Dagur - 09.09.2000, Page 8

Dagur - 09.09.2000, Page 8
I 8- LAUGARDAGUR 9. S E P T E M B F. R 2000 FRÉTTASKÝRING Miisiii og tæmar Alfreö Þorsteinsson sakar Sjálfstæðisflokk- inn um að misnota Landssímann í póli- tískri baráttu gegn Reykjavíkurlistanum. Stjómarandstaðan seg- ir rOdsstjómarsam- starfíð tekið að trosna. Þegar svífur að hausti lifnar jafn- an yfir pólitíkinni í landinu. Langt er síðan að lifnað hefur )íir henni að hausti með jafnmiklu sprengjuregni og að þessu sinni. Sá sem hefur látið sprengjurnar falla er Alfreð Þorsteinsson, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins af Reykjavíkurlistanum. Þetta byijaði með yfirlýsingum í blaðaviðtölum, meðal annars hér í Degi, fýrir nokkrum dögum, en stærsta sprengjan féll á borgar- stjórnarfundi í lyrrakvöld. Þá sak- aði Alfreð Sjálfstæðisflokkinn um að misnota valdaaðstöðu sína á nánast öllum sviðum þjóðlífsins. Hann sagði meira að segja að Sjálf- stæðisflokkurinn skipaði eftir flokkslínum í stöður dómara við hæstarétt, hvað þá annað. Þessi ásökun kemur í kjölfar þess mikla slags sem verið hefur á milli Reykjavíkurlistans og Landssím- ans, sem Alfreð segir að Sjálfstæð- isflokkurinn beiti, eins og hann eigi fyrirtækið, í hatursbaráttu sinni gegn Reykjavíkurlistanum. I ljósi þess að þetta gerist um sama leyti og upp á yfirborðið koma harðar deilur um ýmiss stór- mál innan ríkisstjórnarinnar, verð- ur að líta á yfirlýsingar Alfreðs Þor- steinssonar sem stórpólitísk tíð- indi. Alfreð er foringi framsóknar- manna í borgarstjórnarmálum og því vega pólitísk ummæli hans þungt. Landssímiiui misnotaður „Það er ekki nokkur vafi á því í mínum huga að Sjálfstæðisflokkur- inn beitir Landssímanum fyrir sig í baráttunni við Reykjavíkurlistann. Þegar Landssíminn er að kæra okkur íyrir Samkeppnisstofnun af þeirri ástæðu að Lína-Net geti orð- ið markaðsráðandi, þá er það bara broslegt. Þetta er eins og borgar- stjóri sagði: Þetta er eins og risi sem rymur vegna þess að lítil mús strýkst við tærnar á honum. Það er hreint með ólíkindum hyað þeir seilast langt. Síðan kemur úrskurð- ur menntamálaráðherra, Björns Bjamasonar, í þessu máli. Það hef- ur komið fram að hann var ekki með neitt kærumál í höndum til að úrskurða um. Upphafleg kæra er vegna samnings sem var felldur í borgarráði og nýr samningur gerður. Þegar nýi samningurinn komst á var hann ekki kæranlegur lengur. Sjálfstæðisflokkurinn seilist alveg ótrúlega Jangt til að koma höggi á Reykjavíkurlistann," segir Alfreð Þorsteinsson. Hann segir menn orðna lang- þreytta á þessari sífelldu afskipta- semi ráðherra Sjálfstæðisflokksins af málefnum Reykjavíkurborgar. „Þeir hafa hvað eftir annað verið að þvælast fyrir og koma höggi á okkur. Raunar er það mat sveitar- stjórnarmanna út um land, ekki bara vinstrimanna heldur sjálf- stæðismanna Iíka, að þetta ofboðs- lega hatur forsætisráðherra og annarra ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins á Reykjavíkurlistanum sé farið að há sveitarfélögum víða um land. Sjálfstæðismenn koma í veg fyrir að sveitarstjórnir út um land fái eðlilega leiðréttingar í fjámálum sínum," segir Alfreð. I’irriiigur ut í Sjálfstæðisflokkmn Hann sagði á borgarstjórnarfund- inum í fyrradag að Sjálfstæðis- flokkurinn væri búinn að koma sínum mönnum fyrir í öllum lykil- stöðum í kerfinu eftir meira en 10 ára stjórnarsetu. Hann sagði í sam- tali við Dag að í störfum sínum, hvort heldur er sem formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eða í öðrum störfum sem borgarfull- Alfreð Þorsteinsson: Orðinn lang- þreyttur á sífelldri afskiptasemi ráð- herra Sjálfstæðisflokksins afmál- efnum Reykjavíkurborgar. Steingrfmur J. Sigfússon: Sjálf- stæðisflokkurinn hegðar sér alveg eins og hann eigi alla hluti I ríkis- kerfinu Ússur Skarphéðinsson: Sjálfstæðis- flokkurinn er I styrjöld við Reykja- víkurlistann á öllum þeim vígstöðv- um sem hann getur opnað I gegn- um ríkisstjórnina. trúi, yrði hann mjög mikið var við fyrirstöðu í kerfinu sem sjálfstæð- ismenn stjórna. Alfreð hefur lýst þeirri skoðun sinni að Framsóknarflokkurinn eigi að taka þátt í myndun