Dagur


Dagur - 16.08.2000, Qupperneq 9

Dagur - 16.08.2000, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGU R 16. ÁGÚST 2 000 - 9 Úr vináttulandsleik íslands og Möltu fyrr í sumar. Stefnir í horku- leik gegn Svíum Ólympíuveisla í Sjónvarpinu íslenka karlalandsliðið í knattspymu mætir Svíum á Laugardals- velli í dag. Atli Eð- valdsson, landsliðs- þjálfari, stillir upp okkar sterkasta liði og sama má segja um Svía sem mæta með fíma- sterkt lið. í dag ld. 18:45 mætir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu liði Svfa á þjóðarleikvanginum í Laug- ardal og er leikurinn liður í Norð- urlandamóti landsliða. Islenska liðið hefur þegar Ieikið þrjá af fimm leikjum á mótinu, gegn Norðmönnum, Finnum og Færey- ingum, en þeir fóru fram á La Manga á Spáni fyrr á árinu. Voru það fyrstu Ieikir Atla Eðvaldssonar sem landsliðsþjálfara og urðu úr- slit eftirfarandi: Island - Noregur 0-0 Island - Finnland 1-0 Island - Færeyjar 3-2 Úrslit annara leilija: Færeyjar - Finnland 0-1 Svíþjóð - Danmörk 1 -0 Danmörk - Noregur 2-4 Noregur - Svíþjóð 1 -1 Danmörk - Finnland 1 -2 Stadun á mótinu: ísland 3 2 10 4-3 7 Finnland 3 2 0 1 3-2 6 Noregur 3 1 2 0 5-3 5 Svíþjóð 2 1 10 2-14 Færeyjar 2 0 0 2 2-3 0 Danmörk 3 0 0 3 3-7 0 Svíar með sterkt lið Svíar taka Ieikinn í dag mjög alvar- lega og líta á hann sem mikilvæg- an þátt í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM-2002, sem hefst 2. september n.k., en þá mæta þeir liði Azerbajdzjan á úti- velli í Baku, á sama tíma og ís- lenska landsliðið leikur gegn Dön- um í sömu keppni hér heima. Þeir eru því mættir með sitt sterkasta lið, að undanskildum þeim Joachim Björklund frá Valensía á Spáni og Niclas Alexanderson frá enska liðinu Everton, sem fengust ekki lausir í leikinn. Sænski landsliðshópurinn Markverdir: Magnus Hedman, Coventry Magnus Kihlstedt, Brann Aðrir leikmenn: Patrik Andersson, B. Múnchen Teddy Lucic, AIK Olof Mellberg, R. Santander Roland Nilsson, Helsingborg Michael Svensson, Halmstad Anders Andersson, Alaborg Marcus Allbáck, Orgryte Daniel Andersson, Bari Kennet Andersson, Fenerbahce Henrik Larsson, Celtic Fredrik Ljungberg, Arsenal Hákan Mild, IFK Gautaborg Johan MjoIIby, Celtic Stefan Selakovic, Halmstad Anders Svensson, Elfsborg Magnus Svensson, Bröndby Okkar sterkasta lið Leikurinn í dag er ekki síður mik- ilvægur fyrir íslenska landsliðið, sem fær lítinn tíma til undirbún- ings fyrir leikinn við Dani í und- ankeppni HM um mánaðamótin, en sá Ieikur er reyndar einnig liður í Norðurlandsmótinu og því sann- kallaður sex stiga leikur. Atli Eð- valdsson mætir með okkar sterk- asta lið til leiks í dag, þar sem að- eins Heiðars Helgusonar frá Watford er saknað, en hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Það má má því búast við hörkuleik, þar sem ekkert verður gefið eftir. íslenski landsliðshópurinn Markveróir: Birkir Kristinsson, IBV Arni Gautur Arason, Rosenborg Aðrir leikmenn: Rúnar Kristinsson, Lilleström Eyjólfur Sverrisson, H. Berlin Arnar Grétarsson, Lokeren Þórður Guðjónsson, Las Palmas Ríkharður Daðason, Viking Helgi Sigurðsson, Panathinaikos Hermann Hreiðarss., Wimbledon Helgi Kolviðsson, Ulm Brynjar B. Gunnarsson, Stoke Auðun Helgason, Viking Tryggvi Guðmundsson, Tromsö Pétur Marteinsson, Stabæk Arnar Þór Viðarsson, Lokeren Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea Rikki skoraði fjögur gegn Svíuni Island hefur einu sinni unnið sig- ur gegn Svíum og var það hinn eft- irminnanlega dag 29. júní árið 1951 er Island vann einnig sigur á