Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 4
4 — LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 .Dagpr FRÉTTIR Höfum j afnaö heimsmetið Húsvíkingurinn Guðmundur Sigtryggsson reyndist 50 þúsundasti viðskiptavinur Tais. Á ferð í Reykjavík vegna vinnu við bát í Reykjavíkurhöfn brá hann sér til Tals og keypti nýjan Nokia GSM síma. Tal færði Guðmundi 50 þúsund króna inneign í símanotkun og býður honum ásamt eiginkonu í borgarferð - Gjugg í borg - með haustinu. Með 197.000 farsíma hafa ísleningax nú jafnað heims- met Finna í farsímaeign - kostar mn 7 milljarða á ár, eða álíka og ríkið greiðir í hama- og vaxtabætur. Tali kynnti tvöföld tímamót í farsíma- málum í gær: Annars vegar bauð Tal sinn 50 þúsundasta GMS viðskiptavin velkominn. Og hins vegar hafi Islend- inga nú jafnað heimsmetið í farsíma- eign, sem Finnar hafa átt til þessa. Tal hafi fengiö staðfest hjá GSM Associ- ation (alþjóðleg samtök GSM símafyrir- tækja), að Islendingar og Finnar eigi flesta farsíma í heiminum, í hlutfalli við fólksfjölda. I júlí hafi 3,6 milljónir far- síma (GSM og NMT) verið í notkun í Finnlandi og 197.000 á Islandi, sem samsvarar farsíma á 70,3% hvorrar þjóð- ar. A hinum Norðurlöndunum er sama hlutfall 60-70%, víðast í Evrópu á bilinu 50-60% og í Norður Ameríku svarar fjöl- di farsíma til 30% íhúafjöldans. Tal kom skriðimni af stað Þórólfur Arnason forstjóri Tals er ekki í vafa um að það var fyrst og fremst sam- keppnin sem kom farsímaskriðunni af stað. Farsímanotendur hafa verið um 50 þúsund þegar Tal tók til starfa í maí 1998, enda GSM símtæki þá verið til- tölulega dýr og verðskrá haldist óbreytt frá upphafi. Með tilkomu Tals hafi verð- skrárnar byrjað að lækka og öllum al- menningi verið auðveldað að eignast GSM síma. Nú séu virkir GSM notend- ur í landinu samtals um 171 þúsund, þar af 50 þúsund hjá Tali. En það þýði að viðskiptavinum hafí fjölgað að meðaltali um 1.850 í hverjum mánuði, eða um 62 á dag. Þessa gríðarlegu fjölgun GSM not- enda hjá Talí og virka samkeppni á þess- um markaði telur Þórólfur vera lykillinn að því að Islendingar skuli nú jafnað heimsmetið í farsímaeign. Og þeir muni vafalítið fara fram úr Finnum á næstu vikum, því ekkert lát sé á ijölgun GSM viðskiptavina. Um 2-4 þúsund á mánuói Spurður um viðbótar símakostnað þjóð- arinnar vegna allra farsímanna (sem í flestum tilfellum eru hrein viðbót við þá gömlu) upplýsti Þórólfur meðaltekjur af farsímum væru á bilinu 2-4 þúsund krónur á mánuði á hvern símreikning (sem áður hefði þýtt 6-12 þúsunda 3ja mánaða reikninga). Sé miðað við milíi- veginn, 3.000 kr./mán. og 197.000 far- síma þýðir það rösklega 7 milljarða króna á ári - eða t.d. álíka upphæð og ríkissjóður greiðir landsmönnum í sam- anlagðar barnabætur og vaxtabætur á þessu ári. En hagnaður á móti... Þórólfur segir að þar á móti verður að líta á hagnaðinn fyrir þjóðarbúið. „Ávinningur fjarskiptatækninnar er í fyrsta lagi sá að fólk getur nýtt sér upp- lýsingar hvenær sem er og hvar sem það er.