vinstri- stjórnar eftir næstu þingkosningar. Hann var spurður hvort hann hefði rætt þessa hugmynd sína innan flokksins? „Auðvitað eru þessi mál rædd. Staðan í dag er sú að við gegnum til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn sem miðast við að haldi út kjörtímabilið. I dag sé ég ekkert í spilunum sem bendir til annars en að svo verði. Hins vegar er gríðarlegur pirringur hjá mörg- um framsóknarmönnum út í Sjálf- stæðisflokkinn, þannig að maður veit svo sem aldrei hvað gerist," sagði Alfreð Þorsteinsson. FuIIyrða má að þarna hafi Alfreð sagt það upphátt sem margir fram- sóknarmenn, jafnvel í þingliðinu, eru að hugsa um þessar mundir. Vitað er að sjálfstæðismenn eru dá- lítið taugaóstyrkir vegna þessara yf- irlýsinga Alfreðs Þorsteínssonar. Þeir hafa til þessa verið öruggir með sig. En nú er bátnum ruggað, bæði með þessum yfirlýsingum og þeim pirringi sem kominn er upp í ríkisstjórnarsamstarfinu. RÚV lagt í einelti Stjórnarandstaðan á þingi telur að hér sé um stórpólitískar yfirlýsing- ar að ræða. Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG, segir að það sé að sínum dómi gott mál að upp skuli renna fyrir æ fleiri framsókn- armönnum hvert þeirra hlutskipti er í þessari ríkisstjórn. „Það er mergurinn málsins að Alfreð Þorsteinsson sér að þeir Iáta nota sig í þágu íhaldsins, sem er að valda sig sem aldrei fyrr á öllum vígstöðvum samfélagsins. Eina undantekningin frá því er Reykja- víkurborg og örfá sveitarfélög önn- ur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki ferðinni. Eg er alveg sammála Alfreð um það að Sjálf- stæðisflokkurinn hegðar sér alveg eins og hann eigi alla hluti í ríkis- kerfinu. Ég hef sjállur á undan- förnum árum, við litla hrifningu Björn Bjarnasonar menntamála- ráðherra, nefnt sem dæmi hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt Ríkisútvarpið í einelti. Ég hef tekið það sem mjög ljótt dæmi um það hvernig menn eigi ekki að fara með völd sín,“ segir Steingrímur Jó- hann. Hann segir að vissulega séu aðr- ir stjórnmálaflokkar ekki með hreinan skjöld í sambærilegum málum. Bæði Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn gamli hafi á stundum séð um að koma sínum mönnum að hér og þar. Það séu samt hreinir smámunir í saman- burði við Sjálfstæðisflokkinn. Löng stjórnarseta hans nú sé farin að marka þetta verulega. Þeir hafi haft svo langan tíma til að koma sínum mönnum að út um allt kerf- ið að það sé að skapast óheilbrigt ástand. Vinstristjóm „Varðandi það sem Alfreð segir um vinstristjórn eftir næstu þingkosn- ingar tel ég það vera hið besta mál ef einhver veðrabrigði eru að verða í Framsóknarflokknum, að minns- ta kosti meðal sumra framsóknar- manna. í því sambandi vek ég at- hygli á því að við værum þá ekki bara að tala um nafnbreytingu á ríkisstjórn. Við erum að tala um Þung orð féllu I sal borgarstjórnar í fyrrakvöld og telja margir að þ< stefnubreytingu. Verkefnið er að mynda hér vinstristjórn í skilningn- um ríkisstjórn með vinstrisinnaða stefnu. Það er okkar markmið. Við leggjum höfuðáherslu á að menn hverfi frá þeirri hægristeinu og ný- fijálshyggju, með tilheyrandi nið- urskurði í velferðarmálum og vax- andi misskiptingu í þjóðfélaginu, sem blasir alls staðar við,“ segir Steingímur J. Sigfússon. Hann segist þó eiga von á því að Alfreð Þorsteinsson eigi dálítið verk fyrir höndum að ræða við for- mann sinn, Halldór Asgrímsson, sem þó hlýtur að vera næsta skref- ið. Hann segist ekki útiloka að þessi sprengja, sem Alfreð hefur kastað inn í stjórnmálin nú á haustdögum, verði til þess að hreyfa svo við framsóknarmönnum að hreyfing komist á þessi mál öll- sömul. Hann segir að vel megi vera að þessar linnulausu árásir Sjálf- stæðisflokksins á Reykjavíkurlist- ann verði til þess að framsóknar- menn hugsi sinn gang varðandi stjórnarsamstarfið. Við þetta bæt- ast svo allmörg mál sem deilt er um innan ríkisstjórnarinnar sem gætu orðið til þess að trosnaði enn frekar en þegar er orðið í stjórnar- samstarfinu. Styrjöld við R-listann „Ég skil vel reiði framsóknar-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.