Dagur - 17.08.2000, Side 15
FIMMTUDAGUR 17. AGÚST 2 0 0 0 - 1S
Ðamu~.
LÍFIÐ t LANDINU
Gengur þvert á allar hefðir
Veröld Bjarkar eryfirskrift mál-
þings um tónlistarsnillinginn
Björk Guðmundsdóttur sem
framferá næstkomandi laugar-
dag íReykholti, Borgaifjarðar-
sveit. Fjórir áhugaverðirfyrir-
lestrarverða á þinginu sem
fjalla m.a. um stöðu Bjarkará
vettvangi íslenskrarmenning-
ar, tónlist hennar og texta. Úlf-
hildurDagsdóttir bókmennta-
fræðingur heldurfyrirlestur um
myndbönd Bjarkar ogfjallar
um þærímyndirog sjálfsmynd-
irsem þarkoma fram.
„Eg skoðaði fyrst og fremst ímyndasköpun-
ina í myndböndunum, annars vegar hvað
varðar hana sjálfa og eins hvernig hún Ieikur
sér með íslenskt umhverfi og sínar íslensku
rætur. Hún hefur skapað nýja sýn á ísland
eins og í myndbandinu við Iagið Yoga,“ segir
Ulfhildur en hún hefur mikið notað mynd-
bönd Bjarkar í kennslu fyrir erlenda stúd-
enta f Háskóla íslands. „Ef maður er að
kenna útlendingum þá er fáránlegt að tala
ekki um Björk því hún er svo mikill hluti af
íslenskri menningu."
Eins og þéttux vefnaður
- l lvað einkennir myndbönd Bjarkar?
„Þau eru sérlega vönduð, hvert myndband
er mjög sérstakt og myndar mjög sterka
heild með tónlist og textum. Myndböndin
eru ekki skraut eða viðhengi, þau eru mikill
hluti af tónlistinni og koma inn eins og þétt-
ur vefnaður. Það eru ákveðin þemu sem
koma upp aftur og aftur; ímyndasköpunin,
náttúran og tæknin. Náttúrudýrkun Bjarkar
ber ekki vott um neina rómantíska íhalds-
semi. Jafnframt því að leggja mikla áherslu á
náttúruna þá leggur Björk áherslu á tækni
og framfarir. Imyndasköpunin er markviss
og hún leikur sér með sína eigin ímynd.
Björk skapar ekki eina ímynd af sjálfri sér
heldur kemur alltaf með nýja og nýja. Hún
leikur sér mikið með mótsagnir, samsetning-
in er skemmtileg en oft kemur líka fram
spenna og togstreita í myndböndum hennar.
Hún er meistari í þessu og óhrædd við að
„Hún virðist sífellt geta endurnýjað sig og komið með eitthvað nýtt. Það er gaman að sjá konur sem
komast upp með að ganga þvert á allar hefðir á fallegan hátt, “ segir Úlfhildur Dagsdóttir um Björk.
leika sér með sjálfan sig. Björk vílar ekki fyr-
ir sér að geifla sig framan í linsuna eða eins
og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur
sagði um myndbandið Big Time Sensuality -
Björk er óhrædd við að vera ljót.“
- Er hægt að lesa eiilhvað í myndböndun-
um utn Björk sjálfa?
„Já, myndböndin segja alltaf að einhverju
leyti hennar sögu og kemur söguímyndin
sérstaklega vel fram í myndbandinu við Iagið
Bachelorette. I upphafi myndbandsins er
Björk að grafa út í garði og finnur bók sem
reynist vera hennar saga, My Story. Hún
gefur bókina út og öðlast heimsfrægð en síð-
an endar myndbandið á því að allt hverfur
aftur til náttúrinnar. Ahorfendur breytast í
runna og tré, allt umhverfið verður þakið
gróðri og hún endar aftur út í garði.“
- Attw þér uppáhaldsmyndband með Björk?