“ Það spari sér ferðir. Finni auðveld- lega aðra í fjölskyldunni án þess að keyra um allan bæ. Það auki viðskipti. Sölu- menn geti verið á ferðinni en þurfi ekki aðstöðu bak við skrifborð. Námsmenn sem geti verið 3-4 um hvern bíl og o.sv.frv. Þórólfur segir líka stutt í „fílósófer- ingu“ um kostnað við relcstrarleyfi í 3. kynslóðinni, þar sem sjónarmiðin stang- ist nokkuð á fyrir rfldssjóð: „Hvort það beri að innheimta strax háa fjárhæð fyr- ir leyfin, sem skila sér í hærri símgjöld- um og þar af leiðandi minni notkun. Eða hvort þessi milda notkun á Norður- löndunum ereldei einmitt lykillinn að því að þau eru þetta framarlega í upplýs- ingatækninni." — HEl FRÉTTA VIÐTALID al amiars sú að allt sé þetta hciliniklð sjónarspil scm Jón Jiafi sctt af stað til þess að sprengja upp verðið á eign sinni, skapa timræöu uin málið og fá ríkið til að kaupa af sér á uppsprengdu verði!.... Pottverjar trúa ekki Jóni til til slíkra slóttugheita en þeir hafa hins vegar aðra kcmnngu um þaö hver standi á bak viö kaupin. Maöur að nafni Kruger hefur ver- ið ncfndur í því sambandi en pottverjar telja Kruger þennan vera lepp eða samneíhara fyrir ekki ómerkari mann en Bítilinn Paul McCartncy. Paul gisti nefnilega í Valhöll í sum- ar og líkaði svo vel aö hann fór fram á að fá að gista aðra nótt. Því miðm var allt bókað og sir Paul yfir- gaf þá landið, cnda ekkert ahnemiilegt húsnæði að fiima, þar scm hægt var að losna við íslensku papp- rassana. Paul hefur svo hugsað sitt í næði og komist að því að hann langaði aftur að gista á Þhigvöllum. Aðeins ein leið er fyrir frægar stjömm til að tiygg- ja sér hótelsvítur á íslandi allan ársms lirhig. Þ.e.a.s. að kaupa bara sjoppuniar. Áþaö skal einnig bent að Paul skrifaði sig inn undir nafni Mr. Hutcbhison þegar hann gisti í Valhöll. Því ætti hann þá ekki að geta kallað sig Kruger þessa dagana eða hara eitthvað allt annað?... Hhm baráttuglaði foringi ungra jafnaðarmanna Vilhjálmur H. Vilhjálmsson erþessa dagana að setja niðm hjól og vængbörð og er að koma inn til lendingar í stjómmálunum, en hann hyggur á pólitískt hlé, að mimista kosti tímabundið. Hann hefur falið Katrínu Júhusdóttur, scm hefm verið forinaður Ungra jafnaðar- manna, að vera í sinn stað í fylkingarbrjósti hhis miga fólks sem berst fyrir frclsi, jafnrétti og bræðra- lagi - en sjálfm ætlar Vilhjálmur að einbeita sér að rekstri tölvufyrirtækisins Eskils, en þar var haim ráðinn framkvæmdastjóri nú í vor... Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. ÓliHÞórðar framkvæmdastjóri Umferðarráðs Mikið hefiir verið um alvar- leg umferðarslys í sumar og standa menn ráðþrota gegn þessari vá. ÓliH. Þórðar framkvæmdastjóri Umfeiðar- ráðsereinn afþeim sem herj- astfyrirbættu vegakerfi en hann vill hækka sektirog auka löggæslu. Herða þarf viðurlog - Þú talar um hert viðurlög. Hvemig kæmi það til framkvæmda? „Eg vildi sjá þær viðmiðanir sem núna eru í reglugerð um viðurlög gegn umfcrðarbrotum hækkaðar. Það eru inni tölur sem mér fínnast eðlilegar en ég staðnæmist við hraðakstur, akst- ur gegn rauðu ljósi og þess háttar. Þá fínnast mér dómar gegn þeim sem aka ölvaðir stundum fullvægir.