öðrum Norðurlandaþjóðum í land- skeppni í fijálsum íþróttum. Um- ræddur landsleikur þjóðanna, sem fram fór á gamla Melavellinum fyrir framan 5.700 áhorfendur, var fimmti landsleikur Islands og urðu lokatölur 4-3, en staðan í leikhléi var 2-0. Landslið íslands var skip- að þeim Bergi Bergssyni, Karli Guðmundssyni fyrirliða, Hauki Bjarnasyni, Hafsteini Guðmunds- syni, Einari Halldórssyni, Sæ- mundi Gíslasyni, Olafi Hann- essyni, Ríkharði Jónssyni, Þórði Þórðarsyni, Bjarna Guðnasyni og Gunnari Guðmannssyni. Ríkharð- ur Jónsson gerði öll mörk Islands á 32., 38., 48. og 82. mínútu leiks- ins og var það nýtt met sem Amór Guðjohnsen jafnaði síðan í lands- leik gegn Tyrkjum þann 17. júlí árið 1991, sem Island vann 5-1. Sigurður Grétarsson skoraði þar fimrnta mark Islands. Síðast var Ieikið við Svía áriðl994 á Laugar- dalsvellinum og unnu Svíar þar 1- 0 sigur. Ríkharóux lika fljótastur að skora Fjögurra marka metið var ekki það eina sem Ríkharður setti á ferlin- um, því hann var einnig sá leik- maður sem var fljótastur að skora í landsleik. Það gerði hann í leik gegn Belgum þann 4. september árið 1957, eftir aðeins 15. sek- úndna leik. Það dugði þó skammt því Belgar unnu leikinn 5-2. Þórð- ur Þórðarson skoraði hitt mark Is- lands. Albert Guðmundsson varð hins vegar fyrstur til að skora mark fyrir Island í landsleik, en hann gerði bæði mörkin gegn Noregi í öðrum landsleik Islands, sem Norðmenn unnu 4-2. Fyrsti lands- leikur Islands var hins vegar gegn Dönum þann 17. júlí árið 1946 á Melavellinum, að viðstöddum 8.000 áhorfendum, þar sem Danir unnu 3-0. Sigur hefur aldrei unn- ist gegn Dönum, en strákarnir okkar fá til þcss kærkomið tæki- færi á Laugardalsvellinum, þegar við mætum þeim í áðurnefnduin sex stiga Ieik. — GG/ek íslenska RQdssjón- varpið mun bjóða landsmönnum upp á viðamikla dagskrá frá Ólympíuleikunum í Sydney, sem hefjast með setningarathöfn þann 15. september n.k. Að sögn Ingólfs Hannessonar, yfír- manns íþróttadeildar Sjónvarpsins, á hann von á glæsilegum og spennandi leikum. Senn Iíður að því að Ólympíuleik- arnir í Sydney hefjist, með öllu því tilstandi og spenningi sem þeim tilheyra. Leikarnir hafa hingað til þótt eftirsóknarvert sjónvarpsefni og víst að íslenskt íþróttaáhugafólk bíður spennt eftir að veislan hefj- ist þann 15. september n.k. Ríkis- sjónvarpið mun að vanda sjá til þess að við hér á norðurhjara ver- aldar fáum okkar skammt af skemmtuninni og eru starfsmenn íþróttadeildar Sjónvarpsins nú í óða önn að Ieggja lokahönd á skipulagningu dagskrár, sem að þessu sinni verður mjög viðamikil að sögn Ingólfs Hannessonar, yfir- manns íþróttradeildar. Leikamir hefjast 15. sept. „Við heljum að sjálfsögðu beina útsendingu frá leikunum frá opn- unarhátíðinni, föstudaginn 15. september og hefst hún kl. 07:00. Eftir það verðum við með á hveiju kvöldi svokallað „Ólympíukvöld“, strax eftir tíufréttir, eða frá kl. 22:15. Þar verður sent út í eina til eina og hálfa klukkustund og mun Logi Bergmann Eiðsson leiða þær útsendingar frá stúdíóinu í Efsta- leiti. Þar verður farið yfir helstu atriði líðandi sólarhrings og sýndar upptökur sem hafa sumar verið sýndar fyrr um daginn og nóttina á undan. Við getum kallað það flaggskipið í Sydney-pakkanum, en í beinu framhaldi af þeim verð- um við í nokkrum tilfellum með beinar útsendingar, sem eru þá morgunsendingar frá Sydney, því tímamunurinn er jú ellefu ldukku- stundir. Þar munum við leggja áherslu á að fylgja okkar keppnis- fólki eftir, þannig að þar verður þá Páll Guðlaugsson, þjálfari úrvals- deildarliðs Keflvíkinga í knatt- spyrnu, er hættur störfum hjá fé- laginu. I fréttatilkynningu frá Keflvíkingum segir að samkomu- Iag hafi orðið um það í gær milli Páls og stjórnar Knattspyrnu- deildar Keflavíkur að hann hætti þegar störfum og hafi þeir Gunn- ar Oddsson og Þorsteinn Bjarna- son nú tekið við þjálfun liðsins. Keflvíkingum hefur gengið af- leitlega í deildinni að undanförnu og ekki unnið nema einn af síð- ustu níu leikjum, sem var gegn KR-ingum í 10. umferðinni. