Dagur


Dagur - 16.08.2000, Qupperneq 12

Dagur - 16.08.2000, Qupperneq 12
12-MlDVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2000 Thyur MIDVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2000 - 13 FRÉTTASKÝRING L Thyptr Matsáætlimm samþykkt GUÐNÝ JÓHANNES DÓTTIR SKRIFAR Skipulagsstofnim hef- ur samþykkt með viss- ími athugasemdum við tillögu Reyðaráls hf. matsáætluu vegna framkvæmda við álver í Reyðarfirði. Hjá Reyðaráli eru menn að vonum ánægðir með þessa niðurstöðu og segjast ætla að leggja sig fram iuii að taka tillit til þeirra athuga- semda sem þar koma fram. Samkvæmt tillögu Reyðaráls er ætlunin að hetja framkvæmdir við fyrri áfanga álversins árið 2003 og munu framkvæmdir við hann standa í 36 mánuði. Sá áfangi yrði með framleiðslugetu upp á 240 - 280 þúsund tonn af hrááli á ári og er stefnt að því að rekstur hefj'ist árið 2006. Síðari áfangi álversins miðast við 360 - 420 þúsund framleiðslugetu á ári og gætu framkvæmdir við hann hafist 2-3 árum eftir fyrsta áfangann. Engu að síður hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær hann verður byggður. Kílómetralangui kerskáli Alverið á að rísa á iðnaðarlóð í landi Sómastaðagerðis, Sóma- staða, Hrauns og Flateyrar í norðanverðum Reyðarfirði og er gert ráð fyrir að mannvirkin verði reist ofan á klöpp. Kerskálinn sjálfur mun verða 1.090 m lang- ur. Staðurinn er utan sjónlínu þéttbýlis í Reyðarfirði og á Eski- firði og eru hafnaraðstæður ákjósanlegar fyrir stór skip og landrými er nóg. Fyrri áfanginn mun kosta um 70 milljarða íslenskra króna en sá síðari mun kosta um 30 milljarða króna. Heildarkostnaður við ál- verið yrði því um 100 milljarðar króna. Markaður fyrir framleiðslu álversins verður fyrst og fremst í Evrópu en einnig í Bandaríkjun- um en vaxandi eftirspurn er eftir áli á báðum stöðum og mun Hydro Aluminium selja vörur Revðaráls í gegnum sölukerfi sitt. I tillögu Reyðaráls hf að mati á umhverfisáhrifum álvers kemur fram að meta á samfélagsleg og þjóðhagsleg áhrif álvers og Kára- hnjúkavirkjunar sameiginlega. Það verður sjálfstæð skýrsla eða sérstakur kafli í annari hvorri eða báðum matsskýrslum.Með til- komu Kárahnjúkavirkjunar er áhrifasvæði framkvæmdanna orð- ið stærra og eru eldri athuganir þvi varla marktækar. Eitt þúsund ný störf Til að meta jákvæð og neikvæð áhrif vegna byggingar álvers verð- ur rannsakað betur hvað felst í já- kvæðum áhrifum á byggðir á Austurlandi og þá sérstaklega utan Mið-Austurlands. Rann- sökuð verða varanleg áhrif á fólksfjöldaþróun og áhrif á vinnu- afl í þeim atvinnuvegum sem eru á svæðinu. Einnig þarf að athuga fjárfestingar í grunngerð á svæð- inu, áhrif framkvæmdanna á ferðamennsku, grunnupplýsingar um húsnæðismál á svæðinu og skoða vel hvar byggð tengd virkj- uninni verður í framtíðinni. Þá eru ýmis áhrif álversins tal- in þegar liggja fyrir þvf áætlað er að hvert starf í álveri á Austur- Iandi skili allt að því heilu starfi í annari atvinnustarfsemi og opin- berri þjónustu vegna margfeldisá- hrifa. Gert er ráð fyrir að 750 ný störf skapist í tengslum við fyTri hluta álversins. Þar af eru um 600 störf á Austurlandi. Um er að ræða 450 störf í verksmiðjunni og 300 í þjónustugeiranum, þar af 1 50 þjónustustörf á Austurlandi. Með tilkomu síðari áfanga mundu um 140 störf bætast ofan á þau 450 störf sem fyrir væru í verksmiðjunni. Þegar síðari áfangi álversins væri kominn í gang yrðu ný störf vegna álversins því tæplega 1000 þar af 800 á Austurlandi. Þá mun tæknivæðing álversins kalla á faglært og menntað starfsfólk því einungis 8% starfanna eru fyrir ófaglært fólk. Álver gott fyrir