Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 8
8 - LAVGAHDAGUR 12. ÁGÚST 2000
LAVGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 - 9
FRÉTTASKÝRING
Dugwr
Thgur
FRÉTTIR
Bjartsvni í barraeldí
Maki hf. tekiix nýja
barraeldisstöð sína að
Lambanesreykjum í
Fljótum í notkim.
Uppbygging á Hraun-
um framundan. Fjár-
magna ailt með eigin
fé. Arsframleiðsla
áætluð allt að þúsund
tonn.
„Ef fyrirtæki eins og Máki er ekki
spennandi fjárfestingakostur þá
veit ég ekki lengur í hverju er ekki
spennandi að fjárfesta,“ sagði
Haraldur Haraldsson stjórnarfor-
maður Máka hf. á aðalfundi fyrir-
tækisins sem haldinn var í fyrra-
dag. Fundurinn var haldinn að
Lambanesreykjum í Fljótum, þar
sem fyrirtækið er nú að taka í
notkun nýja fiskeldisstöð sína.
Hjá Máka hf. einbeita menn sér
að eldi á hlýsjávarfisldnum barra
og hefur öll starfsemin hingað til
verið í eldisstöð félagsins á Sauð-
árkróki. En með nýrri eldisstöð í
Fljótum verður hægt að auka
framleiðsluna stórlega og að mati
forsvarsmanna fyrirtækisins er
framtíðin björt, ef allt gengur að
óskum.
Ársframleiðsla verði 700 til
1.000 tonn
Eldisstöðin að Lambanesreykjum
var áður í eigu Miklalax hf. eins
og stöðin að Hraunum, sem er
þarna skammt frá. Sem kunnugt
varð Miklilax gjaldþrota fyrir
nokkrum árum og eftir það stóðu
eldisstöðvarnar tvær auðar um
nokkurra ára skeið. Seint á árinu
1997 fóru forrráðamenn Máka að
beina sjónum að því að eignast
þessi mannvirki, sem varð svo að
veruleika í október 1998. Síðan
þá hefur verið unnið að miklum
endurbótum á stöðinni að
Lambanesreykjum til að aðlaga
hana harraeldi - og innan tíðar
verður farið í framkvæmdir á
Hraunum sem munu taka um
þrjú ár. Hingað til hefur, eins og
áður segir, allt eldi Máka verið á
Sauðárkróki - en nú stendur til að
hafa aðeins frumeldi barrans þar,
millieldið á Lambanesreykjum og
lokaeldið og slátrunina á Hraun-
um. Fyrsti fiskurinn kom í stöð-
ina á Lambanesreykjum t'yrir um
mánuði síðan og eru j>að um 65
þúsund fiskar sem er á bilinu 70
til 100 gr. að stærð.
Allt það sem hér að framan cr
reifað er í fullu samræmi við
áætlanir fyrirtækisins um stór-
aukna framleiðslu. I dag er hún
um 20 tonn á ári, en með stöð-
inni á Labanesreykjum eykst hún
í 130 tonn. Að sögn Guðmundar
Arnar Ingólfssonar framkvæmda-
stjóra Máka á hún svo að aukast
stórum þegar stöðin á Hraunum
verður komin í gagnið og verður
þá á bilinu 700 til 1.000 tonn.
„Þá sé ég fyrir mér að verðmæti
framleiðslu okkar verði á ári hver-
ju komin í um það bil 600 millj-
ónir króna og það er svipað og
tveggja milljarða króna togari
kemur með á landi árlega. Upp-
bygging Máka hf. mun hins vegar
kosta einhvers staðar á bilinu 600
til 700 milljónir króna - eða sem
nemur verðmæti væntanlegrar
ársframleiðslu," segir Haraldur
Haraldsson.
Fjármagna allt með eigin fá
Fram kom á aðalfundinum í
fyrradag að uppbyggingin á
Lambanesreykjum kosti nálægt
130 miilj. kr. og uppbyggingin á
Sauðárkróki hefur kostað um 70
milljónir. En þá er hins vegar
stærsti bitinn eftir, uppbyggingin
á Hraunum sem „ ... ég myndi
giska á kosti einhvers staðar á bil-
inu fjögur til fimm hundruð millj-
ónir,“ segir Haraldur Haraldsson.
A aðalfundinum í fyrradag vakti
hann jafnframt athygli á því, sem
fram kemur í ársreikningi Máka,
að framkvæmdir félagsins hafa
svo til eingöngu verið fjármagn-
aðar með eigin fé. Skuldir eru
sáralitlar - eða um innan við tvær
milljónir króna. Hlutafé Máka er
nú um 130 milljónir króna og
meðal hluthafa eru einstaklingar,
fjárfestar, lífeyrissjóðir, félög og
fleiri slíkir. Hafa og margir fleiri
heitið loforðum í þeirri sókn sem
framundan er á Hraunum, þan-
nig að menn hafa fulla trú á við-
fangsefninu, en á aðalfundinum í
fyrradag fékk stjórn Máka heim-
ild til þ ess að auka hlutaféð um
100 millj. kr. að söluvirði, en 40
millj. kr. að nafnvirði.