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins í upphafi tímabilsins, ekki síst vegna bættrar æfingaaðstöðu í nýju Reykjaneshöllinni og lofaði helst um að ræða útsendingar frá undanrásum í sundi og frjálsum íþróttum. Þessar beinu útsending- ar gætu í sumum tilfellum staðið til klukkan eitt eða tvö, eftir því hvort okkar fólk er að keppa. Síð- an verður hlé á útsendingum flest allar nætur til klukkan 05:30, en þá byrjum við með samantektar- pakka sem sýndir verða til kl. 07:00. í kjölfarið af því verðum við svo með beinar útsendingar og upptökur fram eftir morgni. Þar verður sýnt það helsta sem er í gangi hverju sinni og síðan aftur kl. 11:30. Þessi morgundagskrá verður síðan endursýnd fyrir upp- haf venjubundinnar dagskrár milli ldukkan 15:00 og 16:30. Svona verður þetta í grófum dráttum alla dagana meðan leikarnir standa, en þeim Iýkur með lokaathöfn þann 1. október, sem auðvitað verður í beinni útsendingu frá kl. 07:00 til 11:00,“ sagði Ingólfur. Glæsileg hátíð Að sögn Ingólfs mun Sjónvarpið senda íjóra starfsmenn til Sydney. „Það eru íþróttafréttamennirnir Samúel Orn Erlingsson, Geir Magnússon og Adolf Ingi Erlings- son og síðan einn tæknimaður. Mér sýnist að allur pakkinn verði heldur umfangsmeiri en síðast þegar leikarnir fóru fram í Atlanta fyrir Ijórum árum. Þetta verður líka að mörgu leyti skemmtilegra. I fyrsta lagi vegna þess að þessir samantektarpakkar verða lengri og þá fær fólk enn betra yfírlit yfir leikana. Auk þess bætum við inní eyður nokkrum boltaleikjum og má þar nefna leiki í körfubolta, handbolta og væntanlega fótbolta. Eg er sannfærður um að þessir Ieikar eiga eftir að verða mjög góð- ir og muni slaga hátt upp í gæðin á leikunum í Barcelóna, sem að mínu mati eru bestu Olympíuleik- ar sem haldnir hafa verið til þessa. Það bendir allt til þess að þetta verði glæsileg og spennandi hátíð. Enda bíð ég spenntur eftir setn- ingunni, sem hefst nákvæmlega kl. 07:00 föstudaginn 15. septem- ber og mun standa til kl. 10:00. Við munum síðan endursýna að hluta frá setningarathöfninni í fyrsta „Olympíukvöldinu" um kvöldið. Eg vil einnig geta þess að fram að leikunum verðum við með átta þátta upphitunarseríu, sem heitir „Baksviðs í Sydney" og þar verða leikarnir rækilega kynntir,11 sagði Ingólfur að lokum. byrjunin góðu eftir sigra í tveimur fyrstu umferðunum. Síðan fylgdi slæmt 5-0 tap gegn Eyjamönnum í þriðju umferðinni og síðan hef- ur Iítið gengið. Liðinu hefur þó tekist að vinna þrjá sigra á Is- lands- og bikarmeisturum KR- inga í sumar, báða deildarleikina og síðan í bikarnum. 1 fyrra lentu Keflvíkingar í átt- unda sæti deildarinnar, en eru nú í því sjötta með 17 stig, eftir ljóra sigra, fimm jafntefli og jafnmörg töp. Tapið gegn FH-ingum í 8- liða úrslitum bikarsins í fyrra- kvöld, er eflaust kornið sem fyllti mæiinn og menn þar á bæ talið heppilegra að breyta til á loka- spretti deildarkeppninnar, þar sem fjórum umferðum er ólokið. Páll hættur með KefLvfldnga

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.