meiminguna Heildaráhrif á vinnumarkað og viðskiptaumhverfi á Austurlandi eru því talin jákvæð. Talið er að sjávarútvegur á svæðinu komi til með að hagnast á því að þjónusta á svæðinu aukist og er bent á að landbúnaður sé á undanhaldi á þessu svæði. Samfélagsþjónusta á Austur- landi hefur verið gagnrýnd en það sem helst hefur staðið henni fyrir þrifum er Iág tala íbúa. Það ætti að breytast til batnaðar með tilkomu álvers og er talið að það komi til með að hafa jákvæð áhrif á menn- ingarlíf svæðisins. Forkólfar Reyð- aráls gera sér því vonir urn að til- koma álversins komi til með að hafa jákvæð áhrif og komi til með að eiga stóran þátt í að snúa við fólksflótta frá Austurlandi. Eins og staðan er í dag gefur ál- iðnaður nú um 16% af útflutn- ingstekjum landsins en með til- komu fyrsta áfanga álversins á Reyðarfirði mun árlegt útflutn- ingsverðmæti áliðnaðar aukast í 31%. Bygging álvers á Reyðarfirði ættí því að hafa tölverð áhrif á ís- lenskt efnahagsh'f. Það mun flytja inn erlendt fjármagn, tækniþekk- ingu og skapa hundruð nýrra há- launastarfa. Mengun undir leyfileguni mörkum Sá áhrifaþáttur álversins sem nú þegar hefur verið tíundaður hefur útaf fyrir sig ekki skapað miklað deilur. Mengunaráhrif álvers á umhverfið er hins vegar eitthvað sem marga hefur skapað deiluna. Samkvæmt matsáætlun Reyð- aráls mun þar rísa tæknivæddasta málmbræðsla sem nokkurn tíma Svona mun álverið í Reydarfirði líta út. hefur verið reist í heiminum. Við rafgreiningu í álverinu losna bæði lofttegundir og rykagnir. Lofttegundirnar eru einkum loft- kennt og rykbundið Ilúor, koltví- oxíð og kolmonoxíð, brennisteins- tvíoxíð og flúorkolefnissambönd. Þessi efni eru soguð úr kerunum og fara í hrcinsivirki. Lofttegund- irnar bindast súráli í þurrhreinsi- virkinu og við það er 99,7% af flú- orryki fjarlægt úr Ioftinu. Loft frá hreinsivirki verður hreinsað að þvi marki að rnengum frá þvi verði innan Ieyfilegra útblásturs- marka fyrir álver. Til að halda S02 magni innan leyfilegra marka verður loftið leitt í gegnum vothreinsun með sjóþvottaturni eftir þurrhreinsunina. Með vot- hreinsun er a.m.k. 70% af S02 fjarlægt úr kerreyknum. Skipulagsstofnun gerir athuga- semdir við þessar mælingar Reyð- aráls þ.e.a.s menn vilja fá nánari skýringar á því hvaða mengunar- efni koma frá verksmiðjunni, magni þeirra, eiginleikum og áhrifum á umhverfið. Hjörleifur Guttormsson var einn þeirra sem gerði athugasemdir við þessar mælingar. Skildi hann vera sáttur við niðurstöðu Skipulagsstofnun- ar? „Eg hef ekki náð að kynna mér málið og vil því ekki tjá mig um það að svo stöddu. Hins veg- ar kemur málið þannig frá Skipu- lagstofnun að því er í raun lokið svo það er ekki svo mikið sem ég gæti sagt.“ Athugasemdir Skipulags- stofnunar Ofangreindar tillögur sendi Reyð- arál Skipulagsstofnun þann 7. júlí sl. og var það í samræmi við 8. grein laga um mat á umhverf- isáhrifum. Eins og áður sagði þá samþykkti Skipulagsstofnun til- Iögur Reyðaráls með vissunt at- hugasemdum. í tillögum Reyðaráls kemur fram að orkuþörf I. áfanga álvers sé 3.900 GWst / ári og 1. og 2. áfanga 5.900 Gwst / ári. Skipu- lagsstofnun tekur undir l’ram- komnar ábendingar um nauðsyn GeirA. Gunnlaugsson, stjórnarfor- maður Reyðaráls: „Við teljum að með nútíma tækni sé hægt að byggja hér álver sem geti lifað í góðri sátt við umhverfi sitt.