Dagur


Dagur - 16.08.2000, Qupperneq 16

Dagur - 16.08.2000, Qupperneq 16
16- MIDVIKUDAGU R 16. ÁGÚST 2000 ro^ir Flaggið gleymdist heima „Suðurlandsgengið“ er hvorki misgengi í landinu né sérstök skráning myntar. Það erhópurfólks sem kennirsig við skipin tvö sem báru nafnið Suðurland en sukku bæði í hafið á ní- unda áratugnum. Hópurinn hefurfarið í útilegu á sumri hverju í 12 ár og var í einni slíkri í Skaftárdal þegará en náði að losna úrprís- undinni rétt áður en ann- að hlaup reið yfir. „Við liðum engan skort í Skaftárdal, þótt lítið væri orðið til af öllu“ segir Halldór Almarsson skipstjóri, einn úr Suðurlandsgenginu og segir flesta hafa verið alveg sallarólega. „Það er nú ekki slæmt að vera þarna í friði og ró og sofna við niðinn í ánni. Það fór að minnsta kosti ekki í taugarnar á mér en unglingarnir voru að verða svekktir að komast ekki í sjoppurnar." Halldór segir ágæta veiði í vatni í nágrenninu og verð- ur hálf kindarlegur þegar hann er spurð- ur hvort kindunum hafi nokkuð fækkað í dalnum við veru hópsins þar. „Ja, menn voru svona farnir að horfa í kring um sig,“ segir hann í gríni en bætir við að Sigurður bóndi á Búlandi hafi brotist yfir flauminn til þeirra á traktorsgröfu og séð hópnum fyrir nauðynjum. Til merkis um velsældina nefnir hann að haldin hafi verið afmælis- veisla í Skaftárdal morguninn sem hópur- inn fór, til heiðurs sex ára dóttursyni hans. „Það voru bakaðar skonsur og brúnterta ið af sér vita þótt ekki hafi hún teppt förina fyrr en nú. „Fyrst hljóp hún eiginlega á hælana á okkur og einu sinni komumst við ekki alla leið að Skaftárdalsbæjunum vegna hlaups en vorum í góðu yfirlæti á nýslegnu túni neðar í sveitinni. Núna gekk þetta aðeins brösótt og við kennum því um að við gleymdum kompaníflaggi félagsins heima. Það verður ekki látið koma fyrir aftur." En hvers vegna skyldi Skaftárdalur verða svo oft fyrir fyrir valinu sem áfangastaður? „Sá staður er í uppáhaldi - eða var að minnsta kosti! Ein hjón úr hópnum eiga þar hús og jörð og þessi fé- lagsskapur var stofnaður þar í stórri af- mælisveislu fyrir 13 árum. Kjarninn í hópnum er menn sem voru á Suðurland- inu, bæði því eldra og yngra og þeirra fjölskyldur. Við höfum farið í eina úti- legu á sumri, 45-60 manns, eftir því hve margir mæta og dvalið víðs vegar um )artrukkur fór 20 ferðiryfir Skaftána með bila og ! Suðurlandsgengisins en sumir voru 8 aðstoð. Ísíðustu ferðunum varajn verulega ö vaxaaftur en þessi mynd er tekinaður og svo var kallað í kaffi eins og í sveitinni í gamla daga.“ Áin lætur af sér vita Halldór segir þessa útilegu vera þá þriðju sem hópurinn fari í austur í Skaft- árdal á 12 árum og alltaf hafi Skaftá lát- land, alltaf í góðu veðri,“ segir Halldór. Hann segir fyrirkomulagið þannig að hópurinn hittist á bensínstöð á Ártúns- holti föstudaginn í verslunarmannahelgi og þar sé tekin ákvörðun um hvert halda skuli, slíkt fari eftir veðurspánni. Reynt sé þó að keyra ekki mörg hundruð kíló- metra, því börn þreytist á miklum lang- keyrslum. „Menn byrjuðu eins og ég að fara með börnin með sér, svo urðu þau unglingar og fannst foreldrarnir hall- ærislegir og hættu að fara með en síðan eru þau búin að eignast börn og sum komin í félagsskapinn aftur.“ Hann segir fólk mæta á föstudögum og á laugardög- um sé sameiginlegt grill. „Við létum smíða fyrir okkur stórt grill og heilgrill- um þar alltaf annað hvort lamb eða svín. Svo er sungið, farið í leiki, flogið flug- drekum og annað það sem hugann Iyst- Útilegur þorrablót og myndakvöld Það er fyrirtækið Nesskip sem gerði út Suðurlandið, bæði það eldra og yngra. Eldra skipið fórst við Færeyjar 1982 og með því einn maður. Þá var keypt annað skip sem hlaut sama nafn en það fórst austan við Iand um jólaleytið 1986 og þar fórust fimm menn. Um það slys má lesa í síðustu Ut- kallsbók Óttars Sveinssonar. Hall- dór er einn þeirra sem björguðust úr fyrra skipinu. Hann segir Nesskip hafa stutt við bakið á Suðurlandsgenginu, m.a. gefið boli á mannskapinn með merki félagsskapar- ins. Merkið er eftir Jóhann Jónsson lista- mann í Eyjum. „Það er samheldinn hóp- ur sem var á þessum skipum og auk þess að fara í sumarútilegur höldum við þorrablót og eitt myndakvöld á hausti. Þá mæta menn með gamlar og nýjar myndir, bera saman, hlæja að breyting- unum og rifja upp skemmtilegar stund- ir,“ segir Halldór Almarsson að lokum. GUN. brast hlaup í Skaftá. Því tepptist hann í nokkra daga Stór hluti Suðurlandsgengisins í sérmerktum bolum. Halldór er lengst til vinstri Marea Weekend ELX estiva Ótrúlega vel útbúinn á kr: 1 »495*000«- Fjórir loftpúöar Loftkœling með hítastýringu (AC Stillanlegur hitablástur afturí) Þrjú þriggja punkta belti í aftursœti Fimm hnakkapúðar Lúxusinnrétting Samlitir stuðarar Samlitir speglar og hurðarhandföng Halogen linsuaðalljós Rafstýrðir og upphitaðir útispeglar Rafstýrðir bílbeltastrekkjarar Vökvastýri Fjarslýrðar samlœsingar Geislaspilari 4x40 wött Fjórir hátalarar Rafdrifnar rúður að framan Snúningshraðamœlir Útihitamœlir 103 hestafla 1.6 lítra 16 ventla vél Tölvustýrð fjölinnsprautun ABS hemlalœsivörn EBD hemlajöfnunarbúnaður Hœðarstilling á ökumannssœti Rafstýrð mjóbaksstilling Armpúðl í aftursœtl Vasi á miðjustokk Vasar aftan á framsœtisbökum Hœðarstilling á stýri Lesljós í aftursœti Litaðar rúður Þakbogar Rœsivörn í lykli þriðja bremsuljósið Hlti, þurrka og rúðusþrauta á afturrúðu 14” felgur Stillanleg hœð aðalljósa Tvískipt aftursœti Heilklœtt farangursrýml Geymsluhólf í farangursrými Tvískiptur afturhlerl Mottusett Galvanhúðaður 8 ára ábyrgð á gegnumtœringu Eyðsla skv. meginlandsstaðli 8,3 1/100 km Höldurehf. 461-3000 Istraktor 20

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.