„Að lyrirtæki af þessari stærð-
argráðu þurfi að fjármagna upp-
byggingu sína nær einvörðungu
með hlutafé tel ég að sé því sem
næst einsdæmi," segir Haraldur
Haraldsson og bætir því við að
það hafi verið í raun og sann
hreinasta goðgá á síðari árum að
biðja peningastofnanir um lán
eða aðra fyrirgreiðslu til fiskeldis,
svo illa séu menn brenndir eftir
hrunið mikla í þessari atvinnu-
grein fyrir um áratug. „En ég
vænti þess að þetta fari að breyt-
ast nú þegar menn fara til dæmis
að sjá hvað við erum að gera hér,“
bætti hann við - en á Lambanes-
reyki komu í fyrradag forystu-
menn ýmissa vísindastofnana,
fjármálafyrirtækja og stjórnmála-
menn, menn sem hafa áhrif og
kynntu sér hina merku starfsemi
sem þarna fer fram.
Sala þekkingar forsenda
styrkja
„Starfsemi Máka flokkast undir
að vera hátækni og við erum leið-
andi á okkar sviði í heiminum,"
segir Guðmundur Orn Ingólfsson
sem er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins. „Markmið okkar hafa
frá upphafi miðast við þróun á
svokölluðum endurnýtingarkerf-
um, þar sem hreinsibúnaður ger-
ir mögulegt að nota sama vatnið
fjörutíu til áttatíu sinnum. Undir-
staða cldisins er hreinleiki sjávar
og jarðvarminn, sem hitaorku-
gjafí. Ifelstu einkenni endurnýt-
ingartækninnar eru að hér er
beitt háþróaðri tækni sem gerir
það mögulegt að ala fisk við
hvaða hitastig sem er. Jafnframt
gerir tæknin það að verkum að
eldið verður nánast mcngunar-
laust," sagði Guðmundur Orn,
þegar hann kynnti fýrir gestum
þá merku tækni sem notuð er við
framleiðsluna.
Starfsemi Máka hf. var sett á
laggirnar árið 1994 og frá fyrstu
tíð hafa menn beitt háþróuðum
húnaði við framleiðsluna, sem
mikillar þekkingar krefst að nota.
Til að efla þróunarstarf sitt hefur
Máki haft f’rumkvæði að fjórum
vcrkefnum sem rekin eru á vett-
vangi Evrópusambandsins. Hafa í
gegnum það fengist ýmsir styrkir
og nú þegar Iiggur fyrir loforð um
styrk uppá 1,2 millj. evra til upp-
byggingarinnar á Hraunum, sem
hefjast á næsta vor. - Guðmundur
Orn Ingólfsson segir jafnframt að
þau fiskeldiskerfi sem Máki not-
ast við séu afar verðmæt og nú sé
veriö að skoða möguleika á því að
aðlaga þau eldi á öðrum fiskteg-
undum. Sala slíkrar þekkingar til
annara fiskeldisfyrirtækja sé
raunar forenda styrkveitingarnn-
ar frá ESB.
Hvítur niítlfiskur úr
Miðjarðaxliafi
En hvað er er barri? Það er hvítur
matfiskur og hans helstu heim-
kynni eru í hlýju Miðjarðarhaf-
inu. Sem matur er hann talinn
einn besti fiskur sem þekkist og
er eftirsóttur og verðið er í
nokkru samræmi við það enda er
hann helst matreiddur á fínum
veitingahúsum. Algengt kílóverð
er um 600 kr. Helsti markaöur-
inn eru lönd suður-Evrópu og
Bandaríkin. Fer markaðurinn sí-
fellt stækkandi enda hafa við-
skiptavinir Máka verið hæstá-
nægðir með þá vöru scm þeir haf’a
fengið. Barinn er hinsvegar minna
þekktur á markaði á norðurslóð-
um - svo sem á lslandi - en það
kann að breytast nú þegar fram-
leiðslugeta Máka eykst og fram-
boðið að þessum ágæta matfiski
verður meira. Það er því ekki að
ástæðulausu sem forystumenn
Máka eru bjartsýnir í þeirri sókn
sem framundan er.
Skólastj órar
örvænta vída
Betur hefur gengið að
ráða keunara víða úti
á landi þetta árið
heldur en oftast áður.
Ástandið í Reykjavik
er hins vegar öllu
verra, og hera skóla-
stjómendur sig í
borginni margir
hverjir heldur illa.
Að sögn Guðrúnar Ebbu Olafs-
dóttur, formanns Félags grunn-
skólakennara, er það mjög mis-
jafnt eftir skólum og eftir svæð-
um hvernig gengið hefur að ráða
kennara. „Þar sem margir kenn-
arar hætta einhverra hluta
vegna, þar eru menn í gríðarleg-
um vandræðum með að fá nýtt
fólk. Sums staðar vita menn
hreinlega ekki hvcrnig þeir eiga
að hefja skólastarfið. En þar sem
er lítil hreyfing, eða fáir hætta,
jjar bera menn sig nokkuð vel,“
segir Guðrún Ebba.