„Yoga er það myndband sem ég hef oftast
séð og bæði lagið, textinn og myndbandið
þola þessar tíðu sýningar. Eg fæ ekki leið á
því og það segir heilmikið. Mér finnst mynd-
bandið alltaf opna mér nýja leið til túlkunar
í hvert sinn sem ég skoða það. Eg sýni iðu-
lega nemendum mínum þetta myndband og
nota það þegar ég fjalla um Ijóð, ísland og
um Björku."
Björkland
- Heldurðu að ímynd Bjarkar hafi áhrif á
ímynd íslands?
„Já, ég hef orðið vör við það. Flestir kann-
ast við Björk og hún hefur átt mikinn þátt í
því að færa lsland inn í nútímann í augum
útlendinga. Hún hefur haft mjög mikil áhrif
á hugmyndir fólks um land og þjóð. Þegar
ég var á lrlandi fyrir átta árum þá var af-
markaður hópur sem kannaðist við Björk en
þegar ég var þar fjórum árum seinna þá var
Island orðið Björkland og hefur verið það
síðan.“
- Björk i’irðist skara alls siaðar fram tír
hvort sem það er í tónlist eða kvikmyndum -
hvað er það sem er svona einstakt við Björk
að þtnu mati?
„Björk er frjálsleg, alltaf hún sjálf og
staðnar aldrei. Hún virðist sífellt getað end-
urnýjað sig og komið með eitthvað nýtt. Það
er gaman að sjá konur sem komast upp með
að ganga þvert á allar hefðir á fallegan hátt.“
- ELJ
IMENNINGAR
LÍFID
Menning í ríkiiiu
Margir eru eflaust
búnir að glcyma VákfisViaas
því að hafa þurft
að standa í biðröð í ríkinu á
Akureyri í gúmnn'stígvélum
með vatnið upp í ökla, þegar
verslunin var niðurgrafin og oft
vatnsflaumur á gólfinu í snjó
og rigningum og enn aðrir
muna eftir troðn-
ingnum í ríkinu á
Lindargölunni þar
sem borðplatan á
afgreiðsluborðinu
skarst á kaf í
mjaðmaspaðana á
þeím sem stóðu
ffemstir. Ekki
kvörtuðu margir
yfir þjónustu
ÁTVR f þá daga
og þótti mönnum það ekkert
tiltökumál að hafa svolítið fyrir
því að ná í dreitilinn. En mörg
ár eru síðan þetta var og versl-
anir Áfengisverslunarinnar
ekki svipur hjá sjón bæði hvað
varðar þjónustu og úrval teg-
unda.
Og enn standa fyrir dyrum
breytingar til batnaðar og hefur
þegar verið farið af stað með
sýningu á listilega gerðum vín-
flöskutöppum, sem handlagnir
gullsmiðir í Félagi fslenskra
gullsmiða hafa smíðað. Þessi
sýning er tilkomin vegna sam-
keppni á meðal gullsmiða í
FIG um hönnun og smíði á
vínflöskutappa til gjafa handa
konum og körlum við hin ýmsu
tækifæri og bar hún yfírskrift-
ina „Karlmannlegasti tappinn"
og „Kvenlegasti
tappinn". Sýningin
var fyrst sett upp í
Perlunni en síðar
sýndi Áfengis-
verslun ríkisins
áhuga á því að
setja sýninguna
upp í einni af
verslunum sínum
og varð vínbúðin
í Kringlunni fyrir
valinu. Þótti sýningin tal<ast vel
og vekja jákvæða athygli við-
skiptavina ÁTVR.
Vínflöskutappasýningin hef-
ur nú verið sett upp f Vínbúð-
inni á Akureyri í stórbættum
húsakynnum verslunarinnar
við Hólabraut. Takist þessi sýn-
ing jafnvel og í Kringlunni má
eiga von á því að fleiri verslanir
ÁTVR víðsvegar um landið lái
notið hennar.
