag fórust
tvö ungmenni í árekstri á Suður-
landsvegi og í fyrradag lést ung
kona sem legið hafði þungt
haldin frá því að fíugslysið varð.
Margir Iiggja alvarlega slasað-
ir eftir slysin undanfarið. Þar af
eru tveir úr flugslysinu og einn
eftir bílslysið í Svínahrauni.
Blóðhankinn lýsti yfír neyðará-
standi í vikunni vegna hins
óvanalega ástands og brugðust
landsmenn vel við því ákalli.
Birgðir Blóðhankans eru aftur
orðnar ásættanlegar. -bþ
Ríkið áhlutaaf
VaUiallarhúsmu
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra segir að ríkið eigi hlut í
mannvirkjunum á Þingvöllum
sem Jón Ragnarsson hóteleig-
andi hyggst selja til bresks auð-
kýfings. Upphæðin sem nefnd
hefur verið, þykir ótrúlega há,
eins og Dagur greindi frá í gær
en óljóst er hvort nokkuð verður
af kaupsamningunum vegna fyr-
irvara sem eru á slíkri sölu. Þá
virðist sem aðeins sé um tilboð
að ræða en ekki undirritaðan
kaupsamning.
Fram hefur komið að leita
verður til dómsmálaráðuneytis-
ins með leyfisveitingu þegar ís-
lenskar fasteignir eru seldar út-
Iendum rfkisborgurum. Þá á Jón
ekki lóðina heldur bara húseign-
irnar. Hreppurinn vildi ekki nýta
sér forkaupsrétt en sumir halda
því fram að ríkið eigi forkaups-
rétt f þessu tilviki. Sannarlega á
það stundum við þegar um frið-
Iýst svæði er að ræða eða þjóð-
garða.
Einnig er Ijóst að kaupandi
getur ekki framkvæmt neitt á
svæðinu þótt salan fari fram. Lög
kveða á um að ekkert jarðrask
megi vinna við Valhöll nema mcð
leyfi Þingvallanefndar. Ríkið hef-
ur Iengi sýnt því áhuga að kaupa
mannvirkin á ÞingvöIIum. -BÞ
Vilja kaupa landlð
Jarðasala og fasteigna-
sala er komin í tísku
hjá útlendingiun og
íslendingum búsett-
um erlendis.
Stóraukinn áhugi er hjá útlend-
ingum á íslenskum jörðum og
fasteignum. Magnús Leópolds-
son fasteignasali segir að Island
sé greinilega komið í tísku. Það
virðist hafa spurst út að hér sé
töluvert land falt og það sé mun
ódýrara en þekkist f kringum
okkur.
„Þessi áhugi nær ekki bara til
útlendinga heldur líka til Islend-
inga sem búið hafa lengi erlend-
is. Þetta eru áberandi mildar
breytingar," segir Magnús.
Magnús Leópoldsson fasteignasali:
Miklu ódýrara að kaupa land hér
en í nágrannalöndunum.
Einkum á hann við jarðasölu
en Magnús segir einnig að nokk-
uð sé um að fasteignir seljist.
Mest er spurt eftir náttúrufegurð
og er greinilegt að kaupendur líta
helst til útivistarmöguleika í
þessum efnum. Nálægð við þjón-
ustu hefur einnig dálítið að scgja
en Magnús segir að enginn sér-
stakur landshluti virðist vinsælli
en annar í augnablikinu.
„Eg hef engan nákvæman sam-
anburð á verði en menn sem til
þekkja segja mér að það kosti
miklu, miklu minna að kaupa
land hér en annars staðar í kring-
um okkur,“ segir Magnús. Skýr-
inguna telur hann einkum þá að
eftirspurnin sé miklu meiri þar
en hér.
Magnús hefur sjálfur haft
milligöngu með allmargar sölur
en vill gæta trúnaðar í þeim efn-
um. -BÞ
Hættulegt kemtsliihús
Stór og voldug múrstykki hafa hrun-
ið úr svokölluðu Hitaveituhúsi að
Hafnarstræti 88 á Akureyri síðustu
daga og er greinileg slysahætta því
samfara. Tónlistarskólinn á Akureyri
notaði húsið undir slagverkskennslu
sl. vetur og var þá gagnrýnt að það
væri í óviðunandi ástandi. Heil-
brigðiseftirlitið lokaði því tímabund-
ið en það var opnað aftur eftir und-
anþágu og kennt í þvf til vors. Karl
Petersen tónlistarkennari kenndi í
húsinu í fyrravetur og hann veit ekki
til þess að búið sé að finna nýtt hús-
næði sem Ieysi hið gamla af. Hann
óttast jafnvel að bærinn muni enn
ætla sér að halda kennslunni áfram
næsta vetur, en það væri varasamt.
„Húsið er að hruni komið og það
er stórhættulegt að vera hérna með
starfsemi. Þetta eru stór stykki sem
hafa hrunið niður á gangstéttina,
fólk getur hæglega slasað sig,“ segir
Karl Petersen. Hann getur þess ein-
nig að unglingar snæði stundum
nestið sitt undir húsveggnum en
hann hafi nú varað þá við ástandinu.
Stærstu brotin sem hrunið hafa
úr kennsluhúsi Tónlistarskólans á
Akureyri eru um metri á lengd
og nema nokkrum kílóum. Karl
Petersen tónlistarkennari segir
húsið stórhættulegt.
-BÞ
Fyrirhænastund í FeHa- og Hólakirkju
Vegna þeirra hörmulegu slysa sem orðið hafa síðustu daga verða
sóknarprestar og djákni Fella- og Hólabrekkusókna í Reykjavík með
fyrirbænastund í kirkjunni næstkomandi mánudag kl. 18:00. Flver
kirkjugestur kveikir þar á bænakerti og sameinast í bæn fyrir þeim
sem eiga um sárt að binda vegna Iátins ástvinar. Jafnframt verður
beðið fyrir þeim sem liggja þungt haldnir á sjúkrahúsum, fyrir að-
standendum þeirra og þeim sem annast þá. Organisti kirkjunnar leik-
ur á orgelið og allir eru velkomnir. -SBS