Hún segir að erfiðleikarnir
séu ekkert síður í Rcykjavík en á
minni stöðum úti á landi, þar
sem yfirleitt hefur verið crfiðast
að manna kennarastöðurnar.
„Þetta hefur verið mjög erf’itt og
er alveg nýtt vandamál fyrir
marga skólastjóra í Reykjavík."
Ekkert heildaryfirlit er til yfir
ástandið núna, enda eru ráðn-
ingar í höndum skólastjóra og
allur gangur virðist vera á því
hvort fræðslufulltrúar sveitarfé-
laga séu komnir með yfirlit yfir
j^að hvernig gengið hefur að
ráða í kennarastöður í skólun-
um. Vitað er að vel hefur gengið
að ráða í kennarastöður á Isa-
firði, og sömu sögu er að segja
fráAkureyri, Húsavík ogAuslur-
héraði.
Gott hljóð úti á landi
„Þetta hefur bara gengið vonum
framar,“ segir Gunnar Gíslason,
skólafulltrúi Akureyrarbæjar, þar
sem ástandið hefur annars oft
verið mjög erfitt undanfarin ár.
„Það er sáralítið eftir ófrágengið,
það er einna helst að vanti sér-
kennara. „
Vel hefur einnig gengið að
f’inna kennara á Húsavík. „Við
erum að verða húin að manna og
erum bara ánægð með stöðuna,"
segir Dagný Annasdóttir, skóla-
stjóri Borgarholtsskóla á Húsa-
vfk. „Það er ekki mikið af leið-
beinendum í vetur, en reyndar
hefur verið mjög stöðugur kenn-
arahópur hérna.“
Helga Guðmundsdóttir, for-
stöðumaður fræðslu- og menn-
ingarsviðs á Austurhéraði, hefur
sömu sögu að segja. „Það hefur
gengið alveg f’ráhærlega vel,“
segir hún. „Við erum fullmönn-
uð og með nánast 100% rétt-
indafólk. Það er bara fólk í ein-
hverjum hlutastörfum í uppfýll-
ingum sem er ekki með full rétt-
indi. Við höfum ekki þurft að
auglýsa nema einu sinni í vorum
og kláruðum þá að ráða í háða
skólana, bæði á Egilsstöðum og
á Hallormsstað."
„Þetta eru breyttir tímar“
Verið er að taka saman heildaryf-
irlit yfir kennararáðningar í
Reykjavík hjá fræðslumiðstöð
Reykjavíkur, en þcir skólastjórar
í Reykjavík scm Dagur hafði
samband við sögðu ástandið vera
mun verra þetta árið en þeir eiga
að venjast. Víða er nú þegar búiö
að ráða Ieiðbeinendur í sumar
stöður, en það er annars ekki
gert fyrr en vonlaust Jiykir að fá
menntaða kennara.
„Mér líst ekki nógu vel á stöð-
una,“ segir t.d. Kristín G. Andr-
ésdóttir skólastjóri Vesturbæjar-
skóla, og sömu sögu segir Sigur-
jón Fjeldsted, skólastjóri Hóla-
brekkuskóla. „Þetta hefur verið
algjört baks. Og Jiví miður er
maður að fara út á þá braut að
ráða leiðbeinendur, sem maður
var að vonast til þess að jrurfa
ekki að gera.“
„Þetta eru hreyttir tímar," seg-
ir Sigurjón, og reiknar með því
að mikið verði auglýst eftir kenn-
urum jiessa helgi. „Ég man ekki
eftir að hafa lent í þessari stöðu
áður, og er þó búinn að vera
ótrúlega lengi í þessu. Hér í eina
tíð var þaö þannig að við vorum
komin með nokkuð langan lista
strax í mars eða byrjun apríl af
fólki sem var að sækja um. En
það er alveg liöin tíð.“
Sveitarfélögin bjóða
misjöfn kjör
I Melaskóla er staðan jiokkalega
góð, að sögn Rögnu Olafsdóttur
skólastjóra, Jió róðurinn hafi ver-
ið þyngri en undanfarin ár.
„Venjulega hef ég gengið frá
nýráðningu í júní fyrir sumarfrí.
Það er heldur óvenjulcgt að
standa frammi fyrir þessu í
ágúst."
1 Hafnarfirði hefur hins vegar
gengið mjög vel að ráða kennara
í sumar, að sögn Magnúsar Bald-
urssonar skólafulltrúa. „Það var
sáralítið eftir síðast þegar ég
vissi. Þetta er síst verra en und-
anfarin ár." Þegar Magnús er
spurður um skýringar á j>ví, seg-
ir hann að það „hljóti bara að
vera svona eftirsóknarvert að
kenna í Hafnarfirði."
Hversu misjafnlega hefur
gengið má j>ó að hluta til skýra
með því að ráðningarkjör eru nú
í höndum sveitarfélaganna.
„Mér svona heyrist, það sem ég
Jjekki til, að sveitarfélögin séu
víða að bjóða betri kjör, alla vega
í sumum sveitarfélögunum
hérna í kring,“ segir Ragna
Ólafsdóttir skólastjóri Mela-
skóla. — GB