Dagur - 16.08.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 16.08.2000, Blaðsíða 11
 MinVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Ung stúlka kveikir á kerti í kirkju i Moskvu tii þess að minnast sjómannanna sem tvísýnt er um í kafbátnum á botni Barentshafs. Síðustu forvöð að bj arg'a áhöfninui Reyna átti að bjarga kafbátnum í Barents- hafi í gærkvöld, en slæmt veður hefur taf- ið björguuaraðgerðir. Afar tvísýnt var í gær um líf sjó- mannanna 116 sem fastir voru um borð í rússneskum kjarn- orkukafbáti á botni Barentshafs. Vont veður kom í veg fyrir tilraun- ir til þess að bjarga þeim, og súr- efnisbirgðir um borð í kafbátnum munu vera nánast á þrotum. Talsmaður rússneska sjóhersins sagði að þau merki, sem bærust frá kafbátnum, væru stöðugt að verða veikari, en áhöfnin hefur barið í hliðar kafbátsins til þess að leiðbeina björgunarmönnum. Vegna þess hve súrefnið er orðið af skornum skammti geta þeir, sem eru um borð ekki annað en haft hægt um sig, þeir verða ann- að hvort að sitja eða Iiggja. Fimmtán björgunarskip og her- skip voru á leiðinni á strandstað- inn í gær. Gera átti nýja björgun- artilraun í gærkvöldi ef veður batnaði. Verið var að ráðgast við hönnuði kafbátsins um mögu- leika á björgunaraðgcrðum, en rússneski herinn mun ekki hafa yfir að ráða sérlega góðum tækj- um til hjörgunaraðgerða í tilvik- um sem þessu. Bússnesk stjórn- völd hafa þvertekið fyrir það að leita til annarra ríkja um aðstoð. Bæði Bandaríkin og Bretar hafa lýst yfir vilja til þess að veita að- stoð sína við hjörgun á bátnum, ef til þeirra yrði leitað. Mikill öldugangur og hvassviðri var á staðnum, þar sem kafbátur- inn er, en hann liggur á botninum í Barentshafi á rúmlega 107 metra dýpi. Svo virðist sem sprenging hafi orðið fremst í kafbátnum, þar sem tundurskeyti eru, og hann sökk samstundis til botns. Þetta gerðist á sunnudaginn var. Hafi sprenging átt sér stað, má reikna með að hún ein hafi valdið tölu- verðu manntjóni um borð í bátn- um. I fyrstu var talið að kafbáturinn hefði lent í árekstri, en svo virtist í gær sem menn væru að falla frá þeirri skoöun. En greinilegt var að vatn hafði komist inn í kafbát- inn að hluta til. Um borð í kafbátnum voru 1 16 manns, yfirmcnn og sjóliðar. Bússnesk stjórnvöld halda því fram að engin kjarnorkuvopn hafi verið um borð og slökkt hafi verið á kjarnaofnunum tveimur, sem knýja hann áfram. Hernaðarsér- fræðingar eru þó margir hverjir efins um réttmæti þeirra yfirlýs- inga, þar sem kafbáturinn er hannaður með það fyrir augum að vera með 24 kjarnorkuflug- skeyti um borð. Fréttir af alvar- Iegum skemmdum, sem spreng- ingin hlyti að hafa valdið, hafa sömuleiðis varpað efasemdum á fullyrðingar um að engin geisla- leki hafi orðið í kafbátnum. Ekki var talið að rússneski kaf- báturinn hafi lent í árekstri við vestrænan kafbát eða skip, þótt stundum verði minni háttar árekstrar milli rússneskra og vest- rænna kafbáta á þessum slóðum. Bandaríkin eru með tvo kafbáta og eitt eftirlitsskip á þessum slóð- um sem stendur, og frá öðrum kafbátnum bárust fréttir af því að þeir sem eru um borð í honum hafi heyrt sprengingu á Iaugar- dag. Gore tekur viö kyndli Clintons MONROE - A1 Gore varaforseti Bandaríkjanna var í gær kominn til Monroe í Michiganfylki þar sem hann hitti Clinton forseta til að taka við blysi við tál<nræna athöfn um það að hann væri nú að taka við kyndlinum af Clint- on. Við þetta tækifæri lofaði Gore stjórnvisku Clinton og lof- aði Gore því líka að halda fullum dampi í bandarísku efnahagslífi eftir að hann væri sestur við stjórnvölinn. „Bill Clinton hefur unnið erfitt verk við að koma efna- hagslífinu á réttan kjöl og hvorki bandarískir kjósendur né ég höfum 1 hyggju að láta undan pólitískum andstæðingum okkar og eyðileggja það sem áunnist hefur,“ sagði Gore m.a. við þetta tækifæri. Einn af aðstoðarmönnum George W. Bush gat ekki stillt sig