Lygar kalda strfðsins
MENNIIMGAR
VAKTIN
Elías Snæland
Jónsson
skrifar
sjónarhóli sagnfræði og sann-
leika.
Þetta á meðal annars við um
þann hljúp ieyndar og lyga sem
einkennt hefur svokallað Thule-
mál á Grænlandi. Þar hafa
bandarísk stjórnvöld alla tíð reynt
að blekkja almenning og komast
hjá því að segja allan sannleik-
ann. Ein afleiðing slíkrar hegðun-
ar er sú að málinu er ekki enn
lokið með eðlilegum hætti. Það
heldur áfram að ásækja bandarísk
stjórnvöld og mun gera það uns
öll spil hafa verið lögð á borðið.
Það er gamalkunnug staðreynd
að fyrsta fórnarlamb í sérhverju
stríði er sannleikurinn. Það átti
vissulega við um kalda stríðið
engu síður en vopnuð átök fyrr
og síðar, og lítill munur var og er
á hegðun stórvelda heimsins að
þessu leytinu.
Ymsir verða þó gjarnan til að
gagnrýna lygar vestrænna stjórn-
valda ákafar en yfirvalda einræð-
isríkja. Ástæðan er einföld:
Þegnar lýðræðisríkja gera mun
meiri kröfur til þess að eigin
stjórnmáiamenn og embættis-
menn komi heiðarleg fram gagnvart
borgurunum. I einræðisríkjum eru lygar
innbyggðar í kerfið. Þannig á það ekki
að vera meðal frjálsra þjóða.
Enginn efast um að öll ríki hafi þörf á
að halda einhverjum málum leyndum
um hríð. Það er hins vegar með ólíkind-
um hversu lengi kerfið berst fyrir því að
leyna þegnanna upplýsingum um at-
burði sem gerðust fyrir mörgum áratug-
um og hafa því fyrst og fremst gildi frá
Nýjar vísbendmgar
Nýjasta spurningin í Thule-málinu er
þessi: Hvar er kjarnorkusprengja númer
78252?
Hinn svokallaði Thule-hópur telur sig
hafa fundið sannanir fyrir því í banda-
rískum leyniskjölum að hún liggi á hafs-
botni við Grænland ásamt hluta af flaki
sprengjuflugvélarinnar sem hrapaði við
Thule-herstöðina árið 1968.
Liggur kjarnorkusprengja
undir ísnum skammt frá
Thuleherstöðinni á Græn-
iandi?
í hóp þessum eru fyrrverandi starfs-
menn við bandarísku herstöðina, en þeir
hafa um árabil ekki aðeins barist íyrir
því að fletta allri leynd af flugslysinu og
eftirköstum þess, heldur einnig fyrir
réttindum þeirra sem unnu við að
hreinsa svæðið án þess að fá neinn varn-
arbúnað gegn hættulegum efnum. Með
aðstoð bandarísks lögfræðings hefur
hópurinn náð í krafti upplýsingalaga
þúsundum blaðsíðna af leyniskjölum úr
söfnum bandarískra ríldsstofnana, þar á
meðal kjarnorkustofnunarinnar (U.S.
Atomic Energy Commission). Það er
einmitt í einu slíku leyndarskjali sem
upplýsingar um árangurslausa Ieit
Bandaríkjamanna að kjarnorkusprengju
númer 78252 koma fram.
Síðustu árin hafa vissulega annað
slagið komið fram tilgátur um að ein
þeirra fjögurra sprengja sem féllu til
jarðar við Thule-stöðina hefði aldrei
fundist, en þetta er í fyrsta sinn sem
hægt er að „númera-greina“ sprengjuna.
Bandarísk stjórnvöld hafa opinberlega
stöðluð svör við upplýsingum af þessu
tagi og munu seint upplýsa almenning
um örlög þessarar sprengju. Sem þýðir
að margir halda áfram að efast um að
allar staðreyndir málsins liggi á borðinu.