Dagur - 16.08.2000, Síða 18

Dagur - 16.08.2000, Síða 18
18- MIDVIKUDAGU R 16. ÁGÚST 2000 Tkypr Höfnin verður Nýir útgerðarhættir við Húsavíkurhöfn. 13.000 mauns í hvalaskoðun. Gríðar- leg aukning í veitinga- sölu á Bauknum. Fjöl- sóttar útihátíðir við höfnina. Höfnin hefur löngum verið lífæð Híisavíkur og einhvern tíma var sagt með réttu: „Hjarta Húsavík- ur slær fyrir neðan bakkann". Þar hefur aflanum verið landað og verðmætin streymt upp í bæinn. En á síðustu árum hefur at- hafnalíf við höfnina stöðugt dregist saman, bátum fækkað, minna un landanir og hið iðandi mannlíf sem þar þreifst sifellt orðið fátæklegra, þó það sé að sjálfsögðu enn jafn merkilegt og áður, enda allir helstu heimspek- ingar bæjarins þar saman komn- ir. En nýir útgerðarhættir hafa rutt sér til rúms fyrir neðan bakk- ann og þar er nú iðandi mannlíf og alþjóðlegt flesta daga. Nú er það ferðamannaútgerðin sem setur mark sitt á svæðið og hún tengist fyrst og fremst þeirri frómu skepnu hvalnum. Hóp- ferðabílar eru stöðugt á ferðinni við höfnina og hvalaskoðunar- bátarnir sigla út og inn með full- fermi flesta daga. Gríðarleg að- sókn hefur verið að veitinga- staðnum Gamla Bauk. Þá hafa tvær útihátíðir með dansleikjum verið haldnar á svæðinu í sumar, fyrst á 50 ára afmæli Húsavíkur og á Mærudögum um síðustu helgi og þar hefur verð fjöl- menni. Það er sem sé iðandi mannlff við höfnina á Húsavík þessa dag- ana en með nokkuð öðrum hætti en t.d. á síldarárunum eða þegar smábátaútgerðin stóð með sem mestum blóma. 13.000 í hvalaskoðun Að sögn Árna Sigurbjarnarsonar hjá Norðursiglingu sem gerir út hvalskoðunarbátana Hauk, Knörrinn og Náttfara, höfðu um 13.000 manns farið í hvalaskoð- un frá Húsavík um síðustu mán- aðamót og er nokkur aukning frá því í fyrra. Og menn vonast til að þegar upp verður staðið í haust verði gestir farnir að nálgast 20.000. „Og við erum í stakk búnir til þess að taka við frekari aukningu á næstu árum. Burðar- geta bátanna á dag er um 5-600 manns, en við höfum yfirleitt ekki farið með fleiri en 400 manns í sumar“, segir Árni. Hann er mjög ánægður með gróandi mannlíf og ferða- mennsku á hafnarsvæðinu og telur raunar að þetta sé það svæði sem Húsvíkingar eigi að dekra við og gera að andliti bæj- arins út á við. „Og mér sýnist það í raun vera að gerast. Þessi gömlu hús sem mynda umgjörð- ina um hafnarsvæðið og hafa ver- ið í niðurníðslu eru flest að fá andlitslyftingu og munu verða bæjarprýði innan tíðar. Og það skiptir ekki síst máli að bæjarbú- ar eru sjálfir farnir að átta sig á því sem þarna er að gerast, viður- kenna þessa þróun og taka þátt í henni“, segir Árni sem á von á enn frekari uppbyggingu fyrir neðan bakkann á næstu árum með þátttöku fleiri aðila. Einstök aðstaöa Hann kveðst vera mjög bjartsýnn á framtíð ferðamennsku á Húsa- vík. Möguleikarnir séu í raun óþrjótandi. I sumar hafi t.d. fjölgað mjög íslendingum sem sótt hafa Húsavfk heim og séð ástæðu til að staldra við. „Og þeir hafa margir orðið mjög hissa á því sem við höfum upp á að bjóða hér og ánægja þeirra er auðvitað okkar besta auglýsing“. Arni telur að fjölga þurfi af- þreyingarmöguleikum fyrir alla Ijölskylduna við höfnina og nefn- ir siglingaklúbb og námskeið í siglingum fyrir börn og unglinga sem gæti tengst kajakaleigu sem þegar er til staðar. Og hann sér einnig mikla möguleika í tengsl- um við baðlónið sunnan bæjar- ins, sem er einstakt í sinni röð hér á landi og þó víðar væri Ieit- að og nefnir að þar væri tilvalið að setja upp tjaldstæði og leikvöll sem hefði mikið aðdráttarafl. JS Það er ekki auðvelt fyrir unga menn að hasla sér völl í sjávarútveginum í kvótakerfinu. En þá er bara að byrja smátt og stækka svo við sig þegar maður stækkar. Túrbínu- vandi Hin nýja orkustöð Húsvíkinga er þegar farin að mala gull fyrir eigendur sína en þó í minna mæli en ráð var fyrir gert. Allt rafmagn sem framleitt er fer inn á kerfi bæjarins og dregur sam- svarandi úr orkukaupum frá Rarik. En á þessu stigi hefur ekki tekist að framleiða það orkumagn sem að var stefnt, þar sem einhver vandamál hafa komið upp með túrbínuna sem skilar ekki fullum afköstum og hafa fulltrúar hinna þýsku fram- leiðenda verið að vinna í málinu og leita lausnar á vandanum. Engin vandamál hafa hins vegar komið upp í tengslum við þær nýjungar sem eru í þessu ferli. Að sögn Reinhards Reynis- sonar, er hver dagur sem orku- stöðin skilar ekki fullum afköst- um slæmur því það dregur úr sparnaði við orkukaup. JS Handbolta- stjömur í fót- boltamarki Völsungar Iéku í gær gegn Nökkva í 3. deildinni og höfðu lyrir leikinn tryggt sér sigur í sín- um riðli með nokkrum yfirburð- um. Liðið hefur í sumar byggt mest á ungum heimamönnum, en að auki þremur sterkum Júgóslövum. Og í markinu hefur staðið sá margreyndi landsliðs- kappi Fram í handknattleik, Björgvin Björgvinsson. Nú er Björgvin á Ieið í sumar- frí, en Völsungar verða ekki á flæðiskeri staddir því handbolta- maður kemur í handboltamanns- stað í markinu og sá kemur líka frá Fram. Það verður líniimaður- in snjalli Róbert Gunnarsson sem mun verja mark Völsunga í úrslit- unum. Róbert er mjög snjall markvörður eins og Björgvin og á m.a. að baki leiki með ungling- landsliðinu í fótbolta. JS Verkefni út á land Bæjarráð Húsavíkur fjallaði á dögunum um flutning opinberra stofnana út á land og ályktaði þar um svohljóðandi: „Bæjarráð Húsavíkur fagnar þeirri auknu umræðu sem er að verða í þjóðfé- laginu um staðsetningu opin- berra stofnana og verkefna á þeir- ra vegum úti á landi. I því sam- bandi vill bæjarráð þó benda á og taka undir skoðanir þess eíhis að nauðsynlegt er að mótuð verði heildarstefna í þessum málum þannig að Ijóst sé hvaða mark- miðum á að ná og hvernig. Handahófskennd vinnubrögð eru til þess fallin að skapa óþarfa dcilur milli byggðarlaga með þeirri afleiðingu að minna verður úr framkvæmdum en efni standa til. Bæjarráð skorar á stjórnvöld að taka á þessum málum af myndug- leik og freista þess að ná pólitískri samstöðu sem dugir um stefnu- mörkun og framkvæmd“. JS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.