í gær um að benda á að staðurinn Monroe væri vel valinn fyrir þessa athöfn, því þar hefði einmitt fæðst George Armstrong Custer sem væri frægast- ur fyrir að hafa beðið ósigur í orrustu! Efast um trúveröugleika Bandaríkja- mairna KAUPMANNAHÖFN - Bæði fjölmiðlar í Danmörku og ýmsir þing- menn efuðust opinherlega um það í gær að yfirlýsingar frá Bandaríkj- unum um að búið væri að eyða öllum vetnissprengjunum í B52 flug- vélinni sem fórst við Thule 1968. I varnarmálaráðuneytinu í Was- hington héldu rnenn hins vegar fast við þær fullyrðingar að allar vetnissprengjurnar fjórar hafi verið eyðilagðar. „Við höfum margoft sagt að allar sprengjurnar hafi eyðilagst í slysinu og dönsk stjórnvöld fengu að fylgjast nieð hreinsunarstarfinu hjár okkur,“ er haft eftir talsmanni í Pentagon. Miklir endurfundir SEOUE - Segja má að skipting Kóreu sem byggðist á forsendum Kalda stríðsins hafi bráðnað niður í tárum og faðmlögum í gær þegar tvö hundruð Kóreumenn sem tengdust fjölskyldu- böndum frá norður- og suðurhluta landsins hitt- ust í fyrsta sinni í fimm- tíu ár. Fólkið hittist m.a. í ráðstefnumiðstöð í Seoul og þar hrópuðu menn og kölluðu eftir ættingjum áður en þeir féllust í faðma og grétu af geðshræringu. „Eg hafði ekki látið mig dreyma um að ég myndi koma aftur hingað í þessu lífi," sagði Han Jae- il sem kom með flug- vél frá Norður- Kóreu til að hitta ættingja sína aðeins örskammt frá þeim stað þar sem hann fæddist fyrir 82 árum. I gær var farið með 100 manns frá Norður- Kóreu til Seoul og álíka fjölda af Suður- Kóreubúum til Pyongyang til að leyfa þeim að hitta fjölskyldur sínar og er þetta gert sem táknrænn vottur um gagnkvæmar óskir um sam- einingu ríkjanna. Ai Gore. George W. Bush. ■ FRÁ DEGI TIL DAGS MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 229. dagur ársins, 137 dagar eftir. Sólris kl. 5.22, sólarlag kl. 21.39. Þau fæddust 16. ágúst • 1923 Róbert Arnfinnsson leikari. • 1923 Shimon Peres, fyrrverandi forsæt- isráðherra Israels. • 1940 Bruce Beresford kvikmyndaleik- stjóri. • 1946 Lesley Ann Warren Ieikkona. • 1950 Einar Jóhannesson klarinettuleik- ari. • 1958 Madonna, bandarísk söng- og leik- kona. • 1960 Timothy Hutton leikari. Þetta gerðist 16. ágúst • 1829 komu síömsku tvíburarnir Chang og Eng Bunker til Boston í Bandaríkjun- um, en þeir voru samvaxnir og eftir þeim hafa samvaxnir tvíburar verið kallaðir „síamstvíburar". • 1941 kom Winston Churchill forsæt- irsáðherra Breta til Reykjavíkur. • 1960 samþykktu Bretar að nýlenda þeir- ra á Kýpur yrði sjálfstæð. • 1977 lést Elvis Presley á heimili sínu Graceland í Memphis, Tennessee, 42 ára að aldri. Vísa dagsius Hjarta mitt stælist við stríð, þó stenst á, hvað vinnst og hvað tapast. Það, sem mitt þreli hefur grætt, það hefur viðkvæmnin misst. Steingrímur Thorsteinsson Afmælisbam dagsins Fyrir réttum 180 árum fæddist að Fjalli í Sléttuhlíð sá margfrægi Sölvi Helga- son, landshornaflakkari, sérvitringur og listamaður. Sölvi er fyrirmynd að Sóloni íslandus í samnefndri sögu Davíðs Stef- ánssonar, og um hann hafa verið ort kvæði og skrifaðar heilu bækurnar, auk þess sem veitingahús hafa verið skírð í höfuðið á honum. Sölvi teiknaði og málaði fjölmargar mvndir, og eftir hann liggja mörg handrit með ýmis konar hugleiðingum. Sölvi lést að Ysta-Hóli í Sléttuhlíð þann 20. október 1895. Alltaf þegar fólk er sammála mér finnst mér að ég hljóti að hafa rangt fyrir mér. Oscar Wilde Heilabrot Hér eru nöfn fjögurra þjóðþekktra manna úr íslandssögunni, en öllum sérhljóöuni hefur verið sleppt: JNRSN, GGRTLFSSN, JNSHLLGRMSSN og JNSGRÐSN. Ilvaða menn eru þetta? Lausn á síðustu gátu: Tólf þúsund tólf hundruð og tólf er skrifað þannig: 13.212. Veffang dagsins Fylgjast má með Iandkönnuðum nútímans á vefsíðum tímaritsins National Geograp- hic: magma.nationalgeographic.com/out- postcentral/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.