“ þess að í matsáætlun og mat- skýrslu komi fram hve mikil orka fáist til álversins frá Kárahnjúka- virkjun og hvort þörf sé fyrir aðr- ar virkjanir vegna álversins. „Það er verið að ræða við Landsvirkjun um það að meta stæðina á Kára- hnjúkavirkjun og eins og hefur komið fram þá getur verksmiðjan verið í upphafi 240 - 280 þúsund tonn. í umhverfismati ætla menn að miða við hærri mörk en það á eftir að ganga frá því við Lands- virkjun námvæmlega hvað verður hægt að frá mikla orku frá Kára- hnjúkavirkjun og þá í framhaldi af því hvort að það þyrfti ein- hverja viðbótar orku,“ segir Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarfor- maður Reyðaráls. Landsvirkjun hefur sótt um umhverfismat á Bjarnarllagi auk þess sem undirbúningur er hafin fyrir hugsanlega stækkun Kröflu- virkjunar. Aðstandendur Reyðar- áls þurfa því ekki að óttast að ekki verði hægt að fara í annan hluta álversins vegna orkuskorts. En hvað með aðrar athuga- semdir frá Skipulagsstofnun. „Þetta er íyrst og fremst það að þeir eru að fara fram á svolítið nákvæmari upplýsingar en koma fram í áætlun okkar. Það er alltaf spurning þegar verið er að gera svona í fyrsta skipti hvað mcnn hafa þetta nákvæmt og við lítum svo á að þetta séu ábendingar um það og óskir þeirra um að hlutir verðri skýrðir nánar en hefði mátt skilja á áætlun okkar. Með þessu eru þeir að tryggja það að allar þær upplýsingar sem þurfa að koma komi fram.“ Umhverfisiiiat árið 2001 Umhverfismati vegna Reyðaráls verður skilað inn snemma á næsta ári og verður það unnið á grund- velli þeirra upplýsinga sem nú þeg- ar liggja fyrir. Geir segir að Reyðar- álsmenn hafi ekki sérstakar áhyggjur af umhverfismatinu. „Við teljum að með nútíma tækni sé hægt að byggja hér álver sem geti lifað í góðri sátt við umhverfi sitt.“ Hjörleifur Guttormson um útskurð Skipulagsstofnunar: „Hins vegar kemur málið þannig frá Skipulags- tofnun að því er í raun lokiö svo það er ekki svo mikið sem ég gæti sagt." Sjálft umhverfismatiö verður unnið af fjölda manns enda tekur það á mörgum ólíkum þáttum. „Það er verið að vinna að ýmsum mælingum hér fyrir austan og síð- an verður farið af stað á grundvelli þeirra mælinga að gera sjálft um- hverfismatið. Það þarf að reikna út loftdreifingar frá álverinu, dreif- ingar í sjó og svo framvegis." En hverjar telur Geir vera lík- urnar á því að ráðist verði í síðari hluta álversins og það endi í 420 þúsund tonna ársframleiðslugetu? „Það er mjög erfitt að vera að meta einhverjar líkur á því. Það er áframhaldandi unnið að þessum athugunum og unnið eftir þessu ferli og síðan kemur það í ljós hvort að þetta tekst allt saman. Það hefur ekkert komið upp í þessu ennþá sem segir annað en það sé hægt að byggja álver af þessari stærð í sátt við umhvcrfið hérna. Það sem er á okkar ábyrgð er að tryggja að álverið fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til þess af hendi umhverfisins. Annar þáttur málsins er að Landsvirkjun geri umhverfismat fyrir Kára- hnjúkavirkjun og það er á þeirra ábyrgð. Þriðji þáttur er síðan að komast að niðurstöðu um hvort þetta geti verið arðbært og borgi raforkuverð sem stendur undir kostnaði við byggingu raforkuver- anna.“ Á Möðruvöllum í gær. Þar heima er ekkert afsauðfé fyrrum sóknarprests lengur. Fara fram og aftur fjárgötima Óvenjulegar deilur uin sauðfjárrekstux og sumarslátrumii milli sr. Torfa Hjaltalins Stefánssonar og bú- stjóra tilraunabúsins á MöðruvöHum. Við prestskipti á Möðruvöllum, er sr. Sólveig Lára Guðmunds- dóttir tók við af sr. Torfa Hjalta- lín Stefánssyni, er tilraunabúið tekiö við rekstri jarðarinnar með munnlegu samkomulagi við sóknarprestinn, sr. Sólveigu Láru. Torfi sat á Möðruvöllum fram á fardaga og var þar með um 1 50 kindur á húsi yfir vetrar- mánuðina en um 400 Ijár á fjalli í sumar. Sumarslátnm „Þrjú síðustu ár hef ég verið með sumarslátrun og