“ - Er umferðarlöggæslu ábótavant? „Eg tel ekki að henni sé ábótavant en hún þarf að vera meiri. Eg vildi sjá fleiri lögreglu- menn sinna umferðarmálum því enginn lög- reglumaður getur leyft sér að vera hlutlaus gagnvart umferðinni." - Hvemig má bæta löggæslu? „Það þarf að breyta áherslum hjá Iögreglu- embættum f einhverjum tilvikum. En ég geri mér grein fyrir að það er í mörg horn að líta og Iögreglan hefur takmarkaðan mannskap." - Telur þú að aukin löggæsla og hert viður- lög við umferðarlagabrotum komi til með að skila árangri og slysumfækki? „Já, ég tel það. Sérstaklega sé það haft í þessu samhengi." - Hver er algengasti slysavaldurinn? „Of mikill hraði miðað við aðstæður er al- gengasti slysavaldurinn. Hraði er svo afstætt hugtak. Tilltölulega lítill hraði getur verið líf- hættulegur séu aðstæður þannig. Hver einasti ökumaður þarf að vera meðvitaður um það og sé hann það ekki er hann óhæfur ökumaður." - Eru brot atvinnubtlsjóra litin alvarlegum augum? „Við sem vinnum í þessum geira gerum meiri kröfur til atvinnubifreiðastjóra. Það er vegna þess að jreir sem hal'a þessi auknu réttindi eiga að þekkja og skilja eðli umferðarinnar miklu betur. Þeir hafa allar forsendur til að vera fyrir- myndir og margir þeirra eru það.“ - Hvað getur liinn almenni borgari gert? „Allir ökumenn verða að vera meðvitaðir um hvaða tæki þeir eru með í höndunum og hver einasti farþegi getur ef hann gerir það á jákvæð- an hátt haft áhrif á aksturslag ökumans til hins betra. Foreldar geta rætt þessi mál við unga fólkið i heimilinu og það held ég að væri eitt- hvað sem ég ætti að biðja alla að gera. Þykir þér vænt um einhvern skaltu reyna á jákvæðan hátt að beina honum á rétta braut. Hér kemur dæmi. Þú ert úti að aka með manninum. Hann ekur og þú ert við hliðina á honum. Fari hann allt of hratt skaltu spyrja hann þessarar ein- földu spurningar. Ertu hættur að elska mig? - Hvað með vegakerfið. Má ekki að einliverju le)'ti kenna þvt' um? „Eg vil meina að það sé húið að gera gríðar- legar endurbætur á vegakerfinu á undanförn- um árum. Mér er sem ég sæi okkur lara út á vegi eins og þeir voru fyrir þrjátíu árum. við myndum ekki þora að halda áfram. Bílum og þá sérstaldega stórum bílum hefur fjölgað mikið á vegum og við þetta gjörbreytist allt. Þetta legg- ur olckur auknar skyldur á herðar og þrátt fýrir allt sem vel er gert sem vissulega er mikið þá vill mikill meira.“ - Hvemig má bæta vegakeifið? „Það má gera meira í að lagfæra gatnamót en þau geta verið miklar slysagildrur. ég er mikill talsmaður hringtorga þar sem hægt er að koma þeim við. Sérstaklega þar sem þjóðvegur kemur að þéttbýli. Eg var einn af hvatamönnum þess að gert var hringtorg við Hveragerði. Þar urðu oft mörg alvarleg umferðaslys en ég minnist þess ekki alvarleg slys hafi orðið síðan hring- torgið var tekið í notkun. Að lokum þetta: ViII þjóðin hafa þetta eins og þetta er í dag? Eg svara fyrir hönd þjóðarinnar: Hún vill það ekki. Við erum í góðu samband við fólkið sem ég veit að ætlast til að breytingar verði gerðar.“ — GJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.