hef þess vegna látið kindurnar hera í aprílmán- uði. Þegar ég var að hleypa til í nóvembermánuði sl. gat mig ekki rennt í grun framgang mála hér og að ég yrði farinn um mitt suinar. Við útttekt í vor var rætt um það að ég fengi aðstöðu í haust eftir göngur í sambandi við slátrun, og það var skráð skil- merkilega niður. Þegar ég ræddi um það að ég ætlaði að slátra í sumar vildu tilraunabúsmenn- irnir setja það skilyrði, að ef ég ræki niður af fjalli í sumar til slátrunar yrði ég að skrifa undir það að ég mundi þá slátra öllu fé í haust. Eg var ekki alveg tilbú- inn til þess, vil halda áfram fjár- búskap eigi ég þess kost og fái jörð" segir sr. Torfi. Fyrir rúmri viku fór svo sr. Torfi upp í Ijall og náði í kindur, flokkaði og setti hluta þeirra í hólf uppi í fjalli en hluta þeirra í hólf við fjárhúsin. Þegar sr. Torfi kom svo daginn eftir til að ná í kindurnar við fjárhúsin var búið að reka þær allar til fjalls og hon- um sagt að það ætti bara að slá- tra á haustin, ckki á sunirin. Torfi fór þá aftur til fjalls og sótti kindurnar sem slátra átti. Bakkabræður „Þá heyri ég í traktor sem er á leið upp í fjallshólfið og rekur á Torfi Hjaltalín við bústörf í fyrravetur. undan sér það fé sem ég hafði rekið áður niður. Á traktornum var Brynjar Finnsson, tilrauna- bússtjóri. Eg kem fénu gegnum hliðið áður en traktorinn kom og negldi það aftur eins og áður var gengið frá því. Þetta var því mjög Bakkabræðralegt, við að reka sömu rollurnar í sitt hvora áttina en mér tókst þó að koma nokkrum hóp niður í fjárhúshólf. Þá var klippt gat á girðinguna og kindurinar reknar þar út og áleiðis upp í fjall. Þá nennti ég þessu ekki lengur og fór heint að fjárhúsunum og sá þá að það var búið að rífa niður réttina við fjár- húsin. Eg er nú komin suður og mun slátra eins og aðrir í haust,“ segir sr. Torfi. Fráfarandi sóknarprestur er nú að skrifa sögu Möðruvalla og hyggst koma henni á bókarmark- aðinn fyrir jól. Hann segist ekki hafa enn fengið útgefanda að henni, muni gefa hana út sjálfur finnist ekki önnur fær leið. Fjarlægði rusll) Brynjar Finnsson, hústjóri, segir að engin rétt hafi verið við fjár- húsið heldur hafi þaðan verið fjarlægt rusl enda tilraunabúið orðið nýtandi jarðarinnar og því í fullum rétti. „Það smalar cnginn heimalönd bænda um hásumar án samráðs við aðra bændur. Það er í trássi við viðteknar venjur. En sumum finnst að þeir þurfi aldrei að tala við einn eða ncinn og Ieyfa sér hlutina. Þessi aðili var að reka niður fé annarra manna og hefur komist upp með þetta hingað til þrátt fy'rir mikla óánægju allra nágranna sem fá sitt fé niður allt of snemma sumars. Þetta stend- ur ekki nógu skýrt í lögum, en þetta á jafnt við um afrétt sem heimalönd. Ef ntenn vilja fara í sumarslátrun eiga þeir að hafa þær skepnur í hólli en ekki reka á fjall á vorin,“ segir Brynjar Finnsson. 15 hross áfjall Brynjar segir „þennan aðila“ hafa rekið 1 5 hross á fjall þegar það var leyft 1. ágúst sl., þrátt fyrir að það sé aðcins leyft jarðeigendum og þann rétt hafi hann misst 1. júlí sl. Hann hafi heldur ekki leitað eftir leyfi til þess. Bændur, s.s. í Dunhaga, óttist að honum detti í hug að reka allt hrossa- stóðið niður, fái hann kaupanda að þeim öllum eða hluta þeirra. Brymjar bendir líka á að vilji aðil- inn selja kindurnar á fæti sé sölusvæðið mjög stutt vegna riðuveikivarna, eða Arnarnes- hreppur, Skriðuhreppur og frem- ri hluti Glæsibæjarhrepps. Af sömu ástæðu geti hann ekki flutt féð burtu, s.s. austur í Bárðardal, vilji hann hefja búskap þar, eins og kvisast hafi. - GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.